Morgunblaðið - 12.09.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.1992, Blaðsíða 4
>f![ fíMFfM-if'fv!,‘*rí? :S’F MUDAnHAírUA.t OtðA.ÍHVrUOMOW MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 Vinnumálaskrifstofan 2,8 prósent atvinnu- leysi í ágiistmánuði Atvinnulausum fækkaði um 330 manns á höfuðborgarsvæðinu ATVINNULAUSUM fækkaði lítilsháttar í ágústmánuði frá mánuð- inum á undan en alls voru skráðir 72 þúsund atvinnuleysisdagar í ágúst, sem svarar til þess að 3.300 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum eða 2,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði, samkvæmt yfirliti Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins. Meira dró úr atyinnuleysi hjá konum en körlum en þó gengu sem fyrr mun fleiri konur atvinnulausar í mánuðinum en karlar eða 3,4% á móti 1,8% af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði. Atvinnulaus- um fækkaði mest á höfuðborgar- svæðinu eða um 330 manns að meðaltali, Norðurlahdi vestra um 50 manns, Suðurlandi um 24 og Suðurnesjum um 23. Hins vegar íjölgaði atvinnulausum á Vestur- VEÐUR landi um 27 starfsmenn að meðal- tali og Austurlandi um 11 í ágúst- mánuði. , í sama mánuði á síðasta ári voru 1.877 að meðaltali á atvinnu- leysisskrá og er aukning skráðra atvinnuleysisdaga á milli ára því 132%. í yfírliti Vinnumálaskrif- stofunnar segir að sem í öðrum mánuðum þessa árs sé þetta meira atvinnuleysi en mælst hefur í ág- ústmánuði áður hér á landi. Talið er að þann litla bata, sem átti sér stað í ágúst miðað við mánuðina á undan, megi annars vegar rekja til eðlilegrar árstíðar- sveiflu og hins vegar til aðgerða I/EÐURHORFURIDAG, 12. SEPTEMBER YFIRLIT: Við vesturströnd Skotlands er talsvert vaxandi 988 mb lægð á leið norður. 1.018 mb hæð er yfir Norður-Grænlandi. SPÁ: Norðan- og norðaustanátt, kaldi eða stinningskaldi vestast en all- hvasst eða hvasst annars staðar. Rigning verður austanlands, skúrir norðvestan til en suðvestanlands verður skýjað en þurrt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Norðanátt, víða hvöss. Rigning eða slydda norðanlands en sunnan til verður skýjað en víðast þurrt. HORFUR Á MÁNUDAG: Norðvestlæg átt, víða strekkingur og skúrir eða slydduél norðaniands en hægari og skýjað með köflum syðra. Svalt verður í veðri báða dagana. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. o ▼ Heiðskírt r r r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V V V Skúrir Slydduél Él * * * Jjc * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.4 10° Hitastig V Súld = Poka FÆRÐA VEGUM: (Kl. I7.30ígær) Allir aðal þjóðvegir landsins eru nú greiðfærir en búast má við háiku á heíðum fyrri hluta dags á Vestfjörðum og sums staðar á Norðurlandi. Flestir hálendisfjallvegir á norðanverðu landinu eru ófærir vegna snjóa^ Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ágrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 5 skýjaö Reykjavík 8 léttskýjað Bergen 18 skýjaö Helslnki 18 léttskýjað Kaupmannahöfn 19 heiðskírt Narssarssuaq 5 alskýjað Nuuk 4 alskýjað Ósló 16 skýjað Stokkhólmur 19 léttskýjað Þórshöfn 11 alskýjað Algarve 25 léttskýjað Amsterdam 19 rigning Barcelona 25 mistur Berlín 21 skýjað Chicago 9 léttskýjað Feneyjar 25 þokumóða Frankfurt 21 skýjað Glasgow vantar Hamborg vantar London vantar LosAngeles vantar Lúxemborg vantar Madrid vantar Malaga vantar Mallorca 29 léttskýjað Montreal 14 léttskýjað NewYork 19 alskýjað Orlando 23 alskýjað Parfs 21 skýjað Madeira " 24 léttskýjað Róm 28 heíðskírt Vin 23 léttskýjað Washington 20 alskýjað Winnipeg 8 Skýjað sem ýmis sveitarfélög, einkum