Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1992 18 Reuter Brandt kvaddur hinstu kveðju Mörg þúsund Berlínarbúar vottuðu Willy Schöneberg. í dag fer útförin fram og verður heitnum Brandt, fyrrum kanslara Vestur- athöfnin í gömlu þinghússbyggingunni, Reic- Þýskalands, virðingu sína í gær. Kista hans hstag. Brandt verður jarðsettur í kirkjugarði var þá almenningi til sýnis í ráðhúsinu í í Berlín. Menchu frá Guatemala hlýt ur friðarverðlaun Nóbels Ósló. Frá Jan G. Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. RIGOBERTA Menchu, 33 ára gamall Indíánaleið- togi og mannréttindafrömuður frá Guatemala, hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 1992, að því er hin iiorska úthlutunarnefnd verðlaunanna tilkynnti í Ósló í gær. Hún verður næstyngsti hand- hafi friðarverðlaunanna og níunda konan sem þau hlýtur. Francis Sejersted, formaður úthlutunarnefndarinn- ar, sagði, að Menchu væri helsti baráttumaður heims- ins fyrir réttindum frumbyggja. í umsögn nefndarinn- ar um verðlaunahafann sagði meðal annars: „Rigo- berta Menchu ber af sem lifandi tákn um frið og sátt sem ganga þvert á skiptingu manna eftir uppruna, menningu eða þjóðfélagsstétt, bæði í hennar eigin landi, í Ameríku og um heim allan.“ Rigoberta Menchu fæddist í þorpinu Chimel í vestur- hluta Guatemala og ólst upp í mikilli fátækt. Foreldr- ar hennar og bróðir létu lífið vegna þátttöku sinnar í andófí gegn herstjóminni í Guatemala. Menchu hef- 'ur dvalist lengst af í sjálfskipaðri útlegð í Mexíkó síð- ustu 11 árin. Rigoberta Menchu er einn af yngstu handhöfum friðarverðlaunanna. Mairead Corrigan frá Norður-írlandi var 32 ára, þegar hún hlaut verðlaun- Rigoberta Menchu in ásamt Betty O’Connor árið 1976. Menchu er níunda konan, sem hlýtur verðlaunin. Handhafí þeirra í fyrra var stjómarandstöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi frá Burma. Konur hafa aldrei fyrr unnið til verðlaunanna tvö ár í röð. Vextir fara niður í 8% í Bretlandi London. Reuter. VEXTIR voru lækkaðir í Bret- landi í gær. Afleiðingin var sú að verðbréf snarhækkuðu en gengi pundsins lækkaði. Vextir voru lækkaðir um eitt prósentustig í gær og eru nú 8%. Þetta er þriðja vaxtalækkunin síð- an Bretar drógu sig út úr Gengis- samstarfi Evrópu 16. september síðastliðinn. Er vaxtahækkunin nú m.a. rakin til aukins atvinnuleysis. Ríkisstjórnin vilji létta undir með skuldugum fyrirtækjum og ein- staklingum. Pundið féll gagnvart marki um tvö pfennig við þessi tíðindi og seldist á 2,4370 mörk síðdegis. Verðbréfavísitala Financial Times steig um nærri 37 stig í gær, upp í 2.583,2 stig. Grillsteikumar hjá larlinum: Mest seldu steikur á íslandi NAUTAGRILLSTEIK, SIRLOIN, m. bak. kart., kryddsmjöri og hrásalati. Safarík og brag&mikil steik úr völdu ungnautakjöti......kr. 690 LAMBAGRILLSTEIK, FILLET, m. bak. kart., kryddsmjöri og hrásalati. Erum þrælmontin af lambasteikinni okkar. Brá&nar nánast í munni manns... kr.690 SVÍNAGRILLSTEIK, HNAKKI, m. bak. kart., kryddsmjöri og hrásalati. Bragðgóð og mjúk undir tönn. Gó& steik.kr. 690 UU) laAm V f / T I N G A S T O F A ■ Kvenkuldaskór á ótrúlegu verði! Ekta ítalskir leðurskór. Stærðir 36-41. Póstsendum samdægurs. Staðgreiðslu- afsláttur. Nytsöm tækifærisgjöf fyrir frúna SKÆÐI KRINGLUNNI8-12 S. 689345 "’MÍLANO*' LAUGAVEGI 61-63 S. 10655 EKKIOF HORÐ, EKKIOFMJÚK, HELDUR FULLKOMIN AÐLÖGUN A harðti dýnu liggur hryggjarsúlan í sveig A Dux-dýnu liggur hryggjarsúlan bein Faxafeni 7 (Epalhúsinu). Sími 689950 15 ÁRA ÁBYRGÐ Á DUX-DÝNUM Þar sem þú eyðir u.þ.b. 8 tímum á sólarhring í rúminu, eða þriðjungi ævi þinnar, ætti góð dýna að vera eitt af þínum allra mikilvægustu fjárfestingum. Árum saman hefur því verið haldið fram að stífar dýnur séu betri fyrir bakið. __ Sérfræðingar 'tST' - A—okkar hjá Dux í Svfþjóð hafa sannað hið gagnstæða. Þeir hafa sannað að stíf dýna hamlar á móti, frekar en að lagast að eðlilegri lögun líkamans, þannig að í hvíld liggur hryggjarsúlan í sveig. Dux-dýnurnar eru hannaðar sérstaklega til þess að gefa eftir á réttum stöðum svo að hryggjarsúlan fær að hvílast í náttúrulegri stöðu. Þær koma í veg fyrir margan bakkvillann og gefa þér nauðsynlegan stuðning til þess að sofa djúpum endurnærandi svefni. Er ekki kominn tími til að heimsækja Dux verslunina í Faxafeni og líta á okkar fjölbreytta úrval af Dux-rúmum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.