Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1992 Ofbeldi í sj ónvarpi eftir Þorbjörn Broddason í inngangi bókar sem kom út á síðasta áratug segir á þessa leið: „Sjónvarpið hefur verið sakað um að ala á ofbeldi, grafa undan hefð- bundnu siðferði og hvetja til lauslæt- is, framleiðslu á meðalmennsku- kenndri og grunnfærinni dægur- menningu, ýta undir neysluáráttu almennings, rækta íhaldssama hug- myndafræði, örva hryðjuverkamenn og uppreisnarseggi, bera ábyrgð á upplausn fjölskyldunnar, hafa um- breytt eðli lýðræðislegra kosninga, stuðla að andlegum sljóleika áhorf- enda, leti, offítu og þannig mætti áfram telja.“ En í sömu bók er einnig bent á að sjónvarpið hafí verið hyllt fyrir að uppfræða almenning, stækka reynsluheiminn og breyta viðhorfum í jákvæðar áttir og loks er vakin athygli á því að fleiri hafí séð leik- rit Shakespeares í sjónvarpi á síð- ustu 3 til 4 áratugum en nemur samanlögðum gestaíjölda allra leik- húsa heimsins undangengin þrjú hundruð ár. Við getum haft þá skoðun sem okkur sýnist á sjónvarpi, en við get- um naumast látið eins og það sé ekki til. Sjónvarpið er ekki aðeins spegill tilveru okkar, heldur á það einnig aðild að mótun hennar. Við 3 ára aldur eru böm orðnir meðvitað- ir og marksæknir sjónvarpsnotend- ur; þegar skólagöngu lýkur hafa þau eytt meiri tíma framan við sjón- varpsskjáinn en í skólastofunni og þegar ævin er á enda hefur venjuleg- ur Vesturlandabúi varið svo miklum tíma til sjónvarpsnotkunar að það slagar upp í tímann sem hefur varið í að afla sér lífsviðurværis. Sjónvarp- ið er talið hafa raskað ráðstöfun tíma almennings í meiri mæli en nokkur önnur uppfínning þessarar aldar. Mesta áhyggjuefni fólks á síðari árum varðandi sjónvarp hygg ég að sé hið ótrúlega dálæti margra sjón- varpenda á ofbeldi. Ef til vill er ekki svo erfitt að skýra þessa tilhneig- ingu. Sterkasti miðillinn hveiju sinni velur sér ævinlega að viðfangsefni goðsögur síns tíma og þær eru oftar en ekki býsna ógnþrungnar. Forn- germanskar hetjusögur, norræn goðafræði, íslendingasögur, evrópsk ævintýri seinni tíma, allt blóði drifíð efni, var varðveitt í munnlegri geymd og bundnu máli, síðar fest á bókfell og blað og enn síðar prentað í stórum upplögum. Þegar kvik- myndir komu til sögu í upphafi þess- arar aldar, útvarp á 3. áratug aldar- innar, sjónvarp um miðja öldina og loks myndbönd á síðasta fjórðungi hennar, tóku þessir miðlar til óspilltra mála við að túlka goðsögur okkar daga. En þeir eru vissulega eðlisólíkir fyrri miðlum og þar að auki eru þeir knúnir til að starfa í markaðsþjóðfélagi, reknir áfram af gróðaþörf í harðri samkeppni. Slíkt leiðir til yfirboða, m.a. í blóðsúthell- ingum. Ólafur Ólafsson landlæknir og Ómar Smári Ármannsson aðstoðar- yfírlögregluþjónn hafa í tveim grein- um í Morgunblaðinu í síðustu viku vakið með skeleggum hætti athygli á líklegum áhrifum sjónvarpsofbeld- is og í framhaldi af því fjallaði blað- ið um sama efni í forystugrein. í blaðafréttum á sunnudag og mánu- dag er þess getið til að bamsrán og hugsanlega nauðgunartilraun að- faranótt laugardags megi rekja til sjónvarpsþáttar sem sýndur var nokkrum dögum áður og í útvarps- fréttum er talið að samband sé milli sveppaáts í nýrri íslenskri kvikmynd og raunverulegrar sveppaeitrunar meðal ungmenna. En hvað vitum við um raunveruleg