Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1992 36 i hria.wi jdiiom >tJJ<elduréu afc \/iShomum l jcrKWrpinu?" Ást er... ... að nota hjartað sem agn TM Rog. U.S Pat Off.—all rights reserved • 1992 Los Angeles Times Syndicate § 0 Við fengum ekki að fara úr afmælinu, fyrr en löggan hafði talað við okkur öll. BREF ITL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reylqavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Hugur vex þá dugur vex Frá Elsu Lilju Eyjólfsdóttur: . Kerfið Málfreyjur á Íslandi er sérsmíðað fyrir íslenzkar konur sem þarfnast þjálfunar við að tjá sig, hvort heldur sem er á fundum eða í óskipulögðum hópi, svo þær verði fundarfærar og öruggar í fasi. Það er sett upp á mjög auðveldan hátt, sem flytur þjálfun stig af stigi, og er ekki tímafrekt. Hér er á ferðinni fágæti sem felur einnig í sér upprifj- un íslenzkunáms, því málfreyjur láta sér annt um íslenskt mál. Langflestar þeirra kvenna sem tekist hafa á hendur þjálfun undir kerfinu Málfreyjur á íslandi hafa verið haldnar megnum kviða fyrir því að þær gætu ekki valdið þeim verkefnum sem þær þyrftu að sinna. Þetta er ástæðulaus ótti, eins og nú verður sýnt fram á. Grunnþjálfun hefst er nýr aðili gengur inn í málfreyjudeild með því að aðilinn gerist námsfreyja. Það er farið mjúkum höndum um byij- andann og fyrsta verkefnið er upp- lestur í tvær mínútur. Þetta verk- efni er flutt svo leiðbeinandi geti kannað hvernig nýi aðilinn beitir rödd sinni og hvort hann er skýr- mæltur. Þetta sama verkefni er svo endurtekið tvívegis, og þannig hefír námsfreyjan tækifæri til að fylgja eftir ábendingum ef einhveijar verða, eða að henni vex ásmegin ef hún fær verðskuldað hrós. Það skal áréttað að með þessari þjálfun og leiðsögn hefír orðið ótrú- leg framför hjá þeim nýliðum sem voru sérlega lágróma, og sem jafn- vel höfðu galla í talfærum, því leið- sögn er full velvildar og vinsemdar. Hvert þjálfunarsvið tekur yfír fjóra fundi, eða aðeins tvo mánuði. Eftir þann tíma hefír nýi aðilinn fundið sig heima í hópnum og feimni er horfín. Nýjum aðilum til aðstoðar við að ná áttum innan kerfísins er gefinn kostur á að sækja stutt námskeið til kynningar á kerfínu Málfreyjur á íslandi. Slíkt námskeið þarf ekki að taka lengri tíma en 2x2 klukku- stundir, eftir hentugleikum þátttak- enda, á heimili samkvæmt sam- komulagi. Þegar starf er hafíð á nýjum vinnustað virðist margt framandi og það tekur alltaf einhvem tíma að kynnast „vinnukerfí" þess stað- ar. Hið sama gildir auðvitað um málfreyjudeild. Þar þarf einnig að- lögunartíma. Námsfreyja fer hægt og rólega yfír næstu þjálfunarsvið, sem eru grunnverkefni í íslenzku (tveggja mínútna flutningur) næstu tvo mán- uði, ásamt þjálfun við að hugsa skjótt fyrir flutning tveggja mínútna skyndiræðu. Það er smáátak í fyrstu, en er auðveldað með kynn- ingu aðilanna í byijun hvers fund- ar, þegar bæði námsfreyjur og starfsfreyjur tjá sig um spumingu í 15 sekúndur eða svo. Það er strax byijað að þjálfa tímaskyn einstaklings með náms- freyjuþjálfun hvað snertir þau verk- efni sem á undan eru talin. Öll dag- skráin er tímasett út í æsar og reglu- legir fundir eiga ekki að standa lengur en í tvo klukkutíma. A þriðja tveggja mánaða tímabili starfsárs málfreyjudeildar hefur námsfreyjan þjálfun sína á félags- málasviði með því að læra að bera fram fyrirspurn á fundi, læra að flytja tillögu og læra að semja og flytja breytingartillögu við fram komna aðaltillögu. Þessi verkefni eru vel undirbúin á liðsfundi í byijun tímabilsins með lögsögufreyjunni sem ber ábyrgð á þessari þjálfun liðs síns. Því felst í þessari þjálfun upplestur á því sem lagt er fram, ásamt því að beita eftirtekt við framgang félagsmáladagskrár, og biðja um orðið á réttum tíma sam- kvæmt henni. Á fjórða tveggja mánaða tímabili starfsársins hefur námsfreyjan þjálfun sína í ræðuflutningi. Hún semur sjálf fyrstu ræðu sem á að taka 5-7 mínútur og nefnist frum- raun. Hún hefur þegar hér er kom- ið fylgst með ræðuflutningi á dag- skrá annars hvers fundar og ef far- in að hlakka til að flytja þetta spenn- andi verkefni sjálf. Leiðsögn með uppbyggingu, upphaf og niðurlag er veitt flyijanda í lok dagskrár. Hafí byijandinn gengið í deildina í byijun starfsárs í september, er nú komið að sumarfríi sem stendur í þijá mánuði. Á hausti hefst fimmta tímabil þjálfunar með því að náms- freyjan fær að spreyta sig í stjómun dagskráratriða. Léttasta verkefnið á þessu sviði hefur lesfreyjan, þar sem hún þarf aðeins að ávarpa fundarstjóra