Morgunblaðið - 12.09.1992, Blaðsíða 29
i
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992
29
Hjörleifur Guttormsson
ESS verðskuldar umræðu
1. umræða um lagabreytingar á sviði
heilbrigðis- og tryggingamála
HJÖRLEIFUR Guttormsson (Ab-Al) gagnrýndi fjölmiðla fyrir að tí-
unda þann tíma sem farið hefur í umræður um EES-samninginn,
full ástæða væri til að ræða það mál vel. Hann og Sighvatur Björg-
vinsson heilbrigðisráðherra bættu nokkru við þá umræðu í gær.
Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
mælti í gær fyrir frumvarpi til laga
um breytingar á lagaákvæðum á
sviði heilbrigðis- og tryggingamála
vegna aðildar að samningi um Evr-
ópskt efnahagssvæði, EES. Frum-
varpið er eitt af hinum rúmlega 60
svonefndu fylgifrumvörpum sem
Alþingi verður að afgreiða vegna
EES-samningsins. Það frumvarp
sem heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherrann mælti fyrir varðar ýmis
lög á hans málasviði, s.s. lög um
heilbrigðisstéttir og starfsréttindi
þeirra, lög um atvinnuleysistrygg-
ingar, lög um eiturefni, lög um
lyfjamál, og ýmis lög á vátrygg-
ingasviði.
Framsögumaður gerði grein fyrir
nokkrum helstu breytingum sem
frumvarpið miðar að til aðlögunar
við ákvæði EES-samningsins, t.d.
að reglur EB og EES krefjast þess
að engum sé mismunað á grund-
velli ríkisfangs og þarf því að breyta
lögum um starfsleyfi til þess að
umsóknir ríkisborgara í EES-ríkj-
um væru meðhöndlaðar á sama
hátt og umsóknir íslendinga.
Húsatryggingar Reykja-
víkurborgar
Mjög miklar breytingar eru gerð-
ar á lögum á vátryggingasviði og
lúta að því að ryðja úr vegi einka-
rétti einstakra vátryggingafélaga
til að selja tilteknar tryggingar, og
einnig að skattalegum ívilnunum
sem sum þessara fyrirtækja njóta
umfram önnur félög. Heilbrigðis-
og tryggingaráðherra lét þess getið
að í EES-samningnum væri sér-
stakt undanþáguákvæði fyrir Húsa-
tryggingar Reykjavíkurborgar. En
hann hefði tekið þá ákvörðun að
nota það ekki heldur breyta lögun-
um um brunatryggingar í Reykja-
vík samhliða breytingum á lögunum
um brunatryggingar utan Reykja-
víkur. Óeðlilegt væri að mismuna
húseigendum eftir því hvar þeir
byggju á landinu.
Hnípið þing framtíðar
Hjörleifur Guttormsson (Ab-
Al) furðaði sig á því að fjölmiðlar
hefðu reiknað saman og tíundað
tímafjölda sem umræður um EES-
samninginn hefðu tekið. Og þætti
það tíðindavert að hann næmi nú
nokkrum tugum klukkustunda.
Fjölmiðlar ættu að setja sig inn í
hvers eðlis þetta mál væri. Það
væri EES-samningurinn sjálfur sem
væri undirstaða og forskrift allra
þeirra lagabreytinga sem Alþingi
væri nú ætlað að afgreiða. Við
værum ekki bara að bindast við það
sem EB segði núna heldur einnig
það sem EB segði í framtíðinni.
Löggjafarvald færi frá Alþingi.
Fræðilega væri hægt að segja nei,
en slík tilvik yrðu ekki mörg. Frum-
kvæðið og völdin um lög og reglur
fjórfrelsisins á evrópska efnahags-
svæðinu yrðu hjá framkvæmda-
stjóminni í Brussel. Hjörleifur hafði
ekki mikla trú á ákvæðum um sam-
ráðsferli í EES-samningi; við vær-
um að færast aftur á stig bæna-
skránna. Það yrði heldur hnipið lið
á þingi sem nauðugt viljugt gæti
ekki gert annað en goldið jáyrði við
boðum frá Brussel með því að rétta
upp hönd eða ýta á takka.
