Morgunblaðið - 06.08.1992, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 06.08.1992, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 Minning: Kristín Jónsdóttir frá Loftsstöðum Fædd 3. ágúst 1895 Dáin 26. júlí 1992 En hvert er þá vort hlutverk hér á jörð þann stutta spöl, sem oss er gert að ganga, uns sláumst við í fylgd með fortíð þeirri sem hljóð og fálát gekk hjá garði í dag? Við eigum sjaldnast svar við þeirri spum, en ef vér höfum unnið heilum huga og helgað Guði og ættjörð allt vort líf, mun tíminn leiða tilgang þess í ljós. Lát oss því hvorki miklast veg né vanda, en sérhver dagur sé oss náðargjöf. Og trúum að hvert auðmjúkt ævistarf sé allri veröld unnið fyrr en lýkur. (Tómas Guðmundsson) Sunnudaginn 26. júlí sl. lést á Hrafnistu í Reykjavík Kristín Jóns- dóttir frá Loftsstöðum í Gaul- veijabæ 97 ára að aldri. Hún var fædd á Eyrarbakka 3. ágúst 1895. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi á Vestri-Loftsstöðum og Ragnhildur Gísladóttir frá Rauða- bergi í Fljótshverfí í Skaftafells- sýslu. Systkini Kristínar urðu þrett- án, sjö þeirra dóu i sæku en sex lifðu. Elstur var Jón, þá Kristín, Sigríður, Anna, Jón yngri og Gísli. Kristín starfaði á heimili foreldra sinna þar til hún giftist 18. maí 1918 Steingrími Pálssyni, syni Páls Erlingssonar, sundkennara í Reylq'avík. Þau fluttu þetta sama ár á far- dögum að Eyvindartungu í Laugar- dal og hófu þar búskap. Steingrím- ur var alla tíð hneigður til búskapar og hafði mikið yndi af hestum alla tíð, og átti góða hesta. En frostaveturinn og allir þeir erfíðleikar sem honum fylgdu, svo sem eldsumbrot, spánska veikin og kreppa, reyndist þeim sem öðrum þungur í skauti, svo að 1920 bregða þau búi og flytja til Reykjavíkur. Þau bjuggu um hríð hjá Páli föð- ur Steingríms og Ólöfu Steingríms- dóttur konu hans þar til þau fluttu í nýbyggt hús sitt er þau nefndu Reykhóla við Kleppsveg. Þar hófu þau búskap á ný, ruddu og ræktuðu grýttan reit í Laugamesi. Bjuggu þar með bömum sínum þremur, Ólöfu, Bjama og Ragnhildi, til árs- ins 1942, er þau taka að sér for- stöðu vistheimilisins að Elliðavatni, sem rekið var á vegum Reykjavíkur- borgar. Fyrirhyggja, ráðdeild og öryggi einkenndu öll störf þeirra hjóna og var rekstur heimilisins til mikillar fýrirmyndar. Þar störfuðu þau í 30 ár. Kristín var há og beinvaxin, dökkhærð og fyrirmannleg kona, sterkur persónuleiki, lundhrein, geðgóð, hógvær og æðmlaus, og skipti aldrei skapi. Þó var hún stjórnsöm, einörð og ákveðin án alls hávaða, og kom vel að sér fólki. Hún bjó manni sínum og börnum myndarlegt, gestrisið heimili, þar sem alltaf var ánægjulegt að koma. Hún hafði frábært minni, var fróð og vel lesin, bjó yfír góðri frásagn- argáfu og frásagnargleði. Gat hermt eftir fólki og leikið takta þess og hreyfíngar af innlifun og gæddi frásögnina tilheyrandi kátínu og hlátri. Ævidagur Kristínar var langur, starfsamur og afkastamikill meðan heilsulánið og þrekið brast ekki. Því má enginn gleyma að hin gengna kynslóð kynntist í fáu ver- aldlegum munaði eða langskóla- göngu. Þá voru aðrir lífshættir og aðrar lífs- og siðaáherslur, sem sköpuðu því fólki menningu, mann- kosti, fórnarlund og hæversku, ásamt