Morgunblaðið - 06.08.1992, Side 44
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ
.....1.
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
MORCUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Samstarf um getraunir:
Austurríki
í hópinn
EUROTIPS nefnist nýtt getrauna-
kerfi sem verður sett á laggimar
í haust. Verður þar um að ræða
viðbót við samnorrænar getraun-
ir, sem hafa verið í gangi siðan
1990. Austurríkismenn hafa nú
bæst í leikinn og auk þeirra hafa
Þjóðverjar og Svisslendingar sýnt
samstarfinu áhuga. Eftir að sam-
norrænar getraunir voru teknar
upp hér á landi nærri þrefaldaðist
sala getraunaseðla, og fyrsti vinn-
ingur hefur numið frá 10-55 miHj-
ónum króna.
„Eurotips er bara byrjunin á
stærra dæmi,“ sagði Sigurður Bald-
ursson hjá íslenskum getraunum.
„Um leið og Þjóðverjar og Svisslend-
, ingar tæknivæða dreifikerfi sitt
munu þeir taka þátt í þessu með
okkur, og jafnvel hafa Frakkar, Hol-
lendingar og Belgar sýnt samstarfinu
áhuga.“
Sigurður kvað ætlunina fyrst í
stað vera, að gefnir yrðu út íjórir
sameiginlegir seðlar fyrir Evrópu-
keppnina í knattspymu í haust. Verði
þá fyrsti vinningur úr sameiginlegum
potti þjóðanna. „Þetta verður senni-
lega 14-15 leikja seðill og verður
röðin seld á 20 krónur," sagði hann.
„I framtíðinni stendur jafnvel til að
*breyta fyrirkomulagi Evrópukeppn-
innar og gera hana riðlaskipta með
leikjum í hverri viku í stað útsláttar-
keppni eins og nú er. Þá væri hægt
að hafa Eurotips-seðil í hverri viku.“
----------»■ ♦ ♦---
Höfn í Homafirði:
Dæmi um að skólafólk breyti áætlunum sínum o g leiti starfa fyrir veturinn
Umsóknum um námslán
í haust fækkar milli ára
SAMKVÆMT upplýsingum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna fækkar
umsóknum til sjóðsins um námslán fyrir komandi skólaár nokkuð, en
endanlegar tölur um umsóknir um lán frá sjóðnum liggja ekki enn
fyrir. Þá hafa ráðningafyrirtæki sem Morgunblaðið hefur haft spurnir
af orðið vör við breyttar áætlanir skólafólks, sem hefur leitað starfa
fyrir veturinn, annað hvort fulls starfs eða hlutastarfa.
Góðri humar-
vertíð að ljúka
HUMARVERTÍÐ er um það bil
að ljúka á Homafirði. Vertíðin
hefur verið góð en útgerðarmenn
kvarta þó undan því að humarinn
hafi verið smár í ár.
Bátarnir á Hornafírði eru um það
bil að verða búnir að fiska upp í
kvóta sinn af humri á þessu ári.
Guðbjartur Össurarson fram-
kvæmdastjóri hjá Hrísey hf. segir
að vel hafi veiðst á þessari humar-
vertíð en mikið verðfall á humri
miðað við síðastliðið ár komi illa
við menn í útgerð á Höfn. Humar-
veiðinni er lokið hjá Faxeyri hf.
Guðmundur Eiríksson fram-
kvæmdastjóri þar segir að vertíðin
hafí gengið afar vel og vinnslu hafí
verið lokið fyrr en undanfarin ár.
Guðmundur segir að þetta hafi þær
afleiðingar að sumarvinnufólk hjá
Faxeyri sé nú búið að missa vinn-
una. Að öðru leyti segja þeir Guð-
bjartur og Guðmundur að lok hum-
arvertíðarinnar komi ekki niður á
atvinnuástandi á Höfn.
Umsóknarfrestur um lán frá Lána-
sjóði íslenskra námsmanna rann út
1. ágúst síðastliðinn. Öll síðustu ár
hefur verið fjölgun á umsóknum til
sjóðsins ár frá ári, og hefur hún oft-
ast haldist í hendur við fjölgun ný-
nema á háskólastigi. Enn hefur ekki
verið lokið við að flokka og skrá all-
ar umsóknir, en nú þegar er búið
að skrá um 6.300, að sögn Þorsteins
Þorsteinssonar, fulltrúa Stúdenta-
ráðs í stjóm LIN. Hann segir, að sér
kæmi ekki á óvart þó heildarfjöldi
umsókna yrði öðm hvoru megin við
7.000. „Samanburður við fyrri ár er
erfiður,. þar sem aðrar reglur gilda
nú en þá,“ sagði hann í samtali við
Morgunblaðið. „Hins vegar er ljóst
að þama er um fækkun að ræða,
og líklega væri hægt að bera þessi
sjö þúsund saman við átta þúsund í
fyrra.“ Þorsteinn benti einnig á, að
sér væri kunnugt um nokkurn fjölda
nemenda sem hefðu í hyggju að fjár-
magna nám sitt með öðmm hætti
en með lántökum frá sjóðnum, en
hefðu samt sem áður sótt um lán sem
baktryggingu. „Þannig verður hin
raunverulega fækkun námsmanna
sem taka lán hjá sjóðnum ekki ljós
fyrr en kemur fram á veturinn, þeg-
ar lánin koma til útgreiðslu, og fólk
þarf að gera upp hug sinn hvort það
tekur lánin eða ekki,“ sagði Þor-
steinn.
