Morgunblaðið - 09.12.1992, Page 36
36
ooo R-i mvFwmrVM
María Amalía Þórð-
ardóttir — Mhming
Fædd 16. apríl 1898
Dáin 1. desember 1992
Elsku amma mín er dáin. Amma
sem hefur alltaf verið til staðar
þegar ég hef þurft á henni að halda.
Amma sem lifði erfíða tíma og veik-
indi en komst í gegnum þrenging-
amar sterk og úrræðagóð. Hún
átti alltaf til góð ráð fyrir þá sem
til hennar leituðu og var óspör að
miðla af reynslu sinni. Þessi sterka
kona sem þrátt fyrir háan aldur,
slæma sjón og heym og sára verki
í fótum bjó ein, saumaði dúkkur
Og hugsaði um garðinn sinn. Hún
var sem óhagganlegur klettur í til-
vera minni og því verður erfítt að
venjast lífínu án hennar. En nú er
hún komin þangað sem hana hefur
lengi langað að fara. Hún hefur
fengið langþráða hvíld og henni líð-
ur núna vel. En við sem eftir stönd-
um verðum að laga líf okkar að
þessari breytingu og læra að lifa
með það tómarúm sem nú er í hjarta
okkar.
Ég þakka fyrir að hafa fengið
að kynnast ömmu jafn vel og raun-
in varð.
Anna María og fjölskylda.
Það var haust, komið fram að
vetumóttum þegar ég flutti í Skipa:
sundið. Ég hafði steytt báti mínuni
á skeri og úr brimgarðinum skolaði
mér í lygnan sjó þama í sundið.
Ég var í húsi númer 88.
Fljótlega eftir að ég flutti tók ég
eftir gamalli konu í næsta húsi.
Hún var að hlú að garðinum sínum
fyrir veturinn. Ég tók Iíka eftir því
að falleg tré vora meðfram allri
girðingunni og stórt og gróskumik-
ið grenitré stóð innar í garðinum.
Kona þessi var mikil á að sjá, þrek-
vaxin, hreyfingar hægar og hátt-
bundnar. Eitthvað var í fari hennar
sem vakti athygli mína, en samt
leið svo af veturinn að við tókum
ekki tal saman. Næsta vor var ég
að hreinsa til í mínum garði þegar
hún var allt í einu komin til mín,
býður góðan dag, talar um veðrið
og síðan ekki meir. Nema ég er á
leið í vinnu einn morgun þegar hún
kallar til mín af tröppunum á húsi
sínu hvort ekki megi bjóða henni
glóðvolga ástarpunga, sem ég þáði
með þökkum. Þetta var í fyrsta
skipti sem ég kom í gráa húsið vina-
lega númer 86. Meðan ég drakk
kaffið og neytti þessara ljúffengu
ástarpunga, nýkomnum úr feitinni,
fann ég þennan varma sem umlyk-
ur allt og alla sem era í nálægð
þeirra sem geisla kærleikanum frá
sér.
María Þórðardóttir hét hún, ætt-
uð austan úr sveitum. Foreldrar
hennar skildu þegar hún var ung
að áram og var hún látin í fóstur.
Fyrir mörgum áram dreymdi
Maríu að búið væri að ýiöggva
grenitréð í garðinum hennar.
Skömmu síðar missti maðurinn
hennar Ingimar heilsuna og var
óvinnufær æ síðan þar til hann lést
4. maí 1980.
Það mætti skrifa langa sögu um
það hvemig hún reyndist manni
sínum í veikindum hans. Það er
stórbrotin saga um fórnfysi og
kærleika sem kalla ekki til launa
en fær umbun í starfí.-
Þau hjón eignuðust þijá syni og
eina dóttur og tóku auk þess telpu
í fóstur og ólu upp sem eigið bam.
Sonur hennar Olafur drakknaði
ungur. Aður en það gerðist dreymdi
Maríu að hann kæmi sjóblautur til
sín, en þegar hann nálgaðist hana
sá hún að þetta er mágur hans sem
var með honum á bátnum og frétti
hún af drakknun hans skömmu síð-
ar. En það varð ekki langt á milli
vinanna, því Ólafur var allur að
nokkram tíma liðnum, drakknaði
frá þremur ungum bömum.
