Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992
35
Anna Jónasdóttir
Velek - Minning
Fædd 24. júní 1904
Dáin 2. desember 1992
Móðursystir mín, Anna J. Velek,
var fædd að Bjarteyjarsandi á Hval-
fjarðarströnd 24. júní 1904. For-
eldrar hennar voru Guðfinna Jósefs-
dóttir og Jónas Jóhannesson, sem
þar bjuggu. Börnin voru ellefu og
átti Anna fimm alsystkini og fimm
hálfsystkini, en nú eru lifandi að-
eins tvö alsystkini hennar, þau Vig-
dís og Valgeir.
Anna ólst upp í sveitinni en fór
svo til Reykjavíkur og vann fyrst
við saumaskap á þjóðbúningum í
versluninni Dyngju og síðar við
karlmannafatasaum hjá Andrési
Andréssyni klæðskera og þar
kynntist hún manni sínum Edward
Velek. Hann var amerískur og kom
til íslands til að skipuleggja hrað-
saumastofu hjá fyrirtækinu.
Anna fluttist út til manns síns
árið 1945 og bjuggu þau fyrst í
Dallas í Texas og þar heimsótti ég
þau og dvaldi hjá þeim í eitt ár og
var það mjög unaðslegur tími fyrir
mig. Síðan fluttust þau til Lawton
í Oklahóma þar sem Ed, eins og
hann var kallaður, keypti fyrirtæki,
sem sá um saumaskap á fötum fyr-
ir herinn og ráku þau það um tíma,
en svo missti Ed heilsuna og andað-
ist.
Anna bjó lengi ein í Lawton og
vann við saumaskap, því hún þótti
mjög góður klæðskeri. Síðan þegar
aldurinn færðist yfir hana og vinirn-
ir fóru að hverfa, fluttist hún aftur
heim til íslands fyrir fimm árum.
Hún dvaldi fyrst hjá skyldfólki, en
fluttist síðan á Dvalarheimilið Fell
í Reykjavík og dvaldist þar í nokkur
ár en svo þegar heilsunni tók að
hraka fluttist hún á hjúkrunarheim-
ilið að Kumbaravogi við Stokkseyri
og þar lést hún 2. desember síðast-
liðinn.
Anna var mjög sterkur persónu-
leiki og vinur vina sinna og nutum
við systur mínar þess í ríkum mæli
og þökkum við henni alla hennar
umhyggju og ástúð okkur til handa.
Blessuð sé minning hennar.
Lilja.
Ásmundsson, Jón Friðjónsson, Jó-
hann Örn Siguijónsson og Magnús
Sólmundarson) 29 v. af 36 mögu-
legum
2. BDTR (Þröstur Þórhallsson,
Andri Áss Grétarsson, Sigurður
Daði Sigfússon, Þráinn Vigfússon,
Gunnar Björnsson og Georg Páll
Skúlason 27 v.
3. Þroskapiltar Bragi Halldórs-
son, Áskell Örn Kárason, Gunnar
Gunnarsson og Júlíus Friðjónsson
24 v.
4. Díónýsos (Ólafur B. Þórsson,
Magnús Örn Úlfarsson, Hannes
F. Hrólfsson, Lárus Knútsson og
Valgarð Ingibergsson) 21 v.
5. VISA-klúbburinn (Jóhann Þór-
ir Jónsson, Sæbjörn Guðfinnsson,
Einar S. Einarsson og Hermann
Ragnarsson) 2OV2 v..
6. Skákrannsóknarfélag Is-
lands, A sveit (Ríkharður Sveins-
son, Helgi Sigurðsson, Júlíus Guð-
mundsson og Bergsteinn Georgs-
son) 20 Vi v.
7. Skotta (Eiríkur K. Björnsson,
Haraldur Baldursson, Siguijón
Haraldsson, Einar K. Einarsson)
20 v.
8. Graupan (Jóhannes Ágústsson,
Lárus Jóhannesson, Jón Þór Berg-
þórsson og Þröstur Þórsson 19 v.
9. Tímahrak (-grannt(Arnar E.
Gunnarsson, Bragi Þorfinnsson,
Jón Viktor Gunnarsson, Berg-
steinn Einarsson og Torfi Leós-
son) 19 v.
