Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 37 Forsætisnefnd Norðurlandaráðs Bréfburðargjald innan Norðurlanda til umræðu Árnadóttir frá Oddgeirshólum, upp- eldissystir mín, orti og kom út árið 1936 í ljóðakveri sem heitir Kátir krakkar. En þið megið gá út um gluggann gæta að fuglunum smá, þegar þeir koma og kroppa í komið er gaman að sjá. Fuglinn var hikandi og hræddur og horfði upp í loftin blá. Svo byijaði hann komið að kroppa og krafsa með fðtum smá. Einn lítill fugl var mikið uppá- hald hjá Maríu. Hún gaf honum nafn og nefndi Surtlu. Hann gerði sig heimakominn og pikkaði í gluggann og lét vita að gott væri að fá meiri mat, munnarnir væru margir. Á vorin fjölgaði í litlu hús- unum og þá varð María að fara og skoða öll börnin. Að sjálfsögðu var sungið fyrir hana í staðinn. Svo komu þeir allir í einu, og alltaf færðust þeir nær. Loks svifu þeir saddir í burtu og sungu um stúlkumar tvær. María og bóndi hennar höfðu ákaflega gaman af að ferðast með- an Ingimar hafði sjón og heilsu. Þá ferðuðust þau mikið á bíl sínum og nutu samverunnar úti í náttúr- unni og fegurðar landsins. Þau byggðu sér lítið sumarhús í landi Haukholts í Hrunamannahreppi og nefndu húsið Dalakofann. Einnig þar kom ég og gisti og naut þess að láta stjana við mig. Þar var líka lítill garður og hagamúsin var ekki afskipt. Þá upplifði ég einu sinni enn hve María var stórkostleg og átti fáa sína líka. Hún hafði verið að gefa Krumma mat, setti matinn út fyrir hlið. Allt í éinu heyrist „krunk, krunk“, hún fer að athuga og segir: „Ég er nýbúin að gefa þér krummi minn.“ Krummi lét sig ekki, vildi fá hana út fyrir hliðið. Er hún kemur út fyrir er krummi kominn með ungana sína þrjá og var stórkostlegt að sjá Maríu og krumma tala saman. Svona var þetta líka í Skipasundinu, fuglarnir virtust þekkja Maríu og skilja hana. Lítill fugl skauzt úr lautu, lofaði guð mér ofar. Sjálfur sat ég í lautu sárglaður og með tárum. (Jónas Hallgrímsson) Um leið og ég kveð mína tryggo vinkonu vil ég þakka henni fyrir 40 ára kynni og öll hollu ráðin sem mér tókst ekki alltaf að fara eftir. Ég leyfi mér að þakka öllum sem heimsóttu Maríu og gáfu sér tíma til að líta til hennar. María var heima til hinstu stund- ar og andaðist aðfaranótt 1. desem- ber. Ég bið Guð að styrkja börn hennar, barnabörn og barnabarna- börn svo og allá hennar vini. _____________Brids________________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn Sandgerði Sveit Karls G. Karlssonar hefír enn forystu í haustsveitakeppninni en nú er lokið 6 umferðum af 8. Staða efstu sveita: Karl G. Karlsson 120 Kolbeinn Pálsson 110 SveitAmeyjar 106 Sigurður Davíðsson 98 Sveit Bátaþjónustunnar 95 Bridsfélag Suðurnesja Gísli Torfason, Logi Þormóðsson og Jóhannes Sigurðsson standa best að vígi í jólatvímenningnum. Spila er í þijú kvöld og tvö efstu kvöldin látin ráða til verðlauna. Staða efstu para: Gisli Torfason - Logi Þormóðsson - Jóhannes Sigurðsson 190-190 Valur Símonarson - Gunnar Guðbjömsson - Stefán Jónsson 194-165 Birkir Jónsson - Gísli ísleifsson 188-157 Amór Ragnarsson - Karl Hermannsson 166-168 Óskar Pálsson - Sigurhans Sigurhanss. 