á höfuðborgarsvæðinu, gripu til í því skyni að auka framboð á sumar- vinnu fyrir námsmenn. Slíkar ráð- stafanir séu þó tímabundnar enda komi í ljós að síðasta skráningar- dag mánaðarins hafí 3.600 manns verið á atvinnuleysisskrá á landinu öllu eða 300 fleiri en nemur meðal- tali mánaðarins. Atvinnuleysistryg-gingasj óður veitir Hafnfirðingiim styrk til atvinnusköpunar Skapar störf fyrir allt að 100 manns STJÓRN Atvinnuleysistryggingasjóðs hefur samþykkt að veita Hafn- arfjarðarbæ fjárstyrk úr sjóðnum til atvinnuskapandi verkefna i bænum en alls eru 250 manns á atvinnuleysisskrá í Hafnarfirði. Að sögn Guðmundar Árna Stefánssonar bæjarstjóra er upphæðin í kring- um átta milljónir króna og verður hún meðal annars notuð til gatna- gerðar, girðingaframkvæmda og ýmissa viðhaldsverkefna. „Við munum á næstu dögum koma til móts við fólk sem hefði bjóða fólki á atvinnuleysisskrá að ganga inn í þessi störf,“ sagði Guð- mundur. Kvaðst hann reikna með að .70 til 100 manns gætu gengið til þessara starfa, sem stæðu í um tvo mánuði. Guðmundur sagði að þessi ráðstöfun leysti ekki atvinnu- vandann heldur væri tilraun til að gengið lengi atvinnulaust. „Eg vona satt að segja að það verði framhald á þessu af hálfu sjóðsins. Ég tel ástæðu til að gera þessa tilraun og skoða svo í ljósi niðurstöðunnar hvort ekki sé rétt að gera þetta í mun víðtækara mæli,“ sagði Guðmundur. * Islandsflug kaup- ir Dornier-flugvél FLUGFÉLAGIÐ íslandsflug hefur fest kaup á 19 sæta flugvél af Dornier-gerð. Að sögn Ómars Benediktssonár, stjórnarformanns fs- landsflugs, eru flugvélakaupin hluti af endurnýjun vélakosts íslands- flugs, sem undirbýr sig fyrir næsta ár en þá verður leyfð takmörkuð samkeppni á stærstu flugleiðunum innanlands, flugi til ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða. brautum, þola mikinn hliðarvind og henta vel til flugs inni á fjörðum. Þá þykja þær sérstaklega þægilegar fyrir farþega, vegna stærðar far- þegarýmisins,“ sagði Ómar. Að sögn Ómars eru flugvéla- kaupin liður í breytingum á flug- flota íslandsflugs. Félagið á eina 19 sæta, þijár 15 sæta og tvær 9 sæta flugvélar. Ætlunin er að fjölga stærri vélum á kostnað hinna minni. Flugvélina, Dornier 228, keypti félagið frá Tyrklandi. Hún er fjög- urra ára en lítið notuð. Kaupverðið vildi Ómar ekki gefa nákvæmlega upp, sagði markaðsverð flugvél- anna liggja á bilinu 2-2,5 milljónir dollara eða 100-130 milljónir ísl. kr. Flugvélin er væntanleg til lands- ins síðar í september. „Domier-vél- arnar henta mjög vel íslenskum aðstæðum, geta lent á stuttum Kjaradeila Isal Lítið miðar í samningaátt GYLFI Ingrvarsson, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir að hugmyndir, sem lagðar hafi verið fram á sátta- fundi með sáttasemjara á fimmtudag, hafi ekki komið fram nýr flötur á kjaradeilu við vinnuveitendur. Hann segir ólíklegt annað en að efnt verði til uppákomu við álverið á þriðjudag en þá er ár liðið síðan samningar urðu lausir. Kjaradeilan var tekin fyrir á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag. Gylfi sagði að þar hefðu verið lagðar fram tillögur sem verið væri að skoða en óhætt væri að segja að í þeim væri ekki að finna nýjan flöt á málinu. Boðað hefur verið til annars fundar á mánudag en hvorki Gylfi né Guðlaugur Þor- valdsson, ríkissáttasemjari, voru bjartsýnir á að þá drægi til tíðinda. Gylfi sagði að starfsmenn væru orðnir langþreyttir á deilunni og ólíklegt væri annað en efnt yrði til uppákomu við álverið á þriðjudag. Þann dag er ár liðið síðan samning- ar urðu lausir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.