Morgunblaðið - 06.08.1992, Side 33

Morgunblaðið - 06.08.1992, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 33 mæli borgarinnar samdi Páll texta í myndabókina Reykjavík 200 ára, Saga höfuðborgar 'í myndum og máli. Einnig ritaði hann bókina Reykjavík, Byggðastjórn í þúsund ár, og hafði umsjón með útgáfu Bæjar- og borgarfulltrúatals, en báðar síðamefndu bækumar komu út 1986. Á engan mun hallað, þótt því sé haldið fram, að á síðari árum hafi enginn betur haldið til haga fróðleik um sögu höfuðborgarinnar en Páll Líndal, enda kunni hann á henni afbragðsgóð skil, s.s. hið mikla rit hans, Sögustaður við Sund I,—III. sýnir glöggt. Þó að hér séu dregnir upp tveir þættir, sem sköpuðu Páli Líndal nokkra sérstöðu, þ.e. framlag hans til skipulags- og byggingarmála og áhugi hans á sögu og menningar- málum, hefði atbeini hans á öðrum sviðum einn sér dugað til að halda minningu hans á lofti. Þannig átti hann aðild að endurskoðun tekju- stofnalaganna, eftir að hafa kynnt sér ásamt fleirum tekjustofna sveit- arfélaga í nokkmm nágrannalönd- unum og birt um það efni greinar- gerðir. Hann starfaði af hálfu sam- bandsins í sameiningarnefnd sveit- arfélaga, sem starfaði á árunum 1966 til 1970 og var óþreytandi að halda á lofti kröfunni um aukið sjálfsforræði sveitarfélaganna og um breytingar á verkaskiptingu rík- is og sveitarfélaga. Jafnframt lá hann ekki á þeirri skoðun sinni, sem hann orðaði þannig í síðustu setn- ingarræðu sinni á vettvangi sam- bandsins, að „forsenda skynsam- legrar verkaskiptingar sé gerbreytt stjórnsýslukerfi". Þetta og margt annað, sem Páll Líndal lagði til málefna sveitarfélaganna á Islandi á starfsferli sínum, mun standa, þótt maðurinn falli. Fyrir hönd sveitarfélaganna í landinu eru þökkuð hin mikilvægu störf Páls Líndal í þágu þeirra. Stjórn og starfsfólk Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga vottar að- standendum hans dýpstu samúð sína. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga Borinn er til grafar í dag Páll Líndal, lögmaður. Páll Líndal lét sér annt um marg- háttuð þjóðþrifamál og voru náttúru- verndarmál þar framarlega í flokki. Hann átti sæti í Náttúruverndarráði frá því er það var fyrst kosið sam- kvæmt núgildandi lögum í apríl 1972, fram til hautsins 1987, að hann gaf ekki kost á sér til áfram- haldandi setu í ráðinu. Páll vann ötullega að náttúruverndarmálum og var mikill styrkur fýrir ráðið að hafa lögfróðan umhverfísverndar- mann innan sinna vébanda. Hann veitti ráðinu lagalega ráðgjöf á öllum sviðum allt frá umíjöllun um rétt almennings til að fara um landið til umsagna um virkjanir og verk- smiðjurekstur. Nefna má einn mála- flokk öðrum fremur sem Páll hafði áhuga á en það var undirbúningur friðlýsingar lands, en auk þess að sjá um lagalega hlið friðlýsinga var hann mjög fróður um land og sögu. Ekki rofnuðu tengsl Náttúru- verndarráðs og Páls þrátt fyrir að hann ætti þar ekki sæti síðustu æviár sín, því ævinlega var hann boðinn og búinn að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Hann kom aftur af fullum krafti til liðs við náttúru- verndar- og umhverfismál er hann varð fyrsti ráðuneytisstjóri nýstofn- aðs umhverfisráðuneytis. Páll kunni öðrum fremur að segja góðar sögur og einatt vitnaði hann í orð mætra manna máli sínu til stuðnings. Má þar vitna til niður- lags greinar Páls um aðdragandann að setningu náttúruverndarlaga á íslandi, sem birtist í afmælisriti helguðu Sigurði Þórarinssyni 1982 og síðar í örlítið aukinni útgáfu í einni af lesörkum Náttúruverndar- ráðs 1984. „Hvað segir ekki í bréfi Péturs postula: „Ég álít mér skylt, meðan ég er í þessari tjaldbúð, að halda yður vakandi með því að rifja þetta upp fyrir yður.