Morgunblaðið - 30.10.1992, Qupperneq 8
'*8 ?B
MORGUNBLAÐIK FASTEIGNIR 30.iOKTÓBBR 1992
EIGNASALAN
REYKJAVIK
SAMTENGD
SÖLUSKRÁ
ÁSBYRGI
flGNASALAN
Símar 19540-19191
Yfir 30 ára reynsla
tryggir öryggi þjónustunnar
Opið laugard. kl. 11-14
KLUKKUBERG HF.
3ja herb. ný sért. Bkemmtil. ib. á
1. hæð I <jölb. Sérinng. TII afh.
nú þegar. (Ath. mögul. að fá
keyptan bílak.)
UGLUHÓLAR
GÓÐ LÁIM
SALA - SKIPTI
3ja herb. góð íb. á 2. hæð í fjölb.
Mikið útsýni. Hagst. áhv. lán.
Sala eða skipti ó 2ja herb. íb.
4ra herb. og stærra
f VESTURBORGINNI
GÓÐ NÝL. SÉRH.
Varum að tá í sölu sérl. góða
rúml. 150 fm íb, é 2. hæð (efstu)
í þríb. á góðum og rólegum stað
I vesturb. Z stofur og 3 svefn-
herb. m.m. Stórar suðursv. Sér-
inng. Sérhftl.
REYKÁS
SALA - SKIPTI
152 fm íb. á 2. hæð (efstu) í nýl.
fjölb. Áhv. um 3,3 millj. í hagst.
langtímalánum. Bein sala eða
skipti á minni eign. Laus.
f VESTURBORGINNI
Efri hæð og rís í tvíb. v/Nesveg,
alls um 150 fm. (b. er öll mlkið
endurn. og í mjög góðu ástandi.
Suðursvalir. Sérinng.
í NÁGR. V/HLEMM
ÓDÝR 4RA - LAUS
4ra herb. íb. á 2. hæð í steinh.
Hagst. verð 4,5-4,6 millj. Laus.
í NÁGRENNI
LANDSPÍTALANS
4ra herb. ib. á 1. hæð í steinh.
v/Bragagötu. Z saml. stofur og 2
svefnherb. m.m. Massift parket
á gólfum.
Einbýli/raðhús
KJARRMÓAR - GBÆ
SKIPTI Á STÆRRA
Mjög gott endaraðh. á tveimur
hæðum, alls um 140 fm.
Skemmtil. lítil lóð. Útsýni. Bein
sala eða skipti á stærri eign,
gjarnan einb. á einni hæð.
SELTJNES - RAÐH.
Mjög gott raðh. á frábærum stað
í fremstu röð v/sjévarsíöuna.
tnnb. bílsk. Frébært útsýni.
FOSSVOGUR
RAÐH.
SALA - SKIPTI
Mjög gott endaraðh. á tveimur
hæðum v/Hjallaland, alls um Z19
fm auk bílsk. Góð eign m. fal-
legri ræktaðri lóö. Bein sala eða
skipti á góðri 4ra herb. íb. í Foss-
vogi.
SÓLVALLAGATA
Skemmtilegt rúmg. eldra einb-
hús á besta stað I vesturb. Góð
ræktuð lóð. Góð eign á eftirsótt-
um stað í borginnl.
EIGIM4SALAIM
REYKJAVIK
Ingólfsstræti 8 j£Z
Sími 19540 og 19191 ■■
Magnús Einarsson, lögg. fastsali,
Eggert Elíasson, hs. 77789,
Svavar Jónsson, hs. 657596.
SMIÐJAIU
Verslunin Brynja er vissulega ein þeirra verslana sem setja svip á lífið við Laugaveginn.
Víróuleg verslun
við Langaveg
Verslunin eins og hún leit út rétt fyrir 1950. Gamla innréttingin og
kunnuglegir afgreiðslumenn.
OFT hafa komið í huga minn
orð ungs kennara við Kennara-
skólann, þegar ég sótti nám
þangað. „Ég nem staðar við
glugga Brynju til þess að virða
fyrir mér verkfærin, í hvert
sinn er ég geng um Laugaveg."
