Morgunblaðið - 05.12.1992, Síða 3

Morgunblaðið - 05.12.1992, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 B 3 Fimm af sjö meðlimum barokk-hóps- ins saman- komnir á æí- ingu fyrir að- ventutónl- eikana, f.v. Judith Þor- bergsson, Elín Guð- mundsdóttir, Camilla Söd- erberg, Guð- rún S. Birgis- dóttir og Martial Nardeau. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Barokktónlist leikin með borokkhljóðfær- um ber með sér allt annan blæ, annan leik með Ijós og skugga en þegar hún er leikin ó nútíma- hljóðfæri. Eldri hljóð- færin eru vissulego hljómminni, en búa yfir ófrúlegum þokka. BAROKK-BRAUÐ Barokktímabilið í tónlist, er blómgaðist á 17. öld, inn- leiddi dúr-moll kerfið í söguna, einsöngsrödd varð ráð- andi þáttur og farið var að taktgreina tónlist og skipta lagheildinni á áþekkan hátt og setningar gera í tungumál- inu. Segja má að eiginleg hljóðfæratónlist hafi þá orðið til með nýjum viðhorfum til hljómskipanar; formbreyting og framför sem bæði tónskáld og hljóðfærasmiðir áttu þátt í að þróa. Undanfarin ár hefur hópur tónlistar- manna komið saman til tónleikahalds ár hvert, og frei- stað þess að leika barokktónlist á hljóðfæri tímabilsins, er ljær tónlistinni seiðandi blæ hins upprunalega. í ár verða flutt tónverk eftir Georg Philipp Telemann, Franc- esco Geminiani og Louis Couperin á aðventutónleikum í Laugarneskirkju þriðjudaginn 8. desember kl. 20.30. JJ illa Södeberg er leikur 1 1 á blokkflautu, Peter Tompkins sem leikur á barokkóbó, Martial Nardeau sem leikur á barokkflautu, Guðrún S. Birgisdóttir sem leikur á barokk- flautu, Judith Þorbergsson sem leikur á barokkfagott, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir spilar á víóla da gamba og Elín Guðmundsdóttir á sembal. En hvernig vaknaði áhugi tón- listarmannanna á að leika tónlistina með upprunalegum hljóðfærum tímabilsins? „Áhuginn kviknaði með sam- starfí okkar Elínar fyrir þremur árum,“ segir Guðrún S. Birgisdótt- ir flautuleikari, „þar sem við spiluð- um barokksónötur, hún á sembal en ég á nútímaflautu. Þessi tónlist hafði alltaf höfðað sterklega til mín, ekki síst vegna þess að barokk var mjög flautusinnað tímabil í tón- list. Eftir því sem á leið vaknaði sú löngun að spila tónlistina á þau hljóðfæri sem hún var samin fyrir. Löngunin hlóð upp á sig tónlistar- mönnum sem höfðu verið að glíma við gömul hljóðfæri samhliða því að spila á nútímahljóðfæri, og tón- leikahald er nú orðinn árviss við- burður. Það krefst mikillar stúdíu að spila tónlistina á gömul hljóð- færi, og segja má að við séum öll á leiðinni í okkar tilraunum, því við vitum ekki nákvæmlega hvernig við eigum að bera okkur að. Bar- okktónlist leikin með barokkhljóð- færum ber með sér allt annan blæ, annan leik með ljós og skugga en þegar hún er leikin á nútímahljóð- færi. Sem dæmi má nefna gömb- una, en fíngrasetning hennar er allt önnur en sellósins sem Ólöf er vön að leika á. Eldri hljóðfærin eru vissulega hljómminni, en búa yfír ótrúlegum þokka, kannski einmitt þess vegna. Þau eru í senn vand- meðfarin og viðkvæm og ósjaldan kemur eitthvað allt annað fram þegar við leikum á þau en reiknað var með. Þótt að tæknilega séð virð- ist það freistandi, getur maður ekki snúið til baka eftir að hafa kynnst gömlu hljóðfærunum. Þetta ert hluti af því bijálæði eða fullkomn- unaráráttu sem margir hljómlista- menn eru haldnir, og miðast að því að gera hlutina sem réttast. í því skrefí sem hljóðfæraleikarinn tekur með því að skipta um tæki, er fólg- in landkönnun til nýrra vídda. Og leiðin er löng.