Morgunblaðið - 09.12.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992
19
Upplýsingamiðlun fyrir erlend
verkefni
Það er nauðsynlegt að koma á
upplýsingamiðlun yfir væntanleg
útboð á stærri og smærri verkum,
hvar sem er í heiminum, þannig
að verktakar geti í góðum tíma
velt því fyrir sér hvort það muni
henta að bjóða í verk erlendis og
geti gert nauðsynlegar ráðstafanir
til þess að takast á við slík verk-
efni. Einhver aðili, t.d. Verktaka-
sambandið í samvinnu við utan-
ríkisþjónustuna, þarf að lesa yfir
erlend blöð og tímarit, athuga aug-
lýsingar um útboð og koma þeim
á framfæri. Að vísu mun EES
samningurinn gera ráð fyrir, að
auglýsingar um útboð á stærri
verkefnum verði að birtast í öllum
EES-ríkjum, en það eru ef til vill
miklu fremur smáverkefnin, sem
við kynnum að hafa áhuga á. Ég
varð t.d. var við það fyrir nokkrum
árum er ég dvaldist í rannsókna-
leyfí í Þýzkalandi, að pólskir undir-
verktakar voru víða að störfum,
þar sem ég kom á byggingarstaði.
Þeir höfðu greinilega lesið þýzku
blöðin vel og haft augun opin. Þjóð-
verjar hafa lengi heimilað að err
lendir verktakar í smærri verkefn-
um mega taka með sér starfslið
að heiman og þurfa ekki formlegt
atvinnuleyfi fyrir slíkan mannskap.
Pólvetjarnir sáu sér því leik á borði
og nýttu sér þetta til fulls.
Nú er ástandið í Evrópu ekki
sérlega glæsilegt, því efnahagsleg-
ur samdráttur í nær öllum löndum
Evrópska efnahagssvæðisins er
mikill og einmitt þessvegna rétt að
vara við of mikilli bjartsýni varð-
andi verkefni þar. Það eru hins
vegar mikil verkefni framundan í
Austur-Evrópu, en þar er við það
vandamál að glíma, að ríkin þar
eiga enga peninga. Þau ætlast til
þess að ráðgjafarnir og verktakarn-
ir komi helzt með fjármagnið með
sér. Að vísu er hugsanlegt að gera
vöruskiptasamninga og verðum við
að hafa augun opin fyrir slíku.
Taka við olíu og timbri eða öðrum
verðmætum sem greiðslu fyrir verk
svo dæmi séu tekin. Annars verður
þar aðallega að eiga við stýringu
alþjóðastofnana svo sem Evrópska
þróunarbankans, og er þá aftur
komið að því, sem ég nefndi áður,
að fulltrúar hinna Norðurlandanna
og annarra Evrópuþjóða gína þar
yfir öllum verkefnum og hætt við,
að við smákarlarnir verðum útund-
an. Þá reynir á að okkar menn,
þ.e. fulltrúar okkar hjá þessum
stofnunum, hugsi til okkar sem
heima sitjum. Ef til vill er leið að
stofnsetja dótturfyrirtæki í löndum
Austur Evrópu eða í næsta ná-
grenni við þau. Hefur að minnsta
kosti eitt íslenzkt fyrirtæki reynt
þetta með árangri.
Verkefni í Austurlöndum fjær
Þægilegast væri að leita uppi og
taka að sér verkefni í ríku löndun-
um, en það útheimtir þekkingu á
málefnum Arabaríkja og Austur
Asíu. Danir t.d. kræktu í athyglis-
vert verkefni, sem vel hefði getað
hæft íslenzkum verktökum, sem sé
eldhúsinnréttinguna í soldánshöl-
lina í Brunei. Hér var um risastórt
verkefni að ræða, því soldánninn í
Brunei er með ríkustu mönnum
heims. Til að treysta betur aðstöðu
sína á þessum athyglisverða mark-
aði í Suðaustur Asíu, sendu þeir
síðan bæði Margréti drottningu og
Uffe Ellemann í opinbera heimsókn
til Brunei til að fylgja þessu eftir.
Allt svona fer því miður fram hjá
okkur, þar sem við fylgjumst ekki
með því, sem er að gerast rétt í
kring um okkur.
