Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ 999 BARCELONA '92 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992
FRJALSIÞROTTIR
Sannar ad ekki átti að vera
um
- segirStí
„FIMMTA sæti er náttúrlega frábær árangur í spjótkasti á Ólymp-
íuleikum," sagði Stefán Jóhannsson, þjálfari Sigurðar að keppni
lokinni. „Þetta sannar mjög vel að sjötta sætið á heimsmeistara-
mótinu í fyrra var engin grís. Og það sannar ennþá betur að
það átti ekki, og ekki á næstunni, að vera neitt rifrildi um það
að senda Sigurð Einarsson á stórmót," sagði Stefán.
að senda Sigurð
án Jóhannsson, þjálfari Sígurðar
Barcelona ’92
oqp
■ SIGURÐUR Einarsson og
Einar Vilhjálmsson eru nú komnir
til Mónakó, þar sem þeir taka þátt
í alþjóðlegu fijálsíþróttamóti í
kvöld.
■ VALDIMAR skoraði úr þrem-
ur vítum og Konráð einu. Eitt var
varið frá Valdimar og Júlíus skaut
í stöng úr öðru.
■ ÍSLENSKU landsliðsmenn-
imir í handknattleik koma heim í
dag, þriðjudag. Þeir óku í gær frá
Barcelona til Nice í Frakklandi,
og fljúga þaðan áleiðis heim.
Stefán sagðist ánægður með
fímmta sætið, „en samt er
ánægjan ekki alveg full því mér
fannst, þegar hann kom út á braut-
ina fyrir síðasta kastið, að hann
væri á leið inn í sína miklu grimmd
sem hann sýnir oft og þá fannst
mér hann eiga möguleika á verð-
launum, hreinlega."
Rosalega ánægður með sætið
Stefán sagði sér hefði fundist
fagnaðarlætin sem bfutust út eftir
að Spár.veiji sigraði í 1.500 m hlaupi,
meðan spjótkastskeppnin fór fram,
aðeins drepa Sigurð niður. „Síðasta
kastið var ekkert mjög vel heppnað.
Mér fannst hann eiga að geta gert
betur, en er rosalega ánægður með
sætið,“ sagði Stefán og lýsti þeirri
skoðun sinni, sem fram kom í upp-
hafi, að ekki ætti að rífast um það
hvort senda ætti Sigurð á stórmót.
Hann fullyrti að mæit hefði verið
gegn því í Olympíunefnd Islands að
senda Sigurð á Einarsson á leikana
í Barcelona. „En ég held hann [Sig-
urður] hafí virkilega afsannað það
í dag að hann hafi ekki átt erindi
hingað. Fimmta sætið er mjög gott
en fyrir síðasta kastið gerði ég mér
vonir um meira. Ég veit alveg hvað
býr í þessum strák, og veit að þriðja
sætið bjó í honum þarna.“
Hefur þjálfað Sigurð
frá því hann var 16 ára
Sigurður er orðinn 29 ára. „Ég
hef þjálfað hann síðan hann var 16
ára og veit því alveg hvað býr í
honum. Og það spurning sem hægt
er að velta fyrir sér, hvað þessi
drengur gæti gert ef hann fengi
bestu aðstæður sem hægt er að fá.
Og þá er ég ekki að tala bara um
æfingaaðstöðu, heldur að hann fengi
þá aðstöðu að hann gæti æft án
þess að hafa verulegar áhyggjur af
peningamálum fjölskyldunnar. Hann
gerir ekkert annað en að æfa spjót-
kast og hefur verulegar áhyggjur
af peningamálum fjölskyldunnar.
Hvað gæti þessi drengur gert ef
hann hefði þjálfarann sinn lengri
tími á ári hjá sér? Ég hefði til dæm-
is viljað vera með hann í að minnsti
kosti mánuð í viðbót í tækniþjálfun,
standa yfir honum í allri þeirri
tækniþjálfun sem hann hefur verið
í á þeim mánuði, en ég hef bara
ekki efni á því og það virðist enginn
annar hafa efni á því, þannig að
ekki er um það að ræða. Þetta er
stór spurning: Hvað gæti hann gert,
ef hann fengi jafna aðstöðu og hinir
keppendurnir eru með, allir.“
-Hvað er hægt að gera til að
breyta þessu, eða er það ekki hægt?
„Auðvitað er það hægt, við þurf-
um bara að fá okkar stuðnings-
menn. Þannig að hann gæti hugsan-
lega borgað mér einhvern pening,
eða þá að einhver vildi borga mér
einhver laun fyrir að þjálfa hann.
Ég tek mér til dæmis mjög langt frí
frá vinnu, sem er ekkert ægilega
vel séð hjá Reykjavíkurborg, þó að
mínir vinnuveitendur séu mjög já-
kvæðir í minn garð, sem er kannski
sérstakt í garð þjálfara...en ég þarf
bara miklu lengri tíma með honum."
