Morgunblaðið - 11.08.1992, Side 15
C 15
, ,, J,; ,, „f|.*TTn.^l • t * (-•/ -r
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992
Aðvörun og áminning |
Israeismenn fóru
mikið aftan í menn og
hér er Þorvaldur Örl-
ygsson stöðvaður á
ólöglegan hátt rétt
utan vítateigs.
ÍSLENSKA landsliðið í knatt-
spyrnu, sem fór f rægðarför til
Búdapest i byrjun júní s.l., var
heldur betur skotið niður á jörð-
ina á heimavelli á sunnudag,
þegar ísraelsmenn unnu það
2:0 í æfingaleik fyrir næstu
HM-leiki. Strákarnir voru ger-
samlega úti á þekju, ósamstillt-
ir og virtust jafnvel áhugalausir.
Þeir réðu ekki við verkefnið og
tilraun landsliðsþjálfarans — að
sækja meira — fór út um þúfur.
Ljós í myrkrinu er að um æf-
ingaleik var að ræða og skömm-
inni skárra að fá skellinn nú
frekar en í haust, þegar alvaran
byrjar á ný.
Íslendingar ætluðu sér að leggja
áherslu á sóknarleikinn, en sókn
er til einskis, ef vörnin gleymist.
Miðjumennirnir fóru
Steinþór helst ekki aftur og
Guðbjartsson fyrir vikið áttu Isra-
skrifar elsmenn greiða leið
upp miðjuna, sem
þeir nýttu óspart í skyndisóknum.
Þeir fengu nokkur færi til að bæta
við, en það besta kom 13 mínútum
fyrir leikslok, þegar þeir sóttu fjórir
gegn Arnóri sem aftasta manni, en
voru teknir í landhelgi og dæmdir
rangstæðir eins og svo oft áður.
íslensku strákarnir spiluðu ekki
vel saman, en engu að síður fengu
þeir líka sín færi. Ólafur Þórðarson
átti þrumuskot utan vítateigs, en
rétt yfir markið þegar á fyrstu mín-
útu. Rúnar Kristinsson gaf góða
stungusendingu á Andra Marteins-
son á 12. mínútu, en markvörðurinn
bjargaði vel með úthlaupi. Hörður
Magnússon var með glæsilegt lang-
skot um miðjan fyrri hálfleik, sem
markvörðurinn varði í horn. Þorvald-
ur Örlygsson komst í ágæta stöðu
eftir gott spil undir lok hálfleiksins,
en skaut að marki í stað þess að
gefa fyrir — tveir samheijar voru í
betra marktækifæri. Hætta skapað-
ist við mark ísraelsmanna snemma
í seinni hálfleik eftir horn Rúnars,
en menn voru of seinir að átta sig,
og um miðjan hálfleikinn léku Hörð-
ur og Sigurður Grétarsson skemmti-
lega í gegn og Hörður skallaði að
marki, en markvörður ísraels náði
að vetja í horn. Nokkrum mínútum
síðar skaut Rúnar í hliðarnetið beint
úr aukaspyrnu. Lánleysið var algjört
og ekki var það til að bæta úr skák.
Engin samkeppni?
Ásgeir veit sem er að besta æfing-
in er fólgin í því að líkja sem mest
eftir raunverulegum leik og ætlast
til þess að menn framkvæmi á æf-
ingu, það sem útfæra á í leiknum.
Til þess var þessi leikur — lokaæfing
fyrir átök haustsins og því mikil-
vægt að stilla upp sterkasta liði.
Atvinnumennirnir voru með á
nótunum og það var virðingarvert
hjá þeim að mæta, að láta landsliðið
ganga fyrir atvinnu sinni, en Sigurð-
ur Grétarsson og Ólafur Þórðarson
áttu báðir að leika með félagsliðum
sínum um helgina.
Hins vegar er spurning hvort ekki
orki tvímæiis að láta menn leika, sem
ekki hafa náð sér eftir meiðsl, því
vitað er að þeir hlífa sér og skila
því ekki sínu, þó það eigi ekki við
Ólaf að þessu sinni.
Ásgeir hefur ákveðna menn í huga
og treystir þeim, en þeir mega ekki
líta á landsliðssætið sem sjálfsagðan
hlut. Til að mynda voru Valur Vals-
son og Hörður Magnússon í byijun-
arliðinu og Baldur Bjarnason kom
inná, en þrermenningarnir hafa ekki
staðið undir væntingum með fé-
lagsliðum sínum í sumar. Þeir vita
það sjálfir og eins það að þeir geta
betur, en er þá ekki rétt að ýta við
þeim og gefa öðrum tækifæri? Að
mínu mati á að stilla úpp sterkasta
liði, sem völ er á hveiju sinni, því
það eykur samkeppnina, breiddin
verður meiri og auknar lýkur eru á
að menn leggi sig alla fram.