““ Náttúruverndarráð og starfs- menn þess votta aðstandendum Páls Líndal innilega samúð sína. Náttúruverndarráð. Minmng: Jón Hjörleifsson Fæddur 27. júlí 1928 Dáinn 28. júlí 1992 Hann sofnaði svefninum langa 28. júlí síðastliðinn, Jón Hjörleifsson móðurbróðir minn. Þó ásjóna hans sé horfin og fótatakið þagnað er hlutdeild hans í lífi mínu ógleyman- leg. Ég átti frænda og eignaðist vin er ég og fjölskylda mín fluttumst til Njarðvíkur. Það var gott til þess að hugsa að eiga einhvern að, sem maður hafði þekkt allt sitt líf, á þessum nýju slóðum. Þau hjónin Jón og Edda tóku okkur opnum örmum og ýmislegt var tínt til af hlutum til að prýða nýstofnað. heimili okk- ar. Heimsóknir urðu margar og góðar. Stundum kom Jón einn snemma að kvöldi til að fá hársnyrt- ingu. Hann leit aldrei í spegil að klippingu lokinni. „Þetta er stórfínt ljúfan," sagði hann alltaf. Hann mat þennan litla greiða meira en mig hafði órað fyrir. Síðast er skær- in voru tekin upp hafði hann að orði hvað honum fyndist það mikil forréttindi að geta komið í róleg- heitum fengið klippingu, kaffi og spjallað. Ég var ákaflega stolt af þessum orðum hans. Jón var þægilegur maður sem gott var að lynda við og vera ná- lægt. Sama hvort umræðuefnin voru neikvæð eða jákvæð, lokaorðin voru alltaf sættanleg, þögnin aldrei vandræðaleg, stríðnin alltaf ánægjuleg. Sömu notalegu kveðju- orðin: „Vertu sæl ljúfan mín og hafðu það gott.“ Með þakklæti og hlýju kveð ég frænda minn. Guð blessi ástvini þessa góða manns. Bogey Geirsdóttir. Mágur minn og vinur Jón Hjör- leifsson lést 28. júlí sl., degi eftir 64. afmælisdag sinn, eftir skamma legu á sjúkrahúsi. Nokkuð er síðan Jón kenndi sér sjúkdóms þess er varð honum að aldurtila. Kynni okkar Jóns, spanna nú yfir 30 ár. Að öllu jöfnu var Jón ekki margmáll maður, en meinti það sem hann sagði; lét verkin tala. Starfsvettvangur hans var að mestu á Keflavíkurflugvelli, lengst af hjá íslenskum aðalverktökum. Eftir að við hjónin fluttum til Keflavíkur, kom hann iðulega til okkar. Var hann fundvís á ýmislegt sem betur mátti fara á heimili okk- ar og að hans mati ekki í fullkomnu lagi. Oftar en ekki voru viðgerð og endurbætur framkvæmdar án orða- lenginga. Þar sem mér var vel kunn- ugt um hjartasjúkdóm Jóns, impr- aði ég eitt sinn á því hvort ekki væri ráð að draga saman seglin hvað vinnuálag snerti. Svarið var ekki langt að venju: „Ég kann ekki annað.“ Frekari rökfærsla var óþörf. Jón var yfirlætislaus maður og málæði og lof mun lítt hafa ver- ið honum að skapi. Verður það virt hér. Ósjaldan kom Jón eftir kvöld- fréttir og bauð upp á ökutúr. Sam- ræðurnar voru eins og gengur, um landsins gagn og nauðsynjar, en í lokin skar sig tvennt úr; hagur og farsæld eiginkonu, dóttur og barna- barna og í annan stað atvinnuveit- andi hans, ísl. aðalverktakar, sem honum fannst vegið að hin síðari hár og það að ósekju. Ég á eftir að sakna þessara funda okkar. Jón var fæddur Dalamaður og líkt og aðrir íslendingar, átti hann sterkar taugar til sinna æsku- stöðva. Það hvílir faðir hans og hafði Jón á orði eitt sinn í vetur að hann ásamt alsystkinum sínum Halldóru og Hjörleifí hefðu ákveðið að endurnýja krossinn á leiðinu. Eins og við mátti búast var staðið við það heit í sumar og mun það hafa verið hinsta för Jóns í Dalina. Móðir Jóns lifir son sinn. Ðaginn fyrir andlát Jóns gafst mér kostur á að líta til hans á spít- alann. Jón reis upp í rúminu og við tókumst í hendur án nokkurra orða. í dag finn ég til tómleika og saknað- ar við fráfal góðs vinar. Ég og íjölskylda mín, kveðjum vin, bróður og frænda með virðingu og þakklæti. Eiginkonu og aðstandendum votta ég samúð mína. Geir Egilsson. í dag verður til moldar borinn ástkær vinur okkar og mágur, Jón Hjörleifsson. Jón fæddist í Hvammi í Dölum, sonur Hjörleifs Jónssonar og Þórdísar Þorleifsdóttur sem í dag lifir í hárri elli og dvelur á Sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi. En Hjör- leif föður sinn missti Jón af slysför- um þegar hann var aðeins átta ára. Og sár hefur föðurmissirinn verið honum, barninu, þótt ég þykist vita af kynnum mlnum af Jóni, að hann hafi ekki flíkað slíkum tilfinningum, hvorki þá né endranær. Jón var ákaflega dagfarsprúður maður. Aldrei heyrði ég hann hækka róm sinn þótt eitthvað bæri á milli manna í dagsins argi. Allt rætt með sömu hógværðinni en ekkert gefíð eftir væri hann að verja skoðanir sínar. Og engan hef ég þekkt bónbetri væri hjálpar þörf við eitthvert handverkið. Þó vann þessi maður meir en fullt dagsverk á sínum vinnustað á rafmagnsverk- stæði íslenskra aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli, en þar vann hann í 37 ár. Það er undur hve mikinn tíma sumir menn geta gefíð öðrum þrátt fýrir langan vinnudag. Og Jón var slíkur maður, tíma fyr- ir vini sína virtist hann eiga nóg af enda efast ég um að hann hafi þekkt orðið nei í slíkum tilfellum. Jón lagði metnað sinn í að búa sér og íjölskyldu sinni fagurt heim- ili. Fagurt í víðasta skilningi orðs- ins. Væntumþykja hans á fjölskyldu sinni leyndi sér ekki þegar maður kom inn á heimilið en mesta yndi hans var að fá afadæturnar til sín frá Svíþjóð. Og hamingja hans var sú að í allt sumar dvöldu þær hjá afa og ömmu í Njarðvíkunum. Þær voru hjá honum þegar hann lagði í sína hinstu för. Við hjónin eigum Jóni og Eddu konu hans mikið að þakka, því þeg- ar sorgin kvaddi dyra á heimili okkar tóku þau yngsta barnið til sín um tíma og sýndu því mikinn skilning og nærfærni. Fyrir slíkt verður seint fullþakkað. Ennfremur vil ég færa Jóni inni- legustu þakkir fyrir alla þá alúð og vinsemd sem hann sýndi tengdafor- eldrum sínum alla tíð. Elsku systir, Lilja Björg og fjöl- skylda, megi Guð stýrkja ykkur og varðveita ykkur við fráfall þessa góða drengs. Halldór og fjölskylda. Ég heyrði á öldum ljósvakans að ágætur vinur minn er látinn. Hug- urinn hvarflar núna tvo áratugi til baka að fyrstu kynnum við Jón Hjörleifsson. Við fluttum í sama húsið í Kópa- voginum og bjuggum þar saman í rúman áratug. Hann og Edda Haf- steinsdóttir kona hans voru sérlega gott sambýlisfólk. Jón var völundur í höndunum og virtist kunna á öllu skil. Ef eitthvað þurfti að laga og var áðkallandi þá var Jón ávallt boðinn og búinn til hjálpar. Þau hjónin Jón og Edda voru sérlega dugleg að njóta þess sem íslenskt landslag hefur upp á að bjóða og hugsa ég þau hafi gist á flestum útivistarstöðum hér í' nágrenninu því þau töldu ekki eftir sér að aka þó nokkuð langt væri hagstæð veð- urspá, t.d. austur á Klaustur. Minnisstæð er mér ein helgarferð að Hreðavatni er við hjónin fórum ásamt þeim Jóni og Eddu og fleiri hjónum og dvöldum þar 5 yndislegu veðri. Lilju dóttur Eddu reyndist Jón sem besti faðir. Hún er nú búsett í Svíþjóð ásamt manni sínum Búu- mediene Dala, og eiga þau tvær dætur, Kamillu og Nadíu. Jón og Edda dvöldu oft í fríum hjá þeim í Svíþjóð og eins komu þau hingað í heimsókn. Samskipti við Jón og Eddu minnkuðu er þau fluttu burt en þó rofnaði aldrei kunningsskapur okk- ar. Nú síðustu ár hafa þau verið búsett í Njarðvík, sem var mjög hagstætt vegna vinnu Jóns, en hann stundaði vinnu á Keflavíkurflug- velli. Við kveðjum góðan vin, þökkum honum samfýlgdina og biðjum hon- um blessunar Guðs. Eddu, Lilju og fjölskyldu hennar og öðrum aðstandendum sendum við samúðarkveðjur. Óli og Gulla. Jón Hjörleifsson bróðir minn verður lagður til hinstu hvíldar í dag. Hann var fæddur 27. júlí 1928 og lést 28. júlí 1992. Hann var næstelstur af okkur átta systkinum og elsti bróðirinn. Það er ekki auð-. velt að minnast Jóns í fáum orðum, svo einstakur maður sem hann var, en ég mun þó reyna það. Ég geri ráð fyrir að bernskuár sveitabarns frá