Morgunblaðið - 12.09.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.09.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) (Hfc Komandi mánuðir fela í sér miklar breytingar heima fyrir. í kvöld skaltu varast að lenda í deilum við ætt- ingja. Naut (20. aprfl - 20. maí) Nú hefst tímabil sem hentar til ferðalaga eða listsköpun- ar. Skemmtanalífið heillar, en varastu að ganga of langt. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þér hættir til að eyða of miklu í skemmtanir í dag. Nýjar leiðir opnast til að auka tekjumar í dag og á komandi mánuðum. Krabbi (21. júní - 22. júlO Ekki þröngva skoðunum þínum upp á aðra. Þér hætt- ir til að taka of sterkt til orða. Láttu slúðursögur sem vind um eyru þjóta. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú þarft að nota komandi vikur til að ljúka áríðandi verkefni. Farðu varlega með peninga og láttu örlætið ekki keyra úr hófí. Meyja (23. ágúst - 22. septembcr) j&t Leggðu þig fram við að efna loforð sem þú gefur ein- hverjum nánum í dag. Vinur getur verið eitthvað afund- inn í kvöld. (23. sept. - 22. október) iH Starfsorkan er mikil um þessar mundir, en gerðu ekki of mikið úr smá ágrein- ingi við yfirmann. Tíminn vinnur með þér. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þótt þú skiljir báðar hliðar á deilumáli gengur ekki vel að leysa það. En samkvæm- islífið er líflegt í kvöld. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Ferðalög og rómantík ráða ríkjum í dag. En á komandi vikum þarft þú að skapa þér fjárhagslegt öryggi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Ferðalangar eiga það til að vera dálítið eyðslusamir í dag. Láttu ekki smá ágrein- ing spilla sátt og samlyndi í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þér verða falin ný og áhuga- verð verkefni eftir helgina. í kvöld er þér eða þeim sem þér er kær hætt við eyðslu- semi. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Skemmtilegir dagar fara í hönd. Þú og félagi þinn eða maki ættuð samt að reyna að gæta hófs í skemmtana- lífinu. Stjömusþána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra stadreynda. DÝRAGLENS LJÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK Aftur steiktir grænir tómatar? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Austur opnar á 2 hjörtum, Flannery, sem sýnir 5-4 í hjarta og spaða og 11-16 punkta. Tvö pöss og norður á að segja með þessi spil. Enginn á hættu: Norður ♦ KG10753 ¥- ♦ KG1053 ♦ K6 Vestur Norður Austur Suður Þessi vandi blasti við Michel Perron í næstsíðustu lotu úrslita- leiks Frakka og Bandaríkja- manna á Ólympíumótinu í Salso- maggiore. Hann doblaði og datt heldur betur í lukkupottinn: Norður ♦ KG10753 ¥- ♦ KG1053 ♦ K6 Austur .. ♦D862 II V AK632 ♦ D8 ♦ G98532 ♦ D4 Suður ♦ Á ¥ DG8754 ♦ 972 ♦ Á107 Paul Chemla í suður var dobl- inu feginn og passaði. Bob Ham- man í vestur sá ekki ástæðu til að breyta í 3 iauf með ás, 109 í trompi og tvíspil til hliðar. Það hefði þó reynst betur, því Bobby Wolff fékk einungis 3 slagi — ÁK í trompi og tígulás! Chemla kom út með spaðaás og skipti yfír hjartadrottningu. Vömin var nákvæm í framhald- inu og Bandaríkjamenn urðu að skrá 1.100 í dálk Frakkanna. Á hinu borðinu fóru Meckstroth og Rodwell einn niður í 4 spöð- um, svo Frakkar græddu 15 IMPa á spilinu. Vestur ♦ 94 ¥109 ♦ Á64 SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á hraðmóti í Gausdal í Noregi í ágúst kom þessi staða upp í við- ureign þeirra Smára Ólafssonar (1.870), Akureyri, sem hafði hvítt og átti leik, og Francois Brac- onniers frá Frakklandi. Svartur lék síðast 30. — 4d-d3? og hótaði máti, en hvítur varð á undan: 31. Hh7+! og svartur gafst upp, því eftir 31. - Rxh7 32. Dg8+ - Hxg8 33. Hxg8 er hann mát. Um helgina: Taflfélagið Hellir og Skákfélag Hafnarfjarðar halda opið mót í atskák (hálftímaskákir) um helgina í Gerðubergi í Breið- holti. Taflið hefst kl. 13 bæði á laugardag og sunnudag. „Startmót“ Skákfélags Akur- eyrar, sem er hraðskákmót, verð- ur haldið í félagsheimili SA, Þing- vallastræti 18, Akureyri, sunnu- daginn 13. september kl. 14. Opið hús í Faxafeni 12, Reykja- vík, frá kl. 15 bæði á laugardag og sunnudag. Þar er fylgst með sjöundu og áttundu skákum Fisch- ers og Spasskís um leið og þær eru tefldar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.