Morgunblaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF fimmtudagur 24. september 1992 C 5 Fræðsla Ný námskeið hjá Stjómunarfélaginu STJÓRNUNARFÉLAG íslands efnir á næstunni til svonefndra Phoenix námskeiða fyrir fólk sem vill tileinka sér aðferðir til að ná hámarksárangri í starfi og einkalífi. Brian Tracy leiðir námskeiðið á myndbandi þar sem hann kynnir hvernig ná má persónulegum árangri. Hann hefur i aldarfjórðung rannsakað hvaða þættir hafa stuðlað að árangri og frama hjá þeim sem náð hafa langt, segir í frétt frá Sfjórnunarfélaginu. Á Phoenix námskeiðinu er fjall- að um leiðir árangurs á öllum svið- um, samband sjálfstæðis og ábyrgðar, ógnir neikvæðra hugs- ana, útrýmingu sektarkenndar og streitu, æskilegt hugarflæði, hraðnámstækni, markmiðasetn- ingu og hagnýtustu ieiðir til að ná markmiðum, mikilvægi tímastjóm- unar, áhrif hugsana á veikindi, leiðir til betri samskipta við fólk og leiðir til að börnin verði hæfari einstaklingar. Einnig efnir Stjórnunarfélagið til námskeiðs með yfirskriftinni „ný sölusálfræði". Þar er um að ræða söluþjálfunarkerfi fyrir sölu- fólk þar sem byggt er á sýningu Tölvur GLÆRUR myndbanda. Á námskeiðinu er einnig byggt á myndböndum með Brian Tracy en hann hefur starfað í yfir 80 löndum. Yfir 50 þúsund sölumenn víðsvegar um heim hafa notfært sér þær hugmyndir sem kennar eru á námskeiðinu. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru þau Fanný Jónmundsdóttir og Haukur Haraldsson. HVERSU MIKIÐ SKULDAEG? VERÐBRÉFAKERFIÐ VÍSIR SVARAR ÞVÍ. VERK- OG KERFlSFlIÆÐISTOFAN HF BÍLDSHÖFÐA14,112 REYKJAVÍK. SÍMI (91) 68 75 00, TELEFAX (91) 67 47 57 Heimsins fljótasti prentari Reuter. COMPAQ Computer Corp. kynnti nýlega nýja prentara, sem fyrirtækið segir vera fljót- asta skrifstofuprentara heims. Hinn nýi prentari ber nafnið Compaq Pagemarq 20, kostar 6.000 dollara í Bandaríkjunum, og getur prentað allt að því 20 blaðsíð- ur á mínútu sem eru um það bil tvöfalt fleiri en góðir algengir geislaprentarar ráða við. Fyrirtæk- ið kynnti ennfremur prentara sem er ekki alveg jafn fljótur, Compaq Pagemarq 15, sem kostar aðeins 4.000 dollara en ræður aðeins við 15 blaðsíður á mínútu. Nýju prentaramir eru fýrstu vörumar sem koma frá nýrri deild félagsins. 2. 3. 4. (RBR. 5. fl.1992) 5. 6. Fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, hefur ákveðið að bjóða út ríkisbréf í samræmi viö heimildarákvæði lánsfjárlaga fyrir árið 1992 og með hliðsjón af á- kvæðum laga nr. 79/1983 svo og laga nr. 43/1990, 1. gr., um Lánasýslu ríkisins. í boði verða ríkisbréf 5. fl. 1992 með útgáfudegi 1. október 1992 og gjalddaga 31. mars 1993. Lág- marksfjárhæð útboðsins er 300 milljónir króna. Heildarfjárhæð útboösins er áætluð um 500 milljónir króna samkvæmt nánari ákvörðun fjármálaráðherra um töku tilboða. Ríkisbréfin verða gefin út í þremur verðgildum; 2.000.000, 10.000.000 og 50.000.000 krónur að nafnvirði og verða þau innleyst hjá Lánasýslu ríkis- ins eða Seðlabanka íslands á gjalddaga. Ríkisbréf eru án nafnvaxta og verðtryggingar. Öllum er heimilt að gera bindandi tilboð í ríkisbréf samkvæmt eftirfarandi reglum: a) Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, löggiltum verð- bréfamiðlurum, bönkum og sparisjóðum er einum heimilt að gera bindandi tilboð í ríkisbréf samkvæmt tilteknu tilboðsverði. b) Öllum öðrum er heimilt að gera bindandi tilboð í vegið meðalverð samþykktra tilboða meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Tilboð samkvæmt þessum lið eru háð því að samþykkt tilboð samkvæmt a-lið þessarar greinar verði aö minnsta kosti samtals 200 milljónir króna. Gera skal bindandi tilboð I nafnverð ríkisbréfa, sbr. lið 3, eða heilt margfeldi verðgilda. Tilboð má senda á sórstökum eyðublöðum sem fást hjá Lánasýslu rfkisins. Tilboðin skulu berast Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir kl. 14.00 þriðjudaginn 29. september 1992 og séu þau í lokuðum umslögum. Heimilt er að símsenda tilboð í staðfestu símskeyti, og skulu þau berast fyrir sama tíma og getið er í 6. liö hér að framan. í undantekningartilfellum má þó má senda tilboð með myndsendi í númer 91- 626068 milli kl. 13 og 14 á tilboðsdegi ef það er staðfest fyrirfram meö sfmtali við forstjóra Lánasýslu rfkisins eða fulltrúa hans. 8. Ríkissjóöur áskilur sér rétt til þess að taka eða hafna tilboðum í heild eða að hluta. Breyting eða afturköllun tilboðs skal hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14.00 á tilboðsdegi. 9. Niðurstöður útboðsins verða kynntar tilboðsgjöfum með símtali eða símsendu bcéfi eins fljótt og hægt er eftir aö þær liggja fyrir, þó ekki síðar en daginn eftir að tilboðsfrestur rennur út. 10. Niðurstöður útboðsins veróa kynntar tölulega eins fljótt og hægt er, án vísunar til nafna tilboðsgjafa, með fréttatilkynningu til fjölmiðla. 11. Greiðsla fyrir ríkisbréf, skv. tilboðum sem tekin verða, þarf að berast Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 16.00 á útgáfudegi, og verða bréfin afhent eða póstsend fyrir kl. 17.00 sama dag nema þess sé óskaö sérstaklega að Lánasýsla ríkisins geymi rík- isbréfin. Berist greiðsla ekki á réttum tíma áskilur rtkissjóður sér rétt til að krefja tilboðsgjafa um hæstu lögleyfðu dráttarvexti fyrir þann tíma sem greiðsla dregst. 12. Ríkisbréf þessi eru stimpilfrjáls. Um skattskyldu eða skattfrelsi ríkisbréfa, svo og forvexti af þeim, fer eftir ákvæðum laga um tekju- og eignaskatt eins og þau eru á hverjum tíma, sbr. nú 8. gr., 1. tl. B-liðar 30. gr., 74. og 78. gr. laga nr. 75/1981, með sfðari breytingum, sbr. og lög nr. 7/1974 og lög nr. 79/1983. Ríkisbréf eru framtalsskyld. 13. Flokkur þessi verður skráður á Verðbréfaþingi íslands og verður Seðlabanki íslands viöskiptavaki flokksins. 14. Útboðsskilmálar og tilboðseyðublöð liggja frammi hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, Reykjavfk. Reykjavík 21. september 1992 LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91-626040

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.