Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 8

Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINN1ILÍF FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 Keisarmn í Oakland Kaiser Aluminium and Chemical Corporation sem nú er í umræðunni sem hugsanlegur framleiðandi áls hér á landi er einn af stærstu ál- framleiðendum heims. Fyrirtækið er dótturfyrirtæki Maxxam Inc. og hefur höfuðstöðvar í Oakland í Kalifomíu. Árið 1990 var heildar- velta fyrirtækisins um 2 milljarðar dollara og hagnaður þess eftir skatta um 221 milljón dollara. Kaiser fæst við nær öll stig ál- vinnslu; báxítnám, súrálvinnslu báxíts, og vinnslu hluta úr áli og álmelmum sem seld eru af við- skiptavinum og dreifíngaraðilum. Oakland miðstöðinni er skipt niður í völsunarefni, víra o.fl., sprautu- steypu og fargsteypu. Kaiser á dijúga hlutdeild í heildarframleiðslu Bandaríkjanna á álvörum. Heimsframleiðslan á áli er áætl- uð hafa verið um 16 milljónir tonna áður en núverandi kreppa skall á og afkastagetan nærri 20 milljónum tonna. Þar af er áætlað að Sovétrík- in hafi framleitt um íjórðung. Bandaríkjamenn hafa minnkað hlutdeild sína í heimsframleiðslunni á hrááli verulega undanfarinn ára- tug. Um 1980 var hlutdeild þeirra nær íjórðungur en hefur minnkað verulega. Astæðan er fyrst og fremst aukin hagkvæmni við vinnslu annars staðar í heiminum. Umhverfísmál eiga einnig sinn hlut að máli. Til dæmis koma um 75% raforkunnar í bandarískum álverum frá kolaorkuverum. Kaiser álfélagið hefur undanfarin ár lokið endurbyggingaráætlun sem m.a. hefur falið í sér endurbætur á álvinnsluverinu í Trentwood í Wash- ingtonfylki. Fyrirtækið hefur lagt mikið fé í nýjar álbræðslur og þróun sérhæfðra vara úr áli. Auk þess að endurskipuleggja stjómkerfí sitt hefur Kaiser komið á tengingu launakerfis og orkuverðs við heims- markaðsverð á áli. Fyrirtækið rekur tvær álbræðslur í Washingtonfylki, í Mead og Taoma. Það á um helm- ingshlut í álbræðslu í Anglesey í Wales og einnig er álbræðsla í Ghana í um 90% eigu Kaiser. Hlut- ur Kaiser í framleiðslugetu þessara álbræðslna er um 510 þúsund tonn á ári. í Anglesey-álverinu í Wales er Rio Tinto Zinc meðeigandi. Sú ál- bræðsla skilar um 112 þúsund tonn- um á ári. í Afríku nýtur Kaiser vatnsorku frá Voltaánni (Akosombostíflan) og framleiðir um 200 þúsund tonn í Sjónarhorn Tækniþróun í eftir Gest Bárðarson Tækniþróun hf. var stofnuð 1985. Markmið Tækniþróunar hf. er að efla nýsköpun með því að vinna að verkefnum á sviði tæknigreina. Tækniþróun hf. hefur tekið þátt í þróunarverk- efnum og stofnun frumkvöðla- fyrirtækja ásamt samstarfl um uppbyggingu Tæknigarðs við Háskóla íslands sem tekinn var í notkun 1988. Inngangur Erfíðleikatímar sem gengu yfir hinn iðnvædda heim í lok áttunda áratugarins hleyptu m.a. af stað umræðu um uppbyggingu tækni- samfélaga og áhrif tæknibreytinga á afkomu manna. Spumingum eins og á hvem hátt ný tækni dreifist um þjóðfélög og hvemig nýsköpun og frumkvæði getur breytt fyrir- tækjum og atvinnugreinum var 'varpað fram. Hér á Islandi gerðu málsmetandi menn sér grein fyrir að hagvöxtur sá sem fylgdi í kjöl- far útfærslu landhelginnar myndi ekki vara að eilífu. Boðað var mikil- vægi þess að renna fleiri stoðum undir íslenskt efnahagslíf í því skyni að draga úr mikilvægi sjávar- útvegs í íslenska þjóðarbúinu. Millj- örðum var varið til uppbyggingar