Það var dr. Broddi Jóhannes-
son, síðar rektor Kennarahá-
skóla íslands. Ég held að flestir
nemendur hans hafi virt hann
og dáð. Þetta dæmi nefndi hann
í sambandi við mismunandi
áhugasvið fólks. Hann kenndi
okkur uppeldis- og sálfræði. Við
Broddi erum nú báðir löggiltir
eftirlaunamenn. Ég hygg að við
eigum það enn til að staldra við
á Laugaveginum til þess að
skoða verkfærin í gluggum
Brynju og það gera margir aðr-
ir, því hefi ég veitt athygli;
bæði konur og karlar á öllum
aldri.
Gömul verslun
Fyrir skömmu leitaði ég nokk-
urra upplýsinga um þessa
verslun, hve gömul hún er og hver
stofnaði hana.
Ég talaði við
Björn Guðmunds-
son sem um langt
árabil var fram-
kvæmdastjóri
verslunarinnar
Brynju. Björn var
ráðinn til starfa
sem sendill við
verslunina haustið 1927 þá 14 ára
gamall og nýfermdur. Verslunin
Brynja var stofnuð af Guðmundi
Jónssyni í nóvember 1919. Guð-
mundur Jónsson var trésmiður en
varð fyrir því slysi að lenda í vél
með aðra höndina og missa þrjá
fingur. Upp úr því fór hann að
fást við verslunarstörf.
Guðmundur átti húseign með
Ólafi í Fálkanum á Laugavegi 24
og þar rak hann verslunina Brynju
til að byija með. Síðar eignaðist
Guðmundur húsið nr. 27 við
Laugaveg og flutti verslunina í það
hús og hefur hún verið þar alla
tíð síðan, um 70 ár. Ólafur seldi
Guðmundi Laugaveg 27 og eign-
aðist þá alveg timburhúsið nr. 24.
Guðmundur og Björn
Björn sagði mér að móðir sín
og Guðmundur Jónsson hafi verið
hálfsystkin. „Þegar ég fermdist
kom Guðmundur og drakk kaffi
með okkur og þá spurði móðir
mín Guðmund hvort hann gæti
tekið mig til starfa sem sendil,“
sagði Bjöm. Ekki gat Guðmundur
ráðið drenginn alveg strax en rétt
áður en skólinn átti að hefjast um
haustið vildi Guðmundur ráða
frænda sinn til starfa. Móður
drengsins þótti ekki gott að hann
hætti við skólagöngu því að hann
þyrfti að læra. „Hann lærir hjá
mér,“ svaraði Guðmundur þá.
Drengurinn hóf störf við verslun-
ina Brynju. Þar starfaði hann þar
til ársins 1932.
Björn Guðmundsson hóf síðan
verslunarrekstur ásamt Marinó
Helgasyni. Nefndu þeir verslunina
Björn og Marinó. Sú verslun var
í húsinu á horni Laugavegar og
Frakkastígs, nr. 44 við Laugaveg.
Björn og Marinó tóku síðan við
rekstri Brynju 1938 er þeir keyptu
verslunina af Guðmundi Jónssyni.
Stöðugleiki
Það er fremur fágætt að sama
fyrirtæki haldist svo lengi lítið
breytt á sínum gamla stað, eins
og segja má að verslunin Brynja
hafi gert. Verslunin hefur verið
þarna í heilan mannsaldur í sama
húsi og með svipaðar vörur. Inn-
réttingin var hin sama um margra
áratuga skeið. Afgreiðsluborðið
„diskurinn“ var óvenju langur og
á einum stað var hlið í því borði
með plötu á hjörum sem lyft var
upp þegar gengið var innfyrir
borðið. Á langvegg fyrir aftan
afgreiðsluborðið var mikið af hill-
um og fjöldi af litlum og stórum
skúffum. Hið sama má segja um
afgreiðsluborðið sem var auðvitað
með skúffur og hillur að innan-
verðu. Allar voru þessar hirslur
fullar af margvíslegum vörum. Ég
nefni fáeinar: Saumur af öllum
stærðum, dúkkaður og með haus,
galvanhúðaður eða svartur.