Það er skemmst frá því að segja
að ég varð heimagangur í húsinu
númer 86. Einhver óskiljanleg öfl
ófu um okkur þræði, ósýnilega en
sterka, svo að mér fannst að aldrei
mundu slitna meðan báðar lifðu.
Einhveiju sinni kom ég út til
hennar, hún hafði lagt sig og ég
segi hlæjandi „var ég að senda eitt-
hvað á undan mér?“ „Ég veit hvað
fylgir þér“ ansaði hún, „það er
mórauður hundur og ég vissi að við
ættum eftir að kynnast, hann horfði
svoleiðis á mig.“ Ég át eftir henni
„mórauður hundur". „Já, það er
enginn einn sem hefur hund með
sér,“ svarar hún.
Af hjarta er ég þakkiát fyrir að
hafa kynnst þessari vinkonu minni.
Aldrei fann ég aldursmun á okkur.
Sál hennar var síung og við ræddum
hin duldu rök tilverannar jafnt sem
dægurmálin. Hana dreymdi mikið
og mundi draumana vel.
Nú fækkar ferðum í Skipasund
og mun ég sakna þess, en minning-
ar lifa um samferðamenn sem gott
var að deila geði með.
Ég bið bömum hennar og afkom-
endum öllum guðs blessunar, þau
reyndusí henni frábærlega vel.
Friður guðs sem er æðri öllum skiln-
ingi varðveiti Maríu mína Þórðar-
dóttur.
Brandís.
Amma er dáin, 94 ára og fékk
að deyja alveg eins og hún óskaði,
hægt og hljótt. Hún sýndist bráð-
hress til síðasta dags, en amma
talaði ekki um sína eigin heilsu, svo
erfitt var að vita hvemig henni leið.
Hún var stórbrotin kona sem alltaf
var gaman að heimsækja. Amma
var af þeirri kynslóð sem barmaði
sér ekki og taldi nánast skömm að
því ef ekki væri hægt að sjá fyrir
sér og sínum, þrátt fyrir atvinnu-
leysi og kreppu. Þannig vora þau
bæði, afí og amma. Afí dó 1979
eftir langt sjúkdómsstríð og fannst
mér aðdáunarvert hve amma hjúkr-
aði honum og sá um hann til síð-
asta dags, enda vora ein síðustu
orð sem ég heyrði afa segja að
hann hefði bestu hjúkrunarkonu
sem hægt væri að fá.
Amma reyndist mér alltaf vel og
eftir að ég fór að eldast fann ég
góðan vin í henni.
Ég vona að nú séu þau afí og
amma búin að ná saman að nýju,
en ég veit að því trúði amma. Ég
þakka fyrir þann tíma sem ég fékk
að þekkja hana.
Hvíli hún í friði.
Chrístian.
Lát mig starfa, lát mig vaka,
lifa meðan dagur er.
Létt sem fuglinn lát mig kvaka,
lofsöng, Drottinn flytja þér
meðan ævin endist mér.
Lát mig iðja, lát mig biðja,
lífsins faðir, Drottinn hár.
Lát mig þreytta þjáða styðja,
þeirra tár og græða sár,
gleðja og fóma öll mín ár.
(Oterdahl. Margrét Jónsdóttir þýddi.)
Ég vissi að lífsklukka vinkonu
minnar var farin að slitna. Hún
taldi sig samt eiga svo margt ógert.
Að vísu var hún nýbúin að taka
allt húsið sitt í gegn, húsið sem
Ingimar hennar hafði byggt meira
og minna með sínum tveimur hönd-
um í frístundum. Hún hafði hugsað
sér að skila öllu af sér í lagi. Hún
var búin að setja nýtt gler í alla
glugga, klæða húsið að utan og nú
síðastliðið sumar var þakið allt end-
urnýjað. Slík dugnaðarkona var hún
María mín í Skipasundinu, sem var
„aðeins 94 ára“. Við sem eftir lifum
lútum höfði í virðingu og þökk er
við horfum á eftir fólkinu okkar sem
var fætt á öldinni sem leið, því við
vitum að þar var og er kjami þjóð-
ar vorrar.
