Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 20
ÍÞRÚnjR OLYMPIULEIKARNIR I BARCELONA Valdimar þriðji markahæstur Valdimar Grímsson varð þriðji markahæsti leikmaður hand- knattleikskeppni Ólympíuleikanna með 35 mörk, en Skapti Douichebaev, leik- Hallgrímsson maðurinn frábæri í skrifar frá liði Samveldisins, Barcelona varð markahæstur. Hann gerði 47 mörk. Douichebaev er leikstjórnandi í liði Samveldisins (lék í treyju númer 10). Kóreska stórskyttan Chi-Hyo Cho (örvhent- ur nr. 10) kom næstur með 45 mörk, en lið hans lék aðeins sex leiki hér. ' Lástinn yfir markahæstu menn keppninnar er þannig; nafn, lið, leikjafjöldi (í sviga), mörk/skottil- raunir, nýting og mörk að meðal- tali í leik. Douichebaev, SSR .........(7) 47/79 59,49% 6,71 Chi-Hyo Cho, Kóreu .........(6) 45/77 58,44% 7,50 VALDIMAR GRÍMSSON .............(7) 35/68 51,47% 5 Robert Licu, Rúmeníu ■V ............(6) 30/60 50% 5 ÍÞfémR FOLK ■ IBV hefur sagt upp samningi sínum við rússneska leikmanninn Levan Baratashwilit sem gekk til liðs við félagið í sumar. Að sögn Knattspyrnuráðs ÍBV reyndist Levan eiga við meiðsli að stríða .. sem hann hafði ekki greint frá. Rússinn náði aðeins að leika einn deildarleik með liðinu. ■ VÖLSUNGUR frá Húsavík hefur dregið lið sitt út úr 2. deild Islandsmótsins í handknattleik. ■ ÍSLANDSMÓTIÐ í handknatt- leik hefst 16. september en þá verð- ur leikin heil umferð í 1. deild karla. íslands- og bikarmeistarar FH keppa við ÍR í Seljaskólanum. Aðr- ir leikir sama kvöld eru Þór -Fram, HK - Víkingur, Selfoss - Stjarn- an, Haukar - ÍBV og Valur - KA. M LANDSLIÐ ísrael sem sigraði slenska A-landsliðið 2:0 á sunnu- iag gerði jafntefli við lið Færeyja 1:1 þegar liðin mættust í vináttu- andslejk í síðustu viku. 8 HÁVÆRAR raddir í Færeyj- un vilja að Pál Guðlaugsson hinn slenski landsliðþjálfari hætti, en iamningur hans rennur út í haust. ■ ÁSTÆÐA óánægjunnar er val Páls á landsliðinu fyrir leikinn gegn israel. Að minnsta kosti einn leik- nanna liðsins hefur neitað að leika mdir stjóm Pálls. M ÍSLENSKA unglingalandsliðið körfuknattleik, skipað leikmönn- im 16 ára og yngri, lék þrjá æfinga- < eiki við jafnaldar sína í Hollandi )g sigraði í þeim öllum. Leikirnir ;ru lokaæfing strákanna áður en reir taka þátt í Evrópumótinu sem ærður í Belgíu. ■ STRÁKARNIR sigruðu 73:50 síðasta leiknum og gerði Helgi jluðfinnsson úr Grindavík 45 stig. Erik Hajas, Svíþjóð .............(6) 30/43 69,77% 5 Urdiales, Spáni ..........(4) 30/44 68,18% 7,50 Jakímóvítsj, Samveldinu ..........(7) 29/56 51,79% 4,14 Gopin, Samveldinu ..........(7) 27/34 79,41% 3,86 Zaharia, Rúmeníu ..........(6) 27/57 47,37% 4,50 Munier, Frakklandi .............(7) 26/52 50% 3,71 Stoðsendingar Mikhaíl Jakímóvítsj, leikmaður- inn frábæri í liði Samveldisins, átti flestar stoðsendingar (línusending- ar) á leikunum. Alls 21, eða 3 að meðaltali í leik. Denis Lathoud, Frakklandi, kom næstur með 20 (2,86 að meðaltali), Magnus Wis- lander Svíþjóð þar á eftir með 18 (2,57) og Júlíus Jónasson varð fjórði á þessum lista með 16 (2,29). I fimmta sæti varð Douichebaev, leikstjórnandi Samveldisins, með 15 sendingar — 2,14 að meðaltali. Morgunblaðið/RAX Valdimar Grímsson varð þriðji markahæsti leikmaður handknattleikskeppni Ólympíuleikanna með 35 mörk. : - Ji ■ Barcelona ’92 OQO ■ KEPPT var í hestaíþróttum á leikunum en líklega í síðasta skipti. Keppnin leystist upp í ringlureið á föstudaginn þegar þekktir knapar hættu keppni og dýralæknar sögðu brautina allt of erfiða. Að minnsta kosti sex knapar féllu í brautinni og margir hættu keppni. Þá fóru reiðir og vonsviknir áhorfendur fram á end- urgreiðslu. ■ TOMAS Brolin, miðheiji sænska landsliðsins í knattspyrnu, meiddist á hné í leik gegn Ástralíu á Ólympíu- leikunum og verður a.m.k. frá í sex vikur. ■ SAMVELDIÐ sigraði í 4 x 100 m boðhlaupi kvenna og athygli vakti að stúlkurnar mættu í verðlaunaaf- hendinguna í bolum með stórri áletr- un frá Adidas. Stærð merkisins brýt- ur í bága við reglur IOC og sagði Samaranch, forseti IOC, að söku- dólgurinn yrði látinn svara til saka. „Ég er viss um að einhver sagði þeim að gera þetta.