168-154 Síðasta umferðin verður spiluð í Hótel Kristínu nk. inánudagskvöld kl. 19.45. Námskeið fyrir yngri spilara f. ’68 og yngri Bridssamband Islands hefur ákveð- ið að halda námskeið í brids fyrir yngri spilara, fædda 1968 og yngri. Leiðbeinendur verða Jón Baldurs- son, heimstari í brids, og Sævar Þor- Nú legg ég aupn aftur, Ó guð, þinn náðarkraftur min veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Foersom - Sb. 1872. S. Egilsson.) Að leiðarlokum óska ég Maríu minni góðrar heimkomu og endur- fundar við mann sinn. María verður lögð til hinstu hvíldar við hlið manns síns. Jarðarförin fer fram frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 9. des- ember kl. 13.30. Veri María Þórðardóttir kært kvödd, Guði á hendur falin. Hafi hún hjartans þök, fyrir allt og allt. Jónína Bjömsdóttir frá Oddgeirshólum. Við erum í sífellu minnt á hverf- ulleika lífsins. Þó ávallt megi eiga von á fráfalli aldraðs fólks, er eins og dauðinn komi okkur sífellt á óvart. Lífsþróttur Maríu Þórðar- dóttur var slíkur að flest okkar sem þekktum hana hnykkti við er hún lést snögglega aðfaranótt 1. desem- ber sl. Aðeins degi áður hafði hún tekið þátt í afmælisveislu eins af barnabarnabörnum sínum og var þar kát og hress að vanda. María, eða langa, eins og hún hét ávallt á heimili okkar, eftir að barnabama- börnin komu til sögunnar, var fædd 16. apríl 1898 og var því á 95. ald- ursári er hún lést. Langa var um margt óvenjuleg kona. Aður en hún giftist Ingimar langafa árið 1928, hafði hún unnið fyrir sér sem stofustúlka og kokk- ur, fyrst hjá nokkrum fjölskyldum í Reykjavík og síðar einnig á einka- þeimili og hóteli í Noregi. Á þessum árum var fátítt að ungar stúlkur úr íslenskri sveit tækju sér slíkt fyrir hendur, en langa hleypti heim- draganum eftir erfíða æsku og hélt á vit ævintýranna. Hún minntist þessara tíma oft og mundi undra- margt. Hún var og ætíð úrvals verk- manneskja, góður kokkur, og mundi hinar ýmsu uppskriftir frá þessum tíma. Þessi reynsla kom henni að góðu gagni við heimilisrekstur á erfiðum tímum. Auk þess að hafa sex manna fjöl- skyldu að hugsa um var stöðugur straumur gesta sem allir fengu beina og góðar móttökur. Langa giftist eins og áður sagði Ingimar Þorkelssyni, fæddur 1902, dáinn 1980, 19. maí 1928. Þau eignuðust fjögur böm: Mörthu, fædda 1928, gifta Alexander Jakobssyni, þau eiga James Ingimar og Élísabetu, Þorkel, fæddan 1929, kvæntan Grétu Kortsen, þau eiga Kristján og Önnu Maríu, Hauk, fæddan 1930, kvæntan Ásu Hjálmarsdótt- ur, þau eiga Maríu Jónu, og Ólaf, fæddan 1932, dáinn 1973, var kvæntur Guðnýju Kjartansdóttur, bjömsson, Norðurlandameistari i brids. Kynningarfundur verður haldinn í húsi Bridssambands íslands, Sigtúni 9, laugardaginn 12. des. kl. 13.00. Yngri spilara landslið íslands verður valið úr þeim hópi sem tekur þátt. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt eru beðnir um að skrá sig á skrif- stofu Bridssambands íslands, s. 91- 689360, eða mæta á kynningarfund- inn 12. dés. Þeir spilarar eða félög utan Stór- Reykjavíkursvæðisins sem áhuga hafa setji sig í samband við skrifstofu BSÍ s. 91-689360. Vetrar-Mitcell BSÍ Föstudagskvöldið 4. des. voru 26 pör í Vetrar-Mitcell BSÍ í Sigtúni 9. Úrslit urðu þessi: N/s—riðill: KjartanJóhannsson-HelgiHermannsson 388 Sturla Snæbjömsson - Helga Berpiann 373 Þráinn Sigurðsson - Vilhjálmur Sigurðsson 367 AndrésÁsgeirsson-ÁsgeirSigurðsson 336 A/v-riðill: PállÞórBergsson-SveinnÞorvaldsson 418 Bjöm Ámason - Bjöm Þorláksson 379 Hrafnhildur Skúladóttir - Jömndur Þórðarson 377 Sveinn Sigurgeirsson - Ólafur Oddsson 333 Á föstudagskvöldum er alltaf spil- aður eins kvölds tvímenningur og