Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 29
verðum stað í umsjá heimafólks. Það var enginn efi í mínum huga hvar best væri að byija. Einar og Steina á Skammadalshóli féllust á að taka mæli í fóstur til næsta vors. Tilraunin tókst betur en nokkum óraði fyrir. Einar sinnti mælingum af fádæma samviskusemi, svo að varla féll nokkum tíma klukkustund úr. Einnig lærði hann undrafljótt að lesa úr því sem mælirinn sýndi. Hann lærði að þekkja mismunandi skjálftabylgjur, og skjálfta frá mis- munandi skjálftasvæðum þekkti hann í sundur á svipnum, ekki ósvipað því sem fjárglöggur bóndi þekkir í sundur fé frá mismunandi bæjum og hémðum. Skjálftaritin úr mælinum urðu honum endalaus uppspretta hugleiðinga um gerð jarðskorpunnar, eðli jarðskorpu- hreyfinganna sem ollu skjálftunum, og eldvirknina sem sífellt ógnar lífi og eignum. Mælirinn sýndi líka bíla- umferð um veginn fram hjá bænum. Þetta gat glöggur skjálftavörður nýtt sér. Það gat til dæmis verið gagnlegt fyrir kúabónda að vita hvort mjólkurbíllinn væri farinn fram hjá eða ekki. Aftur var settur upp mælir haust- ið 1973 og nú til óákveðins tíma. Sá mælir skráði meðal annars að- draganda gossins í Heimaey. Mikill fy'öldi smárra skjálfta kom fram á mælinum rúmum sólarhring áður en gosið braust út. Einar gerði sér grein fyrir hversu óvenjulegur at- burður þetta var og túlkaði hann réttilega sem undanfara eldgoss. Það var hins vegar ekki fyllilega ljóst hvar mátti búast við gosinu. í ljósi þessara jákvæðu reynslu af mælinum á Skammadalshóli var hafist handa við að afla §'ár til að byggja upp net af svipuðum mælum sem skyldi spanna helstu umbrota- svæði landsins. Netið var sett upp í áföngum á árunum 1974-1977. Hlutur Einars í eflingu skjálftamæl- inga á Islandi er því verulegur. Skj álftam æl anetið hefur gefið ómetanlegar upplýsingar um jarð- skjálftavirkni í tengslum við jarð- skorpuhreyfingar og eldvirkni. Þá gegnir það líka mikilvægu hlutverki í eftirliti með eldstöðvum. Einar var alla tíð óþreytandi við að fylgjast með mælingum og láta vita ef eitt- hvað óvenjulegt var á seyði, jafnt að nóttu sem degi. Hann var til dæmis meðal þeirra fyrstu sem gerðu viðvart þegar eldgos braust út í Leirhnjúk við Kröflu 20. desem- ber 1975, en það markaði upphaf umbrotanna í Þingeyjarsýslum sem gjarnan eru kennd við Kröflu. Það var einnig fyrir árvekni Einars að litla gosið í Grímsvötnum uppgötv- aðist áður en ummerki um það fóru undir snjó. Þegar Einar og Steina fluttu á elliheimilið í Vík fyrir fáein- um árum var úr vöndu að ráða. Einar gegndi svo mikilvægu hlut- verki í viðvörunarkerfinu að ótækt þótti að hafa hann mælislausan. Það varð því úr að mælirinn var fluttur með til Víkur. Ég hygg að elliheimilið í Vík hafi verið eina elli- heimilið í heiminum þar sem jarð- skjálftamælir þótti sjálfsagður út- búnaður. Einar var bóndi og fræðimaður. Ég ber ekki skynbragð á búskap- inn, en hitt veit ég, að margur lærð- ur vísindamaður gæti verið fuil- sæmdur af því sem eftir Einar ligg- ur á sviðum vísinda og fræði- mennsku. Maður kemur í manns stað segir máltækið, en það er auð- vitað ekki rétt nema í einhvers kon- ar meðaltaisskilningi. Einar H. Ein- arsson var enginn meðalmaður og skarðið sem hann skilur eftir verður aldrei fyllt. Ég votta Steinu innilega hluttekningu mína. Páll Einarsson. Einar Halldór Einarsson fæddist 16. apríl 1912 á Skammadalshóli í Mýrdal. Foreldrar hans voru Einar bóndi þar, Þorsteinssonar bónda í Skammadal Jónssonar, og Halldóra Gunnarsdóttir, bónda í Gunnars- holti