Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 2
2 !<jf M3ÍÍ0TH0 Tf flU!)A({HAíJU/u( ÖKfAJSMU.UUOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1992 Flugleiðir vilja leigja tvær flugvélar út FLUGLEIÐIR leita nú að leigtiverkefnum erlendis fyrir eina af fjórum Fokker F-50-flugvélum sínum yfír vetrarmánuðina, að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa fyrirtækisins. Félagið hefur ekki náð hagkvæmustu nýtingu innanlandsflugflota síns. Einnig vilja Flugleiðir leigja út eina af Boeing 737-millilandaþotum sínuin. Að sögn Einars hafa verkefni fyrir Fokker-flugvélar félagsins í Færeyja- og Grænlandsflugi ekki skilað sér eins og til var ætlazt, meðal annars vegna bágborins efnahagsástands í Færeyjum. Þá skila verkefni innanlands ekki til- ætluðum tekjum. „Það er alveg opið af hálfu félagsins, ef vænleg leiguverkefni koma upp, að taka slíkt að sér og þá helzt með áhöfn- um,“ sagði Einar. Hann sagði að eins og vetraráætlun innanlands- flugsins hefði verið skipulögð væri hægt að anna henni með þremur Fokker-vélum. „Yfir sumarið þyrftum við annaðhvort fjórða Fokkerinn eða einhveijar minni vélar,“ sagði Einar. Flugfélag í Malasíu sýndi að sögn Einars áhuga á því nýlega að leigja eina af Fokker-vélunum en þegar til kom varð ekki úr samningum. Einar segir að félagið hafi einn- ig áhuga á að leigja eina af Bo- eing 737-þotum sínum út. „Það eru fyrirætlanir um að taka 757- þotu, sem við eigum í útleigu hjá Britannia-flugfélaginu, inn í rekst- urinn hjá okkur og leigja 737-vél- ina ef góður leigjandi fínnst. Að öðrum kosti notar félagið vélina sjálft, það fer eftir því hvort við getum rekið hana með arðbærari hætti sjálfír," sagði hann. Meint tilraun til nauðgunar Úrskurði um gæslu- varðhald var hnekkt HÆSTIKÉTTUR hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni, sem er grunaður um tílraun tíl nauðgunar í kirkjugarðin- um við Suðurgötu um síðustu helgi. Lögreglan var kvödd að kirkju- garðinum snemma á laugardags- morgun eftir að vegfarendur höfðu heyrt óp þaðan. Þegar lögreglan kom á vettvang var kona á sex- tugsaldri illa til reika í garðinum og föt hennar rifín. Lögreglan handsamaði mann á fímmtugs- aldri, sem var á hlaupum í garðin- um. Hann neitaði sakargiftum, en var úrskurðaður í hálfs mánaðar gæsluvarðhald. Þann úrskurð kærði hann til Hæstaréttar. í gær komst Hæstiréttur svo að þeirri niðurstöðu, að ekki væri lengur ástæða til að halda manninum í gæslu og er hann því frjáls ferða sinna. Morgunblaðið/Sverrir Festíst í bílnum við veltu Farþegi lítils sendiferðabfls slasaðist nokkuð í hörðum árekstri bflsins við fólksbíl á Sæbraut aðfaranótt föstudags. Við áreksturinn valt sendi- bfllinn og festist farþeginn í bflflakinu. Nokkurn tíma tók að losa hann úr bflnum, en hann reyndist fótbrotinn. Meiðsli annarra reyndust minni háttar. Leifs Eiríkssonar var minnst með sérstökum hætti í Flórída 16 Samdráttur Samdráttur í rekstri og starfs- mannafjölda iðnfyrirtækja 6% það sem af er árinu 20 Utanríkismól í dag Leifur i Vesturheimi Framkvæmdastjóri Vestur-Evr- ópusambandsins segir sambandið styrkja, en ekki ógna, NATO 23 Leiðari________________________ Raunsæ og ábyrg afstaða. „Dauðir peningar“. 20 Lesbók ► Finnskir gullaldarmálarar í Listasafni íslands - Hvað olli al- dauða risaeðlanna? - Minnisstæð- ir menn og atburðir 1972 - Gildi gagnrýninnar. Morgunblaðið/Sverrir 90 ára afmæli Landakotsspítala Landakotsspítali hélt 90 ára afmæli sitt hátíðlegt í gær og var móttaka í kapellu spítalans. Margt góðra gesta kom, þ. á m. forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir. Landakotsspítala bárust ýmsar góðar gjafír. Heilbrigðisráðherra færði spítalanum l'h milljón króna, sem ætluð er til að bæta aðstöðu starfsmanna. Þá gaf Styrktarsjóður Landakotsspít- ala 8 milljónir króna, en þeim verður varið til að innrétta starfsmannaaðstöðu í kjallara spítalans, þar sem áður var þvottahús. Á myndinni má sjá nokkr- ar St. Jósefssystur, sem áður