Morgunblaðið - 24.09.1992, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 24.09.1992, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNDLÍF FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 C 7 Fyrirtæki Erum að samtengja betur starfs- mannamál og gæðastjórnun GÆÐASTJÓRNUN — „Það hafa verið í gangi skipulags- breytingar hjá Eimskip og einn liður í því er að auka vægi gæða- stjórnunar. Þess vegna erum við að samtengja betur starfsmannamál- in og gæðastjórnun," segir Hjördís Ásberg. eru mjög margir. Það má segja að villum hafí fækkað um helming frá’ því verkefnið hófst og hjá sumum fyrirtækjum sem áður voru með villur í um 10-15% reikninga hefur alveg verið komist fyrir vandann. Gæðastjómun innan félagsins snýst ekki hvað síst um ,það að veita sem besta þjónustu til við- skiptavina okkar og því höfum við í vaxandi mæli leitað eftir áliti þeirra. Sl. sumar framkvæmdum við t.d. umfangsmikla þjónustu- könnun meðal viðskiptavina okkar í innflutningi og emm núna að vinna úr þeim niðurstöðum. Þær niðurstöður munu einnig hafa bein áhrif á það að hvaða gæðaverkefn- um við munum vinna á næstunni." — En hvaða breytingar hyggist þið gera í nýju deildinni á fræðslu fýrir starfsmenn? „Við höfum verið með mikla fræðslu hér í fyrirtækinu en munum núna gera hana markvissari og færa hana í tengsl við ákveðin störf og starfsþróun einstaklinga. Fræðsluþörf verður metin fyrir hvern og einn. Hér innanhúss hafa starfsmenn haldið námskeið um ákveðin efni, t.d. varðandi tölvumál og gæðastjórnun. Jafnframt kaup- um við námskeið bæði hér innan- lands og frá útlöndum. Þessi fræðsla miðast við markmið fyrir- tækisins hveiju sinni því við vinnum markmiðsáætlun á hveiju hausti fyrir komandi ár. Áætlunin fyrir næsta ár mun tengjast gæðamálun- um í ríkari mæli en áður.“ FLUGLEIDIR Forgánnsfrakt — segir Hjördís Ásberg sem nýlega tók við starfi forstöðumanns starfsþróunardeildar Eim- skips, eftir sameiningu starfsmannahalds og gæðastjómunardeildar INNAN Eimskips hefur að undanförnu verið unnið að endurskipu- lagningn á ýmsum þáttum starfseminnar bæði til að ná fram hagræð- ingu og auka vægi gæðastjórnunar hjá félaginu. Þar á meðal hefur starfsmannahald og gæðastjórnunardeild verið felld inn í eina deild sem fengið hefur heitið starfsþróunardeild. Hjördís Ásberg, við- skiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi tók um síðustu mánaða- mót við starfi forstöðumanns deildarinnar. Undir hana mun heyra starfsmannaþjónusta, skrifstofuhald, fræðsla og þjálfun allra starfs- manna félagsins auk þess sem deildin mun starfa að gæðamálum í umboði gæðaráðs. Verulega aukin áhersla verður lögð á það sem á ensku er nefnt „human resource management" en í því felst m.a. starfsþróun, fræðsla, þjálfun og skipulagning starfa og starfseininga. Hjördís Ásberg lauk námi frá viðskiptadeild Háskóla íslands árið 1980 og hóf þá störf hjá Endurskoð- un hf. þar sem hún starfaði um sex ára skeið. Hún varð löggiltur endur- skoðandi árið 1984. Arið 1986 var Hjördís ráðin forstöðumaður fjár- reiðudeildar Eimskips og gegndi hún því starfi til ársins 1988. Þá hélt hún til Svíþjóðar þar sem hún dvaldi við nám og störf. í ársbyijun 1991 snéri hún aftur heim til ís- lands til að taka við starfi forstöðu- manns gæðastjórnunardeildar Eim- skips. Um síðustu mánaðamót var hún síðan ráðin forstöðumaður starfsþróunardeildar sem þýðir með öðrum orðum að hún verður starfs- mannastjóri félagsins. Hjördís var fyrst spurð um hlutverk nýju deild- arinnar. „Það hafa verið í gangi skipu- lagsbreytingar hjá Eimskip og einn liður í því er að auka vægi gæða- stjórnunar. Þess vegna erum við að samtengja betur starfsmanna- málin og gæðastjómun. Gæðamálin munu skipa veigamikinn sess innan deildarinnar þrátt fyrir að gæða- stjórnun heyri áfram beint undir yfirstjórn fyrirtækisins. Ég tel að það sé mjög mikilvægur þáttur að æðstu stjórnendur stýri gæðamál- um því það er forsendan fyrir því að gæðastjómun geti þróast innan fyrirtækjanna. Með gæðastjórnun er verið að innleiða nýjar aðferðir og nýja stjórnunarhætti. Því sam- fara