Einarssonar. Einar bjó hjá foreldrum sínum á Skammdalshóli, uns hann tók við búi þar 1938. Einar kvæntist 1943 Steinunni Stefánsdóttur, bónda að Kálfafelli í Fljótshverfí Þorvaldssonar. Þau Steinunn bjuggu á Skammadalshóli til ársins 1990, er þau fluttu á Hjall- -MORGUNBLAÐIÐ-LAHGAltDAGUR17:'OKTÓBER1992 Eyjólfur Jóns- son lögfræðingur atún, dvalarheimili aldraðra í Vík. Steinunn lifír mann sinn, en þau voru bamlaus. Einar átti ekki kost á langri skólagöngu, en hugur hans stóð til fræðistarfa. Hann var listfengur, málaði myndir og skar út tré, las og skrifaði mikið um þjóðfræði, en kunnastur varð hann fyrir áhuga sinn á náttúrufræði og merk rann- sóknar- og ritstörf, sem hann vann á því sviði, einkum jarðfræði. Eng- inn háskólagenginn jarðfræðingur bjó yfír jafn víðtækri þekkingu á jarðfræði umhverfís Mýrdal og Ein- ar. Athuganir Einars á steingerðum skeljum í Skammadalskömbum og í Núpum á Höfðabrekkuheiði urðu öðrum opinberun. Hið sama má segja um gjóskulagið í vesturhluta Mýrdals, sem Einar sýndi að mynd- ast hefði samfara stórhlaupi undan Sólheimajökli eftir landnám. Þegar leitað var aðstoðar bænda við rekst- ur skjálftamæla til að vakta Kötlu, var ljóst að Einar yrði þar fremstur í flokki. Einnig þar varð hann öllum gleggri á þá og skjálfta sem fram komu. Einar varaði við skjálftum, sem honum þóttu undarlegir kvöld- ið áður en gos kom í Heimaey 1973. Þá var mælanetið of gisið til að unnt væri að fínna stað skjálftanna í tæka tíð, en Einari varð ekki svefnsamt þá nótt og fékk einnig staðfest að ótti hans var á rökum reistur. Með störfum sínum að nátt- úrufræði reisti Einar sér traustan minnisvarða. Við minnumst þeirrar fræðslu sem hann miðlaði okkur af geislandi áhuga og þökkum hon- um og Steinunni ánægjulegt sam- starf á liðnum áratugum. Sveinbjörn Björnsson. Einar Halldór Einarsson bóndi og fræðimaður frá Skammadalshóli í Mýrdal lést að heimili sínu Hjalla- túni í Vík þann 7. þ.m. Með honum er horfínn af sjónarsviði einn síð- asti fulltrúi þeirra svonefndu ólærðu bænda vítt og breitt um landið sem iðkuðu mikilsverð fræðastörf óskyld daglegu amstri búsýslunnar og Iík- lega stundum á kostnað hennar. Fjölþættir hæfíleikar vörðuðu veg- inn. Jarðfræði var yndi og eftirlæti Einars og þar náði hann um margt árangri er jafna má við rannsóknir háskólamenntaðra manna. Margt athugaði hann á eigin spýtur í jarð- fræði Mýrdals og nálægra byggða og skráði um ritgerðir sem prentað- ar hafa verið í fræðiritum en jafn- framt vann hann margt í samvinnu við vísindamenn svo sem dr. Jó- hannes Áskelsson og dr. Sigurð Þórarinsson. Ber þar ekki síst að nefna öskulagarannsóknir sem líkt og hafa opnað blaðsíður í löngu lokaðri bók þjóðarsögunnar. Kjör- svið í rannsókn voru nærtæk svo sem sjávarskeljar í Skamma- dalskömbum og Höfðabrekkuheiði og gersemin Dyrhólaey í mynni Mýrdals. Einars verður lengi minnst með virðingu og þökk á þessu sviði fræðanna. Um fjölmörg ár önnuð- ust Einar og Steinunn kona hans um jarðskjálftamæli á Skamma- dalshóli og hann fluttist með þeim inn í íbúð þeirra í Dvalarheimilinu Hjallatúni. Annar þáttur í fræðastörfum mun eigi síður mikils metinn þegar Iitið er til framtíð. Um áratugi svaraði Einar spumingaskrám Þjóðmir\ja; safnsins í ftarlegum ritgerðum. í spum um sel og selstöður var ekki látið nægja að skrifa um þann þátt í búskap Mýrdælinga heldur vom seltættur einnig mældar og selhúsin teiknuð upp eins og líklegast var að þau hefðu litið út. Þessar ritgerð- ir Einars eru þýðingarmikið framlag til íslenskrar þjóðháttasögu og að því