Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 Afgreiðsla og þrif 25-35 ára starfskraftur óskast nú þegar. Umsóknir berist auglýsingadeild Mbl. fyrir 2. sept., merktar: „A+Þ - 2322“. Forstöðumaður Auglýst er eftir forstöðumanni að Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, frá og með 1. janúar 1993. Óskað er eftir upplýsingum um menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 20. sept. 1992. Umsóknir skulu sendar til Ragnheiðar Sig- valdadóttur, Hólavegi 7, 620 Dalvík, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í síma Aðstoðarmanneskja í myndlistargallerí Óska að ráða stúlku í 60% starf til aðstoðar í myndlistargalleríi. Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg, æski- legt er að viðkomandi hafi þokkalegt vald á ensku og einu norðurlandamáli og vélritunar- kunnáttu. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Tilboð merkt: „List - 14921“ leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 2. sept. ro Frístund Hjallaskóla Starfskraftur óskast í hálfa stöðu eftir hádegi í Frístund í Hjallaskóla. í Frístund dvelja nem- endur utan skólatíma. Æskilegt er að umsækjendur hafi uppeldis- fræðilega menntun. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 42033. Fjármagnsmarkaður Aðalbókhald Fyrirtæki á fjármagnsmarkaðnum hefur falið mér að útvega sér starfsmann til starfa í aðalbókhaldi. Starfssvið starfsmanns: Yfirumsjón með daglegu uppgjöri og fjárhagsbókhaldi, ýmis fjármálaumsýsla, áætlanagerð, afstemming- ar og önnur ótiltekin störf. Leitað er að einstaklingi með viðskiptafræði- menntun af endurskoðunarsviði eða aðra sambærilega menntun, sem hefur gott vald og þekkingu á tölvum, reynslu af þókhalds- störfum og uppgjöri og þekkingu og reynslu af notkun töflureiknis (EXEL). Viðkomandi þarf að vera vel skipulagður, hafa frumkvæði og geta unnið sjálfstætt. í boði er krefjandi og spennandi starf hjá vel virtu og framsæknu fyrirtæki, góð vinnuað- staða í líflegu og skemmtilegu umhverfi ásamt ágætum launum fyrir réttan aðila. Umsóknareyðublað ásamt frekari upplýsing- um um starf þetta eru veittar á skrifstofu minni í Hafnarstræti 20, 4. hæð. STARFSMANNAÞJÓNUSTA hf. HAFNARSTRCn 20, VIÐ LÐCJARTORG, 101 REYKJAVÍK, SÍMI624550. Kringlan Sérverslun í Kringlunni óskar eftir starfs- krafti sem fyrst. Vinnutími kl. 13.00-18.30. Ekki yngri en 35 ára. Tilboðum sé skilað á auglýsingadeild Mbl. merktum: „GE -14061 “ fyrir 6. september. Sendill Óskum eftir að ráða sendil 16-18 ára allan daginn til sendiferða í miðbænum. Sími 621400. Ráðskona - Þingvellir Óskum að ráða ráðskonu til að annast hefð- bundin heimilisstörf í Þingvallabæ. Fjölskylda: Hjón með þrjú börn 8, 6 og 3ja ára. Við leitum að barngóðri konu sem getur axlað ábyrgð og kann til almennra heimilis- starfa. Æskilegur aldur 25-45 ára. Húsnæði er til staðar. Laust strax. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Þingvallabær“ fyrir 3. september. Hagva imrnJ ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir | ||! BORGARSPÍTALINN ^ Hjartadeild- hjúkrunarfræðingar Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa. Hjartadeildin er 27 rúma deild þar sem áhersla er lögð á móttöku og meðferð sjúklinga með bráða hjartasjúkdóma. Hjúkr- unarfræðingar deildarinnar sinna einnig hjartavakt spítalans. Unnið er á þrískiptum vöktum og aðra hvora helgi eða tvískiptum vöktum þriðju hverja helgi. Boðið er upp á einstaklingshæfða aðlögun. í október nk. verður haldið 40 stunda nám- skeið íhjúkrun sjúklinga með hjartasjúkdóma fyrir hjúkrunarfræðinga deildarinnar. Nánari upplýsingar veitir Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, hjúkrunarstjóri, f síma 696565. Lyflækningadeild A-6 hjúkrunarfræðingar Við erum hópur af eldhressu fólki sem vegna fjölgunar stöðuheimilda vantar fleiri hressa hjúkrunarfræðinga til starfa. Deildin er fjöl- breytt almenn lyflækningadeild þar sem að- aláhersla er lögð á hjúkrun lungna- og nýrna- sjúklinga, skemmtilegan starfsanda og sam- stillt vinnubrögð. í október hefst 30 stunda námskeið í hjúkrun lungnasjúklinga. Allar nánari upplýsingar veita Guðrún Hall- dórsdóttir og Hildur Helgadóttir, hjúkrunar- stjórar, f sfmum 696562 og 696561. Afgreiðslustarf Starfskraftur óskast í herradeild. Aldur 18-30 ára. Upplýsingar í versluninni milli kl. 16 og 18 næstu daga. Taxi, Kringlunni. Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur, þroskaþjáifar eða fólk með aðra uppeldismenntun óskast til starfa á eftir- talda leikskóla: Kvistaborg v/Kvistaland, s. 30311 Jöklaborg v/Jöklasel, s. 71099. Brákarborg v/Brákarsund, s. 34748. Staðarborg v/Mosgerði, s. 30345. Dyngjuborg v/Dyngjuveg, s. 38439. Heiðarborg v/Selásbraut, s. 77350. Grandaborg v/Boðagranda, s. 621855. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik- skólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Gæðastjóri Útgerðarfyrirtæki á landsbyggðinni, sem m.a. rekur frystitogara, óskar að ráða gæða- stjóra. Starfið felst í umsjón gæðamála fyrirtækisins og uppbyggingu gæðastjórnunar. Við leitum að aðila sem getur tekist á við þetta krefjandi verkefni og hefur reynslu úr sjávarútvegi. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon í síma 679595 frá kl. 9-12. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Gæðastjóri" fyrir 9. september nk. R/03ARÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Góður verslunarmaður Óskum að ráða þægilegan og áhugasaman sölumann, sem getur hafið störf sem fyrst. Framtfðarstarf í góðri raftækja- og gjafa- vöruverslun. Viðkomandi þarf að vera stundvís og reglu- samur og bjóða af sér góðan þokka. Reynsla í sölumennsku er ekki skilyrði. Æski- legur aldur á bilinu 22 til 35 ára. Góð laun f boði. Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason, ráðningastjóri Ábendis. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar á Laugavegi 178 (2. hæð á horni Bolholts og Laugavegar). Sími 689099. f-ÝÁTX jJOF C X, mDNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.