áhrif ofbeldisefnis í sjónvarpi? Ómar Smári bendir rétti- lega á að traust okkar á sjónvarpinu til góðra áhrifa af uppbyggilegu efni hljóti að eiga sér hliðstæður í trú á slæm áhrif af efni þar sem illt er haft fyrir áhorfendum. Þegar leitast er við að draga sam- an heildamiðurstöður af þeim aragrúa kannana sem fram hafa farið á áhrifum ofbeldisefnis í sjón- varpi verður meginniðurstaðan í samræmi við það sem heilbrigð skynsemi segir okkur, þ.e. að raun- verulegt orsakasamband sé milli Nú færðu aUar myndimar sem fylgja myndatökunni stækkaðar í 13 x 18 cm tilbúnar í jólapakkann að auki færðu 2 stækkanir 20 x 25 cm og eina stækkun 30 x 40 cm í ramma. Verð á myndatökum frá kr. 11.000,oo Ljósmyndastofumar 3 ódýrastir: Mynd sími 65-42-07 Bama og fjölskyldu Ljósmyndir sími 677-644 Ljósmyndastofa Kopavogs sími 4-30-20 sjónvarpsofbeldis og ofbeldishneigð- ar ungmenna, en jafnljóst sé að sjón- varpsofbeldi virki ævinlega með öðr- um áhrifaþáttum. Ofbeldisatferli í sjónvarpi virðist geta vísað veginn beint til sams konar atferlis, en að sjálfsögðu leiðir það ekki alltaf til þess, það veltur á kringumstæðum hveiju sinni. Að vísu háir það rann- sóknum á þessu sviði að mjög erfitt er að greina áhrif fjölmiðla frá áhrif- um annarra þátta sakir þess hversu fjöimiðlanotkun er samgróin dag- legri tilveru okkar, auk þess sem ekki liggur ævinlega í augum uppi hvemig mæla á ofbeldisefni. Raunar má ætla að stöðugt sjónvarpsofbeldi leiði til sljóvgunar, ekki einasta ung- menna, heldur allra sem undir því sitja, þannig að mat okkar á því hvað sé bjóðandi breytist án þess að við gerum okkur það vel ljóst. Vestur í Bandaríkjunum hefur marg- sinnis verið reynt án árangurs að kalla forsvarsmenn fjölmiðla til ábyrgðar fyrir dómstólum fyrir voða- verk sem hafa verið unnin í beinu framhaldi af sýningum ofbeldis- mynda. Veijendur sjónvarpsstöðv- anna hafa bent á að aðrir þættir hljóti að koma við sögu, fjölmiðillinn einn sér ráði ekki úrslitum. Dómar hafa fallið varnaraðilum í vil á þeim forsendum að stjórnarskrárbundið og venjuhelgað tjáningarfrelsi sé í húfi verði fjölmiðlar gerðir ábyrgir fyrir afleiðungum þess efnis sem þeir birta. Þetta á m.a. við um mála- ferli sem urðu vegna atviksins sem Ólafur landlæknir gerir að umræðu- efni í grein sinni. Móðir fórnarlambs- ins höfðaði mál gegn NBC-sjón- varpsfyrirtækinu, en því máli var vísað frá eftir margra ára þref fyrir þremur dómstigum. Þess má geta að ungmenni sem var höfuðsöku- dólgur í því máli var sjálft fórnar- lamb kynferðjslegrar misnotkunar. Ábending Ólafs um nauðsyn þess „ ... að herða til muna eftirlit með sölu ofbeldismyndbanda og sýning- um ofbeldismynda í sjónvarpi ... “ er vissulega þörf og tímabær og mjög í anda þess sem stjómvöld víða um Evrópu leitast við að gera. í Bretlandi hefur verið sett á laggirn- ar sérstakt ráð (Broadcasting Stand- ards Council) sem á að hafa vakandi auga með ofbeldi, klámi og ljótum munnsöfnuði í sjónvarpi. Aðrar þjóð- ir hafa ekki gengið alveg jafnlangt, en víða, svo sem í Þýskalandi, Aust- urríki, Ítalíu og Portúgal, hafa verið sett eða undirbúin lög sem ætlað er að stemma stigu við ofbeldi í sjón- varpi. Mig uggir þó að vandinn verði ekki leystur endanlega þá leiðina því boð og bönn duga ævinlega skammt nema um þau ríki allgóð sátt. Nú þegar eru gildandi