Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ 9S& BARCELONA ’92 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992
FRJALSIÞROTTIR
Hassiba Doulmerka fagnar sigri sínum. Hún grét síðan við verðlaunaafhendinguna. Reuter
Éggrét
fyrir Alsír
- sagði Doulmerka sem réði ekki við tilfinning-
arsínareftirsigurinn í 1500 m hlaupi kvenna
„EG grét fyrir Alsír,“ sagði
Hassiba Doulmerka frá Alsír
sem ekki gat dulið tilfinningar
sfnar eftir sigurinn í 1500 m
hlaupi kvenna, hún grét af gleði
eftir sigurinn og hrópaði til
áhorfenda; „Alsír!, Alsír!“ og við
verðlaunaafhendinguna
streymdu tár í stríðum straum-
um niður kinnar hennar.
Doulmerka er fyrsti keppandinn
frá Alsír til að sigra í frjáls-
íþróttagrein á Ólympíuleikum. Hún
sigraði á heimsmeistaramótinu í
Tókýó á síðasta ári en var þá harð-
legum gagnrýnd af löndum sínum
fyrir að hlaupa berleggjuð. Hún
gerði það einnig nú en samkvæmt
trú múslíma eiga kvenmenn ekki að
vera berleggjaðar og hún hefur því
verið litin hornauga af löndum sínum
þrátt fyrir velgengni á hlaupabraut-
inni.
Vonir Alsír um fyrsta gullið á
Ólympíuieikunum voru að mestu
bundnar við Noureddine Morceli í
karlahlaupinu á sömu vegalengd en
hann stóð ekki undir væntingunum,
varð aðeins sjöundi en Doulmerka
bætti upp fyrir það í sínu hlaupi
með stórkostlegum sigri.
Lyudmila Rogacheva frá Sam-
veldinu leiddi hlaupið lengst af og
þegar einn hringur var eftir virtist
Doulmerka örugg um annað sætið
á eftir henni. En Doulmerka ætlaði
sér meira, - hún beið færis og þegar
200 metrar voru í markið hóf hún
gífurlegan endasprett sem Samveld-
isstúlkan réði ekki við. Doulmerka
hlaut tímann 3:55,30 mínútumi
Rússneska stúlkan jók einnig hrað-
ann en náði ekki að fylgja henni
eftir og fékk silfur er hún kom í
markið á 3:57,08 mín. rétt á undan
Kínversku stúlkunni Qu Yunxia.
Þess má geta að bandaríska stúlk-
an, Patti Sue Plummer féll þegar
hún kom tíunda og síðust í markið
og það þurfti að færa hana af vellin-
um á börum.
4 X 400 m hlaup kvenna:
Bryzgína tryggði SSR gullið
Samveldisstúlkurnar sigruðu í 4 x 400 metra hlaupi kvenna á
laugardag eftir spennandi keppni við bandarísku sveitina. Olga
Bryzgína, ólympíumeistari í 400 metra hlaupi frá því í Seoul, tók
stíðasta sprettinn fyrir Samveidið og Rochelle Stevens fyrir Bandarík-
in. Stevens var með forystu þar til 100 metrar voru eftir en þá tók
Bryzgína mikinn endasprett og fór framúr og tryggði Samveldisstúlk-
unum sigur. Bryzgína var einnig í sveit Samveldisins sem sigraði í
sömu grein á HM í Tókíó í fyrra.
Sveit Samveldisins kom í mark á 3:20.20 mín. og Bandaríkin í
öðru sæti á 3:20.92 mínútum. Sally Gunnell, ólympíumeistari í 400
m grindahlaupi, tók síðasta sprett fyrir Bretland og tryggði heima-
landi sínu þriðja sætið á 3:24.23 mín.
HANDKNATTLEIKUR / KONUR
Sagan frá Seoul
endurtekin
SUÐUR-Kórea sigraði Noreg
með sjö mörkum í úrslitaleikn-
um í handknattleik kvenna á
laugardaginn. Norsku stúlk-
urnar byrjuðu ágætlega og
virtust ætla að hafa í fullu tré
við þær kóreönsku, en það
breyttist snarlega og líkt og í
úrslitaleiknum á Ólympíuleik-
unum í Seoul fyrir fjórum
árum, þegar sömu lið áttust
við, endaði ieikurinn með sigri
S-Kóreu.
að fór reyndar svo að í leiknum
um 3. sætið sigruðu Samveld-
isstúlkur, en Sovétstúlkur urðu
einmitt í þriðja sæti í Seoul. Röð
þriggja efstu liða nú varð því hin
sama og á síðustu leikum, að und-
anskyldu því að í stað liðs Sovét-
ríkjanna lék lið Samveldis sjálf-
stæðra ríkja.
En þrátt fyrir að vinna silfrið í
Seoul áttu norsku stúlkurnar ekki
víst sæti á Ieikunum nú. Þær voru
í sömu sporum og íslenska karla-
handknattleiksliðið, komu í stað
liðs Júgóslavíu, sem fékk ekki að
keppa vegna samskipta- og við-
skiptabanns Öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna.
En hvorki íslenska karlaliðið né
norska kvennaliðið náðu að feta í
fótspor danska knattspyrnulands-
liðsins, sem vann til gullverðlauna
á Evrópumóti landsliða eftir að
komið inn á síðustu stundu sem
staðgengill Júgóslavíu. Norska lið-
ið hafði þó betra tækifæri, lék til
úrslita en hafði ekki roð við lands-
liði S-Kóreu. Eftir heldur rólega
byijun hjá þeim kóreönsku tóku
þær öll völd á vellinum og hrein-
lega skyldu þær norsku eftir. Það
var ekki fyrr en í síðari hálfleik,
þegar munurinn var orðinn heil tíu
mörk, að norsku stúlkurnar reyndu
eitthvað að gera. Þær náðu að
minnka muninn í fimm mörk, en
komust ekki lengra og töpuðu að
lokum með sjö mörkum.
Heidi Sundal var markahæst
norsku stúlknanna með sjö mörk,
en Susann Goksor gerði fjögur.
Lim O-kyung gerði átta mörk fyr-
ir S-Kóreu og Lee Mi-young og
Oh Sung-ok gerðu fimm mörk
hvor.
Reuter
Oh Sung-ok skorar hér eitt af fimm mörkum sfnum í úrslitaieiknum gegn Noregi. Norsku stúlkurnar Cathrine Svends-
en og Karin Pettersen koma ekki neinum vörnum við.