Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SIVIA SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 HADAUGl ÝSINGAR S@£> VÉLSKÓLI VV> ISLANDS Vélskóli íslands Skólinn verður settur þriðjudaginn 1. sept- ember kl. 10.00 árdegis í hátíðarsal Sjó- mannaskólans. Skólameistari. Frá Landakotsskóla Nemendur mæti föstudaginn 4. september sem hér segir: 7. bekkur kl. 9.00. 6. bekkur kl. 9.30. 5. bekkur kl. 10.00. 4. bekkur kl. 10.30. 3. bekkur kl. 11.00. 2. bekkur kl. 13.00. 1. bekkur kl. 14.00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánu- daginn 7. september. Skólastjóri. Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal ÍHL. Fiskeldisbraut! Nýjar áherslur: Bleikjueldi - fiskrækt. Vatnanýting - vistfræði. Sportveiði. Námstími: 2 ár, 4 annir. Tekið verður inn á fiskeldisbraut Hólaskóla um nk. áramót. Innritun stendur yfir. Miðstöð rannsókna í silungaeldi. Lifandi starfsnám á fögrum stað. Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal, 551 Sauðárkróki, sími 95-35962, fax 95-36672. Grunnskólarnir í Mosfellsbæ Skólabyrjun haustið 1992 Þriðjudag 1. september kl. 10.00, kennara- fundur. Fimmtudag 3. september, nemendur Varm- árskóla mæti sem hér segir: 1. bekkur (fædd 1986) kl. 12.00. 2., 3. og 4. bekkur kl. 11.00. 5., 6. og 7. bekkur kl. 10.00. Nemendur gagnfræðaskóla mæti sem hér segir: 8. bekkur kl. 9.00. 9. bekkur kl. 10.00. 10. bekkur kl. 11.00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánu- dag 7. september. Skólastjórar. Breytt fyrirkomulag skólaaksturs Með tilkomu leiðakerfis Almenningsvagna bs. í Mosfellsbæ, verður ekki um sérstakan skólaakstur að ræða á komandi vetri, nema fyrir þá nemendur, sem búa í dreifbýli og geta ekki nýtt sér akstur á leiðum Almenn- ingsvagna bs. Fargjöld nemenda, sem búa lengra en í u.þ.b. 1,5 km gönguleið frá skóla, verða nið- urgreidd að hluta samkvæmt sérstökum reglum. Reglunum, ásamt almennum upplýs- ingum um akstur vagnanna, verður dreift til allra nemenda við upphaf skólahalds. Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar. Dans - dans Tvær efnilegar ungar dömur, 16 ára og 19 ára, óska eftir dansherrum. Einhver undirstaða æskileg. Upplýsingar gefur Rakel í innritunarsíma Nýja danskólans, 652285. nýitónlistarskólinn Frá Nýja tónlistarskólanum Inntökupróf í allar deildir skólans, hljóð- færa-, söng- og forskóla 6-8 ára barna, fer fram 8.-9. september. Væntanlegir nýir nem- endur panti próftíma í síma 39210 frá þriðjud. 1. sept. til föstud. 4. sept. milli kl. 16 og 19. Eldri nemendur munið að endurnýja um- sóknir ykkar samkvæmt heimsendu bréfi. Nýi tónlistarskólinn. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Dagskóli Nýnemar og umsjónarkennarar þeirra eru boðaðir í skólann mánudaginn 31. ágúst kl. 10.30. Stundatöflur verða afhentar og skól- inn kynntur. Skólinn verður settur þriðjudaginn 1. sept- ember kl. 10. Að skólasetningu lokinni af- henda umsjónarkennarar eldri nemum stundatöflur. Stundatöflur fást aðeins gegn kvittun um greiðslu skráningargjalds. Kennarafundur verður 1. september kl. 13. Kennsla hefst miðvikudaginn 2. september s_kv. stundaskrá mánudags og þriðjudags. Öldungadeild Innritun stendur enn yfir á skrifstofutíma. Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 1. septemþer. Rektor 30 rúmlesta réttinganám Innritun á haustnámskeið Innritun á haustnámskeið stendur yfir á skrif- stofu Stýrimannaskólans alla virka daga frá kl. 08.30-14.00, sími 13194. Öllum er heimil þáttaka. Námskeiðið hefst mánudaginn 7. september nk. kl. 18.00. Kennt er þrjú kvöld í viku, mánudaga, mið- vikudaga og fimmtudaga frá kl. 18.00-22.00, samtals 15 kennslustundir á viku. Námskeiðinu lýkur í byrjun nóvember. Kennslugreinar eru: Siglingafræði, stöðugleiki og sjóhæfni skipa, siglingareglur, siglingatæki, fjarskipti, skyndihjálp, veðurfræði og umhirða véla í smábátum. Nemendur fá 10 klst. leiðbeiningar í slysa- vörnum og meðferð björgunartækja; verkleg- ar æfingar í eldvörnum og slökkvistörfum í Slysavarnaskóla sjómanna. Samtals er námskeiðið 125-130 kennslu- stundir. Kennt er samkvæmt áfangalýsingu mennta- málaráðuneytisins. Nemendur fá stuttar æf- ingar í siglinga- og fiskveiðisamlíki Stýri- mannaskólans. Þátttökugjald er 20.000 krónur. Við innritun greiðast krónur 10.000. Allar nánari upplýsingar í síma 13194. Skólasetning: Stýrimannskólinn verður sett- ur í hátíðasal Sjómannaskólans kl. 14.00. MYNDUSTA- OG HANDÍÐASKÓU ÍSLANDS Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðju- dag 1. september kl. 8.30. Skólastjóri. Skólasetning í Heyrnleysingjaskólanum Heyrnleysingjaskólinn verður settur föstu- daginn 4. september nk. kl. 10.00. Kennsla hefst mánudaginn 7. september samkvæmt stundaskrá. Skólastjóri. Kennarar - fóstrur Dagana 4., 5. og 6. september heldur Kram- húsið námskeið í tónlistar-, leiklistar- og hreyfingaruppeldi barna. Leiðbeinendur: Anna Jeppesen, Elva Gísla- dóttir, Guðbjörg Arnardóttir, Harpa Arnar- dóttir, Hafdís Árnadóttir. Innrtun daglega frá 14.00-17.00, sími 15103, og eftir kl. 17.00 22661. FJOLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA ÁRMULA 12 ■ 108 REYKJAVIK • SÍMI 84022 Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla Framhaldsnám sjúkraliða Fyrirhugað er framhaldsnám fyrir starfandi sjúkraliða og hefst það 4. janúar 1993 og lýkur með prófum í maí. Fjallað verður um heilsugæsluhjúkrun, m.a. öldrun, ætlaður fjöldi vikustunda er 36. Umsóknir með afritum af prófskírteinum þurfa að berast skólanum fyrir 1. nóvember næstkomandi. Skólagjald er kr. 4400. Nánari upplýsingar gefur Guðbjörg Andrés- dóttir í síma 814022. Skólameistari. Frá grunnskólum Hafnarfjarðar Skólabyrjun haustið 1992 Þriðjudagur 1. september Kl. 10.00 Kennarafundir. Fimmtudagur 3. september Nemendur mæti sem hér segir: Kl. 13.00 4. bekkir (fædd ’83). Kl. 14.00 3. bekkir (fædd ’84). Kl. 15.00 2. bekkir (fædd ’85). Föstudagur 4. september Nemendur mæti sem hér segir: Kl. 09.00 7. og 10. bekkir (fædd ’80 og '71). Kl. 10.00 6. og 9. bekkir(fædd’81 og’78). Kl. 11.00 5. og 8. bekkir (fædd '82 og ’79). Kl. 13.00 1. bekkir (fædd ’86). Mánudagur 7. september Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá. Þeir nemendur, sem ekki mæta á ofan- greindum tíma, geri skrifstofum skólanna grein fyrir fjarveru sinni. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.