Ræðumaður^ reifaði í nokkru
máli ýmsa þá annmarka sem hann
taldi vera á EES-samningnum, s.s.
að við værum að galopna okkar
vinnumarkað. Hjörleifur benti einn-
ig á að það frumvarp sem nú væri
til umræðu veiti rétt ríkisborgurum
EES-ríkja til atvinnuleysisbóta, á
sama tíma og hagur Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs væri verulegt
áhyggjuefni. Ræðumaður taldi að
íslensk verkalýðshreyfing hefði þó
náð fram nokkrum árangri varð-
andi félagsleg réttindi og félagslegt
öryggi. Það gæti reynst freistandi
fyrir fólk í lakar settum hlutum
EES að flytja sig og sitt skyldulið
hingað.
Hjörleifur gagnrýndi fjöldamargt
annað á þeim 62 mínútum sem
Hjörleifur
Guttormsson
Sig-hvatur
Björgvinsson
„mjög óhressir" með ákvörðun heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra.
Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
svaraði ýmsum þeim spumingum
sem til hans hafði verið beint. Und-
anþágu vegna Húsatrygginga
Reykjavíkurborgar hefði ekki verið
aflað að sínu frumvæði. En ráðherr-
ann svaraði einnig ýmissi gagnrýni
sem beinst hefur almennt að EES.
Einkum og sér í lagi beindi hann
máli sínu til Hjörleifs Guttormsson-
ar. Sá maður talaði alltaf eins og
við væmm að undirgangast byrðar
og skyldur, þegar við værum að
veita öðmm þann rétt sem við
öðluðumst í útlöndum. Sighvatur
hafði litla trú á því að útlendingar
frá laklega settum löndum við Mið-
jarðarhafíð myndu flykkjast hingað
til að setjast upp á velferðarkerfíð,
„sósíalinn", Hjörleifur Guttormsson
væri menntaður í Þýskalandi og
vissi hvað þvílík sjónarmið væm
kölluð þar.
Hjörleifur Guttormsson vildi
mótmæla aðdróttunum um að hann
vildi flokka fólk eftir því hvaðan
úr heimi það kæmi. En jafnframt
væri spurning hvort við ætluðum
að hafa hér einn flatan akur. Hætta
að hugsa um okkar stöðu, réttindi
og möguleika í þessu landi eða ekki.
Hann liti svo til að niðjar þess fólks
sem hér hefði búið um aldir ætti
það skilið að hugsað væri um ís-
lenska hagsmuni og stöðu, ekki
bara í nútíð heldur einnig til lengri
tíma litið. Hann mæti það ekki að
jöfnu að gera kröfur til þjóðríkja
um að virða almenn mannréttindi
og líta til hagsmuna þess fólks sem
hér byggi og reyna að tryggja
grundvöll fyrir áframhaldandi þjóð-
lífí í þessu landi.
Auk fyrrgreindra þingmanna
tóku Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
(SK-Rv) og Kristín Einarsdóttir
(SK-Rv) til máls. Þessari fyrstu
umræðu lauk kl. 17.35.
Tímatal
Ræður Hjörleifs Guttormssonar
voru tvær, 62 mínútur og 45 mín-
útur. Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
flutti þijár ræður, 15 mínútur, 65
mínútur, 20 mínútur. Auk þessa
veittu þeir stundum andsvör.
Ég virði fnunkyæði og
frelsi Haskóla Islands
- segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra
ÁHRIF stefnu ríkisstjórnarinnar á Háskóla íslands voru til umræðu
utan dagskrár í gær. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra svar-
aði fjórum spumingum sem málshefjandi, Ingibjörg Sólrún Gisladótt-
ir (S-Rv), beindi til hans.
MMIMSI
þessi ræða hans tók. Var það bæði
almennt um EES og sértækt um
frumvarpið s.s. óhóflegt reglugerð-
arvald, „kommissara" í stjórnarráði
íslands og í höfuðstöðvum EB í
Brussel.
Guðmundur Bjarnason (F-Ne),
fyrrum heilbrigðisráðherra, ræddi
og reifaði ýmis atriði frumvarpsins
og spurði eftirmann sinn margs.
