Morgunblaðið - 05.12.1992, Side 10

Morgunblaðið - 05.12.1992, Side 10
10 B 4- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 JAPANISMI EFTIR HANNES SIGURÐSSON Prentþrykkin voru ekki eina japanska myndlistar- formið sem Evrópubúar höfðu aðgang að. Gallerí- in buðu upp á ýmsa muni frá þess- um slóðum og t.a.m. voru yfir 1.300 austurlenskir hlutir til sýnis á heimssýningunni í París árið 1867, er spönnuðu allt frá skrautskriftar- borðum til stórra líkneskja. Blæ- vængimir og kimono-sloppamir, sem sjá má í myndum eins og „Kona með blævæng“ (1873) eftir Manet og „Camille í japönskum þjóðbún- ingi“ (1876) eftir Monet, gefa til kynna að listamennirnir hafa sjálfir átt slíka gripi fremur en þeir hafí einfaldlega skáldað þá upp eftir sjónminni frá einhveiju prenti. Slík verk lýsa vel hinum yfirborðslegri áhrifum sem vestrænir listamenn urðu fyrir í upphafi. Aðalatriðið í mynd Monets er t.d. ekki Camille, heldur samúræja-útsaumurinnn og hið áleitna munstur á sjálfum bún- ingnum. Síðar meir, með tilkomu grópavirkisstefnunnar („Cloison- ism“) í Frakklandi, urðu þessi geo- metrísku form, sem einnig gaf að líta í smeltisgripum og öðrum hand- unnum munum frá Japan, að heil- legri þætti í myndbyggingunni. Áhuginn á japanskri menningu ver heldur ekki einungis bundinn við framúrstefnuna; menn deildu ekki minna um hana í hinum aka- demísku herbúðum. Rithöfundar, með Emile Zola í broddi fýlkingar, létu málið einnig mikið til sín taka, en undir lok 19. aldarinnar voru gefin út ógrynni bóka um Austur- löndin, sem fjölluðu um allt frá hrís- gijónarækt og loftslagsháttum til stjórnarfyrirkomulags og matar- gerðarlistar. Það spaugilega við þessi upplýsingarit var, að fæstir rithöfundanna höfðu komið til Jap- ans. Rangtúlkanimar á japönsku samfélagi voru í samræmi við ímyndunargetu þessara sjálfskip- uðu sérfræðinga, því að almenning- ur hafði litla sem enga þekkingu um þjóðina (t.d. eru hugmyndir van Goghs um Japani, sem frumstæða einfeldninga er lifðu af gæðum jarð- árinnar, alfarið byggðar á slíkri platfræðimennsku). Samkvæmt kenningum þeirra var aðeins til einn japanskur listamaður — japönsk list — og allir stílar og söguleg tíma- bil, frá Rimpa, Tosa, Budda og Kano-skólunum til Shijo-landslags- hefðarinnar, voru sett undir sama hatt. Degas, Monet, Gauguin og van Gogh áttu t.d. í einkasafni sínu um 200 prentmyndir hver, sem þeir höfðu nánast enga sögulega tilfínn- ingu fyrir. Ekki aðeins eftir lista- menn frá fyrir hluta 19. aldarinnar eins og Keisai Masayoski, Hokusai og Hisroshige, heldur einnig jafn- aldra sína, Moronobu, Kiyonaga og Utamaro, en hinir yngri tilheyrðu nýjum realisma í japanskri mynd- list, sem rekja má til áhrifa frá Evrópu. Japanskir prentgerðar- menn þess tíma tóku að hafna ýmsum rótgrónum listhefðum og byijuðu þess í stað að stæla hol- lenska landslagsgrafík, er komið hafði á markaðinn í gegnum hafn- arborgina Nagasagi í líki ferða- handbóka og skáldsagna eins og Ikku Jippensha eftir Hizakurige. Utkoman er furðulegur sambræð- ingur, þar sem flatt munstursam- spil og evrópsk fjarvíddarsýn, real- ismi og abstraktsjón, haldast hönd í hönd, og gengu sumir svo langt í stælingunni að þeir skrifuðu lárétt undir verk sín að okkar hætti. Evr- ópskir málarar, sem héldu að þeir væru að fá lánaðar hugmyndir frá „ómengaðri“ japanskri sjónhefð, gerðu því stundum ekki annað en að herma eftir sinni eigin listrænu spegilmynd. Og í henni þóttust þeir Japanskar tréristur og áhrif þeirra í Evrópu á síðustu öld sjá sig andspænis náttúrunni, sem vestrænt samfélag hafði skilið eftir fyrir utan hof siðmenningarinnar, andlegum brautryðjendum til