“ Fyrsta verkið á efnisskrá að- ventutónleikanna í Laugames- kirkju er Sónata í D-dúr fyrir tvær flautur eftir Telemann (1681- 1767), er þótti einstaklega afkast- amikið tónskáld á sínum tíma og samdi meðal annars óperur, kirkju- lega tónlist og hljóðfæratónlist, og var einn helsti boðberi rokkókótón- listarinnar í Þýskalandi, er hratt að mörgu leyti barokkinu úr vin- sældarsessi. Sónatan í D-dúr er einfalt dúó fyrir flautur en innileg og auðug af laglínum svo líkja má við dægurtónlist barokktímans, og í anda hans er mikið jafnræði milli hljóðfæra. Annað verkið er Sónata í e-moll fyrir óbó og fylgirödd eftir Geminani (1687-1762), létt og skemmtileg ítölsk tónsmíði eftir tónskáld sem skrifaði yfírleitt verk fýrir fíðlu, gjaman undir merkjum kirkjusónötunnar, og samdi gagn- merka og leiðandi bók um fíðluleik. Elín Guðmundsdóttir leikur einleik í þriðja verkinu á efnisskrá; Svítu ftr. 7 fyrir sembal, eftir Louis Coup- erin (sem er af frægri ætt tónsmiða þótt Francois Couperin hafi líkast til borið höfuð og herðar yfir aðra þar í bæ), er byijar á fijálslegum forleik og spilar sig síðan út í flókn- ari kafla svítunnar. Telemann end- ar tónleikanna og myndar þannig nokkurs konar ramma um þá með Kvartett í d-moll fyrir blokkflautu, tvær þverflautur og fylgirödd, sem fenginn er úr „Tafelmusik" tón- skáldsins, og er að forminu til kirkjusónata. Hvað réði efnisvali barokk-hóps- ins að þessu sinni? „I ár langaði okkur að bjóða upp á blandaða kammertónlist," segir Guðrún, „því barokkið hentar ein- staklega vel hátíðum sökum jafn- vægis og friðar er í henni býr og okkur fínnst ekki veita af að læða inn í hamaganginn sem fylgir jóla- haldinu. Segja má að við höfum bakað barokk-brauð fyrir þessa hátíð nú og bjóðum fólki að njóta með okkur.“ SFr skammt sé til dögunar og ráð- leggja öllum að hvílast. Sjálfir segjast þeir þurfa að fara af stað innan stundar til að leita litla reifa- barnsins sem sé konungur kon- unganna. A meðan konungarnir sofa, verður móður Amahls litið á allt gullið og gersemarnar sem kon- ungarnir hafa meðferðis. Hún velt- ir því fyrir sér hvort þeir muni nokkuð taka eftir því þótt hún hnupli lítilræði til að eiga fyrir mat handa sér og Amahl. Hún teygir hendina og snertir gullið, en þá sprettur þjónn konunganna upp og stöðvar hana, vekur kon- ungana og vænir móðurina um þjófnað. Amahl vaknar og sjá — kraftaverk hefur gerst — hann er orðinn heill. Hann þarf ekki lengur að styðja sig við hækjur. Hann fær konungana til að gefa móðurinni grið. Þeir skilja fátækt hennar og örvæntingu og leyfa henni að halda gullinu. Þeir álíta að krafta- verkið sem orðið hefur á Amahl sé merki frá hinu heilaga barni; Amahl sé nátengdur því. Hann fer því með þeim til að votta baminu þakklæti sitt. ssv MENOTTIOG UPPFÆRSLA ÓPERU SMIÐJUNNAR ÍTALSK-bandaríska tónskáldið Gian Carlo Menotti er fæddur 1911 í borginni Cadegliano við Lugano-vatn á Ítalíu. Faðir hans var vel stæður kaupsýslumaður. Þegar Menotti innritaðist í Tónlistarskólann I Mílanó, aðeins 13 ára gamall hafði hann þegar samið óperur. 1928 hóf hann nám við Curtis-tónlistarskólann í Philadelphiu í Bandaríkjunum og kennari hans þar var Rosario Scal- ero. Meðal samnemenda og vina Menottis var meðal annars bandaríska tónskáldið Samuel Barber. Af fræg- ustu óperum Menottis, ,auk Amahls og næturgestanna, eru Miðillinn og Konsúllinn. mahl og næturgestirnir var fyrst uppfært hér á íslandi árið 1963 af Musica Nova. Hún var tekin upp fyrir Ríkissjónvarpið 1968. I báðum tilfellum var Magnús Blöndal Jóhannsson, hljómsveitarstjóri. Svo er einnig nú í uppfærslu Óperusmiðjunnar. Leikstjóri er Hávar Siguijónsson, leikmynd og búningar eru í hönd- um Helgu Stefánsdóttur. Kons- ertmeistari er Laufey Sigurðar- dóttir. I hlutverki Amahls eru þeir Hjörtur Þorbjömsson og Jóhann Menotti Ari Lárusson. Þeir munu leika hlutverkið til skiptis. Hlutverk móðurinnar syngur Jóhanna G. Linnet. Konungana þijá, Kaspar, Melchior og Balthasar syngja þeir Guðlaugur Victorsson, Ragnar Davíðsson og Stefán Arngrímsson. Þjón þeirra syngur Sigurður Sævarsson. Dansarar í sýningunni eru Hany Hadaya og Anthony Wood, auk þess sem kór Óperusmiðjunnar tekur þátt í flutningnum. Fmmsýning er í dag, klukkan 17.00, önnur sýning 6. desem- ber, klukkan 17.00, 3. sýning laugardaginn 12. desember, klukkan 17.00 og 4. sýning 13. desember, klukkan 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.