Skrúfur voru þar einnig af fjöl-
mörgum gerðum, ekki síður en
saumurinn. Það er engin leið að
telja upp allar þær vörur sem voru
í hillunum í gömlu innréttingunni
í Brynju. Smiðjugreinarnar eru
bundnar við ákveðið rúm.
Ég minnist margra ferða á
námsárum mínum út í Brynju til
að kaupa þar lamir í á eldhús-
skápa, smellur og læsingar, yfir-
leitt allt sem þurfa þótti til hurða
og skápasmíða.
Verslunin Brynja var um árabil
stórverslun við Laugaveginn og
seldi margskonar byggingavörur
og verkfæri. Glersala var töluverð
og var og er rekin glerslípun og
speglagerð í bakhúsi verslunarinn-
ar.
Ný innrétting
Sjálfur er ég fæddur með þann
„galla“ að mér finnst gamalt og
íúið tréverk mjög fallegt, þó með
því skilyrði að vel hafi verið vand-
að til þess upphaflega.
Slíku tréverki eða handverki,
það er ekki bundið við tré, má
oftast halda vel við með viðgerð
og lagfæringum.
Ég minnist þess alveg frá því
að ég var 12 ára strákur í Austur-
bæjarskólanum að við skrifuðum
ritgerð er bar yfirskriftina: Hvað
ætla ég að verða þegar ég verð
fullorðinn? Þar lýsti ég því að ég
ætlaði að verða trésmiður og að
ég vildi vinna sem mest í höndum
en nota vélar hóflega.
Mörgum mun þykja slíkir fram-
tíðardraumar 12 ára drengs harla
barnalegir. Tíminn krefst ákveð-
inna breytinga og svo fór um hina
sérstæðu og fallegu verslunarinn-
réttingu í Brynju. Mér brá ein-
kennilega við er ég kom í verslun-
ina fyrst eftir nýja fyrirkomulagið.
Opnað hafði verið fyrir afgreiðslu-
rými í gegnum langvegginn sem
skipti húsinu í tvo hluta. Nú kom
einnig birta inn um bakglugga og
allt var miklu fijálslegra. Eigendur
og afgreiðslufólk virtist afar
ánægt eftir breytinguna.
Breyttir afgreiðsluhættir
Tíminn vinnur á og í verslunar-
rekstri þar sem allt veltur á hag-
kvæmni og að laða viðskiptavini
að er þörf á breytingum. Áður
fýrr fór oft langur tími hjá af-
greiðslu fólks að telja skrúfur,
króka o.fl., o.fl.
Nú hanga litlir plastpokar sem
talið hefur verið í uppi í grindum
og statífum. Þetta er nútíminn,
við hendum hinum gömlu verð-
mætum og kaupum eitthvað nýrra
og dýrara. Það gefur augaleið að
ekki er hægt að kaupa svona smá-
skammta á sama verði og áður
var. Mikil prýði mundi vera að því
ef hægt væri að koma gömlu inn-
réttingunni í ríkari mæli en nú er
þannig fyrir að hún sjáist og nýt-
ist.
Fólkið sem fer um
Laugaveginn
Fyrr í þessari grein gat ég þess
að margir vegfarendur staldra við
glugga Brynju. Þar gefur á að líta
fallegt og gott úrval verkfæra,
tréskurðaijárn og rennijárn, heflar
og sagir og ýmsar tegundir raf-
magnshandverkfæra.
Eg leitaði upplýsinga umm
hvaða vöruflokkar væru höfuð-
flokkar verslunarinnar nú. Svarið
var að hlutverk verslunarinnar
væri fyrst og fremst þjónusta við
vegfarendur götunnar, fólkið sem
á leið um Laugaveginn og einnig
væri töluverð áhersla lögð á þjón-
ustu við skólana^ einkum smíða-
kennsluna þar. I fjöldamörg ár
hefur Brynja haft á boðstólum létt-
byggðar trésmíðavélar sem margir
hafa keypt líka til notkunar heima
í kompunni sinni. Þær eru það létt-
ar að hægt er að setja þær í far-
angursgeymslu fólksbíls. Litlir
skóla hefilbekkir prýða vöruvalið.
eftir Bjarna
Ólafsson