ómældrar armæðu. Oll umræðan gekk þar af leiðandi meira eða minna út á að endurheimta þessi rofnu tengsl á milli manns og nátt- úru með því að fínna hina einu sönnu formúlu fyrir sannleikanum. Út af því hvað Japanir voru frum- stæðir gaf það augaleið að japönsk myndlist og móðir náttúra væri eitt og hið sama — rétt eins og fífíll í grasi eða mús í haga — og þess vegna hlytu þeir að hafa rétta svar- ið. Sýn þeirra, sem ekki hafði verið öguð við hornkantaðan hugsunar- hátt rökfræðinnar, var „einföld" og SIÐARI GREIN framandi af þeim sökum. Ýmsar „vísindakenningar“ komu fram á sjónarsviðið varðandi það hvers vegna Japanir sýndu veröld- ina eins og raun bar vitni. Ein þeirra, sem sett var fram af Paul nokkrum Dalloz, var sú að þeir sæju hann öðruvísi en við út af því að augun í þeim eru skáhallandi. Túlkun þessara tveggja menningar- svæða á raunveruleikanum var því eðlilega skrifuð á reikning líffræð- innar; hin „afbrigðilega" sjón Jap- ana hafði m.ö.o. jafn mikið með augnlæknisfræðina að gera eins og hvern annan stíl eða stefnu. Og í framhaldi af því var munurinn á austurlenskri og vestrænni form- og listameðferð útskýrður út frá „sjónrænni hæfni“, sem síðari menningin hafði auðsjáanlega í mun meira mæli til að bera. Þessar tilgátur kunna ef til vill að varpa ljósi á hvers vegna Monet lagði svona mikla áherslu á hið „skapandi auga“; a.m.k. þóttist van Gogh vera með það alveg á hreinu að listamenn í Japan sæju heiminn á annan veg en við út af birtuskil- „saklaus“ og því voru þeir álitnir lifa í fullkomnu jafnvægi við lífríkið í ódáinslandi bamslegrar auðtrúar (þar sem orðið „framþróun" vantaði í japanskt tungumál sannfærðust menn bara ennþá betur). Ekkert tillit var tekið til hinna fáguðu merkingarblæbrigða myndanna og fíngerðra tilvísana, aðdráttaraflið sem þær höfðu stöfuðu að þeirra dómi af bamaskag en ekki vand- legri yfírvegun. í kreddublindni sinni fékk evrópska framúrstefnan lánaðan frumleika sinn frá einni íhaldssömustu myndlistarhefð í heiminum og hélt honum á lofti sem hinu mesta nýnæmi. Ólíkt impres- sjónistunum unnu japanskir lista- menn einvörðungu frá minninu og eftir viðteknum reglum í sambandi við hvemig fara ætti að því að sýna plöntur, dýr, mannverur o.s.frv. og var hugmyndin um „barnslegt við- bragðsáreiti", þar sem listamaður- inn virkar eins og hlutlauá spegill á náttúmna, þeim gjörsamlega yrðunum á þessum slóðum. í hinum fjölmörgu bréfum til bróður síns Theos og vina sinna í póst-impres- sjónistahópnum talaði hann oft um Suður-Frakkland sem staðgengil fyrir Austurlönd, fullviss þess að við rætur Miðjarðarhafsins myndi hann ná að mála og upplifa raun- vemleikann með sama hætti og Japanir: „Ég vildi kynnast nýrri : tegund birtu,“ skrifaði hann Theo skömmu eftir komuna til Arles, „og langaði til að skoða náttúrana und- ir heiðbláum himni svo ég gæti sannreynt hvemig það er að skynja heiminn alveg eins og þeir gera í Japan. Á þessum stað hef ég enga þörf fyrir japanska list. Það nægir mér einfaldlega að minna mig á að ég er staddur í Japan og því þurfi ég aðeins að opna augu mín og innbyrða það sem ég hef fyrir fram- an mig.“ Og um svipað leyti hafði hann á orði við Gauguin hversu ljós- lifandi ferðin þangað frá höfuðborg- inni stæði honum fyrir hugskots- sjónum og hvernig hann hefði stöð- ugt verið að athuga hvort hann væri ekki kominn til Japans: „Barnalegt, finnst þér ekki. En í rauninni er ég ekkert kjánalegri en hver annar.“ Aðdáun van Goghs á öllu því sem japanskri menningu viðkom jaðraði næstum við blinda ástríðu. Ein af meginástæðum fyrir þessum jap- r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.