Bíð eftir 90 metrunum
-Ef þið fengjuð meiri tíma saman
þá kæmi íljós að meira býríhonum?
„Já. Ég sagði stundum við mína
nánustu þegar Siggi var að reyna
við Olympíulágmarkið að ég væri
ekki að bíða eftir 80 metrunum,
heldur 90 metrunum. En það verður
kannski endalaus bið ef engin aðstoð
kemur.“
-En ef þið fáið góða. aðstoð?
„Ja, þá þurfum við kannski ekki
að bíða nema fram að næsta heims-
meistaramóti, að hann fari á pall,“
sagði Stefán JóhannsSon.
Enginn mælt gegn Sigurði
- segir Ari B. Einarsson vegna ummæla Stefáns Jóhannssonar
Þetta er hreint bull. Það hefur enginn mælt gegn
Sigurði í framkvæmdastjórn Ólympíunefndarinn-
ar,“ sagði Ari Bergmann Einarsson, stjómarmaður í
framkvæmdastjóminni og aðalfararstjóri íslenska
ólympíuliðsins í Barcelona, er ummæli Stefáns Jó-
hannssonar, þess efnis að mælt hefði verið gegn því
í Ólympíunefnd að Sigurður Einarsson yrði sendur á
leikana voru borin undir hann.
Ari sagði að þvert á móti hefði Ólympíunefnd haft
tröllatrú á Sigurði. „En hann var lengi að ná lágmark-
inu og við höfðum áhyggjur af því hvað hann náði
því seint. Kannski er ástæðan fyrir þessum ummælum
Stefáns sú að við höfðum samband við Fijálsíþrótta-
sambandið til að athuga hvort mótið þar sem Sigurður
kastaði yfír 80 metra væri ekki örugglega gilt. Við
höfðum alltaf trú á honum og vildum senda hann, en
vildum aðeins fá staðfestingu FRÍ á þessu. En að
mælt hafí verið gegn honum í Ólympíunefnd er mis-
skilningur."
Aðalfararstjórinn sagðist ekki skilja tilgang svona
ummæla. „Við fögnum öll þessu afreki Sigurðar mjög.
Þetta er hið besta mál og ég held menn ættu frekar
að standa saman en tala svona.“
■ ÍSLENDINGAR fengu sex víti
gegn Frökkum. Gunnar Gunnars-
son fískaði tvö, bæði eftir gegnum-
brot, Konráð Olavson tvö eftir að
hafa farið inn úr horni, Júlíus Jón-
asson eitt eftir gegnumbrot og
Valdimar Grímsson eitt í horninu.
■ GUÐMUNDUR Hrafnkelsson
varði alls níu skot, þar af sex lang-
skot, tvö af línu og eitt eftir hrað-
aupphlaup. Bergsveinn Berg-
sveinsson varði tvö víti, eitt skot
eftir hraðaupphlaup og eitt lang-
skot.
■ EIN breyting var gerð á hópn-
um fyrir Frakkaleikinn frá því
gegn Samveldinu. Patrekur Jó-
hannesson kom inn í stað Sigurðar
Bjarnasonar. Þorbergur þjálfari
vildi hafa stóran mann til taks til
að hvíla þá sem venjulega leika í
vörninni, þar sem hann átti von á
mikilli baráttu.
■ GUNNAR Gunnarsson, leik-
stjórnandi landsliðsins þjálfar lið
Víkings á komandi keppnistímabili
sem kunnugt er. Hann segir þó
gefa kost á sér í landsliðið fram
yfír heimsmeistarakeppnina í Sví-
þjóð í vetur. „Ég ætla að minnsta
kosti ekki að vera með neinar yfir-
lýsingar um framhaldið eftir HM,“
sagði hann.
■ GUNNAR er bjartsýnn á fram-
tíð landsliðsins. „Þeir ungu menn-
sem taka við eru komnir með mikla
reynslu. Þeir eiga eftir að taka við
með sóma.“
■ ÍSLENSK tónlist hefur hljóm-
að í búningsklefa landsliðsin fyrir
leikina að undanförnu, til að menn
slappi af og líði vel. Það eru hljóm-
flutningstæki sem Gunnar Gunn-
arsson keypti sér nýlega sem notuð
eru til þess arna, og hann sagði:
„HSÍ hefur ábyggilega ekki efni á
að kaupa svona tæki. Ég verð því
sennilega að halda áfram í landslið-
inu!“
■ „ÍSLENDINGAR léku vel í allri
keppninni og hefðu átt skilið að
vinna bronsverðlaunin. En við vor-
um betri í dag,“ sagði Eric Quint-
in, hornamaður í franska landslið-
inu eftir leikinn á laugardag.
Morgunblaðið/RAX
Að loknu góðu dagsverki!
Sigurður Einarsson spjótkastari yfírgefur Ólympíuleikvanginn í Barcelona glaður í bragði að loknu góðu dagsverki.