og kalla til þær sem lesa upp, og sem standa nú í sporum hennar er hún hóf þjálfun sína. Næsta verkefni er að stjóma ís- lenzku-þjálfun og þarf hún þá að bæta við umsögn sinni um fjöl- breytni flutnings á þessum dag- skrárlið. Þessu næst tekst hún á við ræðu/rejýu-hlutverkið sem krefst inngangs sem hún þarf að semja samkvæmt fyrirsögn fundar. En þetta verkefni ætti nú að vera henni kunnugt þar sem það er á dagskrá hvers einasta fundar. Nú fer að síga á seinni hluta þjálf- unar námsfreyju, er hún hefur þjálf- un á sviði leiðsagnar og þarf að gaumgæfa þann flutning sem henni er falið að veita leiðsögn. Allt er þetta orðið kunnuglegt og aðeins þörf á að spreyta sig. Næstsíðasta þjálfunarsviðið er háttvísi, að vera gestgjafí, taka á móti gestum, vera siðfreyja og stjóma kynningu, vera árvökull tímavörður og semja og flytja upp- örvun í byijun fundar og umhugsun í lok hans, samkvæmt úthlutun. Þá er það síðasta tveggja mánaða tímabilið í liði inn- og útskriftar. Þá gæti jafnvel gefíst tækifæri til að gegna hlutverki innsetningar- freyju en nýr aðili gengur í deild- ina, en þama er einnig tækifæri til að ljúka þeim verkefnum á grann- áfanga sem fallið hafa niður vegna veikinda eða annarra óviðráðan- legra orsaka. Að lokum gengur aðil- inn inn á svið aðalþjálfunar og ger- ist starfsfreyja, eftir sömu leið, en með íjölbreyttari verkefnum — verð- ur aðstoðarmaður embættismanns liðsins — og hugur vex þá dugur vex! Ykkur sem hafið haldið að þið hafðuð ekki burði til að fá þessa þjálfun ætti nú að vera ljóst að þetta er leikur einn og með því skemmti- legasta sem þið getið tekist á hend- ur. Frekari kynning á rekstri deildar og á kerfínu Málfreyjur á íslandi verður haldin laugardaginn 17. október kl. 15 á Hótel Holti, þar sem hressing verður seld. Verið vel- komnar. ELSA LILJA EYJÓLFSDÓTTIR, ritari Freyjanna í Keflavík, Þverholti 21, Keflavík. HOGNI HREKKVISI * HVAR EEU SPORHUNPARN1E?' Víkveiji skrifar Ypsilon er vandræðastafur í hugum margra og sumum reynist ótrúlega erfitt að átta sig á því hvenær á að nota i eða y. Á dögunum rak á fjörur Víkveija aug- lýsingabækling frá fyrirtæki sem kallast Slater og þar er á forsíðu að fínna eftirfarandi slagorð: „Frá hvirfli til ylja.“ Ekki man skrifari lengur hvemig föt þetta breska fyrirtæki var að kynna, en dettur helst í hug að það hljóti að hafa verið vetrarfatnaður til að halda yl á fólki frá hvirfli til ilja. xxx Nokkuð hefur verið talað um það í haust að fólk þyrpist til Dublin og fleiri borga á Bret- landseyjum til þess eins að versla. Skrifari skrapp í slíka ferð á dögun- um og vissulega var talsvert verslað í ferðinni, en skrifari varð þess einn- ig áskynja að fullt af fólki var ein- göngu að hvíla sig og njóta menn- ingar og göðra veitingastaða í ferð- inni. Hins vegar er því ekki að neita að mikill munur er á verði á Bret- landseyjum og því sem gengur og gerist hér á landi. xxx Vægast sagt fer það í taugarnar á skrifara þegar sjónvarps- stöðvamar era sýknt og heilagt að auglýsa ágæti eigin dagskrár. Sér- lega klaufalegt er þegar kynnt er efni sem búið er að sýna eða þegar tímasetningar standast ekki. Á rík- isstöðinni á miðvikudaginn riðlaðist dagskrá nokkuð, eins og oft gerist á þessum Hemmakvöldum, og ell- efufréttir hófust ekki fyrr en um stundarfjórðungi of seint. Samt var stungið inn auglýsingu um klukkan 23.15 þess efnis að helstu íþrótta- viðburðir dagsins yrðu sýndir klukkan 23.10. XXX Fyrst farið er að tala um sjón- varp getur skrifari ekki annað en gagnrýnt stöðvamar fyrir að sýna ekki beint frá knattspymu- landsleik íslands og Rússlands í undankeppni HM á miðvikudaginn. Auðvitað hefði slík sending kostað peninga, en e.t.v. hefði mátt selja auglýsingar upp í kostnað. Fyrir- fram var vitað að leikurinn yrði íslendingum erfiður og tap líkleg- ustu úrslitin. Það breytir engu um það, að fólk hefði hópast fyrir fram- an sjónvarpstækin og verið þakk- látt fyrir beina útsendingu hver sem úrslitin hefðu orðið. Það voru ekki miklar væntingar gerðar fyrir leik íslands og Ungveijalands í sömu keppni í vor, en þann leik sýndi Ríkissjónvarpið beint og fékk mikið hrós fyrir þjónustuna. Ætli knattspymulandslið ann- arra Evrópuþjóða hafi ekki flest verið í beinni útsendingu í heima- löndum sínum þennan miðvikudag, en hér á landi voru það fáir aðrir en starfsmenn rússneska sendiráðs- ins við Túngötu, sem gátu fylgst með leik Rússa og íslendinga um leið og hann fór fram austur í Moskvu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.