10. Skákklúbburinn Taktík
(Hlíðar Þór Hreinsson, Matthías
Kjeld, Páll A. Þórarinsson og Pét-
ur Viðarsson) 18‘/2 v. o.s.frv. ?
Anna frænka er dáin. Mér barst
sú sorgarfregn að morgni 2. desem-
ber. Þótt Anna væri orðin háöldruð
kom þessi fregn okkur öllum á
óvart, við eigum aldrei von á kall-
inu. Eri persónuleiki og reisn henn-
ar var slíkur að manni gleymdist
aldurinn í návist hennar.
Anna fæddist á Bjarteyjarsandi
á Hvalfjarðarströnd 24. júní árið
1904, dóttir hjónanna Guðfinnu
Jósefsdóttur og Jónasar Jóhannes-
sonar. Á Bjarteyjarsandi var stórt
heimili, börnin 11 að tölu. Börn afa
míns af fyrra hjónabandi voru
fimm, Stefán elstur, þá Benedikt,
Sigríður, Guðgeir og Engilbert en
þau eru nú öll látin. Seinni kona
afa míns, amma mín, var Guðfinna
Jósefsdóttir óg eignuðust þau sex
börn. Elst þeirra var Ragnheiður,
móðir mín, fædd 1895, var búsett
hér í Reykjavík, þá Guðmundur,
áður bóndi á Bjarteyjarsandi á
Hvalfjarðarströnd. Næst í systkina-
hópnum var Anna, þá Vígdís, bú-
sett í Reykjavík, Valgeir, áður bóndi
á Neðra-Skarði í Leirársveit, og
Sigurður, áður skógarvörður. Víg-
dís og Valgeir eru nú ein á lífi af
þessum stóra systkinahóp.
Á þessu barnmarga og fátæka
heimili ólst Anna upp, en þótt efnin
væru lítil og vinnuharka mikil
minntist hún æsku sinnar með
hlýju. Afi minn Jónas var einn þess-
arra kjarnamanna sem hélt virðingu
sinni þrátt fyrir fátækt og erfið-
leika. Hann afi minn, faðir Önnu,
átti þann metnað að skulda engum
neitt og það var meira en orðin
tóm. Vöndust systkinin á að vinna
eftir mætti allt frá bamsaldri, var
það hlutverk ömmu minnar Guð-
finnu að auðsýna börnunum ástúð
og mildi.
En þó að efnin væm ekki mikil
var menningar- og menntaáhugi
sterkur hjá systkinunum. Bræðrun-
um tókst að afla sér þeirrar mennt-
unar sem stóð ungum mönnum á
landsbyggðinni til boða á þessum
tíma og fyrir eigin dugnað tókst
þeim að komast í skóla. Þeir gengu
í Hvítárbakkaskóla og Reykholt.
En það var tímanna tákn að systr-
unum stóð ekki skólaganga til boða,
var töluvert framtak hjá þeim
Ragnheiði og Önnu að flytja til
Reykjavíkur og komast í starf á
virtum saumastofum við karl-
Kristinn Steingríms-
son - Kveðjuorð
Fæddur 4. ágúst 1923
Dáinn 28. nóvember 1992
Ég var stödd í London er ég
hringdi heim, laugardaginn 18.
nóvember sl., til móður minnar,
Unu Jóhannsdóttur, til að athuga
hvernig Kidda frænda liði, en hann
var sambýlismaður hennar, og fékk
ég þær fregnir að hann hefði kvatt
þennan heim þá um morguninn.
Hann hafði orðið að lúta í lægra-
haldi fyrir hinu illkynja krabba-
meini eins og svo margir.
Mig langar að minnast þess
mektarmanns með örfáum orðum.
Kiddi, eins og hann oftast var kall-
aður, var sterkur persónuleiki með
ákveðnar skoðanir á lífinu og tilver-
unni, sem oft komu fram í samræð-
um. Hann var hreinskiptinn og
heiðarlegur maður og sérlega barn-
góður, svo öll böm hændust að
honum. Hann lagði ríka áherslu á
að böm okkar systkinanna kölluðu
sig afa, sem þau öll gerðu með
ánægju, og var afa alltaf heilsað
og hann kvaddur með kossi. Litla
eins árs dóttir mín varð strax mik-
il afastelpa, sem og stóru strákarn-
ir mínir tveir.
Móððir mín og Kiddi bjuggu
saman í 13 ár og voru þau ávallt
mjög samrýmd, svo eftir var tekið.
