Morgunblaðið - 12.09.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 Stofnfundi NAMMCO lokið í Færeyjum Fulltrúar sjómanna meta árangur fund- arins á ólíkan hátt FULLTRÚAR hagsmunasamtaka sjómanna, sem tóku þátt í stofn- fundi Sjávarspendýraráðs Norður-Atlantshafsríkja (NAMMCO), í Þórshöfn í Færeyjum í vikunni, meta niðurstöðu fundarins á ólíkan hátt. „Að mínu áliti hreyfðist lítið fram á við á þessum fundi,“ sagði Bene- dikt Valsson framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasam- bandsins. „Hér var fyrst og fremst gengið frá ákveðnum formsatriðum varðandi NAMMCO en ekki teknar ákvarðanir um aðra áþreifanlega hluti, það er að segja um hvaða sjávarspendýr ráðið eigi að fjalla eða hvemig eigi að standa að nýt- ingu þeirra,“ sagði Benedikt. Óskar Vigfússon formaður Sjó- mannasambands íslands taldi hins vegar að fundurinn hefði verið mun árangursríkari en hann hefði þorað að vona. „Þetta er allt á réttri leið. Það náðist samkomulag um hvar skrifstofa NAMMCO skuli vera, hvemig vísindanefnd þess skuli starfa og ýmislegt annað og ég tel að upphaf þessa samstarfs lofi mjög góðu,“ sagði Óskar. Ekki náðist samkomulag um hvaða dýrastofnar eigi að heyra undir NAMMCO og var frekari umfjöllun um það frestað til næsta fundar ráðsins. íslendingar vilja að hrefna verði á lista yfir þær sjávar- spendýrategundir sem heyri undir NAMMCO og fari þannig inn á verksvið Alþjóðahvalveiðiráðsins. Á stofnfundinum í Þórshöfn kom fram mikil andstaða Grænlendinga við þetta. Einar Lemche, formaður grænlensku sendinefndarinnar á stofnfundinum, sagði við Morgun- blaðið að afstaða Grænlendinga til NAMMCO væri sú að hvað nýtingu sjávarspendýra varðaði ætti Vesturland 3,5% atvinnu- leysi en vinna samt í boði ATVINNULEYSI á Vesturlandi er nú um 3,5% en samt gengur erfiðlega að fá fólk í vinnu á svæð- inu. Samkvæmt frétt í blaðinu í gær kemur fram að þrátt fyrir auglýsingar eftir fólki hefur fisk- verkun í Ólafsvik ekki fengið starfskrafta og eru forráðamenn fyrirtækisins að íhuga að auglýsa eftir útlendingum. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins er atvinnuástand á Snæfellsnesi þó þokkalegt miðað við landshlutann í heild. Þannig eru að- eins 10 manns á atvinnuleysisskrá í Ólafsvík, 34 eru á skrá í Stykkis- hólmi og 10 á skrá á Hellissandi. NAMMCO að fjalla um seli og smá- hvali. „Ég sé þó ekki inn í framtíð- ina og hlutir þróast hratt, en á þessari stundu eru Grænlendingar og Færeyingar aðilar að Alþjóða hvalveiðiráðinu og á meðan svo er teljum við að veiðistjómun á stærri hvölum, þar á meðal hrefnu, eigi að falla undir hvalveiðiráðið," sagði Lemche. Sjá einnig frétt á bls. 21. Slátursala hófst í Miklagarði í gær og var nokkuð lífleg. Morgunblaðið/Kristinn Verð á sauðfjárafurðum til bænda lækkar samkvæmt ákvörðun sexmannanefndar Smásöluverð kindakjöts óbreytt, nautakjöt lækkar Grundvallarverð á sauðljárafurðum til bænda lækkar um 1% sam- kvæmt ákvörðun sexmannanefndar í gær. Frá og með 1. september færðust niðurgreiðslur á sauðfjárafurðum til neytenda af heildsölu- stigi til framleiðenda í