hlýtur að koma að þær verði gefnar út á bók þegar þjóðhátta- deildin hefst hann um slíka útgáfu og mun hún ekki vekja minni at- hygli en bók bóndans á Egilsá í Skagafirði sem út kom sl. ár. Mér var það jafnan hugbót og gróði að hitta Einar að máli. Um landsins gagn og nauðsynjar gat verið gott að ræða, um lífíð á líð- andi stund. Jarðfræði Mýrdals og Eyjafjalla bar oft á góma en íslensk þjóðfræði sat í fyrirrúmi á samfund- um okkar. Einar naut þess að hafa alist upp með fróðum foreldrum og hafa tekið vel eftir öllu sem á vegi hans varð. Hann átti því auðvelt með að miðla þekkingu á þjóðhátt- um og gat leyst þar úr margri spum. Á seinni árum þegar flestir nærtækir fræðarar mínir voru slitn- ir af seil skeði það oft að hringt var í Einar á Hólnum til að leita fræðslu um það sem ekki lá Ijóst fyrir og þar fór maður aldrei bónleiður til búðar. í samskiptum okkar kom og fleira til. Einar var um áratugi í stjóm byggðasafnsins í Skógum og lét sér flestum framar annt um hag þess og framför. Úr búi hans og Steinunnar rannu margir góðir hlutir til safnsins og ég nær gersóp- aði það að öllum siíkum verðmætum er þau fluttu til Víkur 1990. Þetta er mér ljúft og skylt að þakka þeg- ar leiðir skilja. Áhugamál Einars vora ótrúlega fjölþætt og listfengi hans lét að sér kveða í málverki, tréskurði og ljóð- list. Bar heimili hans því fagurt vitni. Hann á nokkur góð ljóð í safn- ritinu Vestur-Skaftfellsk ljóð sem út kom 1962 og ljóðabók hans, Haftórar og hrímbogar, var gefín út 1976. Náttúravemd var honum hjartans mál og í anda sá hann auðnir landsins skrýðast skógi. Lengi var hann í stjóm Skógræktar- félags Mýrdælinga sem á sér feg- urst framtak í skógarreitnum í Gjögram í Sólheimaheiði. Ungum gaf honum líkt og sýn til framtíðar- lands í tijágarðinumm fagra í mynni Deildarárgils sem faðir hans annaðist lengi af mildlli natni. Einar Halldór var fæddur 16. apríl 1912, sonur Einars Þorsteins- sonar og Halldóra Gunnarsdóttur á Skammadalshóli sem þar bjuggu lengi við góðan orðstír. Man ég þau vel í hárri elli, Halldóra hýra í bragði og viðræðugóða í rúminu og Einar, hinn fumlausa, trausta bónda. Handaverk hans horfðu við mér á Hólnum í vel hlöðnum steinveggjum gamalla húsa. Einar Halldór kom víða við í störfum til lands og sjávar. Örlögin hösluðu honum völl á föðurleifð þar sem búið var litlu en snotra búi. Veikindi heijuðu á hann ungan og þeirra beið hann aldrei fullar bæt- ur. Hann átti sér margt yndið í áhugamálum en besta gjöfín sem lífið gaf honum var eiginkonan ágæta, Steinunn Stefánsdóttir frá Kálfafelli í Fljótshverfí, en þau gift- ust 1943. Hún studdi mann sinn vel í öllum hans áhugamálum og í húsi þeirra var öllum vel fagnað er þar kvöddu dyra. Tengdaforeldra sína og síðar eiginmann annaðist Steinunn af mikilli umhyggju í lang- vinnum veikindum. Þau hjón fluttu á Dvalarheimilið Hjallatún árið 1990 þar sem vel var að þeim búið. Ljúft var þeim að fá jörð sína í hendur fólki sem er þess búið að skrýða Skammadalshólinn skógi. Ég sendi Steinunni samúðarkveðju með þökk fyrir vinsemd margra ára og bið henni heilla á ófömum vegi. Þórður Tómasson. Fæddur 13. október 1920 Dáinn 11. október 1992 Ofur litla vinsemd veitum öðnim af og til ofurlítinn skilning þeirra ágöllum í vil ofurlitla hamingju látum eftir okkur sjá og er við göngum lífsins leið við launin munum fi (I.