Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 Ráðstefna um hitakærar örverur Merkar uppgötvan- ir hafa verið gerðar Lífverur fundnar sem þrífast hátt yfir suðumarki vatns ÍSLENDINGAR hafa verið að vinna sér fastan sess á sviði hitakærra og kuldakærra örvera og ensíma, sem þær mynda. Sá íslendingur, sem hefur verið hvað mest leiðandi í rannsóknum á þessu sviði, er Jakob Kristjánsson og hefur hann verið yfír rannsóknum þessum á íslandi frá upphafí. Karl Stetter er prófessor í Þýskalandi og hefur gert merkar uppgötvanir, sem ná jafnvel út fyrir þetta svið, og hann og Jakob hafa haft mikil samskipti. Prófessor Alfredo Aguilar er yfirmaður vísindaáætlunar EB, sem miðast að frekari rannsóknum á örverum, og kemur því til með að hafa mikil samskipti við íslendinga um þessi mál. Morgunblaðið/Emilía Dr. Karl Stetter, Dr. Jakob Kristjánsson og Professor Alfredo Aguil- ar. Við erum alltaf að læra „Þessi ráðstefna hefur átt sér langan aðdraganda,“ sagði Jakob Kristjánsson. „Fyrsta ráðstefnan um þessi mál var lítil ráðstefna í London en fyrir tveimur árum var ein nokkuð stór á Ítalíu og þar var ákveðið og auglýst að næsta ráðstefna yrði hald- in hér. Það hafa margir í þessu fagi komið hingað til lands í gegnum tíð- ina, sótt sér sýni og fundið ýmsar merkilegar bakteríur, og því ekki til- viljun að við vorum hvattir til að halda ráðstefnu hér. Þessi ráðstefna tengist Norrænu líftækniáætluninni, sem fór í gang í byijun árs 1990, en stór hluti hennar fjallaði um hita- og kuldakærar líf- verur og hagnýtingu ensíma, sem þær mynda. Norræni iðnaðarsjóður- inn styrkti þessa ráðstefnu með 2,5 milljónum króna, Norræna líftækni- nefndin setti tæplega milljón í þetta og eins komu styrkir frá ýmsum aðilum hér heima. Mun fleiri skráðu sig heldur en við bjuggumst við og hér eru 230 manns frá 30 löndum.“ Jakob sagðist hafa stjómað þess- um rannsóknum hér á landi allt frá upphafí, fyrst í samvinnu við Guðna Alfreðsson prófessor við Háskóla ís- lands en árið 1985 fluttist þessi starf- semi að hluta til Iðntæknistofnunar. „Frá þeim tíma höfum við lagt meiri áherslu á hagnýtingu rannsóknanna en samhliða eru þetta grunnrann- sóknir einnig. Við emm alltaf að læra, ekki síst í markaðsmálum, sem tengjast þessu, og það kemur aftur fram í áherslum í verkefnum. Það eru mjög mikil samskipti við erlenda aðila um þessar rannsóknir, sérstak- lega hefur mikið samband verið við Karl Stetter og eins milli allra Norð- urlandanna. Við skiptum ensímum gjaman í tvo hluta, iðnaðarensím og rannsókn- arensím. Iðnaðarensím eru framleidd í mjög miklum mæli, seld lítið hreins- uð, ódýr og í miklu magni. Rannsókn- arefnin eru seld í litlum mæli, vel hreinsuð og við stefnum á það að byggja upp okkar eigin vörur í rann- sóknarensímum. Iðnaðarensím eru notuð til dæmis til að losna við klór þegar pappír er bleiktur, til þess að búa til sykur úr sterkju og svo er þetta að fara meira og meira inn í lyfjaframleiðslu. Auk þess koma rannsóknarensímin við sögu í sjúkra- greiningu, til dæmis þegar um vírus- sýkingar og eyðnisýkingar er að ræða. Þegar við göngum í EES fáum við aðgang að mörgum rannsóknaráætl- unum og þeim sjóðum, sem þar um ræðir, þannig að það getur skipt verulegu máli fyrir rannsóknarstarf- semi á íslandi," sagði Jakob Krist- jánsson. EB leggur mikla áherslu á örverurannsóknir Ein af þeim áætlunum, sem eiga að fara í gang 1993 hjá Evrópu- bandalaginu er á sviði umræddra örvera. Alfredo Aguilar, prófessor, er meðal annars ábyrgur fyrir þeirri áætlun. „Evrópubandalagið lýtur