formi beinna greiðslna. Við það lækkuðu niður- greiðslurnar Iítillega. Sauðfjárbændur hafa lagt mikla áherslu á að þessi breyting leiði ekki til hækkunar á verði kindakjöts til neytenda. Grundvallarverð nautakjöts lækkar einnig samkvæmt ákvörðun sex- mannanefndar. Eftir verðlagninguna ætti smásölúverð kindakjöts að haldast óbreytt og smásöluverð nautgripakjöts að lækka. Samkvæmt upplýsingum frá sex- asta flokki dilkakjöts og 285,03 kr. mannanefnd kemur við ákvörðun hennar um grundvallarverð sauð- fjárafurða til framkvæmda sú 4% hagræðingarkrafa sem nýi búvöru- samningurinn kveður á um. Sam- komulag hefur náðst um að hliðstæð hagræðingarkrafa komi til fram- kvæmda hjá sláturleyfishöfum. Með þessu tekst að vega upp áhrif þess að niðurgreiðslur lækkuðu og halda heildsöluverði kindakjöts óbreyttu. Smásöluverð á því ekki að þurfa að hækka. Grundvallarverð til bænda á nautakjöti lækkar frá gildandi verði um 13% að meðaltali. Það er sú heildarlækkun sem nautgripakjöts- framleiðendur fóru fram á við nefnd- ina vegna erfiðrar birgðastöðu. Hef- ur grundvallarverðið lækkað samtals að meðaltali um 18% á síðustu 12 mánuðum. Verðlækkun nautgripakjöts til bænda felur í sér þá meginreglu að þeim mun lakari sem kjötgæðin eru þeim mun meiri verður lækkunin. Fyrsti flokkur ungneytakjöts lækkar svo dæmi séu nefnd um 4% frá gild- andi verði en lökustu flokkar vinnslukjöts um allt að 30%. Sem dæmi má nefna að samkvæmt ákvörðun sexmannanefndar fær bóndi 217,63 kr. fyrir kg af algeng- fyrir slátrið. Fyrir algengasta flokk nautakjöts fær bóndinn nú 317,03 kr. fyrir kg. Flýta þurfti -ákvörðun sexmanna- nefndar vegna þess að sláturtíð er hafin og því þurfti að ákveða skjótt verð til bænda. Má í því sambandi benda á að byijað var að selja ófros- ið slátur í Miklagarði við Sund eftir hádegi í gær. Bjarki Gunnarsson, kjötiðnaðarmeistari, sagði að hvert slátur væri á 599 kr. og væri það eitthvað lægra en í fyrra ef tekið væri mið af kjöthækkunum. Innifalið í slátrinu eru haus, hjarta, lifur, tvö nýru, vambir, mör og blóð. Hann sagði að slátursala hefði aukist í fyrra miðað við undanfarin ár og athygli hefði vakið hversu margt fólk hefði þá tekið slátur í fyrsta sinn. Ekki kvað hann ólíklegt að vart yrði við jafnvel meiri áhuga í haust. Aðspurður sagði Bjarki að fólk sýndi ófrosnu slátri meiri áhuga en frosnu, en farið verður að selja ófrosið slátur í þriggja slátra og fimm slátra pakkningum upp úr helgi. Kindakjötsbirgðir hafa aldrei verið minni í landinu Sala lambakjöts í ágúst- mánuði jókst um 50% KINDAKJÖT seldist mun betur í ágúst en reiknað hafði verið með. Við uppgjör á sölunni sem fram fer þessa dagana hefur komið í ljós að 1.530 tonn seldust og er það 500 tonnum meira en í ágúst í fyrra. Söluaukningin nemur 50%. Um mánaðamótin var gerð talning á birgð- um kindakjöts í landinu og voru birgðirnar 300 tonn og eru það á sama hátt mun minni birgðir en búist hafði verið við og raunar minni birgðir en áður hafa þekkst. Um síðustu mánaðamót tók gildi nýr búvörusamningur og þá urðu þær breytingar að verðábyrgð ríkis- ins á