heiðarleika og réttlæti. Þessa lyndiseiginleika unnu menn og konur sér inn í gegnum dagleg störf, lífsreynslu og lífsspeki trúar, og hinnar innblásnu leiðsögn Biblíunnar. Þá var allt talið synd, er and- stætt var Guðs heilaga vilja, og eilífu réttlæti boðorðanna. Forðast átti að gera allt andstætt því er þar var boðað, það var illt, rangt, van- gert, kærulaust og óguðlegt. Orstír, framkoma, æra manna og mann- dómur var þá oft aleigan, sem allt annað byggðist á. Hennar kynslóð vissi og skildi að líf okkar stendur ávallt andspæn- is dauðanum. Það er sannleikur djúpur og hár, því að með lífi okk- ar, hugsun, orðum og athöfnum erum við sjálf að yrkja okkar eigið líf og eftirmæli. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA SÓLVEIG GUÐLAUGSDÓTTIR, Rauðalæk 50, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum miðvikudaginn 5. ágúst. Guðmundur Vignir Jósefsson, Guðríður Guðmundsdóttir, Magnús Jóhannesson, Helga Ingibjörg Guðmundsdóttir, Tryggvi Þórðarson, Ásta Valgerður Guðmundsdóttir, Guðmundur Már Kristinsson og barnabörn. t Maðurinn minn og faðir okkar, ANGELO R. FERRENTINO, lést f sjúkrahúsi f St. Lucie, Fl., þann 22. júní. Jarðarförin hefur farið fram. Ingibjörg Ferrentino og synir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR KRISTINSSON, áðurtil heimilis á Unnarbraut 28, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 7. ágúst kl. 13.30. Hulda Þorbergsdóttir, Kristinn Sigurðsson, Lilja Hulda Auðunsdóttir, Bergþóra Sigurðardóttir, Róbert Róbertsson, Kristfn Sigurðardóttir Golden, Georg D. Golden, Jórunn Sigurðardóttir, Eyjólfur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Sagt var að mjög væri að heill- um, að orðstír hins látni lifði. Enginn vissi hvenær kallið kæmi, eða hvar, eða hvenær staðar næmi. Um Kristínu má segja: „Hún gekk með sóma sérhvert skrefíð, samtíðar á vegi förnum.“ Betri arf fær enginn gefíð andað- ur sínum börnum vinum og sam- ferðarfólki. Míkas spámaður segir: „Drottinn heimtar ekki annað af þér, en að þú gerir rétt, ástundir kærleika, og gangir fram í lítillæti fyrir Drottinn þinn.“ Þetta er ekki flókið en stórkostlega áminning, sem er þess virði að gleymast ekki. í mínum muna streyma margar og ógleymanlegar minningar frá fímmtíu ára tengdum og kynnum við þessi sæmdarhjón Kristínu og Steingrím Pálsson, börn þeirra, ættingja og vini, sem allar bera gleði og fegurð lífsins í faðmi sínum. Þannig birtist hugblær hinna liðnu daga, sem horfnir eru í dul sinni út í dimmbláan fjarskann og aldrei eiga afturkvæmt. í fáum kveðjuorðum verður ekki allt sagt. Ég stend í mikilli ógoldinni þakk- arskuld við þessi hjón og ættmenni þeirra, sem reynst hafa mér traust- ir vinir alla tíð. Þetta vel ég þakka fyrir mína hönd, konu minnar, barna og bamabarna. Ég bið Guð að launa þeim í minn stað og gefa þeim allt það, sem mætti verða þeim til sem mestrar blessunar. Síðust árin hefur Kristín dvalið á Hrafnistu í Reykjavík og bar ald- ur sinn þar sannri reisn. Hún var þakklát og kunni vel að meta alla þá hjúkmn, hlýju og umhyggju er hún þar naut. Fyrir hennar hönd er því góða fólki þar færðar einlæg- ar þakkir. Þeim verður dauðinn að lokum líkn, sem lengi eru