Morgunblaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 1
RAFORIiA: Er sæstrengur í sjónmáli? /4 EIMSKIP: Samtenging starfsmannamála og gæðastjórnunar /7 VIÐSKIFn AIVINNULIF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 BLAÐ c Sjávarútvegur Haförninn hf. á almennan hlutabréfamarkað Stefnt að sölu nýrra hlutabréfa fyrir 100 milljónir SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ Haförninn hf. á Akranesi hefur hafið sölu á nýju hlutafé á Opna tilboðsmarkaðnum og voru í fyrstu boðnar fram 10 milfjónir króna á genginu 1,0. Þegar hafa selst bréf fyrir 5 milljónir og standa vonir til meiri sölu en alls hefur fyrirtækið 100 milljóna ónýtta heimild til hlutafjáraukningar. Á aðalfundi í vor var samþykkt að auka hlutafé um 200 milljónir og hafa núverandi hluthaf- ár þegar keypt hlutabréf fyrir 100 milljónir í samræmi við sinn eignar- hlut. „Við höfum áhuga á að opna félag- ið og fá inn fleiri hluthafa," sagði Kristófer Oliversson, framkvæmda- stjóri Hafamarins. „Undanfarið höf- um við unnið að endurskipulagningu á rekstri samhliða fjárhagslegri end- urskipulagningu." Haföminn var upphaflega í eigu fimm einkaaðila á Akranesi en þeirra hlutur hefur farið minnkandi á síð- ustu ámm. Stærstu hluthafamir em nú Atvinnuþróunarsjóður Akraness með um 41% hlut, Kirkjusandur með 24%, Olíufélagið 13,5% og Útvegsfé- SÖLUGENGI DOLLARS Sfðustu fjórar vikur 57.00 - kr. 56,50 - 56,00 - 55,00 - 54,50- a 56,41 26. ig. 2. sepl. 16. lag samvinnumanna 10,6%. Aðrir smærri hluthafar eiga 10,6%. Fyrir- hugað er að Atvinnuþróunarsjóðurinn selji sín hlutabréf þegar sölu hinna nýju hlutabréfa er lokið. Haförninn starfrækir frystingu í nýju frystihúsi- og hausaþurrkun en auk þess er aðstaða til saltfískverk- unar. Fyrirtækið gerir út togarana Höfðavík og Sæfara en sá síðar- nefndi er nú gerður út á rækju og þorsk. Samtals nema veiðiheimildir um 3 þúsund þorskígildistonnum og starfa um 90 manns við fyrirtækið. Heildarvelta á sl. ári var alls 567 milljónir. Tap Hafarnarins í fyrra var um 48 milljónir sem að sögn Kristófers stafar m.a. af kaupum á togaranum Sæfara ásamt aflaheimildum en ráð- ist var í nokkrar endurbætur á skip- inu. Árið 1990 var hins vegar 13 milljóna króna hagnaður. Hann segir reksturinn hafa lagast á þessu ári og stefnt sé að því að hann verði í jafn- vægi. „Við erum með rekstrareiningu sem er mjög vel staðsett gagnvart fiskmörkuðum og eigum mikla mögu- leika núna þegar íslendingar ganga inn í EES. Þá opnast ýmsir möguleik- ar á fullvinnslu sjávarafurða og við teljum að fískvinnslufyrirtæki á suð- vesturhorninu séu vel í stakk búin til að mæta því vegna þess að þau hafa auðveldan aðgang að hráefni. Eins og nú er háttað ber framleiðslan ekki þau verð sem greiða þarf fyrir hráefn- ið á fiskmörkuðum.“ Bókfært eigið fé var um síðustu áramót 61 milljónir og eiginfjárhlut- . fall 7,4%. Eiginfjárstaðan hefur hins vegar styrkst verulega með nýju hlutafé og má gera ráð fyrir að eig- iníjárhlutfall sé nú um og yfir 20%. Matvöruverslun P Bónus íhugar að stofna verslun íFæreyjum JÓHANNES Jónsson, kaupmaður í Bónus, hefur að undanförnu kannað möguleika á þvi að opna Bónus verslun í Færeyjum. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur Jóhannes verið þar að undanförnu til viðræðna við þarlenda aðila. Athuganir Bónus hafa gefið til kynna að íslenskar vörur séu vel samkeppnisfærar í verði í Færeyjum en tæþlega 70% af sölu fyrirtækisins hér á landi er íslensk framleiðsla. Tvær kjarakaupaverslanir eru starf- ræktar í Færeyjum en verðlag þar er sagt vera hærra en í Bónus. HAGKVÆMASTI KOSTURINN ÞEGAR ALLS ER GÆTT. SAGA BUSINESS í viðskiptaferðum með Saga /'"''I A CC Business Class lækkarðu ferðakostnað til muna með því að eiga kost á heimferð strax og þú hefur lokið viðskiptaerindum þínum. Þeir scn/ rcikiict c/ccii/ii) til ei/cíct veljct cilltcij Sctt'ct Bt/sii/css C/ctss Mundu einnig að eitt og sama fargjald með Saga Business Class getur gilt milli margra áfangastaða í sömu ferð. Þú nýtur svo ávinnings af að geta eins fljótt og auðið er tekist á við verkefni sem bíða þín heima. FLUGLEIÐIR Traustur islenskur ferðafélagi BHj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.