Morgunblaðið - 17.10.1992, Síða 9

Morgunblaðið - 17.10.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1992 9 Kirkjuþing þjóðkirkj- unnar hefst á þriðjudag' 23. KIRKJUÞING íslensku þjóðkirkjunnar hefst þriðjudaginn 20. október. Kirkjuþing hefst með messu í Bústaðakirkju kl. 14. Þar predikar séra Hreinn Hjartarson, kirkjuráðsmaður, og þjónar fyrir altari ásamt séra Þórhalli Höskuldssyni. Að messu lokinni flytur biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, setningarræðu sína. Þá ávarpar kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, kirkjuþing. Á miðviku- dagsmorgun hefjast eiginleg þing- störf með því að biskup Islands flyt- ur skýrslu sína og kirkjuráðs. Kirkjuþingið sitja 11 prestar og guðfræðingar og 9 leikmenn auk vígslubiskupa, fulltrúa kirkjumála- ráðherra og biskups íslands, sem er forseti þingsins. Á þessu kirkjuþingi verður meðal annars fjallað um skýrslu nefndar er skipuð var til að fjalla um mál- efni Skálholts, fyrirhugaða djákna- menntun á vegum Háskóla íslands, viðbrögð kirkjunnar við auknu at- vinnuleysi og samskipti og samstarf sóknarpresta og sóknarnefnda. Kirkjuþingi lýkur fímmtudaginn 29. október. Innilegustu þakkir sendi ég öllum, vinum og venslamönnum, sem gerðu mér dagamun með heimsóknum, kveðjum og gjöfum á nírœðisaf- mœli mínu 5. október sl. Sérstakar þakkir fœri ég börnum og barnabörn- um og sifjaliði. Þórður Ólafsson frá Odda, Boðahlein 5, Garðabæ. Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim mörgu, œttingjum, vinum, samkennurum og nemend- um, sem glöddu mig ógleymanlega 10. október síðastliðinn með samtölum, afmœlisgreinum, kvœðum, skeytum, blómavöndum og góðum gjöfum. Síðast en ekki síst þakka ég innilega stjórn Bókasafns Suður-Þingeyinga, Húsavik, sem bauð okkur norður, hélt okkur veglegt samsœti og sýndi okkur margs konar sóma ásamt mörg- um vinum, samstarfsmönnum og nemendum frá fyrri tíð. Við hjónin sendum ykkur öllum bestu kveðjur og árnaðaróskir. Sigurður Gunnarsson, fv. skólastjóri. Ákjósanleg millileið Forsætisiáöherra gerði evrópska efnahagssvæðii g þátttöku íslendinga í því að einu meginatriði í stefn æðu sinni á mánudaginn. Forsætisráðherra vék í fyrs ð Evrópubandalaginu sjálfu og þeim möguleika að í md sækti um aðild. Þeim möguleika hafnaði ráðhei afdráttarlaust. Glæfralegt ábyrgðar- leysi EES-samningurinn er ákjósanleg milli- leið, sem þjóðin hefur hreinlega ekki efni á að kasta frá sér. Hringsnúningur Fram- sóknar og Alþýðubandalags í svo aug- Ijósu hagsmunamáli er með öllu óskiljan- legur. Hann er glæfralegasta ábyrgðar- leysið í stjórnmálum síðari tíma. Þetta segir í forystugrein DV. Meginatriði „Akjósanleg millileið“ nefndist forustugrein DV sl. miðvikudag. Þar er fjallað um ummæli for- sætisráðherra í stefnu- ræðu sinni um Evrópu- bandalagið og aðildina að Evrópsku efnahagssvæði. Forystugreinin fer hér á eftir: „Forsætisráðherra gerði evrópska efnahags- svæðinu og þátttöku Is- lendinga i þvi að einu meginatriði í stefnuræðu sinni á mánudaginn. For- sætisráðherra vék í fyrstu að Evrópubanda- laginu sjálfu og þeini möguleika að Island sækti um aðild. Þeim möguleika hafnaði ráð- herrann afdráttarlaust." Tólf mánaða uppsögn „Síðan sagði forsætis- ráðherra: „Á hinn bóginn höfum við auðvitað viþað treysta stöðu þjóðarinnar og koma í veg fyrir að hún einangrist eða útilokist frá þessum mikilvægustu viðskiptakostum sínum. Ríkisstjómarflokkarnir telja, og það sama töldu Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag þar til fyrir skömmu, að samn- ingurinn um hið evrópska efnahagssvæði sé álgós- anleg millileið fyrir ís- lendinga. Með aðild að þeim samningi eru okkur tryggð þau viðskiptalegu skilyrði og kjör sem við megum ekki vera án. Á hinn bóginn felst ekki í samningnum neitt full- veldisafsal, eins og óneit- anlega í aðild að Evrópu- bandalaginu. Hin íslenska stjómskipun, allar grein- ar íslensks fullveldis, framkvæmdavald, dóms- vald og löggjafarvald, stendur óhögguð eftir samninginn sem áður. Einnig má minna á að samningnum má hvenær sem er segja upp með tólf mánaða fyrirvara." Aukinnhag- vöxtur Forsætisráðherra vék síðan að