búnir að þreyja. Góð kona hefur lokið hlut- verki sínu, fylgi henni Guðs blessun náð og friður. Böm og frændur falla fram í þakkargjörð fyrir ástúð alla - árin þín á jörð; fyrir andans auðinn, arf, sem vísar leið, þegar dapur dauðinn dagsins endar skeið. Hvíl, þín braut er búin - Burt með hryggð og tár! Launað traust og trúin, talið sérhvert ár. Fögrum vinarfundi friðarsunna skín, hlý að hinsta blundi helgast minning þín. • (Til móður minnar M.M.) Börnum þeirra hjóna, barnaböm- um og barnabarnabömum, tengda- fólki, vinum og öðmm ættingjum, sendum við okkar einlægustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Kristínar Jónsdóttur.^ Björn Ólafsson Hulda Ólafsdóttir. í dag kveðjum við Kristínu Jóns- dóttur frá Loftsstöðum. Hún var höfðingi í lund eins og hún átti kyn til. Foreldrar hennar voru Ragnhild- ur Gísladóttir frá Rauðabergi í Fljótshverfi, dóttir Gísla pósts Magnússonar, og Jón Jónsson óð- alsbóndi á Vestri-Loftsstöðum. Áð- ur en faðir hennar tók við búi föður síns, Jóns hreppsstjóra Jónssonar, gengdi hann ábyrgðarstöðu við Lef- oliisverslun á Eyrarbakka. Jafn- framt því gegndi hann ýmsum opin- bemm störfum svo sem sóknar- nefndarstörfum, og sat í sýslu- og sveitarsjórn. Hann lærði orgelspil hjá Bjarna Pálssyni og var organ- isti við Gaulverjarbæjarkirkju. Um tuttugu ára skeið var hann formað- ur við Loftsstaðarsand. Hann var heppinn sjósóknari, aflasæll og far- sæll formaður, er aldrei hlekktist á. Langafi hans var Jón ríki Þórðar- son, hreppsstjóri og bóndi í Vestri- Móhúsum í Stokkseyrarhverfi. Um hann segir í íslenskum æviskrám: „Afburða formaður og sjósóknari. Hreppstjóri í Stokkseyrarhreppi + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNINA R. KRISTJÁNSDÓTTIR, Erluhólum 4, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 7. ágúst kl. 13.30. Elsa Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Már Aðalsteinsson, Sigríður S. Rögnvaldsdóttir og barnabörn. Ástvinur okkar, AUÐUNN JÓHANNESSON, Efri-Hól, Vestur-Eyjafjöllum, vistmaður á Sólheimum, Grímsnesi, andaðist í Landspítalanum 2. ágúst. Útför hans verður gerð frá Ásólfsskálakirkju föstudaginn 7. ágúst kl. 14.00. Systkini, frændfólk og vinir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR HELGU SIGURJÓNSDÓTTUR fráJaðri, til heimilis á Karlsrauðatorgi 9, Dalvík. Georg Georgsson, Jón Georgsson, Kristfn Georgsdóttir, Stefán Georgsson, Ragnar Þóroddsson, Guðjón Stefánsson, Hafdfs Alfreðsdóttir, Anna Jóna Lárusdóttir, Reidar Óskarsson. Bryndfs Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 1801-1838 og réð nálega einn öll um málefni hreppsins. Kom upp álitlegum sveitarsjóði til styrktar þurfamönnum. Frábær fésýslumað- ur og gerðist smám saman einn af mestu auðmönnum landsins, átti, er hann féll frá, alls 50 jarðir og ábýli, er voru samtals að mati nær 600 hundraða." Á Loftsstöðum var mikið menn- ingarheimili. Þar var jafnan mann- margt og efnin góð. Heimiliskenn- ari kenndi systkinunum sex og þremur frændsystrum þeirra sem einnig ólust þar upp. Vinnusemin var í hávegum höfð samfara sak- lausum gleðskap, söng og hljóð- færaslætti. Þetta fjölmenna og vinnusama umhverfi mótaði Krist- ínu og þessi glaðværa