loðdýraræktar og fískeldis. Evrópsku iðnaðarsamfélögin höfðu ekki hina ským framtíðarsýn okkar íslendinga og völdu því erf- iðu leiðina, auknum fjármunum var varið til rannsókna og þróunarmála og gripið var til ýmissa aðgerða í þeim tilgangi að efla framkvæði og örva nýsköpun. Tæknigarðar Ein þeirra aðgerða sem Evrópu- þjóðir gripu til var að stofna til 'tæknigarða í nágrenni háskóla sinna með það að markmiði að auka samskipti háskólanna og at- vinnulífsins. Fyrirmyndin var feng- in að láni frá Bandaríkjunum, en þar hafði fyrsti vísir að tæknigarði sprottið upp við Stanford háskólann í Kalifomíu árið 1951. Það framtak er talið vera undirstaða þeirrar nýsköpunar í tækniiðnaði sem átti sér stað á því svæði sem í dag er þekkt undir nafninu „Silicon Val- ley“. Á austurströnd Bandaríkj- anna hafði síðan annað svæði sem kennt er við „Route 128“ í Boston orðið áberandi, en það byggðist upp í nágrenni MIT háskólans. Hvað er tæknigarður? Nafnið tæknigarður hefur verið valið sem samheiti yfir all breitt svið starfsemi sem flokka má niður í nokkra undirflokka. Rannsóknagarðar (Research Park). Eingöngu fjármagnaðir af opinbera fé og íbúar era háskóla- menn eða starfsmenn opinberra rannsóknastofnana. Staðsetning í nágrenni háskóla. Vísindagarðar (Science Parks). Samstarf opin- berra aðila og fyrirtækja. íbúar bæði háskólamenn og starfsmenn einkafyrirtækja. Staðsetning í ná- grenni háskóla. í báðum ofangreindu flokkunum er unnið mestmegnis að grunn- rannsóknum, en munurínn felst helst í því að í vísindagörðum fer stundum fram vöraframieiðsla af einhveiju tagi. í þessum flokkum er all mikil áhersla lögð á ytri umbúnað húsnæðisins, vel búna fundarsali og rúmgóð svæði fyrir sameiginlega þjónustu. Höfuð- markmið þessara garða er að stuðla að og örva vöxt á starfsemi sem byggir á háum þekkingargranni. Tæknibæir (High Tech Business Parks), era svæði nefnd þar sem byggingaraðilinn hefur fyrst og fremst að markmiði að laða að hátæknifyrirtæki og leigir út hús- næðið með það fyrir augum að fá arð af fjárfestingunni í húsnæðinu. Tölvubúnaður íslandsbanki keyrir upp- gjör á eigin tölvuneti FJÖGURRA mánaða uppgjör íslandsbanka var um síðustu mánaðar- mót unnið á einkatölvuneti bankans með stöðluðum ÓpusAllt við- skiptahugbúnaði frá íslenskri forritaþróun hf. Til þessa hefur uppgjörið verið keyrt í stórtölvu Reiknistofu bankanna (RB). Að sögn Hauks Oddssonar, deildarstjóra tölvu- og upplýsingadeildar íslandsbanka, auðveldar þetta mjög aðgang reikningshalds- og áætlanadeildar bankans að rekstrarupplýsingum. Færslur, vinnsla og prentun verða aðgengilegri og tími og vinnslukostnaður sparað- ist hjá RB. Valcoálverinu. Afríkumenn bjóða vatnsorku og er meira en 75% raf- orku til álvera í Afríku vatnsorka. Þegar á heildina er litið er Kais- er traustur og virtur aðili í álheimin- um. Þó má segja að hagkvæmni stærðarinnar sé ekki ráðandi í mörgum álveram fyrirtækisins sem sum hver era orðin gömul. Um- hverfísmál í Washingtonfylki, þar með talið mengun vegna kolaraf- orku til aukinnar álbræðslu og auknar kröfur um takmarkað út- sleppi efna, geta valdið fyrirtækinu erfiðleikum í endurskipulagning- unni. Almennt er álitið að 240 þús- und tonna álver séu eini raunhæfí valkosturinn fyrir næstu kynslóð álvera. Þannig nota Kaisermenn nú stund milli stríða í álframleiðslunni og hyggja að byggingu nýrra