Þau bjuggu sér hlýlegt og fallegt
heimili. Kiddi var mikið snyrti-
menni og sérlega handlaginn, og
eru margir fallegir munir til eftir
hann.
Móðir mín á um sárt að binda
er hún aðeins 58 ára sér nú á bak
seinni manni sínum og amma mín,
háöldruð móðir Kidda, sér nú á
eftir þriðja syni sínum. Samhrygg-
ist ég þeim báðum innilega. Einnig
vil ég votta börnum hans, þeim
Yvonne, Eggerti, Línu, Grímu,
Bogu og Rut og öllum barna-
börnunum mína dýpstu samúð, og
bið góðan guð að veita þeim styrk
sem núna sárt sakna góðs manns,
sem ég og fyölskylda mín þökkum
samfylgdina, og ég hef þá trú að
við eigum eftir að hittast síðar er
okkar kall kemur. Systkini mín og
fjölskyldur þeirra senda öllum að-
standendum samúðarkveðjur og
þakka frænda vorum fyrir sam-
fylgdina.
Þuríður Bogadóttir.
HASKOLI ISLANDS
Félagsvísindastofnun
Vísindi, tækni og hlutverk ríkisvaldsins
opinber fyrirlestur
Dr. William Kay, lektor við Northeastern University í Bos-
ton, flytur opinberan fyrirlestur um vísindi, tækni og hlut-
verk ríkisvaldsins í boði Félagsvísindastofnunar háskól-
ans. Dr. Kay er sérfræðingur í opinberri stefnumótun
(puplic policy), og hefur unnið að rannsóknum í Bandaríkj-
unum á vísinda- og tæknistefnu, m.a. á sviði orkumála
og geimferðaáætlunar NASA. Hann mun m.a. fjalla um
nýlega skýrslu OECD um vísinda- og tæknistefnu á íslandi.
Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda fimmtudaginn 10.
desember kl. 16.00.
Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn.
Stjórn Félagsvísindastofnunar.
mannafatasaum en Sigríður og Vig-
dís önnuðust heimilisstörf. Vigdís
kom á æskuheimili mitt 1929 og
hefur ævistarf hennar verið hjálp
og umönnun með foreldraheimili
mínu og ekki síst börnum fjölskyld-
unnar að ógleymdri frábærri
umönnun með móður minni eftir
að heila hennar brast.
Anna kaus saumastarfið og er
ekki ofsögum sagt að hún hafi ver-
ið listakona í sínu fagi. Á stríðsár-
unum vann Anna hjá'Andrési Andr-
éssyni, sem rak eina stærstu karl-
mannafataverslun og saumastofu í
Reykjavík á þeim árum. Það segir
nokkra sögu af kjörum fólks á þess-
um árum að laun kvenna nægðu
vart fyrir uppihaldi en Anna var svo
gæfusöm að eignast góða vinkonu,
Margréti Sigurðardóttur. Bjuggu
þær saman til að drýgja tekjumar
og bar aldrei skugga á vináttu
þeirra. Það var alltaf hrein hátíð
hjá okkur systrunum að fá að heim-
sækja Önnu því að hún var svo
yndisleg og góð við okkur.
Eining og samheldni systkina
móður minnar var alveg einstök.
Ef til vill var samhjálp fólks á þess-
um erfiðu árum ennþá meiri. Heim-
ili foreldra minna stóð systkinum
hennar alltaf opið ef einhver þurfti
á hjálp að halda. Þar sem mamma
var elst var hún í upphafi veitandi
en strax og úr rættist hjá yngri
systkinum hennar hallaðist ekki á
um veglyndi og stuðning. Var Önnu
höfðingslund í blóð borin og voru
þess ótal dæmi hve vel hún reynd-
ist systkinum sínum.
„Hjá Andrési“, eins og sagt var,
kynntist Anna seinni eiginmanni
sínum, bandarískum klæðskera,
sem fenginn var af fyrirtækinu til
að skipuleggja hraðsaumastofu á
karlmannafatnaði eftir „amerískri
tísku“. Edward J. Velek fæddist í
Chicago, sonur duglegra innflytj-
enda frá Bæheimi í Tékkóslóvakíu.
Hann hafði hlotið klæðskeramennt-
un í Chicago en fékk nú tækifæri
til að heimsækja ísland og hér
kynntist hann Önnu og veturinn
1944 gengu þau í hjónaband.