“ ■ MARGIR af bestu fijálsíþrótta- mönnum heims taka þátt í Grand- prix móti, sem hefst í Mónakó í kvöld. Þar verða m.a. Carl Lewis, Leroy Burrell og Dennis Mitchell í 100 m hlaupi, Sergej Bubka í stangarstökki ogMarie Jose Perec, Juliet Cut- hbert og Merlene Ottey í 200 m hlaupi kvenna. Úrslitakeppni Gjand- prixmótanna verður í Tórínó á Ítalíu 4. september. LYFJAMISNOTKUN Tvær frjálsíþróttakonur til viðbótar féllu á lyQaprófi Blóðpróf framkvæmd á vetrarólympíuleikunum í Lillehammer 1994 NIJOLE Medvedeva frá Litháen, sem er 32 ára og varð fjórða í langstökki varð síðust íþróttamanna á Ólympfuleikunum í Barcelona til að falla á lyfjaprófi, en mesocarbe, sem er ör- vandi lyf, mældist í þvagi hennar. Donnie Dasse, 33 ára stúlka frá Texas í Bandaríkjunum, sem keppti i kúluvarpi og féll úr keppni í undanrásum, féll einnig á prófi um helgina, reyndist hafa tekið astmalyfið clenbuterol rétt eins og bandaríski kringlukastarinn Jud Logan, sem var sendur heim í síðustu víku. Fimm íþróttamenn féllu á lyfja- prófi í Barcelona, en 10 í Seoul fyrir fjórum árum. Madina Diktagirova, sem keppti í mara- þoni fýrir Samveldið mældist með sterahormónið norephedrirte og kínverska blakstúlkan Wu Dan hafði styrkt sig með kínversku náttúrulækningalyfi, sem reyndist innihalda stríknín, sem er á bann- lista. Alþjóða blaksambandið tók vægt á broti blakstúkunnar vegna málsatvika og úrskurðaði hana í þriggja mánaða bann, en frjáls- íþróttafólkið á fjögurra ára bann yfir höfði sér. Fimm þekktir íþróttamenn, sem hafa að undanfömu fallið á lyfja- prófi utan Ólympíuleikanna, hafa allir viðurkennt að hafa notað „tískulyfið" glenbuterol. Sumir hafa borið við þekkingarleysi og sagst hafa haldið að lyfið væri ekki á banniista, en Dasse sagðist hafa tekið lyfið til að hressa sig, en ekki talið það bæta árangur. Hins vegar sögðu sérfræðingar að misnotkun væri víðtæk og Manfred Donike, helsti sérfræð- ingur Iæknanefndarinnar, sagði að sumt íþróttafólk treysti greini- lega á upplýsingar í handbók um lyf og áhrif þeirra, sem gefin væri út fyrir svindlara. „í bókinni stendur að clenbuterol mælist ekki 24 stundum eftir neyslu, en það er ekki rétt. Einn íþróttamað- ur mældist með frekar mikið magn þremur dögum eftir neyslu." Lyfjaprófum utan keppni hefur Qölgað eftir Ólympíuleikana í Seo- ul, en að mati læknanefndar Al- þjóða ólympíunefndarinnar hefur ekki verið nóg að gert. „Sum sam- bönd hafa kostað miklu til, en árangurinn hefur verið rýr,“ sagði de Marode, formaður nefndarinn- ar. „Lyfjapróf ættu alls staðar að vera á ábyrgð viðkomandi ólymp- íunefndar.“ Hann tilkynnti jafn- framt að stefnt væri að því að taka upp blóðpróf á vetrarleikun- um í Liliehammer 1994. „Þau geta verið mun árangursríkari en þær aðferðir sem við nú beitum.“ KNATTSPYRNA / NM U-16 Þriðja sætið eftir vrtakeppni £ Islenska drengjalandsliðið, skipað leikmönnum sextán ára og yngri sigraði Finna í leik um 3. sætið á Norðurlandamótinu í knattspyrnu. Jafnt var, 3:3, eftir venjulegan leik- tíma og framlengingu en íslensku drengimir höfðu betur í vítaspyrnu- keppni. Danir sigruðu á mótinu, unnu Englendinga 4:2 í úrslitaleik. Eiður Smári Guðjohnsen, sem kom inná í síðari hálfleik jafnaði metin 2 1X1 2 X 3:3 og það var hann sem skoraði úr sjöundu vítaspymu liðsins. Skömmu áður hafði Gunnar Magnússon mark- vörður íslenska liðsins gert sér lítið fyrir og varið spyrnu eins Finnans, en íslendingar skoruðu úr öllum sjö vítaspyrnum sínum. Finnar náðu þrívegis forystunni í leiknum en íslensku drengirnir náðu alltaf að jafna. Þórhallur Hinrkisson skoraði fyrsta mark Islands með skoti af 35 metra færi og Nökkvi Gunnarsson annað markið á 39. mín- útu eftir undirbúning Lárusar ívars- sonar. Finnar náðu forystunni í upp- hafi síðari hálfleiksins en Eiður Smári jafnaði á 60. mínútu eftir sendingu Nökkva. Auk Eiðs skoruðu eftirtaldir í víta- spyrnukeppninni; Arnar Ægisson, Halldór Hilmisson, Nökkvi Gunnars- son, Kjartan Antonsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Þórhallur Hinriks- son. Íslenska liðið vann 11:0 sigur á liði Færeyinga í síðasta leik riðla- keppninnar á sunnudag. Eins og úr- slitin gefa til kynna voru yfirburðir íslendinga miklir í leiknum. Þórhallur Hinriksson og Nökkvi Gunnarsson skoruðu þijú mörk hvor, Kjartan Antonsson og Andri Sigþórsson tvö hvor og Láms ívarsson gerði eitt. 8 24 26 + 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.