kindakjötsframleiðslunni lauk. Samstarfsnefnd um sölu kindakjöts er að vinna að uppgjöri á sölu ársins og lét af þessu tilefni gera birgða- talningu. Sala verðlagsársins, það Evrótipparar af staó Fyrsti vinningur gæti gefið 50 m.kr. 14 Landkynning Úlfar Bragason fjaiiar um hvernig Stofnun Sigurðar Nordals hefur stuðlað að Islandskynningum 16 Hvalveiðar óvinsælar___________ Skoðanakannanir í nokkrum lönd- um sýna að andstaða við hvalveiðar tengist þekkingarleysi 21 Leiðari Stefnumótun í norrænu samstarfi 24 REYKDAL Lesbók ► Útlenskur magi í íslenskum búk - Hitler og framtíðaráformin - Perth er afskekktasta borg heims - Ráðgátan Snorri Sturluson Menning/Listir ► Þakkarávarp Kundera vegna heiðursverðlauna - Samsýning Leifs Breiðfjörðs og Jóns Reyk- dals - Leikrit um Dunganon frum- sýnt í Borgarleikhúsinu. er frá 1. september í fyrra til jafn- lengdar í ár, varð tæp 8.400 tonn. Er það örlitlu meiri sala en verðlags- árið á undan þegar 8.377 tonn seld- ust. Ástæðan fyrir því að salan dalaði ekki frá fyrra ári, eins og lengi var útlit fyrir, er, að sögn Katrínar Olgu Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra Samstarfshóps um sölu lambakjöts, góð sala í ágústmánuði. Þá seldust 1.530 tonn sem er um 500 tonnum meira en reiknað hafði verið með. Ástæður fyrir þessari óvæntu sölu eru að sögn Katrínar m.a. þær að afurðastöðvar og verslanir keyptu mikið af kjöti fyrir mánaðamótin vegna sérstakra aukaniðurgreiðslna sem giltu í ágúst. Hún sagði að því miður stækkaði markaðurinn ekki við þessa sölu. Birgðirnar færðust til söluaðilanna og hefðu væntanlega áhrif á söluna í þessum mánuði. Hins vegar væri ágætt fyrir Sam- starfshópinn að skilja við sölustarf sitt með birgðir í lágmarki. Samkvæmt athugun löggiltra endurskoðenda reyndust birgðir 1. september vera rúm 300 tonn sam- kvæmt bráðabirgðatölum, 200 tonn- um minni en reiknað var með við gerð búvörusamnings og um 500 tonnum minni en búist hefur verið við undanfarnar vikur. Á sama tíma í fyrra voru 1.400 tonn af kinda- kjöti til í birgðum. Starfsmenn land- búnaðarráðuneytisins voru farnir að undirbúa útflutning á þeim 300 tonnum af kindakjöti sem áætlað var að yrðu til umfram þau 500 tonn sem gert var ráð fyrir í búvörusamn- ingi en nú þarf ekki að koma til þess. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er mun hagstæðara fyrir ríkið að kjötið skuli hafa selst á inn- anlandsmarkaði og munar þar um 200 krónum á kílóinu. Sparnaður ríkisins gæti því numið 60 milljónum kr. á 300 tonnum. — ♦ ♦ ♦------------ Seljaskógar og Breiðholtsbraut Umferðarljós á gatnamótin BORGARRÁÐ hefur samþykkt að hið fyrsta verði sett upp umferð- arfiós á mótum Seljaskóga og Breiðholtsbrautar. Eldri lyón lét- ust í hörðum árekstri við sjúkra- bíl á þessum gatnamótum í síðasta mánuði. Umferðarnefnd Reykjavíkur bók- aði fyrr í mánuðinum að umferðar- öryggi skyldi aukið á Breiðholtsbraut með nýju skipulagi. Tillögur umferð- ardeildar gera m.a. ráð fyrir umferð- arljósum á gatnamótum Seljáskóga og Breiðholtsbrautar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.