hér á landi strangari reglur gegn ofbeldisefni en víðast annars staðar í heiminum og virðist ekki hrökkva til. Loks er á það að líta að versta og grimmileg- asta ofbeldið og hryllilegustu atvikin fínnum við ekki í afþreyingarefni sjónarps, heldur í fréttum og frétta- tengdum þáttum. Slíkt efni dynur yfír, oft fyrirvaralaust, á þeim tímum sem fólk á öllum aldri situr við sjón- varpstækin. Undan því verðum við naumast leyst nema ákveðið verði að hætta að segja slæmar fréttir í sjónvarpi. Viljum við fá ritskoðaðar fréttir þar sem veruleikinn er borinn á borð fegraður og snyrtur? Viljum við setja þær reglur að engar blóðs- úthellingar birtist fyrr en í seinni fréttum sjónvarps? Hvorug lausnin virðist líkleg til að njóta hylli frétta- flytjenda eða fréttanotenda. Á hinn bóginn má hugsa sér að settar verði reglur eða stöðvarnar geri með sér samkomulag um að draga ákveðin mörk varðandi það sem fært sé að sýna í fréttatímum sjónvarps. Tveir bandarískir fræðimenn, Ka- plan og Singer, sem lengi hafa velt fyrir sér áhrifum fjölmiðla, spyija eitthvað á þessa leið (og miða að sjálfsögðu við sitt heimafólk): Erþað ekki einhver misskilningur að eyða öllu þessu púðri í að skamma sjón- varp? Erum við ekki bara að háls- höggva sendiboðann? Af hveijum viljum við sitja undir öllum þessum ófögnuði í sjónvarpinu? M.ö.o. er ekki eitthvað bogið við okkur? Er ekki höfuðskýringa ofbeldis að leita í kynþáttafordómum, fátækt, at- vinnuleysi, húsnæðisskorti, rofnum fjölskyldutengslum, fijálsum að- gangi að skotvopnum og áfengi, bágri stöðu kvenna...? Að breyttu breytanda mætti beina líkum spurn- ingum til íslendinga. Ég bendi á þetta, ekki til að hvítþvo sjónvarpið, hejdur til að minna á nauðsyn breiddar í umræðunni. Ég er þess fullviss að skaðvænleg áhrif sjón- varp verða því vægari sem innviðir þjóðfélagsins eru sterkari, efnahags- lega, siðferðilega og félagslega. Og þeim mun betur munu kostir sjón- varpsins nýtast. Éf við lítum á þróun sjónvarps hér á landi undanfarinn áratug þá blasir við stórfelld lenging dagskrár úr u.þ.b. 30 tímum á viku í meira en 100 tíma á viku og samfara því stóraukið vægi erlends efnis, fyrst og fremst frá enskumælandi löndum. Þegar fyrir daga Stöðvar 2 var hlut- fall erlends efnis í íslensku sjónvarpi hærra en hjá nokkurri þjóð sem við kjósum að bera okkur saman við. Síðan hefur keyrt um þverbak að þessu ieyti. Lítiil vafi leikur á því að ofbeldi er til jafnaðar meira áber- andi í erlenda sjónvarpsefninu en hinu innlenda (þótt vissulega megi finna nærtæk dæmi um hið gagn- stæða). Því kann að vera að efling metnaðarfullrar innlendrar dag- skrárgerðar sé besta leiðin til að draga úr ofbeldisefni í sjónvarpi, en slíkt mun þó ekki gerast án breyttra fjárhagslegra forsendna. Eins og stendur hefur hvorug „stóra“ sjón- varpsstöðin bolmagn til mikilla átaka og er í raun ekki við þær að sakast því það er eins og hver önnur fásinna að ætla að reka tvær alvöru- sjónvarpsstöðvar á markaðsforsend- Þorbjöm Broddason „Því kann að vera að efling metnaðarfullrar innlendrar dagskrár- gerðar sé besta leiðin til að draga úr ofbeldis- efni í sjónvarpi, en slíkt mun þó ekki gerast án breyttra fjárhagslegra forsendna.