Ég hef nú tekið nokkur dæmi
um þá möguleika, sem við þrátt
fyrir allt eigum. Ekki dugar leggja
árar í bát, heldur verða allir að
taka höndum saman og hjálpast
að við að finna ný verkefni og leysa
þau saman. Þetta ættu menn að
hugleiða þótt þeir starfi í ólíkum
atvinnugreinum. Kannski þurfum
við byggingarmenn ekki að skipta
um starf eftir allt saman.
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður og ráðherra.
Fjögur fyrirtæki sama manns
hafa orðið gjaldþrota á 7 árum
í NÝJASTA tölublaði Dagsbrúnar, málgagns samnefnds verka-
mannafélags, er rakin saga aðila sem staðið hefur í rekstri hrein-
gerningarfyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Hafa fjögur fyrir-
tækja mannsins orðið gjaldþrota undanfarin 7 ár. „Þann tíma
hefur hann rekið fyrirtæki undir þremur mismunandi nöfnum og
efnt til nýrra skulda gagnvart starfsfólki sínu, lífeyrissjóðum og
öðrum,“ segir í Dagsbrún. Þar kemur einnig fram að lögmenn
Dagsbrúnar hafa á síðustu 12 mánuðum starfað við innheimtu
vangreiddra launa fyrir 108 einstaklinga sem starfað hafa hjá 27
fyrirtækjum.
„Til Dagsbrúnar berast allmörg
erindi á ári, þar sem fólk hefur
verið svikið um launagreiðslur,
iðgjöldum í lífeyrissjóð ekki verið
skilað inn og staðgreislu skatta
stungið undan. Þannig má búast
við að á ári hveiju tapist gífurleg-
ar fjárhæðir þar sem tjónið lendir
á viðkomandi launamönnum eða
skattborgurunum í gegnum
ábyrgðarsjóð launa. Skúrkarnir
sleppa og skattpeningarnir fara í
að borga brúsann," segir í Dags-
brún.
Síðan er rakin í blaðinu saga
af fyrirtækjum sem tiltekinn mað-
ur tengist og hafi hvert fyrirtækið
af öðru orðið gjaldþrota og skilið
eftir milljóna skuldir, meðal ann-
ars í formi ógreiddra launa og
tengdra gjalda en jafnóðum hafi
sami maður og aðilar honum
tengdir stofnað nýtt hlutafélag
undir nýju nafni og haldið rekstr-
inum áfram.
Fram kemur að lög um ábyrgða-
sjóð launa vegna gjaldþrota tryggi
að launafólk fái vangreidd laun
allt að 18 mánuði aftur í tímann.
„Vissulega er það afar þýðingar-
mikið fyrir launafólk að ríkið skuli
tryggja það fyrir svona skakkaföll-
um að einhveiju leyti. Hitt er ekki
síður mikilvægt að löggjafínn grípi
til víðtækari ráðstafana til að
koma í veg fyrir að menn geti leik-
ið svona leiki aftur og aftur,“ seg-
ir Steinunn Guðbjartsdóttir, einn
lögmanna verkamannafélagsins
Dagsbrúnar í samtali við blað fé-
lagsins.
UUIMU
Litur: Hvítur
og svartur.
Verð kr. 2.950
REPLIKSVAR
Sími og símsvari.
Verð kr. 11.980
TELE-POCKET
Þráðlaus sími.
Verð kr. 29.980 stgr.
UHm i
Litur: Blár, hvítur
og svartur.
Verð kr. 5.480
I CL-CM3C
Litur: Hvítur.
Simi fyrir sjónskerta.
Verð kr. 6.995
KIRK DELTA
Litur: Grár, hvítur og svartur.
Verð kr. 10.980
KIRK PLUS
Veggsími.
Litur: Hvítur
og svartur.
Verð kr. 5.480
JUPITER
Litur: Blár, grár,
hvltur og svartur.
Verð fra kr. 3.983
REPLIK
Litur: Hvítur,
svartur og rauður.
Verð kr. 4.980
MOTOROLA
Farsími
Bílasími verð kr. 69.800 stgr.
Burðarsími verð kr. 73.800 stgr.
PÓSTUR OG SÍMI
Söludeildir í Kirkjustraeti,
Kringlunni, Ármúla 27
og á póst- og símstöðvum
um land allt.