María hét fullu nafni María
Amalía Þórðardóttir og var fædd
16. apríl 1898 að Auðsholti í Bisk-
upstungum. Hún var dóttir hjón-
anna Olafíu Ólafsdóttur og Þórðar
Magnússonar. Böm þeirra urðu tíu
en sex komust til fullorðinsára. Þau
era: Magnús, skipstjóri, sem kvænt-
ist norskri konu og bjó í Bergen í
Noregi; Sigurður, sjómaður,
ókvæntur; Valgerður, giftist norsk-
um manni og bjó í Tönsberg í Nor-
egi; Helga, gift dönskum manni og
bjó á Engi fyrir ofan Reykjavíkur-
borg; Þóra, bjó hér í Reykjavík,
ógift. Era nú öll systkinin og mak-
ar þeirra horfín yfír móðuna miklu.
A þessum áram fóra ungar stúlk-
ur gjarnan til Reykjavíkur í vist á
góð heimili og var það talið á við
bestu húsmæðraskóla. María fór í
slíkar vistir t.d. hjá Indriða Einars-
syni, rithöfundi. Síðar sigldi hún
með gamla Gullfossi og réðst í vist
í Noregi og vann einnig á hóteli í
Osló, en alls var hún í Noregi í um
tvö ár. Þegar María kom heim aftur
kynntist hún ungum manni, Ingi-
mar Þorkelssyni. Þau felldu hugi
saman og giftu sig 19. maí 1928.
María og Ingimar eignuðust fjögur
mannvænleg börn. Þau era: Hauk-
ur, bifreiðasmiður, kvæntur Ásu
Hjálmarsdóttur og eiga þau eina
dóttur, Maríu, gifta Þorsteini Sæ-
mundssyni og eiga þau tvö böm;
Þorkell, þungavélaviðgerðarmaður,
kvæntur Gretu Karlsen. Böm þeirra
eru tvö, Christian Emil, sem kvænt-
ur er Önnu Ragnheiði Harðardóttur
og eiga þau eitt barn, Anna María
er í sambúð með Páli Inga Krist-
jónssyni og eiga þau tvö börn;
Martha, fulltrúi á Félagsmálastofn-
un, gift Alexander Goodall og eiga
þau tvö börn, James Ingimar og
Elísabetu; Ólafur, sjómaður, kvænt-
ur Guðnýju Kjartansdóttur, en Ólaf-
ur drakknaði er hann tók út af tog-
aranum Guðmundi Pétri í desember
1973. Var það þeim hjónum Maríu
og Ingimar sár harmur að missa
son sinn frá konu og þremur litlum
bömum, en þau era Halldóra Katr-
ín, gift Kára J. Húnfjörð og eiga
þau tvö böm, Oddur Magnús,
ókvæntur og Kristján Gunnar,
ókvæntur. Eina stúlku ólu þau upp
sem sína eigin dóttur, Karlottu
Aðalsteinsdóttur, og var hún fjög-
urra ára þegar hún kom til þeirra,
þá nýbúin að missa móður sína.
Enn barði sorgin að dyram hjá þeim
hjónum því Karlotta veiktist af
krabbameini og lést í apríl 1979 frá
tveimur bömum, Helgu, sem er
ógift, og Sigurði, sem á eitt bam
með unnustu sinni.
Árið 1933 keyptu María og Ingi-
mar sér litla íbúð að Bjamarstíg
3. Þetta var á kreppuárunum. Ingi-
mar vann við höfnina og var oft
lítil vinna, jafnvel var vinnan
skömmtuð og ekkert eða lítið til.