þurfa að koma til ýmsar breyt- ingar á stjórnun og vinnubrögðum og þær verða ekki nema yfirstjóm fyrirtækja stýri þeim. Breytingarn- ar verða aldrei í höndum nokkurra starfsmanna eða einstakra deilda. Starfsmannastjórnunin hefur auðvitað verið í höndum allra stjórnenda og þeir taka daglega ákvarðanir sem snerta samband fyrirtækisins og starfsmanna. Við erum núna að ganga í gegnum breytingar sem hafa í för með sér fækkun starfsmanna en reynum að halda okkar striki varðandi gæða- málin. Það verður verkefni þessarar deildar að auka vægi fræðslu og þjálfunar jafnframt því sem hún sinnir hefðbundnum starfsmanna- málum. Við horfum einnig til þess að þróa starf einstaklinga og ein- inga innan fyrirtækisins í samhengi við fræðsluna. Undir þessa deild heyrir j afnframt skrifstofuþjónusta, m.a. húsnæðismál, mötuneyti, símavarsla, ráðningar, launa- vinnsla. Ekki ráðið í stað þeirra sem hætta störfum Eimskip hefur gefið til kynna að stefnt sé að því að fækka starfs- fólki á þessu ári. Hjördís segir að fækkun starfsmanna verði í sam- ræmi við minnkandi flutninga. Mik- ið sé einnig um að fólk sé fært til í starfi núna sem krefjist endur- skipulagningar á störfum og starf- seiningum. „Þessi þáttur tekur mik- inn tíma frá okkur núna í bili en í framtíðinni verður þetta ekki eitt af stærstu verkefnum deildarinnar. Það er verið að færa fólk til í þeim Fer inn á lang flest heimili landsins! Á skemmsta mögulega tíma með forgangsjrakt Flugleiéa. Forgangsfrakt er ný þjónusta á vegum Flugleiða ætluð þeim sem þurfa að senda pakka á hraðan og öruggan hátt milli landa. í forgangsfrakt hefur pakkinn þinn forgang. Hann er sérstak- lega bókaður við afhendingu og sé öllum formsatriðum fullnægt þá ábyrgjast Flugleiðir að pakk- inn sé fluttur með næsta mögu- lega áætlunarflugi á ákvörð- unarstað. Þegar á áfangastað er komið er séð til þess að gera pakkann tilbúinn til tollaf- greiðslu með forgangshraði. Ef flutningur pakkans tefst af völdum Flugleiða er verulegur hluti flutningsgjaldsins endur- greiddur. Flutningur með forgangsfrakt er sannkölluð draumaferð sérhvers pakka. tilgangi að ná fram aukinni hag- kvæmni. Hjá Eimskip starfa rúm- lega 800 manns sem dreifast á fjöl- marga staði s.s. skrifstofur hérlend- is og erlendis, Sundahöfn og skip- in.“ — Hafa starfsmenn sýnt skilning á því að það þurfi að færa þá til í starfí? „Já, fólk hefur sýnt vaxandi skilning á því. Það er að átta sig á því að viða þrengir að og tækifærin eru ekki þau sömu og voru fyrir einu ári síðan. Núna erum við að horfa til þess hvaða verkefni er hægt að skera niður því það er ekki í öllum tilvikum hægt að halda áfram með sömu verkefni og færra fólk. Það getur verið töluvert erfítt að láta það fara saman að skera niður og fækka starfsfólki en jafn- framt auka gæðin. Við reynum hins vegar eftir fremsta megni að halda í bæði og horfa lengra fram í tím- ann en aðeins næstu mánuði." Helmingi færri villur í farmskrárvinnslu Gæðastjórnun innan Eimskips heyrir beint undir sérstakt gæðaráð sem Hjördís situr í auk forstjóra og framkvæmdastjóra. Ráðið skipu- leggur verkefni á sviði gæðamála sem síðan hafa verið unnin af sér- stökum gæðaliðum. „Við höfum t.d. verið að vinna að fækkun villna í farmskrárvinnslu og bættri hreinsum og nýtingu gáma,“ segir Hjördís. „Það hefur komið árangur i ljós af öllum þeim verkefnum sem hafa verið í gangi. Sumum er lokið og önnur eru ennþá í vinnslu. Árangur hefur skilað sér jafnt og þétt meðan verkefni hafa verið í vinnslu og í mörgum tilfellum löngu eftir að þeim lýkur. í farm- skrárvinnslunni fylgjumst við með nánast vikulega þannig að við vitum nákvæmlega hvar villur verða og frá hvaða höfnum þær koma. Við fylgjumst með því hjá hvaða fyrir- tækjum verða flestar villur og höf- um markvisst unnið að úrbótum í þeim fyrirtækjum þar sem villu- fjöldinn hefur verið mestur. Þannig höfum við náð verulegum árangri þjá mörgum aðilum þrátt fyrir að ekki sé um auðvelt verk að ræða. Samningar við viðskiptavini eru flóknir og möguleikarnir á villum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.