Það var stór ákvörðun á þessum
tíma að flytja alfarin til Bandaríkj-
anna, þá var ekki flogið á örfáum
klukkustundum milli Evrópu og
Bandaríkjanna. En vorið 1945 flutti
Anna alfarin vestur og stofnuðu þau
Ed heimili í Dallas í Texas þar sem
þau bjuggu síðan um árabil. Það
hefur þurft töluverðan kjark til að
kveðja ættland sitt og venjast jafn-
framandi aðstæðum og mannlífi í
suðurríkjum Bandaríkjanna. En
Anna stóð sig með reisn og bjó
þeim glæsilegt heimili, byggt á ís-
lenskum menningararfi.
Samband fjölskyldu minnar og
Önnu var allt frá fyrstu tíð einstak-
lega mikið. Bréfaskriftir og jóla-
sendingar ógleymanlegar á þeim
árum þegar allar vörur voru hér
mjög af skornum skammti. Það
koma margar minningar upp í hug-
ann þegar Önnu skal minnst. Ein
minning er þó sterkust og það er
vormorgun 1945. Anna hafði tekið
sér far með amerísku skipi til New
York, en á þessum tíma var brott-
farardagur skipa ekki gefínn upp
fyrirfram af hernaðarástæðum,
þannig að farþegar urðu að koma
til skips einhverjum dögum fyrir
brottför. Hefur þessi biðtími verið
frænku minni erfíður, því enginn
mátti yfirgefa skipið eða fá heim-
sóknir. En lítil frænka Önnu, undir-
rituð, fór á hverjum degi niður að
höfn að fylgjast með skipinu og
veifa Önnu, var ég einmitt stödd á
bryggjunni með vinkonu minni þeg-
ar skipið lagði frá. Anna fékk leyfi
til að koma niður landganginn og
kveðja mig, síðan tókum við vinkon-
uraar til fótanna og hlupum út í
vita til að veifa þegar skipið sigldi
út úr höfninni. Þetta var síðasta
kveðja heiman frá íslandi sem Anna
minntist oft í bréfum.
Eftir um tíu ára búsetu í Dallas
fluttu hún og Ed til Oklahoma og
stofnuðu klæðskeraverslun í Law-
ton og þar bjuggu þau síðan. En
sambandið við Onnu rofnaði ekki
pg börn mín minnast alltaf fallegu
gjafanna frá Önnu frænku í Amer-
íku. Anna fékk líka góðar heim-
sóknir, Margrét vinkona hennar og
systur mínar dvöldu hjá henni,
Önnu til mikillar ánægju.
Árið 1985 fórum við hjónin til
Bandaríkjanna og heimsóttum
Önnu, Ed var þá látinn fyrir fímm
árum og Anna bjó ein. I þeirri heim-
sókn bar það sennilega fyrst á góma
að Anna flyttist heim til íslands. í
annað skipti á ævi sinni tók Anna
djarfa ákvörðun. Hún fluttist heim
vorið 1987. Það var furðulegt að
Önnu skyldi takast að halda mál-
inu, hún talaði enn lýtalausa ís-
lensku þrátt fyrir sárafá tækifæri
til að tala málið í um 40 ár. Ein-
stöku sinnum á kyrrlátum stundum
okkar fékk ég hana til að minnast
gamalla daga og þá sagði hún
stundum „those were the days“.
Já, elsku frænka mín er horfin
en minningin lifir, hafi hún þökk
fyrir allt.
Sigrún Magnúsdóttir.
f m
KÍNA þóSiÐ
Lækjargötu 8-101 Reykjavík - Sími 11014
JÓLA TILBOÐ
n\ 5-ré
crtaln
Alla virka daga:
3-rétta máltíð m/súpu...595,-
Súrstærar rækjur m/súpu...495,-
Alla daga:
-rétta máltíð m/súpu og desert... 1.225,
Kúrekastígvél
Stærðir 31 -46
Teg. 13140
Svart nappa leður.
St. 31-35 kr. 4.900,-
St. 36-46 kr. 6.900,-
Staðgreiðsluafsláttur - Póstsendum.
SKJBA MÍLANÖ
KRINGLUNNI8-12 S. 689345
LAUGAVEGI 61-63, SIMI 10655