fjórða áratugnum eigi fátt sameiginlegt með bernsku þeirrar kynslóðar sem nú vex úr grasi á íslandi. Jón var aðeins 16 ára gamall og ég, yngsta bamið, ársgömul þegar móðir okkar stóð ein uppi með barnahópinn sinn. Þá varð hann helsta stoð og stytta móður sem barðist fyrir daglegu brauði barna sinna við frumstæðar og erfiðar aðstæður á afskekktu heiðarbýli vestur á landi. Eftir mikl- ar þrengingar flutti íjölskyldan suð- ur og tvístaðist um þriggja ára skeið, en fyrir elju og dugnað Jóns og systkina minna, þeirra Halldóru og Hjörleifs, tókst þeim að festa kaup á litlu húsi á Selfossi. Og mikil var sú gleði og hamingja er fjölskyldan gat aftur verið saman. A bernskuheimili míriu var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja, en þar ólst ég upp við öryggi og kær- leika sem hverri manneskju er hið dýrmætasta veganesti. Slíkt andrúmsloft skapaði Jón bróðir minn hvar sem hann fóri Hann var einstakt ljúfmenni sem aldrei talaði styggðaryrði til nokk- urrar manneskju. Aldrei heyrði ég hann hvessa sig eða hækka róminn. Hann umgekkst aðra af virðingu, hver í hlut átti og með fáguðu og prúðmannlegu fasi vakti hann um leið virðingu annarra. Jón var uppá- hald systkinabarna og stolt okkar systkinanna, og móður sem áleit enga manneskju geta verið meiri gæfu aðnjótandi en að eiga slíkan son sem Jón. Það var mjög gott að vera ná- lægt Jóni. Honum fýlgdi svo mikið öryggi, en jafnframt var hann bíð- lyndur og gáskafullur. Hann gat alltaf séð hið spaugilega við smá- óhöpp og klaufaskap hver sem í hlut átti, og vandamál voru ekki til neins annars en að leysa þau. Hann hafði yndi af söng og þær voru ófáar kvöldstundirnar er ég sem barn sofnaði í fanginu á Jóni þegar verið var að spila á gítar og syngja, og enn man ég uppáhaldslögin hans og marga þá texta sem hann söng. Jón var einstaklega vinnusamur maður. Honum féll sjaldan verk úr hendi. Hvar sem hann kom og eit- hvað þurfti lagfæringar við, bætti hann úr þvl hið snarasta, og sér- stakt snyrtimenni var hann. Jón sá, ásamt móður okkar, fyrir heimilinu á Selfossi meðan við yngri systkinin vorum að vaxa úr grasi. Það var ekki fyrr en við vorum orð- in það stálpuð að sú byrði léttist af herðum hans, að hann gat farið að hugsa um sjálfan sig. Þá giftist hann stóru ástinni sinni, Eddu Haf- steins. Þar eignuðumst við systkinin góða mágkonu og móðir okkar tengdadóttur, sem við hlið Jóns sýndi henni mikla umhyggju. Heimili þeirra Jóns og Eddu var afar notalegt og bar vott um ein- staka snyrtimennsku. Það hefur alla tíð verið mér og fjölskyldu minni sem annað heimili. Þar ólst upp dóttirin Lilja Björg við það ástríki sem við systkinin öll þekkt: um svo vel. Lilja Björg var augasteinn föður síns og milli þeirra myndaðist frá fyrstu tíð þetta sérstaka samband eins og alla tíð var milli Jóns og móður okkar. Hvert sinn er nafn Lilju Bjargar bar á góma kannaðist ég við blikið sem kom í augu hans, en það þekkti ég frá móður minni er Jón var nefndur á nafn. Dætur Lilju Bjargar, þær Nadia og Cam- illa, voru honum líka til mikillar gleði. Nú hefur Jón bróðir minn kvatt þennan heim. Eftir lifír háöldruð móðir, sem hann studdi og styrkti all tíð, og allur systkinahópurinn, sem hann fórnaði hálfri ævi sinni fyrir. Jón er lagður af stað á undan okkur yfir móðuna miklu. Enn stendur hann í stafni og stýrir nú fleyi um þau ókunnu mið sem leið okkar allra mun um liggja. Enn sem fyrr greiðir hann leið móður, systk- ina og annarra ástvina. Hafi kær bróðir minn þakkir fyr- ir allt. Silla systir. t Hjartans þakkir til allra, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÓLA KRISTJÁNS SIGURÐSSONAR forstjóra Olíuverslunar íslands hf. Sérstakar þakkir til starfsmanna og viðskiptamanna OLÍS. Gunnþórunn Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.