æska var heimanmundur sem fylgdi henni alla tíð. Hún var mikill mannþekkj- ari og nösk á öll sérkenni í fari manna, og_ henni var tamt að sjá kátbroslegu hliðar á mannlífínu. Hún kunni ótal sögur af eftirminni- legu fólki, sem heimsótti Loftstaði meðan hún dvaldi í foreldrahúsum og hafði á takteinum sérkennileg tilsvör þess, sem mörg hver urðu að orðatiltækjum í okkar fyölskyldu. Hún hafði gaman af að segja þess- ar sögur en aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni. Hún var hafín yfir allt lítilmótlegt í hugsun og breytni, og líf hennar var mótað af göfugu eðli og kristinni lífsskoð- un. Á manndómsárum Kristínar var allur matur og fatnaður unninn á heimilum. Þá var kona því aðeins kvenkostur, að hún kynni að breyta mjólk í mat og ull í fat. Kristín kunni þetta flestum konum betur. Það lék allt í höndum hennar frá fyrstu tíð. Strax um fermingu saumað hún peysuföt sem af báru. Síðar fór hún til Reykjavíkur að læra karlamannafatasaum og það- an í frá saumaði hún hvað sem var jafnt á karla sem konur. í Reykja- vík lærði hún einnig matargerð hjá fröken Elínu á Hótel Skjaldbreið og allar máltíðir urðu að veislu hjá henni. Hún var víkingur til vinnu á yngri árum og stórhuga í öllum sínum búskap. Henni óx ekkert í augum. Hjá henni gat ekkert farið úrskeið- is því hún sá við öllu sem upp gat komið. Engin var hún ævintýra- kona. Hún var of hagsýn til að bjóða ævintýrum heim og það var líkt og öll ógæfa sneyddi hjá hennar garði. Þegar hún nálgaðist áttræðisald- ur og starfsorkan var farin að dvína og hún átti orðið erfítt með gang, sneri hún sér að ættfræði og tók til við lestur. Aðallega las hún þjóð- legan fróðleik af ýmsu tagi svo sem eins og um íslenskar ljósmæður, landpóstana, eldgos og jarðsögu íslands. Eins tók hún sig til og lét draga upp kort af sjóbúðunum við Loftsstaði þaðan sem forfeður hennar höfðu verið formenn mann fram af manni og ratað Loftsstaðar- sund út á fengsæll fískimið í hvert sinn, sem ég heimsótti hana hafði hún frá einhverju athyglisverðu að segja. Hún var ákaflega fróðleiks- fús og drífandi þar til kölkunin í höfðinu fór að segja til sín. Hátt á annan ártug mátti þessi kvenskör- ungur lifa án andlegs jarðsam- bands, og allan þann tíma sýndi hún geðprýði sem jafnan fyrr og hafði yfir sér mikla reisn. Kristín Jónsdóttir var ein af mik- ilhæfustu konum sinnar samtíðar enda þótt hennar langa dagsverk skilji ekki eftir nein glæsileg minn- ismerki, sem borið geti mannkost- um hennar, dugnaði, verksviti og fyrirhyggjusemi vitni um ókomna tíð. Hún var af þeirri aldamótakyn- slóð, sem var ákveðin í að skila betra búi en hún tók við og það gerði Kristín. Við sem nú yrkjum landið hefðu betur haldið dyggðum hennar á loft, því svartar skýrslur verða ekki til þar sem líkir mann- kostir ráða ferðinni. í minningunni ber hún höfuð og herðar yfír allar konur, sem ég hef kynnst, bæði að glæsileik og myndarskap en ekki síst vegna óbifanlegs skapstyrks, og geðprýði, sem einkenndi allt hennar far. Hún naut í lifanda lífí ástsældar og aðdáunar allra, sem hana þekktu. Blessuð sé minning hennar. „ ..... ,, . Ingibjorg Bjornsdottir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.