Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.10.1992, Blaðsíða 16
t<j,n il;!£iOT»Ö ,71 ;IUÍ)AÍ1JIA0UAJ OKIAlíiKUðJinA, MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1992 Leifs Eiríkssonar minnst í höfuð- borg Flórída með sérstökum hætti Morgunblaðið/Atli Steinarsson Höfuðstöðvar félagsskaparins Nautilusar i Lloyd skammt frá Tallahasse. Húsbyggingin er að mestu leyti verk eins manns, Francois Bousac, prófessors í miðaldasögu. Sófi Alberts Einsteins í safni Nautilusar í Tallahassee. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. LEIFS Eiríkssonar var minnst í Tallahassee, höfuðborg Flórída, sunnudaginn II. októ- ber, með því að afhjúpað var minnismerki í nafni hans á land- areign félagsskapar er nefnist Nautilus, skammt austur af höf- uðborginni. Hilmar Skagfield, aðalræðismaður íslands í Flórída flutti aðalræðuna við þetta tækifæri en höfundur listaverksins skýrði hugmynd þess. í ræðu sinni rakti Hilmar frá- sagnir í íslendingasögum um ferð Leifs til Vínlands og síðar annara íslenskra víkinga og sagði frá af- drifum íslendinga í Vesturheimi og gerðu viðstaddir góðan róm að máli hans. Höfundur minnismerkis Leifs er myndhöggvarinn Charles Hook. Verkið er um tveggja metra hátt, gert úr jámi og hefur að aðalstefi söguna úr norrænni goðafræði um Loka og Miðgarðsorminn. Listaverkið stendur uppi á hói á landareign félagsskapar er nefn- ist Nautilus. Þetta er félagsskapur arkitekta og nema sem leggja stund á sögu lista, menningar og byggingarlistar við Flórídaháskóla í Tallahassee. Félagið hefur komið sér upp aðstöðu í skóganjóðri skammt frá höfuðborginni Tallahassee á stað sem nefnist Lloyd. Forseti félags- ins er Francois Bousac, prófessor við Flórídaháskóla í lista og mið- aldasögu. Varaforseti er Justus Dahinden, prófessor í byggingarl- ist við háskólann í Vínarborg. Hann hélt einnig ræðu á hátíðinni sem átti að fjalla um byggingarl- ist framtíðarinnar en sneris að miklu leyti um þá frásögn sem Hilmar Skagfíeld flutti um ferðir íslenskra víkinga í Vesturveg og nauðsyn á því að þekkja uppruna sinn og rætur. 10 þúsund bækur og gömul leikföng Francois Bousac, forseti félags- ins hefur sjálfur byggt stórhýsi á félagssvæðinu. í því er merkilegt bóksafn tíu þúsund fomra og nýrra bóka um sögu menningar og lista auk ýmissa listaverka bæði fomra og nýrra. Það er einn- ig vísir að leikfangasafni og kenn- ir svo sannarlega margra grasa í safninu. Meðal gripa þar má nefna skáp undir helgihluti, sem vitað er að lærisveinn Michaelangelos, Berr- uguete að nafni, skar út á sínum tíma. Madonnan er þama skorin út í eik og er það verk frá 12. öld. Þama er einnig innlagt skart- gripaskrín frá því um 1500 og margt fleira. Af nýlegri hlutum má nefna sófa, sem var í eigu Alberts Einsteins. Sagði Bousac hafa setið í þessum sófa og átt samræður við Einstein. Ef menn setjast í sófa þennan fá þeir alveg nýjan skilning á afstæðiskenning- unni. Margt fleira athyglisverðra hluta var þama að sjá. Rauður múrsteins kastali Byggingin sjálf er afar sérstæð, Hilmar __ Skagfield, aðalræði- maður íslands í Flórída, flutti aðalræðuna. í baksýn er minn- ismerki eftir Charles Hook, helgað minningu Leifs Eiriks- sonar, en byggt á frásögninni úr norrænni goðafræði um Loka og Miðgarðsorminn. hlaðin úr rauðum múrsteinum, lík- ist miðaldakastala að lagi til, nema hvað hringlaga viðbygging er gerð úr bámjámi. Á sinn sérstæða hátt minnti byggingin svolítið á lista- safn Ásmundar Sveinssonar. Fyrir utan bókasafnið er að fínna í byggingunni aðsetur fyrir lista- og fræðimenn svo og sýning- arsal í hringbyggingunni. Enn var verið að vinna við fundarsal sem ætlaður er fyrir fyrirlestra og fundarhöld í framtíðinni en hann hefur þó þegar verið tekinn í notk- un við nokkuð framstæðar að- stæður. Á lóðinni er önnur bygg- ing sem var eins og hvalur í lag- inu. Þar vora veitingar fram bom- ar að þessu sinni. Fjöldi listamanna var mættur til þessarar sérstæðu Leifshátíðar þar sem boðið var upp á heilsteikt- an grís sem hafði verið á teini í meira en tólf klukkustundir auk ýmissa annarra rétta sem nem- endur komu með heiman frá sér. Höfðu menn ekki áður bragðað jafn ljúffengan grís. Á meðan dagskráratriðin fóru fram héldu margir áfram vinnu sinni þama í októbersólinni en það er kannski óþarfí að taka fram að veður var mjög gott, sól og sunnan