á um- ræddar rannsóknir, sem mjög mikil- vægar og það endurspeglast í þeirri áætlun, sem EB hefur nú komið á fót,“ sagði Alfredo. „Það var því ánægjulegt fyrir mig, sem yfirmann þessarar áætlunar, að geta haft sam- band við Jakob Kristjánsson, því að ég vissi að rannsóknimar á Islandi væru mjög framarlega. Eins var þetta tækifæri fyrir okkur að sjá hvað væri að gerast á íslandi og í þessari grein almennt. Með EES opnast margir möguleik- ar til samstarfs á milli íslands og EB, sem verður hagkvæmt fyrir báða aðila. ísland er ekki aðeins mikilvægt vegna mikils fjölda hvera, heldur eru þar afburða vísindamenn á þessu sviði. Þetta er ekki staður þar sem vísindamenn bara koma, taka sýni og fara svo strax aftur," sagði Álf- redo Aguilar. Rannsóknirnar snerta upphaf lífs á jörðinni Karl Stetter er prófessor í Þýska- landi og er einna þekktastur fræði- manna í örverurannsóknum. Hann einangraði fyrstur manna lífverur, sem gátu lifað við hita yfír 100° C. Hann kom fyrst hingað til lands árið 1980 og safnaði sýnum. Hann fann þá alveg nýjan hóp örvera og núna hefur hann fundið örverur, sem geta vaxið við 113° C. Það er hæsta hita- stig, sem vitað er um að nokkur líf- vera geti lifað við. „Áhugi minn beinist að því að ein- angra þessarar örverur og rækta þær til að vita hvemig þær virka,“ sagði Karl. „Margar þær örverur, sem ég hef einangrað, koma frá íslandi og ég hef átt mjög gott samstarf við Jakob Kristjánsson. Eitt af markmið- um mínum er að fínna út hver eru efri mörk þess hita, sem lífverur geta lifað við. Allt frá dögum Paste- ur var talið að þau efri mörk væru við suðumark vatns. Þegar ég segi að lífverurnar geti lifað við þennan mikla hita er ég ekki bara að tala um að þær lifi af, heldur er þessi hiti ákjósanlegastur fyrir þær. Karl Stetter segir að í þessum rannsóknum sé líka komið inn á upphaf lífs á jörðinni því nú sé Ijóst að líf hafí vel getað kviknað í miklum hita. „Þessar örverur líta út fyrir að vera mjög frumstæðar og rannsókn- imar gætu því gefíð vísbendingu um hvemig heimurinn hafi litið út fyrir fjórum milljörðum ára, þegar líf á jörðinni var til.“ Karl sagði mikilvægt að komast að því hvemig þessar örverur fæm að því að lifa við svo háan hita. „Allir vita hvemig vökvar og efni eins og prótein (hvítuefni) breytist í fast form þegar egg er soðið. Prótein- in, sem em í þessum örvemm, breyta hins vegar ekki um fasa, jafnvel þótt þau séu hreinsuð, og geta starf- að við allt að 120° C. Eg hef oft verið spurður að því hvort örverumar séu ekki hættulegar mönnum. Svarið við þeirri spumingu er nei, af þeirri einföldu ástæðu að þær geta ekki lifað við líkamshita. Sumar geta bara vaxið fyrir ofan 60° C og fyrir enn aðrar er hiti und- ir 80° C of kalL Eitt áhugaverðasta svæði, sem ég hef kynnst er við Kolbeinsey. Eyjan liggur eins og ísland á Atlantshafs- hryggnum og í um hundrað metra dýpi við Kolbeinsey em hverir. Vegna þrýstingsins frá sjónum, sem liggur ofan á þeim er vatnið allt að 150° C heitt og er samt enn í fljótandi formi eins og við þekkjum það. Þar em því ákjósanleg skilyrði fyrir þess- ar rannsóknir." * Islenskt fyrirtæki er leiðandi í rannsóknum RÁÐSTEFNA um hitakærar örverur, sem haldin var í Háskólabíói nýlega, var sótt af um 230 manns frá 30 löndum. Með hitakærum örverum er átt við örverur, sem þrífast best við mikinn hita, allt frá 60° C til 113° C. Islendingar hafa staðið framarlega í rannsókn- um á þessu sviði og árið 1989 var fyrirtækið Genís stofnað til þess að markaðsselja líftækniafurðir. ig er það nýtt, sem