störfuðu á spítalanum, heilsa gestum. en nú starfa aðeins tvær systur á sjúkrahúsinu. í gærkvöldi hittust svo starfsmenn spítalans og gerðu sér glaðan dag. Unnið að pólitísku samkomulagi um aðgerðir í atvinnumálum Á von á að málefna- leg samstaða náist - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ „ÞAÐ ER rétt að það hafa átt sér stað samtöl við fulitrúa ríkis- stjórnar og fleiri þar sem kannað- ir hafa verið möguleikar á sam- komulagi um aðgerðir til bjargar atvinnuvegunum," segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, um þær viðræður sem átt hafa sér stað að undanförnu. „Það er verið að leita eftir sam- komulagi og ég á ekki von á öðru en að það eigi að verða málefna- leg samstaða. Málið er ekki komið á það stig að menn séu farnir að tala við stjórnarandstöðumenn um einstaka þætti. Það liggur fyrir i yfirlýsingum að stjórnarandstað- an sé reiðubúin að standa með aðgerðum en ekki að spila gegn þeim, sem skiptír mjög miklu máli,“ sagði hann. Þórarinn benti á að við gerð þjóð- arsáttarsamninganna 1990 hafí Sjálfstæðisflokkurinn brugðist við með svipuðum hætti og stutt aðgerð- imar þrátt fyrir að vera í stjómar- andstöðu. „Það er því ekki fordæma- laust að stjórnarandstöðuflokkar hafí á síðustu árum brugðið út af gamla mynstrinu. Mér virðist af öllu að að minnsta kosti verulegur hluti stjóm- Menning/Listir ► Uppreisn dansflokksins - Tón- skáld þriggja heima - Af höndum manna og fuglahræða - Allir ótt- ast ömmu - Kj ötk veðj u hátí ö og flugeldar. arandstöðunnar sé reiðubúinn að taka þátt í samstöðuverkefnum til að bregðast við þessum vanda. í okkar huga er verið að leita að neyð- arráðstöfunum til að halda atvinnu- lífinu gangandi og forða hmni og jafna byrðunum með ásættanlegri hætti en myndi leiða af öðrum og hefðbundnari aðgerðum," sagði hann. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er ekki búist við að mikið gerist í þessum viðræðum yfír helg- ina. Undimefnd atvinnumálanefndar kemur þó saman á sunnudag en Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, mun sitja fund Alþýðusambands Vestfjarða um helgina. Reiknað er hins vegar með að um miðja næstu viku geti reynt á hvort breið sam- staða myndast um einstakar tillögur og að ljóst geti orðið fyrir mánaða- mót hvort víðtækt samkomulag aðila vinnumarkaðar og stjómvalda tekst um viðbrögð við þeim þrengingum sem nú eru í atvinnu- og efnahagslífí. Umhverfisráðuneytið Magnús var skipað- ur ráðuneytisstjóri MAGNOS Jóhannesson hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu frá og með 16. október. Hann sagði á fyrsta starfsdegi sínum í gær að starfið legðist vel í sig. Mörg verkefni biðu ráðuneytisins og hann væri bjartsýnn á að takast á við þau með því fólki sem þar starfaði. „Sjálfsagt verða ein- hveijar áherslubreytingar en ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar um það á þessu stígi málsins. Tíminn verður að leiða það í yós,“ sagði Magnús Magnús er fæddur á ísafírði 23. mars 1949. Hann lauk B.Sc. prófi í efnaverkfræði frá háskólanum í Manchester í Englandi árið 1973 og síðan M.Sc. prófí frá sama skóla árið 1975. Að námi loknu starfaði hann sem verkfræðingur hjá Sölu- miðstöð Hraðfrystihúsanna og síð- an deildarverkfræðingur hjá Sigl- ingamálastofnun. Árið 1980 var varð hann deildastjóri Alþjóða- og mengunardeildar Siglingamála- stofnunar og jafnframt staðgengill Siglingamálastjóra frá 1982. Magnús var skipaður Siglinga- málastjóri 1. janúar 1985 oggegndi því starfí þar til hann fékk leyfí frá störfum 16. júlí 1991 er hann varð aðstoðarmaður Eiðs Guðnasonar Magnús Jóhannesson nýskipaður ráðuneytíssljórí í umhverfis- ráðuneytinu. umhverfísráðherra. Honum var veitt lausn frá embætti siglinga- málastjóra frá og með gærdeginum þegar hann tók við embætti ráðu- neytisstjóra. Embætti siglinga- málastjóra verður þegar auglýst laust til umsóknar. Magnús Jóhannesson er kvæntur Ragnheiði Hermannsdóttur, kenn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.