Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 1
pior0wnili(toÍMÍ>
C
1992
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST
BLAÐ
adidas
annað ekki
ÓLYMPÍULEIKARNIR í BARCELONA
Ólympíu-
leikarnir
kostuðu 88
milljaiða
Forsvarsmenn Ólympíuleikanna
í Barcelona skýrðu frá því um
helgina að leikarnir stæðu undir
sér fjárhagslega og gott betur;
myndu skila 5-6 milljóna dojlara
hagnaði, um 300 milljónum ÍSK.
Pedro Palacios, talsmaður fram-
kvæmdanefndarinnar, sagði að
það hefði verið ásetningur borgar-
yfirvalda að ekki þyrfti að leggja
gjöld eða skatta á borgarbúa
vegna Ólympíuleikanna'.
Heildarkostnaður við fram-
kvæmd leikanna er 1,6 milljarður
Bandaríkjadala, jafnvirði 88 millj-
arða ÍSK. Af því eru um 600
milljónir dala (33 milljarðar ÍSK),
í tekjur fyrir sölu sjónvarpsrétt-
inda og aðgöngumiða.
Vegna Ólympíuleikanna var
efnt til ýmissa löngu tímabærra
framkvæmda í Barcelona. M.a.
voru gerðar miklar úrbætur á sam-
göngukerfi borgarinnar, lagðar
nýjar hraðbrautir og ný flugstöð
byggð á flugvellinum. Sá kostnað-
ur nemur um 500 milljörðum ÍSK
og féll ekki undir kostnað vegna
leikanna.
Bestur íslendinga í frjálsíþróttum á ÓL síðan 1956
Morgunblaðið/RAX
Sigurður Einarsson hafnaði í fimmta sæti í spjótkasti á Ólympíuleikunum í Barcelona. Þetta er besti árangur íslendings á ÓL síðan Vilhjálmur Ein-
arsson varð annar í þrístökki í Melbourne 1956. Á myndinni sést Sigurður tryggja sér fimmta sætið.
Besta sem ég hef gert / C6 og C7.
„Hvaðer’etta"
Lukkudýr Ólympíuleika hafa
að jafnaði vakið mikla at-
hygli þegar þau eru kynnt til
sögunnar. Svo var einnig þegar
lukkudýr Ólympíuleikanna í
Atlanta 1996 steig fyrst fram
á sjónvarsviðið á lokaathöfn
Barcelona lejkanna á sunnu-
dagskvöldið. I ljós kom að vísu
að hér er vart um „dýr“ að
ræða, allavega er ekki með
góðu móti hægt að sjá hvaða
dýr þetta á að vera. Lukkudýr-
ið er einna líkast skorkvikindi
en með hendur og fætur og
útstæð blá augu og Ólympíu-
hringina á höfðinu og skottinu.
Það hefur líka hlotið nafn við
hæfi; „Hvaðer’etta", eða What-
izit upp á engilsaxnesku.
Juan Antonio Samaranch,
forseti IOC, hefur vísað gagn-
rýni á þetta kynjadýr á bug.
„Mér líkar vel við þetta lukku-
dýr og nafnið á því,“ sagði
hann, en þess má geta að það
er hannáð í tölvu.
Lukkudýr Ólympíuleikanna í Atlanta
heitir „Hvaðer’etta.
KNATTSPYRNA/SJONVARP
Heimildin
afturkölluð
Heimild sem Knattspyrnusam-
band íslands veitti sjón-
varpsstöðvum til að fela
hljóðnema á dómurum í knatt-
spyrnuleikjum hefur verið aftur-
kölluð. Eggert Magnússon, for-
maður KSI, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að það hafi
aldrei verið ætlun þeirra hjá KSÍ
að bijóta landslög og þess vegna
hefði heimildin verið afturkölluð,
en talið er að þetta samrýmist
ekki fjarskiptalögum eins og kom
fram í Morgunblaðinu í síðustu
viku.
Stöð tvö tók upp samtöl dómara
og leikmanna í leik ÍA og Vals í
síðasta mánuði með þessum hætti,
og vakti það uppátæki mikil við-
brögð. Heimir Karlsson, forstöðu-
maður íþróttadeildar Stöðvar tvö,
sagði þetta mál vera orðið mjög
hlægilegt, en vildi ekki láta hafa
meira eftir sér um málið.
KNATTSPYRNULANDSLEIKUR: AÐVORUN OG AMINNING / C15