Morgunblaðið/KGA
Ekkert gengur baráttulaust
- sagði Sigurður Grétarsson, fyrirliði landsliðsins, sem var óánægður eins og fleiri
Sigurður Grétarsson, fyrirliði,
átti að spila með Grasshopper
í svissnesku deildinni um helgina,
en tók landsleikinn fram yfir.
„Landsliðið gengur fyrir, en þetta
var ósköp dapurt. Alla baráttu og
samheldni vantaði — menn voru
ekki að gera sömu hluti á sama tíma.
Verið getur að við höfum verið að
reyna að spila of mikinn bolta á
kostnað baráttunnar, en til að ná
árangri verðum við alltaf að beijast
— ef baráttan er ekki fyrir hendi
gengur ekkert upp.“
Guðni Bergsson meiddist á hásin
fyrir fjórum vikum og hefur því ekki
tekið þátt í undirbúningnum með
Tottenham. Hann sagðist hafa viljað
láta reyna á hvort sinin væri í lagi,
en þar sem hann hefði stífnað upp
hefði hann ekki viljað taka meiri
áhættu og því aðeins leikið fyrri
hálfleikinn.
„Það verður að viðurkennast að
þetta var lélegur leikur hjá okkur.
Við vorum þungir og seinir og náðum
aldrei taktinum. Israelsmenn voru
mun betri en í leiknum úti í vor, en
þeir leika svipað og Grikkirnir og
vonandi lærum við af þessu.“
Ráðum ekki
við að stjórna
sagði Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari
Asgeir Elíasson, landsliðsþjálf-
ari, lagði upp leikkerfið 3-5-2
með heimaleikina í HM í huga, þar
sem hann segir að liðið verði að
sigra heima til að eiga möguleika
á að komast í lokakeppnina. En
dæmið gekk ekki upp og hann sagði
að liðið yrði að leika aftar á vellin-
um í næstu leikjum.
„Það var ágætt að fá þennan
leik til að sjá hvar við stöndum,
en þetta var engan veginn nógu
gott og segir okkur að við ráðum
ekki við að stjórna leiknum. í fyrri
hálfleik vorum við að reyna að veij-
ast frammi, sem gekk ekki. Við
héldum ekki boltanum, hlífðum
okkur í tæklingum, útsjónasemi
vantaði og við náðum engu hraða-
upphlaupi. Hugsanlega verðum við
að veijast aftar, því þá eru meiri
möguleikar á hraðaupphlaupum.
En þetta var góð lexía og vonandi
náum við góðum leik næst.“
Arnór Guðjohnsen lék seinni hálf-
leikinn, fyrri hlutann á miðjunni, en
seinni hlutann sem miðvörður.
„Eg er ánægður með að ég gat
spilað — meiðslin tóku sig ekki upp.
Hins vegar er ég gersamlega æf-
ingalaus og hef ekki snert bolta síð-
an í byijun maí. Því er þetta ekki
marktækt hvað mig varðar, en næst
á dagskrá er að ná aftur upp hraða
og fyrri styrk.“
Ómarkvissir íslendingar
Shlomo Sharf, þjálfari ísraels-
manna, var ánægður með leik sinna
manna, sagði þá hafa spilað skyn-
samlega en sama væri ekki liægt
að segja um íslendingana.
„Ljóst er að ísland hefur verið
mjög sterkt á heimavelli og því var
ég hræddur fyrir leikinn. Þess vegna
ákváðum við að veijast aftarlega,
bíða og beita síðan skyndisóknum.
Þetta gekk vel hjá okkur, en íslend-
ingarnir gerðu þau mistök að reyna
langsendingar upp á von og óvon,
héldu ekki boltanum og voru of fljót-
ir að losa sig við hann — léku ómark-
visst.“
OB afl ísraelsmenn sneru vöm í sókn á 7. mínútu. Gefíð var inní
■ I hægra hornið, þar sem A. Cohen tók við boltanum; Birkir
varði frá honum, en hélt ekki boltanum og Berkovic náði að skalla
í netið. Þama var vörnin illa á verði.
^«OBírkir varði glæsilega einn á móti einum og íslendingar
\J m (Cíihófusókn, en misstu strax boltann. Banin fékk hann upp í
hornið vinstra megin, gaf fyrir markið á Tikva, sem skoraði örugg-
lega af stuttu færi á 57. mínútu. Klaufalegt.
FIRMAKEPPNI
í KNATTSPYRNU
verður haldin 22.-23. ágúst á nýja gervigras-
velli Hauka á Ásvöllum. Spilað verður sam-
kvæmt reglugerð KSÍ um miniknattspyrnu.
Þátttökutilkynningar berist fyrir 15. ágúst í
síma 54580 (Magnús).
KNATTSPYRNA / ÆFINGALANDSLEIKUR