ál- vera. Þeir vora á síðasta ári orðað- ir við áform um álframleiðslu í Rússlandi og hafa verið í viðræðum í Suður-Ameríku. Viðræður þeirra við íslendinga era taldar þáttur í þeirri viðleitni þeirra við að halda forystu á nýrri öld. í fréttabréfi Lufthansa kemur fram, að án verulegs niðurskurðar á kostnaði geti orðið erfítt að fjár- magna reksturinn en frá 1989 hefur orðið að sækja nærri 70 milljarða ÍSK. í ýmsa varasjóði. Er launakostn- aður félagsins eða kostnaður þess við hvem starfsmann einn sá mesti, sem þekkist, og um 30% meiri en Með breytingunni era stöðutölur allra bókhaldslykla íslandsbanka, að meðtöldum 37 útibúum og veð- deild, sóttar til RB og fluttar yfír í ÓpusAllt hugbúnaðinn til vinnslu. Lokafærslur, afstemmingar og annað uppgjör er unnið á sam- tengdum einkatölvum í Novell-neti bankans og endanlegir efnahags- og rekstrarreikningar útbúnir og hjá helsta keppinaut þess f Evrópu, British Airways. Á síðasta ári var sætanýting í inn- anlandsfluginu aðeins 55% og tapið nærri 13 milljarðar kr. Á fyrra miss- eri þessa árs er heildartapið á rekstr- inum fyrir skatt rúmlega 20 milljarð- ar kr. prentaðir. Að uppgjöri loknu era lokafærslur sendar í aðalbókhald- skerfi bankans hjá RB. Bókhaldslyklar íslandsbanka era um 30.000 talsins og þarf bók- haldskerfíð að ráða við samtölur allt að 100 milljörðum kr. með nákvæmni upp á einn eyri. Hug- búnaðurinn mun geyma stöður allt að 36 mánuði aftur í tímann og verður hægt að vinna ýmsar fyrir- spumir og skýrslur úr gögnum á tölvuneti bankans án þess að þurfa að sækja upplýsingar til RB. Þórður B. Sigurðsson, yfirmaður RB, sagði að það væri ekkert nýtt að bankamir keyrðu ýmis sérverk- efni sjálfír. Þannig væri t.d. endan- legur frágangur ársuppgjörs unn- inn í einmenningstölvum hjá bönk- unum. „Ef og þegar í ljós kemur að hentugra og ódýrara verður að dreifa vinnslunni sem mest þá verð- ur það náttúralega gert. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að bank- amir flytji alla reiknistofuvinnsluna yfír í dreifða vinnslu á vélar ann- ars staðar ef slíkt borgar sig. Ég sé hins vegar ekki fyrir mér að svo verði á næstunni," sagði Þórður. Flugrekstur Lufthansa skerniður Forráðamenn Lufthansa, þýska ríkisflugfélagsins, hafa ákveðið að hætta fyrsta flokks þjónustu við farþega sína á flugleiðum i Evrópu frá og með næsta mánuði. Er búist við, að það verði til að auka tekjur félagsins um 22 milljarða ÍSK. tæknigörðum I Tæknigarði myndast hvetj- andi sambýli atvinnulífs og háskólastarf- semi sem stuðlar að auk- inni nýsköpun og tilurð nýrra atvinnutæki- færa. Ekki er í þessu tilfelli skilyrði að svæðið hafí tengingu við háskóla og algengt er að töluverð fram- leiðsla og dreifíng á vörum fari þar fram. Þróunarsetur (Incubation cent- ers), era sett upp í nágrenni eða inni á háskólalóðum með það fyrir augum að veita smáum þróunarfyr- irtækjum og hliðarstarfsemi há- skólamanna aðstöðu. Einnig era þar til húsa nýstofnuð dótturfyrir- tæki eða deildir fyrirtækja sem stunda óskilda aðalstarfsemi. Venjuiega hafa íbúar setursins fremur stutta viðdvöl, 2 til 3 ár. Tæknigarður við Háskóla íslands Að tilstuðlan FÍI, HÍ, Iðntækni- stofnunar, Tækniþróunar hf, Þró- unarfélags íslands og með dyggum stuðningi frá borgaryfírvöldum var ráðist í byggingu tæknigarðs við HÍ. Markmiðið með byggingu garðsins var að skapa umhverfi sem