Á.) „Hann afí þinn er dáinn. Hann dó í dag, ég var þjá honum." Þess- ar fréttir fékk ég á sunnudags- kvöldið 11. október, þegar mamma hringdi í mig þar sem ég var stödd hjá vinafólki í Noregi. Það er alltaf erfítt að sætta sig við þegar fólk deyr sem er manni mjög nákomið og sér í lagi þegar maður er svo flarri. Sú einasta hugsun komst að hjá mér að fara heim til að vera við útfórina hans afa. Ég sá afa síðast í lifanda lífí fyrir réttum tveimur mánuðum, þegar ég kvaddi hann því ég var á leið til Noregs á lýðháskóla. Afí var afar stoltur þegar hann var að segja fólki frá því að dótturdóttir hans væri að fara á lýðháskóla. Þama sá hann æskudraum sinn rætast í einu af bamabami sínu, en á sínum tíma hafði hann ekki tök á því að fara vegna peningaskorts og óeirða í heiminum. Afí var mikil bamagæla og hændust böm gjarnan að honum. Á hveijum sunnudagsmorgni hitti hann nokkra félaga sína yfír kaffí- bolla og spjalli og hafði hann þá gjaman Sigurð, yngsta bamabam- ið, með sér, sem þótti ákaflega gaman og spennandi að fara með afa í bílaleiguna. Afi hafði mjög gaman af ferða- lögum og var mjög ratvís og glögg- ur. Fyrir um réttu ári hittumst við í Kaupmannahöfn þar sem hann var á fundi og ég á leið heim eftir sum- arfrí. Hann naut þess að sýna okk- ur systkinunum borgina, sem hann gjörþekkti. Við fóram á lokakvöldið í Tívolí og borðuðum í Kínverska tuminum. Þá sáum við sýningu með Pjerrot, sem afi kunni vel að meta. Þetta var síðasta utanfór hans áður en hann lagði af stað í annað og meira ferðalag. Hann fór að kenna sér meins síðasta vetur og í apríl uppgötvað- ist að hann var haldinn krabba- meini. Við þennan banvæna sjúk- dóm barðist hann hetjulega í þessa mánuði, en hjartað þoldi ekki álag- ið af þessari erfiðu lyíjameðferð og gaf sig á endanum. Með þessum fátæklegu orðum vil ég minnast ástkærs afa míns og þakka fyrir þær stundir sem ég hef átt með honum og þá sérstaklega síðustu mánuðina sem hann lifði. Ragnheiður Jóna. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLRÚN ANNA JÓNSDÓTTIR, Breiðagerði 15, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 19. október kl. 13:30. Ólafur H. Guöbjartsson, Þórdis T. Ólafsdóttir, Jón Þ. Arason, Jón H. Ólafsson, Ástbjörg Ólafsdóttir, Hansfna Ólafsdóttir, Esther Ólafsdóttir, Guðbjartur Á. Ólafsson, Sólriin A. Ólafsdóttir, Trausti Ólafsson, Guöný Davíösdóttir, Guðmundur Haraldsson, Ragnar Hafliðason, Grímkell Arnljótsson, Elín Kristinsdóttir, Tina Jory, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JAKOBS S. J. TRYGGVASONAR, Hófgerði 9, Kópavogi. Tryggvi Jakobsson, Erlingur Jakobsson, Helgi J. Jakobsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Ragnar Guðmundsson, Eybjörg Einarsdóttir, Kristjana fsleifsdóttir, Pálmar Björgvinsson, Torfhildur Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU ÁRNADÓTTUR frá Vestra Fróðholti, Rangárvöllum, Hjallabraut 9, Þorlákshöfn. Grétar Þorsteinsson, Elísa Þorsteinsdóttir, Árni Þorsteinsson, Anna Hjálmarsdóttir, Gunnar Þorsteinsson, Valgerður Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNASAR ÞÓRÓLFSSONAR, Lynghaga, Miklaholtshreppi. Guðríður Jónsdóttir, Jón Jónasson, Marfa Steingrfmsdóttir, Ingibjörg Jónasdóttir, Haukur Júlfusson, Anna Jónasdóttir, Vilhjálmur Pétursson, Bryndfs Jónasdóttir, Svavar Þórðarson, Þórdís Jónasdóttir og barnabörn. t Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför bróður okkar, mágs og vinar, HJÖRLEIFS KRISTINSSONAR bónda á Gilsbakka í Skagafirði. Eiríkur Kristinsson, Þorbjörn Kristinsson, Sveinn Kristinsson, Jóhanna Jónsdóttir, Jökull Kristinsson, Aldfs Hjörleifsdóttir, Jón Hjörleifsson, Þórdfs Hjörleifsdóttir, Ásdís Hjörleifsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.