Hjá LíN fengust þær upplýsingar
að fækkun umsókna um lán til fyrri-
hlutanáms í þeim löndum þar sem
krafist er skólagjalda, svo sem
Bandaríkjanna og Bretlands, væri
líklega minni en margir hefðu búist
við. Þetta er þó talið skýrast að hluta
af því, að þeir umsækjendur sem
sýnt geta fram á að hafa verið veitt
innganga i skóla í þessum löndum
-fyrir þann 1. júní sl. verður veitt
undanþága frá hinum nýju reglum
LÍN.
Alvarlegt ástand að skapast í verktakastarfsemi segir formaður VTSÍ
Stefnir í 20-30% samdrátt
Hornamaðurinn tefidi við heimsmeistarann meðan beðið var
Barcelona. Frá Skapta Hallgrímssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
Heimsmeistarinn í skák, Garrí Kasparov, er
nú staddur í Barcelona í boði alþjóða ólympíu-
nefndarinnar og var íþróttamönnum í ólympíu-
þorpinu boðið að tefla fjöltefli við meistarann
í gærmorgun í íþróttahöllinni þar sem badmin-
tonkeppni leikanna fór fram, en hún er innan
girðingar þorpsins. Valdimar Grímsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, var einn þeirra sem
mætti meistaranum en þijátíu og einn settist
að tafli gegn Kasparov, og allir lutu í lægra
haldi. Valdimar sat í tæpa tvo tíma og aðeins
þrír lengur en hann. „Hann vann mig í 36
leikjum, ég lék af mér,“ sagði Valdimar við
Morgunblaðið. „Hann sótti grimmt. Alltaf þeg-
ar mér fannst ég vera búinn að finna réttu
vamaraðferðina kom ný sókn frá honum og
þetta hrundi hjá mér í lokin,“ sagði hann.
Undanúrslitaleikirnir í handknattleik fara fram
í dag og leika íslendingar við Samveldið klukk-
an 19 að íslenskum tíma og Svíar við Frakka
klukkan 17. Þá ræðst hveijir leika til úrslita
um gull- og silfurverðlaun annarsvegar og
bronsverðlaunin hins vegar, en þeir leikir fara
fram á laugardag.
Morgunblaðið/RAX
Valdimar Grímsson og Garrí Kasparov ræðast við áður en fjölteflið hófst. Valdimar er að gefa heimsmeistaranum merki íslensku
ólympíunefndarinnar.
Ræðst í dag hvaða verðlaun Island leikur um
ÖRN lýjærnested, formaður Verktakasambands íslands, segir að
*mjög alvarlegt ástand sé að skapast í verktakastarfsemi vegna verk-
efnaskorts og ástandið sé orðið sérstaklega slæmt þjá fyrirtækjum
í jarðvinnslu, en það sé einnig orðið slæmt í byggingariðnaðinum.
Örn spáir þvi að ef ekki komi til stórverkefna á næstu mánuðum
verði 20 til 30% samdráttur í verktakastarfsemi á landinu á þessu
ári. Því geti fylgt mikið atvinnuleysi því alls starfi um 12.000 manns
hjá verktakafyrirtækjum.
„Menn eru nú þegar famir að
segja upp starfsfólki, sem er mjög
óvenjulegt á þessum árstíma. Ef
ekkert gerist er ljóst að samdráttur-
inn í jarðvinnugéiranum er á bilinu
40-50% og að mikið verður um
uppsagnir á næstu mánuðum,"
sagði hann.
Forsvarsmenn Verktakasam-
bandsins hafa bent á ýmsar fram-
kvæmdir sem ráðast mætti í, svo
sem tvöföldun Reykjanesbrautar,
og hafa átt í viðræðum við stjórn-
völd vegna þess en Öm segir að
enn sem komið bendi ekkert sér-
stakt til að úr rætist.
„Það er ekkert stórt verk í gangi
í dag nema skólabygging í Graf-
arvogi sem er verkefni upp á einn
til einn og hálfan milljarð. Ráðhús-
ið var síðasta stórverkefnið," sagði
Öm. Þá sagði hann að engar virkj-
unarframkvæmdir væru í gangi í
sumar eða línubyggingar í tengslum
við þær og vegagerð væri minni en
ráð hefði verið fyrir gert. Mikið
bæri á undirboðum við verktöku
vegna samkeppni fyrirtækjanna,
sem kæmi svo niður á afkomu
þeirra.
Nokkrar ráðningaskrifstofur sem
Morgunblaðið talaði við hafa orðið
varar við breytingar á áætlunum
skólafólks. „Það hefur verið nokkuð
um að fólk hefur komið og opnað
umsóknir sínar um sumarstörf fram
á veturinn," sagði Benjamín Axel
Árnason hjá Ábendi. „Þá hefur verið
meira um fyrirspurnir um hlutastörf
sem gætu fallið með námi. Þetta
fólk ber oft við breyttum reglum LÍN
þegar það ræðir við okkur,“ sagði
hann ennfremur.