Þá kom sér vel að eiga útsjónar-
sama konu sem kunni að gera mik-
ið úr litlu. Hafa kunnugir sagt mér
að á Bjamarstígnum hafí verið mik-
ill gestagangur og gestrisni í fyrir-
rúmi svo enginn fór þaðan svang-
ur. Árið 1955 kaupa Ingimar og
María húseignina að Skipasundi 86,
sem Ingimar endurbyggði, og
bjuggu þar æ síðan. Lóðin var stór
og María hafði nóg að gera við að
móta garðinn. Húsið og garðurinn
vora stolt Maríu. Það er ekki of-
mælt að hún „hafí dekrað við garð-
inn sinn“. Matreiddi hún m.a. fín-
ustu rétti úr hinum ótrúlegustuu
grösum og jurtum úr garðinum.
Þessi kunnátta nýttist Maríu vel
þegar Ingimar missti heilsuna. Þá
var ánægjulegt að sjá hvað hún
skreytti matarbakkann hans til að
hann hefði kannski betri lyst. Mann
sinn missti María í maí 1980.
Ég sem þessar línur rita hef ver-
ið heimagangur hjá þeim hjónum
og komið til þeirra bæði í gleði og
sorg. Bæði voru þau ráðholl og
úrræðagóð. María var há og tíguleg
kona. Hún var ákaflega berdreymin
þannig að hún sá oft fram í framtíð-
ina og margir leituðu til hennar og
ætíð vildi hún hvers manns vanda
leysa. Góð móðir var hún einnig og
mátti ekkert aumt sjá og vildi alltaf
vera að gleðja og hjálpa. Hún fór
ekki troðnar slóðir. Hún skapaði sér
starf sem hún hafði mikla ánægju
af, en hún saumaði tuskudúkkur
og hafði hver dúkka sitt sérkenni
eins og mannfólkið. Eftir að María
fór að missa sjónina lét hún ekki
deigan síga, sat oft við saumavélina
og saumaði, „er að sauma upp í
pantanir". Dúkkur Maríu hafa verið
sendar út um allan heim.
Þegar ég hugsa um alla kost-
gangarana hennar Maríu og öll litlu
húsin sem héngu á tijánum út um
allan garðinn kemur mér í hug lítið
ljóð um snjótittilinginn sem Katrín
)
t
Hjartkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka,
KATRÍN ÞÓRISDÓTTIR,
lést í Borgarspítalanum aðfaranótt sunnudags 6. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórhildur Helgadóttir,
Þórir Hilmarsson.
t
GUÐNÝ ÁSTA OTTESEN DAVIS
andaðist 7. desember í San Fransisco.
Aðstandendur.
t
Eiginmaður minn,
ÞÓRARINN ÁRSÆLL SIGBJÖRNSSON,
fiskmatsmaður, Boðahlein 25,
Garðabæ,
áður Vikurbraut 18,
Grindavík,
andaðist á heimili sínu mánudaginn 7. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Margrét Sveinsdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
áðurtil heimilisá Reykjavíkurvegi 25a,
Reykjavík,
er lést 1. desember sl. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 10. desember kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlegast afbeðin.
Einar Sæmundsson,
Sigrún E. Einarsdóttir, Gunnar Guðmundsson,
Ásbjörn Einarsson, Jóna Guðbrandsdóttir
og barnabörn.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
HALLGRÍMUR GEORG BJÖRNSSON,
Reykjavikurvegi 33,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn
9. desember kl. 13.30.
Margrét Þorvaldsdóttir,
Þorvaldur S. Hallgrimsson, Svanhildur Leifsdóttir,
Guðbjörn Hallgrfmsson, Hreinn Sumarliðason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJARNI PÉTUR JÓNASSON,
Engihjalla 9,
Kópavogi,
sem lést þann 3. desember sl., verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu-
daginn 11. desember kl. 13.30.
Friðjón Bjarnason, Inga Brynjólfsdóttir,
Sigurður Bjarnason, Hilde Stoltz,
Valgeir Bjarnason, Margrét Bjarnadóttir
og barnabörn.
Fjlidnkkjur
(ílæsiles kíilii-
o
luaðborð faJlegir
salir og nijög
goð þjónnsta.
IpplýsingiU'
ísíina22322
FLUGLEIDIR
HðTEL Lomeiiii