þeim ávinningi sem hlýst af niðmfellingu tolla á sjávarafurðum og hélt áfram: „Samningurinn trygg ir að íslenskum fyrirtælg- um verður ekki mismun- að á Evrópumarkaði og hann opnar fyrirtækj- unum möguleika á við- tæku samstarfi við erlend fyrirtæki. Þetta mun styrkja stöðu íslenskra fyrirtækja í harðnandi erlendri samkeppni. Síð- ast en ekki sist mun sam- keppni í þjónustustarf- semi leiða til aukinnar hagkvæmni og verðlækk- unar á þjónustu sem mun koma íslenskum neytend- um og íslensku atvinnulífi til góða. Allt mun þetta skila sér í auknum hag- vexti, lægri verðbólgu og vöxtum og auknum kaup- mætti á næstu árum. Pólitískt " grugg Það væri ótrúlegt lán- leysi og afglöp að láta slikt tækifæri sér úr greipum ganga. Það er vissulega ósannfærandi að þeir tveir sljórnmála- flokkar, Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur, sem áður unnu að þvi er virtist af fullum heilind- um að þvi að koma á samningi um hið evr- ópska efnahagssvæði, skuli nú, við lokaaf- greiðslu málsins, teþa rétt að snúa gjörsamlega við blaðinu og reyna að físka i þvi pólitíska gruggi sem af þeim mikla viðsnúningi hlýst. Þessir flokkar skulda þjóðinni skýring- ar, skijjanlegar skýring- ar, á þessum miklu sinna- skiptum." Aftur og aftur kemur það fram í stefnuræðu forsætisráðherra að hann bindur miklar vonir við evrópska efnahagssvæð- ið. Hann nefnir að ríkis- stjómin hafi ákveðið að leggja eitt hundrað millj- ónir króna til „sérstaks markaðsátaks á evrópska efnahagssvæðinu í því skyni að auðvelda fyrir- tælgum að nýta þau tæki- færi sem EES-samning- urinn býður þeim upp á.“ Hringsnúning- ur „Þessar tilvitnanir í ræðu forsætisráðherra eru hér viðhafðar til að taka undir þær. íslend- ingar viþ'a ekki og mega ekki einangrast. Þeir eru ennþá ekki tilbúnir til að ganga alla leiðina inn i Evrópubandalagið. EES- samningurinn er að þvi leyti ákjósanleg millileið sem þjóðin hefur lirein- lega ekki efni á að kasta frá sér. Einmitt af þeim sökum er hringsnúningur Fram- sóknar og Alþýðubanda- lags i svo augljósi hags- munamáli þjóðarheildar- innar með öllu óskiljan- legur. Hann er glæfraleg- asta ábyrgðarleysið í stjómmálum síðari tíma.“ OlCOjárnrúm MIKIÐ ÚRVAL HÚSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 654100 Teg. 661 - 90X200 - Verð kr. 29.200 stgr. m/svampdýnu. Vísa-Éuro raðgreiðslur. OPIÐ í DAG TIL KL. 16. □□□□□□ Mikil þátttaka í Laugardags- leik á Löngum laugardegi VERÐLAUN hafa verið veitt í nýjum Laugardagsleik, sem kaupmenn við Laugaveg og Bankastræti standa fyrir á Löngum laugardögum þ.e. fyrsta laugardag hvers mánað- ar. Leikurinn felst í því að finna bangsa sem settur er í verslunarglugga við Laugaveg eða Bankastræti. Að þessu sinni fannst bangsinn í glugga barnafataverslunarinnar Englabörnin í Bankastræti, en á annað þúsund réttar lausnir bár- ust. Dregið var úr réttum lausnum í beinni útsendingu á úvarpsstöð- inni FM og hlutu fimm heppnir gjafakort frá fimm verslunum, hvert að upphæð 10.000. Auk þess voru veitt 50 aukaverðlaun. Leiknum verður haldið áfram næsta Langa laugardag sem verð- ur 7. nóvember nk. Á Löngum laugardögum eru verslanir opnar frá kl. 10-17 en aðra laugardaga eigi skemur en til kl. 14. Fyrsti Langi laugardag- urinn þótti takast mjög vel að sögn kaupmanna við Laugaveg. Jón Siguijónson, formaður Lauga- vegssamtakanna, sagði að það hefði komið þeim skemmtilega á óvart hversu mikill mannfjöldi 1 hefði lagt leið sína í bæinn þennan dag og fólk hefði lýst ánægju sinni yfir þessu nýja fyrirkomulagi með Góð þátttaka var í Laugardagsleik á Löngum laugardegi. Bangs- inn fannst í glugga barnafataverslunarinnar Englabörnin í Banka- stræti. Verðlaunahafar taka hér við gjafabréfi frá kaupmönnum. Á myndina vantar einn verðlaunahafann. opnunartíma verslana. í flestum verslunum hefði verið mikið að gera enda ýmis hagstæði tilboði í gangi í tilefni dagsins. „Ég hef þá trú að þetta fyrirkomulag með opnunartíma sé komið til að vera, enda vinsælt víða erlendis. Fólk naut sín í bænum og má með sanni segja að þetta hafi vérið dagur fjölskyldunnar í bænum.“ sagði Jón Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.