annars myndi verða hent. Við emm því að fínna ensím, sem er hægt að nota við mjög margt. Þriðja sviðið er gena- flutningur, þar sem ensím em flutt úr uppmnalegu umhverfí yfir í ör- vemr, sem framleitt geta ensím í miklum mæli. Á þann hátt er von- ast til að vinnslan verði hagkvæm." Ámi sagði að ensím flýttu fyrir efnahvörfum og niðurbroti efna. Sem dæmi mætti nefna að ef eng- in ensím væm í maganum tæki það 50 ár að melta máltíð. „Ensím em notuð í sum þvottaefni og það sem gerir þetta kannski merkilegra en mörg önnur efni er að þau em náttúmvæn," sagði hann. Genís Ámi Ámason veitir Genís for- stöðu og annast markaðssetningu hjá því. „Þessar líftæknirannsóknir hafa staðið yfír í rúman áratug hér á landi og em að byija að skila sér núna,“ sagði Ámi. „Genís er nú þegar farið að selja líftækniafurðir, bæði áþreifanlegar vörar og rann- sóknarsamninga. Þeir þrír rann- sóknarhópar, sem núna starfa með okkur, vinna á þremur sviðum. Fyrsta sviðið er hitakærar örvemr, sem þrífast til dæmis við mjög hátt hitastig í hveram hér á landi. Örvemr framleiða ensím, sem hægt er að nota til ýmissa hluta, og hita- kærar örvemr framleiða ensím, sem virka best við mjög háan hita. Annað sviðið fjallar um hagnýtingu ensíma úr köldu umhverfi sem em unnin úr innyflum þorsks og þann- Órn Aðalsteinsson og Árni Arnason. Morgunblaðið/Emilía Genís-USA Öm Aðalsteinsson og Ágúst Bjömsson starfa hjá Genís-USA. Það er samstarfsfyrirtæki Genís, annast markaðssetningu í Banda- ríkjunum og er auk þess ráðgjafí Genís við sölu á þekkingu. „Með örveranum er hægt að fínna upp nýjar aðferðir við að búa til efni, til dæmis efni til að eyða úrgangs- efnum, efni í sambandi við lyfja- framleiðslu, efni til að umbreyta genum og fleira. Markaðurinn, sem um ræðir, veltir tugum milljarða króna á ári og verður væntanlega mikilvægari og mikilvægari í fram- tíðinni," sagði Öm. „Við verðum aldrei mjög stórir á markaðnum en við hyggjumst hins vegar ætla að ná vissum hluta af honum og koma með sérlausnir á því sviði. Það skiptir því miklu máli, og það er það sem Genís-USA er að gera, að tryggja rétt framleið- endanna hér á íslandi. Að vemda tæknina sjálfa með því að fá einka- leyfí á hugmyndunum og sjá þann- ig til þess að hægt sé að markaðs- setja þær, án þess að standa í sam- keppni." Fagráð í upplýs- ingatækni stofnað FAGRÁÐ í upplýsingatækni var stofnað í sl. viku en ráðinu er ætlað að vera vettvangur stöðlunar í upplýsingatækni. Viðfangsefni ráðsins mun m.a. vera stefnumótun, hagsmunagæsla á erlendum vettvangi, samræming og kynning. AIls voru Iðnaðarráðherra ávarpaði fundinn og erindi fluttu Þorbjöm Karlsson, Oddur Benediktsson, Þorvarður Kári Ólafsson og Friðrik Sigurðsson. Þar kom fram að ástæðan fyrir stofnun ráðsins væri aukið umfang upplýs- ingatæknistöðlunar, sem gerði það að verkum að starfandi fagstjóm á sviðinu, UT-staðlaráð, væri ekki lengur rétti vettvangurinn. Þörf væri orðin á að stofna breiðfylkingu um stofnaðilar 46 talsins. þessi mál. Ráðið mun starfa fjár- hagslega sjálfstætt á vegum Staðla- ráðs íslands (SÍ). Fram að fyrsta aðalfundi, sem ætlunin er að verði í febrúar á næsta ári, mun stjórn Fagr- áðsins verða þannig skipuð að Jó- hann Gunnarsson er formaður, Frið- rik Sigurðsson varaformaður, Arn- laugur Guðmundsson, Guðni Guðna- son, Gústav Amar og Halldór Krist- jánsson meðstjórnendur. Kristinn Myndin var tekin á stofnfundi Fagráðs í upplýsingatækni. Stofnfundinn sóttu um 60 manns og stofn- aðilar voru 46.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.