stuðlaði að auknum samskipt- um atvinnulífs og hugvitsmanna innan sem utan veggja HÍ. Tækni- garðurinn var tekinn í notkun síðla árs 1988 og era um 1500 m2 að heildarflatarmáli ætlaðir í útleigu til fyrirtækja og einstaklinga sem stunda nýsköpunarstarfsemi á sviði hugvits- og tækniiðnaðar. I Tæknigarði myndast hvetjandi sambýli atvinnulífs og háskóla- starfsemi sem stuðlar að aukinni nýsköpun og tilurð nýrra atvinnu- tækifæra. Leigutökum býðst hús- næði í samræmi vð þarfír dagsins, en viðbótarrými er fyrir hendi í flestum tilfellum þegar þörf krefur. í Tæknigarði njóta íbúar ímyndar fullburða fyrirtækis með tilkostnaði sem smáfyrirtæki rasður við. Ibúum garðsins býðst aðgangur að faxi og ljósritunarvél, ásamt símavörslu og ritaraþjónustu á hagstæðu verði. Einnig geta íbúar tengst tölvuneti HÍ. Fundarsalir og vel búin veit- ingastofa era í húsinu sem gefur kost á að halda fundi eða kynning- ar og bjóða samtímis upp á veiting- ar. Tækniþróun hf. hefur daglegan rekstur Tæknigarðs með höndum. Tækniþróun hf. Kveikjan að nýsköpun er oft tækninýjung, en margt annað þarf að koma til, ef vænleg hugmynd á að dafna og þróast yfír í arðbært fyrirtæki. I starfsemi sinni hefur Tækni- þróun hf. þessi sjónarmið að leiðar- ljósi og býður viðskiptavinum sín- um eftirfarandi þjónustu, sem mið- uð er við þarfír framkvöðla og sprotafyrirtækja. 0 Mat á viðskiptahugmyndum og aðstoð við gerð viðskiptaáætl- ana. • Aðstoð við að fínna heppileg- an farveg fyrir áhugaverð loka- verkefni frá menntastofnunum. • Leit að samstarfsaðilum og aðstoð við samningagerð. • Ráðgjöf eða aðstoð við fjár- mögnun verkefna. • Þjónusta í sambandi við öflun einkaleyfa og vernd hugmynda. • Bókhaldsaðstoð og ráðgjöf í fjármálastjórnun. • Ráðgjöf og aðstoð við mark- aðssetningu á tæknivörum. • Tenging við alþjóðasamtök tæknigarða, IASP, gefur kost á margvíslegu samstarfí við erlenda aðila. Árangur Eins og oft verður með nýjung- ar, þá greinir menn á um árangur- inn af starfsemi tæknigarðanna. Menn benda á að nýsköpunarfyrir- tæki dafni ekki síður utan garða en innan og framgangur þeirra ráðist fremur af hugmyndinni sem fyrirtækið er byggt á og framkvöðl- unum sem drífí upp starfsemina. Kannanir sem hafa verið gerðar, t.d. í Englandi, benda þó til að lífs- líkur nýsköpunarfyrirtækja séu meiri innan veggja tæknigarða en utan. Reynslan gefur til kynna að ef eftirfarandi grandvallaratriði eru fyrir hendi aukist líkurnar á að blómleg nýsköpunarstarfsemi dafni innan garðanna. • Mat á væntanlegum skjól- stæðingum. í því felst m.a. að sett er fram þróunaráætlun með skýr- um markmiðum og leiðum. • Tengsl við háskóla. • Aðgangur að viðskiptaþekk- ingu og reynslu. • Stuðningur að viðskipta- þekkingu og reynslu. • Frumkvöðlanet (samskipti). • Framkvöðlamenntun. • Aðgangur að fjármagni. Ég ætla að lokum að hnykkja á síðasta atriðinu í upptalningunni hér að ofan. Án fjármagns verða engin stórvirki unnin, án áhættu enn síður. Grandvallaratriðin til blómlegrar nýsköpunarstarfsemi era til staðar, ef fjármagn fæst til að fylgja hugmyndunum eftir. Beina brautin breiða bíður okkar ekki, heldur mörg torsótt og vand- farin einstigi sem krefjast þekking- ar, dirfsku og útsjónarsemi. Þeir sem komast alla leið og öðlast umbun erfiðis síns. Höfundur er framkvœmdastjóri Tækniþróunar hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.