“ um í 260 þúsund manna þjóðfélagi. Þetta er ekki sagt til að draga úr þeim árangri sem sjónvarpsfólk okk- ar hefur náð þrátt fyrir allt, né til að vefengja gildi markaðsaðstæðna á sviði fjölmiðla svo langt sem þær ná. Miklu fjölmennari þjóðir en ís- lendingar halda uppi viðamiklum kerfum styrkja sem veitt er beint úr opinberum sjóðum eða óbeint með skattaívilnunum til að efla innlendan kvikmynda- og sjónvarpsiðnað. Meira að segja Evrópubandalagið hefur gefíð út tilskipun um sjón- varpsrekstur sem beinist að því m.a. að veijast utanevrópsku sjónvarps- efni. Ef við viljum fá raunverulegt íslensk sjónvarp verður það ekki gert öðruvísi en með því að seilast í vasa almennings utan markaðar- ins, rétt eins og gert er til að halda uppi menntakerfi og heilbrigðiskerfi, Þjóðleikhúsi, Sinfóníuhljómsveit, Listasafni og Þjóðminjasafni. , Heimildir: Jay G. Blumer (ritstj.). (1992). Television and the Public Interest. Sage Publications, London. Robert M. Liebert og Joyce Sprafkin (1988). The Early Window. Pergamon Press, New York. Conard Lodziak (1986). The Power of Tele- vision. Frances Piner (Publishers), London. Juliet Lushbough Dee (1987). „Media Acco- untability for Real-Life Violence: A Case of Negligence or Free Speech? Joumal of Communication, 37. árg., 2. h. (bls. 106-138). Lög um bann við ofbeldiskvikmyndum. Denis McQuayle (1992). Media Perform- ance. Sage Publications, London. Tilskipun ... um ... sjónvarpsrekstur. Stjómartíðindi EB, nr. L298/23. Þorbjöm Broddason (1990). „Bóklestur og ungmenni." Bókasafnið, 14. árg. Mars, (bls. 17-19). Þorbjöm Broddason (1992). „Minnkandi bókhneigð ungmenna.“ Skíma (væntanlegt). Höfundur er dósent. Styrkveitingar úr Frí- merkja- o g póstsögnsjóði Á DEGI frímerkisins 9. október sl. var úthlutað styrkjum úr Frímerkja- og póstsögusjóði sem stofnaður var með reglu- gerð nr. 499, 29. október 1986. Tilgangur Frímerkja- og póst- sögusjóðsins er að efla og styrkja störf og rannsóknir á sviði frí- merkjafræða og póstsögu og hvers konar kynningar- og fræðslustarf- semi til örvunar á frímerkjasöfnun, svo sem með bóka- og blaðaútgáfu. Ennfremur er það hlutverk sjóðsins að styrkja sýningar og minjasöfn sem tengjast frímerkjum og póst- sögu. Samtals úthlutaði sjóðurinn á þessu ári styrkjum fyrir 2.805 þús. kr. til ýmissa verkefna. Þessir aðil- ar fengu styrki: 1) Félag frímerkja- safnara, Reykjavík, til ýmissa verk- efna á vegum félagsins. 2) Klúbbur Skandinavíusafnara, Reykjavík, vegna unglingastarfs og annarra verkefna. 3) Heimir Þorleifsson, Reykjavík, vegna rannsóknar á póstsögu íslands. 4) Þór Þorsteins, Reykjavík, til að greiða mynda- og tölvusetningarkostnað fyrir ritið „íslenskir brúarstimplar". 5) Frí- merkjaklúbbur Selfoss tii ýmissa verkefna. 6) Landssamband ísl. frí- merkjasafnara til ýmissa verkefna, m.a. til undirbúnings NORDJUNEX 94. 7) Frímerkjaklúbburinn Askja, Húsavík, til ýmissa verkefna, m. til söfnunar gagna um póstsöf Norður- og Suður-Þingeyjarsýsl 8) Félag frímerkjasafnara á Aku eyri til ýmissa verkefna, m.a. til í setja upp frímerkjasýningu á Aku eyri í maí á næsta ári. 9) Byggð safn Vestmannaeyja til að setja uj frímerkjasýningu í tilefni uppha jarðeldanna á Heimaey fyrir 5 árum og 10) Ólafur Elíasso Reykjavík, til að vinna að handr bókarinar „ísland, póstburðargjö 1776-1991“. Formaður sjóðsins er Halldór Kristjánsson, skrifstofustjóri í sar gönguráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.