Guðmundur lýsti sig samþykkan
þeirri ákvörðun Sighvatar Björg-
vinssonar að nýta ekki „þetta furð-
anlega undanþáguákvæði“ um
Húsatryggingar Reykjavíkurborg-
ar. Hann furðaði sig á því hvernig
þetta ákvæði væri til komið; minnt-
ist þess ekki að það hefði verið rætt
í tíð fyrri ríkisstjómar, það hlyti
að hafa komið til síðar. Guðmundur
hafði heyrt að fulltrúar Húsatrygg-
inga Reykjavíkurborgar væru
Málshefjandi Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir (SK-Rv) sagði tilefni
þessarar utandagskrárumræðu
vera sú „nöturlega staða“ sem upp
væri komin við Háskóla íslands
vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í
flestum málum sem að þeirri stofn-
un sneru. Ræðumaður vitnaði til
niðurstaðna úr skráningu nýstúd-
enta. Konum í hópi nýnema fækk-
aði um 30%, körlum um 17%. Ræðu-
maður sagði þetta vera beina afleið-
ingu af ákvörðunum stjórnarþing-
manna; Samþykkt frumvarpsins um
Lánasjóð íslenskra námsmanna og
17 þúsund króna innritunargjaldi
fyrir veru í HÍ. Ingibjörg Sólrún
benti á að nú lægi það fyrir að 150
nemendur hefðu hætt við nám og
farið fram á endurgreiðslu, þar af
100 konur.
Málshefjandi sagði að framlög
til Háskólans hefðu nánast staðið í
stað síðustu 5 árin þrátt fyrir fjölg-
un nemenda um 20%. Háskólinn
gæti ekki veitt þá þjónustu sem
honum bæri lögum samkvæmt að
veita fyrir það fé sem honum væri
skammtað.
Ingbjörg Sólrún vildi benda þing-
mönnum á að ef fjárframlög til HÍ
yrðu ekki hækkuð væri bara þriggja
kosta völ. 1) Fella niður nám í ein-
stökum deildum eða greinum. 2)
Takmarka aðgang nýnema. 3)
Hækka innritunargjöld verulega.
Ekkert af þessu yrði gert í Háskól-
anum heldur á Alþingi.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
Við eigum ekkert erindi í EB
að EES-samningnum gerðum
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í þingræðu aðfaranótt fimmtu-
dags að hann teldi að gerðust íslendingar ekki aðilar að Evrópska
efnahagssvæðinu (EES) myndi þrýstingur á inngöngu í Evrópubanda-
lagið (EB) aukast. Forsætisráðherra sagði að að EES-samningnum
gerðum ættu íslendingar ekkert erindi í EB.
Forsætisráðherra sagði í ræðu
sinni að þegar EES-samningurinn
hefði tekið gildi, sæi hann engan
ávinning af inngöngu í Evrópu-
bandalagið sem réttlætti það að ís-
land gengi í bandalagið. Hann sagð-
ist ekkert gera með það, sem menn
hefðu sagt, að íslendingar ættu
fremur að vera í bandalaginu en að
gera EES-samning, því að í EB
myndu þeir hafa áhrif. Davíð sagð-
ist telja þau áhrif afskaplega lítil
eðli málsins samkvæmt og að þau
væru ekki þess virði að kaupa þau.
Ráðherrann sagðist því vera í hjarta
sínu „algerlega andvígur“ inngöngu
í EB.
Davíð sagði að ef og þegar hin
EFTA-ríkin gengju í EB, sem margt
virtist benda til að þau myndu gera,
myndi EES-samningurinn breytast
í tvíhliða samning við ísland og end-
urskoða yrði stofnanaþætti samn-
ingsins. Samningurinn yrði þá tví-
hliða samningur, en með öllum þeim
ávinningi, sem íslendingar teldu sig
hafa af gerð hans.
Menntamálaráðherra var krafínn
svara við Qórum spurningum. 1)
Hvaða skýringar hann teldi á því
að konum fækkaði meira en körl-
um? Væri það tilviljun eða ætti
stefna ríkisstjómarinnar hlut að
máli? 2) Hver væri skoðun mennta-
málaráðherrans á því að hefja inn-
heimtu þjónustugjalda í formi inn-
ritunargjalda af námsmönnum á
sama tíma og þjónusta við nemend-
ur væri skorinn niður? 3) Væri
menntamálaráðherra tilbúinn að
taka pólitíska ákvörðun um að fella
tímabundið niður ákveðnar náms-
leiðir eða loka fyrir aðgang nýnema
að þeim? 4) Væri ráðherrann þeirr-
ar skoðunar að breyta þyrfti lögum
um Háskóla íslands í þá vem að
heimila aðgangstakmarkanir að
deildum skólans?
