Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 1

Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 1
 MENNING USTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 BLAÐ. ÓPERAN Amahl og næturgestirnir, eftir Gian-Carlo Menotti, verður frumsýnd í Langholtskirkju í dag, laugardaginn 5. desember, klukkan 17.00. Það er Óperusmiðjan sem flytur þetta fallega verk, sem inni- heldur boðskap nátengdan jólahátíðinni: Þrír konung- ar eru leið til að vitja konungs konunganna sem fædd- ur er í fátækt. Leiðarstjarna vísar þeim veginn, en þeir eru göngumóðir, þarfnast hressingar og hvíldar og banka á dyr hjá fátækri ekkju og fötluðum syni hennar, Amahl. Það er kvöld þegar óperan hefst. Móðir Amahls kallar á hann í hátt- inn, en hann er úti að leika sér. Leikvöllur hans er staðurinn þar sem tunglið verður að kyndli sem lýsir upp skýin og þau eru skín- andi gólf þar sem konungar halda dansleiki. Amahl bendir móður sinni á stjörnu „sem er stór eins og gluggi, hefur hala og ferðast um heiminn eins og eld- vagn“. Móðirin, sem hefur ekk- ert að bíta og brenna, and- varpar og spyr: „Amahl, hve- nær ætlarðu að hætta að skrökva?" Hún lítur ekki upp og skilur ekki ævintýra- heim barnsins, getur ekki greint milli lyga og lifandi ímyndunar- afls. Blæðandi trjágreinar, ljón með kvenmannshöfuð, fiskur á stærð við bát, með veiðihár og leðurblökuvængi og hom eins og geit, hafa engan tilgang, vekja enga gleði, þar sem hún stendur frammi fýrir því að fara á vergang með soninn fatlaða; gerast betlari. En jafnvel í því hlutskipti sér Amahl ævintýri. Hann mun leika á flautu sína og móðirin syngja, hann trúður, hún sígauni og fólkið mun kasta til þeirra gulli, „til að stöðva hávaðan". Móðirin býður góða nótt og bið- ur Amahl að eyða ekki ljósinu, en hann er rétt að þagna þegar bank-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.