skráning er á staðnum. Spilamennska hefst kl. 19. Bridsdeild Barðstrendingafélagsins Nú er lokið Hraðsveitakeppni deild- arinnar með sigri svitar Þórarins þeirra börn eru Halldóra Katrín, Oddur og Kristján Gunnar. Einnig ólu María og Ingimar upp sem sitt eigið barn Karlottu Aðalsteinsdótt- ur, Lottý, fædda 1939, dána 1978. Hún var gift Jóni Sigurðssyni, þau skildu, þeirra börn eru Sigurður og Helga. Barnabarnabörn Löngu eru nú 10. Á langri ævi fór ekki hjá aföllum í lífí Löngu og langafa. Þyngstu höggin voru þegar Ólafur sonur þeirra fórst af slysförum árið 1973, og þegar Lottý andaðist aðeins 39 ára gömul eftir löng veikindi. Tók þetta þyngt á þau hjón. Ingimar langafi andaðist síðan 4. maí 1980, eftir alllanga vanheilsu. Bjó Langa síðan ein í húsinu sínu í Skipasundi, en hafði ávallt leigj- endur. Batt hún vináttubönd við leigjendur sína og er það allstór hópur sem hefur átt fyrstu búskap- aráar sín upp á lofti í Skipasundi. Ávallt var gott að koma í Skipa- sundið til Löngu. Alltaf bauð hún upp á kaffí og átti alltaf gott upp í litla munna sem áttu leið um. Én skjól Löngu í Skipasundi og dvöl hennar þar hefði ekki verið möguleg seinustu árin án aðstoðar vina og vandamanna, sér í lagi Ásu og Hauks, sem vöktu yfír vegferð Löngu allt til síðasta dags! Verður seint að fullu metið allt sem þau lögðu á sig til þess að létta henni lífíð. Þrátt fyrir að Langa væri heilsu- lítil lengi ævinnar, entust henni kraftar lengi. Hún vann í garðinum í Skipasundi og gróðursetti bæði þar og í sumarbústað sínum, Dala- kofanum, þar sem hún dvaldi oft á sumrum allt til þess að hún var á 94. aldursári. Einnig saumaði hún fram á síðasta dag, þrátt fyrir sjón- depru. Seinni árin heyrði hún auk þess illa, en það kom ekki í veg fyrir að hún fylgdist með öllu sem markvert gerðist, innan lands sem utan, fýrir utan að vita um flest sem viðkom fjölskyldunni. Á seinasta ári stóð hún ennfrem- ur í stórframkvæmdum í Skipa- sundi. Slíkur var hugurinn og lífs- orkan. Hún lagði einnig ótrauð upp í langferðir í svartasta skammdeg- inu þau ár sem nafna hennar bjó á Eskifírði, til þess að eyða þar jólum, skipti þá engu máli veðurútlit og færð og þó Langa væri þá um nír- ætt. Síðasta árið var Langa farin að þreytast, en minni og eftirtekt var óbreytt til hinsta dags. Sú ósk hennar að fá að dveljast á eigin heimili allt til enda rættist og nú hefur langa lagt í ferð sína 'inn í ljósið til móts við hinn hæsta. Þar verður vel tekið á móti henni. Að- standendur hennar og vinir munu ætíð minnast hennar. Guð blessi minningu löngu, Maríu Þórðardótt- ur. ÞS. Ámasonar. Með honum spila Gísli Víglundsson, F'riðjón Margeirsson, Valdimar Sveinsson og Gunnar Bragi Kjartansson. Úrslitaröð: Sv. Þórarins Ámasonar 2.902 Sv. Sigurðar ísakssonar 2.821 Sv. Péturs Sigurðssonar 2.800 Sv. Kristins Oskarssonar 2.778 Sv. Árna Magnússonar 2.747 Besta skor síðasta kvöldið: Sv. Þórarins Ámasonar 626 Sv. Áma Magnússonar 575 Sv. Ragnars Bjömssonar 572 Sv. Péturs Sigurðssonar 564 Nú verður tekið jólafrí. Aðalsveita- keppni deildarinnar hefst 4. janúar 1993. Spilastjóri verður ísak Öm Sig- urðsson. Upplýsingar gefur Ólafur í síma 71374. Sendum bridsspilurum um land allt bestu jóla- og nýársóskir. Bridsfélag Breiðfirðinga Hjá Bridsfélagi Breiðfírðinga eru nú spilaðir eins kvölds tvímenningar með jólaglaðningi fyrir efstu pör. Spil- aður er Mitchell-tvímenningur með