andvari. Chuka dans- og trommuhópurinn frá Kenýa. Síðustu sýn- ingar chukka- dansaranna SÍÐUSTU sýningar chukkadans- aranna frá Kenya í Hlaðvarpan- um, Vesturgötu 3, verða í dag, laugardag. A morgun munu dans- aramir sýna í Kramhúsinu. Dansflokkurinn sýnir í kjallarasal Hlaðvarpans kl. 14.30, 15.30 og 16.30 á laugardag og eftir hveija sýningu gefst tækifæri til að gæða sér á te og kaffí frá Kenýa í Betri stofu Hlaðvarpans. Kenískur út- skurðarmeistari situr á listmarkaðn- um og sker út í tré dýr úr framskóg- um Afríku. Listafólkið frá Kenýa kemur hingað í tilefni af Kenýadög- um sem nú standa yfír í Reykjavík. Chukkadanshópurinn heimsækir Kramhúsið sunnudaginn 18. október kl. 14-16. Þar á að skapa afríska þorpshátíðarstemmningu með því að kenna þátttakendum dans og trom- muslátt frá Kenýa. Að lokum verður allsheijar danshátíð þar sem chuka- meðlimir dansa og tromma með þátt- takendum að hætti afrískrar þorps- hátíðar. Allir eru velkomnir á afríska þorpshátíð í Kramhúsinu. ----» ♦ «-- Stórstúkan andmælir bjórhátíð MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Stór- stúku íslands: „Á fundi sínum 12. okt. sl. and- mælir Framkvæmdanefnd Stórstúku íslands harðlega hinni svonefndu „bjórhátíð" sem nú er haldin víðs- vegar um landið og telur að þar sé um stórhættulegt fyrirtæki að ræða ekki síst fyrir íslenska æsku sem hefur við kappnóg vandamál að stríða á vettvangi áfengis- og vímu- nefnaneyslu. Ennfremur lýsir Fram- kvæmdanefndin djúpri hryggð yfir þeim hörmulegu atburðum sem orðið hafa nú nýverið í sambandi við of- beldi, sifjaspell og tilraunir til nauðg- unar og telur vafalítið að neysla áfengis og annarra vímunefna eigi mjög stóran þátt í þeim.“ Gísli Halldórsson hylltur í Hamborg NÚ ERU hafnar sýningar á Börn- um náttúrunnar í kvikmyndahús- um í átta borgum í Þýskalandi. Þetta er I fyrsta skipti sem ís- lensk kvikmynd er tekin til sýn- inga í kvikmyndahúsum í Þýska- landi. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðunum i Köln og Hamborg að viðstöddum Gísla Halldórssyni leikara, Hilmari Erni Hilmarssyni, tónskáidi, Ara Kristinssyni, kvikmyndatöku- manni, og Friðriki Þór Friðriks- syni, ieikstjóra myndarinnar, seg- ir í fréttatilkynningu frá íslensku kvikmyndasamsteypunni hf. „Kvikmyndahátíðin í Hamborg er fyrsta kvikmyndahátíðin þar sem Gísli Halldórsson hefur verið við- staddur sýningu myndarinnar. Þar sem Gísli ferðast aldrei með flugvél- um tók hann sér far með Ms. Lax- fossi til Hamborgar til að vera við- staddur frumsýninguna. Við lok sýn- ingarinnar bratust út gífurleg fagn- aðarlæti er Gísli birtist og þyrptust áhorfendur að Gísla til að fá eigin- handaráritun. Á kvikmyndahátíðinni í Köln kusu áhorfendur mjmdina bestu mynd hátíðarinnar auk þess sem hún hlaut peningaverðlaun sem nota á til að auglýsa myndina í Þýskalandi. Næstu lönd til að taka myndina til sýningar í kvikmyndahúsum verða Japan og íran. Jafnframt því sem áhorfendur hafa sýnt Bömum náttúrannar mik- inn áhuga hafa margir þýskir kvik- myndaframleiðendur sóst eftir að Veggspjald sem notað var til kynningar í Þýskalandi á Börn- um náttúrunnar. taka þátt í næstu kvikmynd Friðriks Þórs, Bíódagar, sem tekin verður upp á íslandi næsta sumar. Aðstand- endur Bíódaga verða þeir sömu og að Börnum náttúrannar," segir í til- kynningunni. Þórey Þórð- ardóttir látin Þórey Þórðardóttir er látin, tæplega áttræð að aldri. Þórey fæddist í Reykjavík 26. nóv- ember árið 1912, dóttir hjónanna Hansínu Linnet frá Hafnarfirði og Þórðar Bjamasonar kaupmanns frá Reykhólum. Bjó fjölskyldan lengst af í Vonarstræti 12. Systkini henn- ar, sem nú eru látin, voru Sigurður, Hans, Bjarni, Regína, Hendrik og Skúli, en einnig ólst upp hjá þeim hjónum Þórey Brynjólfsdóttir, sem enn er á lífi. Þórey giftist 29. apríl 1937 Stef- áni Bjarnasyni frá Galtafelli, for- stjóra og stofnanda Kauphallarinnar, en hann lést um aldur fram 18. októ- ber 1952. Þau eignuðust þijá syni, Bjama, forstjóra Hljómbæjar hf., og Þórð, framkvæmdastjóra Gistihúss- ins við Bláa lónið, en einn dreng misstu þau aðeins tveggja daga gamlan. Þórey giftist aftur 24. júní 1960 eftirlifandi eiginmanni sínum, Sig- urði Demetz Franzsyni, óperusöngv- ara og söngkennara. Bjuggu þau lengst af í Reykjavík, ef frá era tal- in 11 ár sem þau voru á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.