Meiri alvara í námsvali
Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra sagði að nokkrar
skýringar hefðu verið settar fram
á fækkun nýnema. Þórður Kristins-
son framkvæmdastjóri kennslusviðs
HÍ hefði t.a.m. bent á að betur
væri nú vitað um þá sem hættu við
nám vegna hinna hækkuðu gjalda;
áður hefðu nemendur síður sinnt
því að skrá sig úr skólanum ef þeir
hættu við nám. Menntamálaráð-
herra sagði að varpa mætti þeirri
spurningu fram hvort hækkun inn-
ritunargjalda hafi orðið til þess að
ungt fólk gerði upp hug sinn af
meiri alvöru en áður varðandi náms-
val.
Menntamálaráðherra sagði einn-
ig að framkvæmdastjóri kennslu-
sviðsins hefði einnig bent á niður-
skurð í heilbrigðisþjónustunni og
hækkun dagvistargjalda fyrir börn
námsmanna sem hugsanlega or-
sakavalda. Ráðherra vildi ekki
leggja neinn dóm á það hvort pær
skýringar væru fullnægjandi.
Vonbrigði ráðherra
Spurningu málsheQanda um
þjónustgjöld svaraði menntamála-
ráðherra á þann veg að kjarni máls-
in's væri sá að þjónustugjöld væru
lögð á til þess að mæta skertum
framlögum ríkisins, til þess að sem
minnst þyrfti að draga úr þjónustu.
Ráðherra sagði það vera stefnu
ríkisstjórnarinnar að virða sjálf-
stæði HÍ. Fjárveitingar til Háskól-
ans hefðu áður verið bundnar við
einstaka þætti í starfsemi hans.
Nú hefði sú breyting verið gerð að
skólinn fengi ákveðna rammafj-
árveitingu og þar með mun meira ..
frelsi til að skipuleggja sitt innra
starf. Háskólinn hefði því svigrúm
til þess að færa Ijármagn milli
greina og deilda eftir þeirri for-
gangsröð sem hann sjálfur ákvæði.
Frumkvæði í þeim efnum ætti að
vera hjá Háskólanum sjálfum.
Það hafði valdið menntamálaráð-
herra nokkrum vonbrigðum að
lengst hefur gengið erfiðlega að fá
fram ákvörðun Háskólans um for-
gangsröð verkefna vegna skertra
ijárframlaga. Menntamálaráðherra
sagði að nú kreppti að og Háskólan-
inn yrði að draga úr útgjöldum um
4% eins aðrar ríkisstofnanir. „Sömu
kröfur eru gerðar til Háskólans um
frumkvæði, frelsi og ábyrgð á sam-
dráttartímum sem á uppgangstím-
um.“ Ráðherra taldi ólíklegt að
Háskólinn væri reiðubúinn til að
afsala sér frelsi og frumkvæði en
ef s^ö ólíklega vildi til þá hlyti hann
að hlusta á slíkar óskir.
Fjórðu spurningu Ingibjargar
Sólrúnar varðandi fjöldatakmark-
anir var svarað: „Telji Háskólinn
sig þurfa á slíkum heimildum að
halda mun ég hiklaust beita mér
fyrir því að hann fái slíkar heimild-
ir.“
Menntamálaráðherra vildi í lok
sinnar ræðu benta á, að Háskólinn
mæti það svo að hann þyrti 129
milljónir króna til viðbótar ef rekst-
ur ætti að vera með sama hætti og
árið 1991. Þá væri miðað við nem-
endafjöldann 5.500. Núna væri
hann hins vegar um 5.000 og þann-
ig í samræmi við forsendur fjárlaga
í ár. Aukin fjárþörf Háskólans hefði
fyrst og fremst verið talin stafa af
fjölgun nemenda. Menntamálaráð-
herra sagði það skiljanlegt að fjölg-
un nemenda leiddi til aukins kostn-
aðar, en hitt væri erfíðara að skilja
að fækkun nemenda við skólann
leiddi ekki til minni íjárþarfar.
Þingmönnum stjómarandstöðu
þóttu ekki mikið tií um ræðu og
svör menntamálaráðherra og þá
síður um sparnaðarstefnu ríki-
stjórnarinnar. T.d. notaði Stein-
grímur J. Sigfússon (Ab-Ne) orðin,
„skemmdarverk og niðurrif". Krist-
ín Ástgeirsdóttir (SK-Rv) óttaðist,
„Vesöld á varanlegum grunni“.
Þingmenn í stjómarliði lögðu hins
vegar áherslu á að Háskólinn hlyti'
að deila erfiðum kjörum með þjóð-
inni.