tölvuútreikningi og em veitt verðlaun fyrir efstu pör í NS og AV. Síðasta fímmtudagskvöld mættu 18 pör til þátttöku og úrslit urðu þessi: NS Sigurður Steingrímsson - Gísli Steingrímsson 252 Leifur K. Jóhannesson - Haraldur Sverrisson 250 Gróa Guðnadóttir - Guðrún Jóhannesdóttir 231 Hæstu skor í AV fengu: MagnúsOddsson-MagnúsHalldórsson 265 Dan Hanson - Guðmundur Kr. Sigurðsson 249 Ingibjörg Halldórsd. - Sigvaldi Þorst.son 248 Bréfburðargjald innan Norð- urlanda verður rætt á fundi for- sætisnefndar Norðurlandaráðs og samstarfsráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn 9. desember nk. Síðan 1955 hefur burðargjald inn- anlands á Norðurlöndum verið það sama og gjaldið fyrir bréf til ann- arra norrænna landa, en frá næstu áramótum verður dýrara að senda bréf frá Svíþjóð og Finnlandi til annarra Norðurlanda en að senda bréf innanlands þar. Sams konar breyting gekk í gildi hér á landi 1. nóvember sl. hvað varðar A-póst, en gjaid fyrir B-póst verður þó eftir- leiðis það sama og innanlands. Norðurlandaráð telur mikilvægt að sama burðargjald gildi innanlands á Norðurlöndum og til annarra nor- rænna ríkja og verður því málið tek- ið fyrir á fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs með samstarfsráð- herrum landanna í Kaupmannahöfn 9. desember. Til umræðu verður einnig fram- kvæmd þeirra tillagna sem forsæt- isráðherrar Norðurlanda lögðu fyrr á árinu fram um endurmat á nor- rænni samvinnu. Meðal annars verð- ur fjallað um fýrirhugaða samein- ingu skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Stokkhólmi og skrifstofu Norrænu ráðherranefnd- arinnar í Kaupmannahöfn. Einnig verður að venju fjallað um undirbún- ing 42. þings Norðurlandaráðs sme haldið verður í Osló 1.-4. mars nk. Af íslands hálfu sitja fundinn Eið- ur Guðnason, umhverfísráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, og þingmaðurinn Halldór Ásgrímsson, annar fulltrúi íslands í forsætisnefnd Norðurlandaráðs. t Bróðir minn og föðurbróðir, PÉTUR JÓNSSON bifvélavirki, andaðist á heimili sínu, Norðurbrún 1, Reykjavík, aðfaranótt 7. desember sl. Fyrir hönd anarra aðstandenda, Ingibjörg Jónsdóttir, Kristbjörg Stefánsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNS ÓLAFSSONAR frá Núpsdalstungu. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Ólafur Jónsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður og tengdaföður, BRYNJÓLFS JÓNSSONAR frá Broddadalsá. Guðbjörg Jónsdóttir, Svava Brynjólfsdóttir, Kristinn Guðjónsson, Viggó Brynjólfsson, Ardís Arelíusdóttir, Kristjana Brynjólfsdóttir, Gunnar Sæmundsson. t Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför INDRIÐA EINARSSONAR. Sérstakar þakkir til (þróttafélagsins Fylkis og Knattspyrnufélags- ins Þróttar fyrir vináttu og rausn. Stella Jóhannsdóttir, Arndís Einarsdóttir, Arna Einarsdóttir, Auður Albertsdóttir, Einar Vilhjálmsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, dóttur okkar, systur og mágkonu, ELÍNAR ÞURÍÐAR SIGDÓRSDÓTTUR, sjúkraliða, Hjallabraut 43, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til Kvennadeildar FH. Guð blessi ykkur öll. Sigdór Sigurðsson, Ida Heiður Jónsdóttir, Halldór Sigdórsson, iVlarta Katrín Sigurðardóttir, Ævar Sigdórsson, Una Lilja Eiríksdóttir. Lokað eftir hádegi í dag vegna útfarar HALLGRÍMS GEORGS BJORNSSONAR. Málmsteypan Hella hf., Kaplahrauni 5, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.