Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992
33
Vöruvottun - til hvers?
eftir Björgvin Njál
Ingólfsson
Á undanförnum misserum hefur
umræðan um gæði vöru og þjón-
ustu verið allsráðandi í íslensku
I atvinnulífi. Oftar en ekki er bent á
nauðsyn þess að fyrirtæki hérlendis
uppfylli ákveðnar gæðakröfur og
hljóti jafnvel viðurkenningu óháðra
aðila á því, hvort varan eða þjónust-
an uppfylli ákveðin skilgreind gæði.
Rökin eru oft þau, að þetta sé nauð-
synlegt til þess að íslensk fyrirtæki
verði samkeppnishæf á markaðnum
jafnt hérlendis sem erlendis. Um-
ræðan hefur gjarnan komið fram
þegar rætt er um samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið (EES)
og þar bent á að fyrirtæki hérlend-
is geti ekki selt vörur sínar á hinum
nýja markaði, nema þær uppfylli
fyrirfram ákveðnar kröfur og þar
j með gæði og að framleiðandi geti
' sýnt fram á að svo sé. Þetta á ekki
við um eitt ákveðið starfssvið eða
iðngrein. Kröfumar eiga við um
alla starfsemi, hvort heldur um er
að ræða framleiðslu eða þjónustu.
| Viðskiptavinurinn gerir auknar
kröfur til framleiðenda vöru og
þeirra er starfa við þjónustu og
ætlast til þess að starfsemin upp-
fylli ákveðnar kröfur. Kröfumar
geta þó verið mjög mismunandi allt
eftir þörfum hvers einstaklings fyr-
ir sig. En til þess að hægt sé að
tala um að vara eða þjónusta upp-
fylli ákveðin gæði þarf að skilgreina
í hveiju tilfelli, hvaða kröfur á að
uppfylla. Þetta er gert með því að
prófa vömna samkvæmt viður-
kenndum aðferðum og standist var-
an prófíð, fær hún viðurkenningu
prófunaraðilans, þar sem fram kem-
ur hvaða kröfur varan hefur upp-
fyllt. Skilgreiningarnar em oft sett-
3 ar fram í stöðlum, þar sem skýrt
kemur fram hvaða kröfur em gerð-
. ar til viðkomandi hluta og hvemig
I á að staðfesta að varan uppfylli
kröfurnar.
j Húsgagnaprófanir - hagur
viðskiptavinarins
Meðal þess sem prófað er s'am-
kvæmt ákveðnum aðferðum em
húsgögn. Nútíma viðskiptavinur
ætlast til þess að húsgögnin sem
hann fjárfestir í endist í ákveðinn
tíma og þ.a.l. gerir hann kröfu um
að þau uppfylli ákveðin gæði m.t.t.
styrkleika, þols yfirborðs o.s.frv.
Tilgangur þessarar greinar er að
vekja athygli á nauðsyn þess að
gerðar séu ákveðnar kröfur til
þeirra húsgagna sem viðskiptavin-
urinn fyrirhugar að festa kaup á,
SAMANTEKT PRÓFANA
Útdráttur úr prófunarskýrslu.
ásamt því að gera honum kleift að
bera saman þau húsgögn sem valið
stendur á milli. Þetta á ekki ein-
göngu við um einstaklinga heldur
einnig fyrirtæki, opinberar stofnan-
ir o.s.frv. Kröfurnar ná ekki einung-
is til ákveðinnar tegundar hús-
gagna, heldur allra húsgagna, s.s.
stóla, borða, rúma, skrifstofuhús-
gagna, eldhúsinnréttinga, fata-
skápa og þar fram eftir götunum.
Iðntæknistofnun íslands hefur á
undanförnum ámm komið upp próf-
unaraðstöðu fyrir hverskonar hús-
gögn í samráði og samræmi við
sænsku húsgagnastofuna „Möbel-
fakta“ í Svíþjóð. Prófunaraðferðir
Möbelfakta em samnorrænar próf-
unaraðferðir og byggjast að veru-
legu leyti á alþjóðlegum stöðlum frá
staðlasambandinu ISO (Intemat-
ional Standardization Organizati-
on). Iðntæknistofnun hefur gefið
út sérstaka notendahandbók um
Vöruvottun, sem lýsir starfseminni
á skýran og einfaldan hátt.
Prófunarskýrslur -
vitnisburður um þol
húsgagnsins
Kaupandi húsgagna ætti ætíð að
fara fram á að fá staðfestingu á
því að húsgagnið sem hann hyggst
festa kaup á uppfylli fyrirfram skil-
greindar kröfur og þar með gæði.
Þetta getur t.d. verið í formi út-
drátts úr fullkominni prófunar-
skýrslu þar sem fram kemur hvaða
kröfur húsgagnið uppfyllir m.t.t.
styrkleika, þols yfirborðs og efnis
og frágangs.
Nákvæmari upplýsingar koma
fram í sjálfri prófunarskýrslunni,
sem framleiðandinn velur sjálfur
hvort hann birtir opinberlega eða
ekki. Hér geta viðskiptahagsmunir
verið í húfí sem geri það að verkum
að framleiðandinn vill ekki birta
niðurstöðurnar m.a. vegna þess að
hann ætlar að nýta sér þær í frek-
ari þróun húsgagnsins.
í vöruvottunarkerfi Iðntækni-
stofnunar eru gæðin flokkuð í þijá
flokka allt eftir því hvort húsgögnin
uppfylli lágmarkskröfur, meðal-
kröfur eða hámarkskröfur. Að vara
Próíunarskýrslu má gefa út í heild. Afla
þarf skriflegs leyfis frá löntœknistofnun
Islands tll að gefa út hluta hennar. Eitt ein-
tak af þessari framleiöslutegund er prófaö
og falla húsgögn sömu tegundar undir
sömu niöurstöðu.
IÐNTÆKNISTOFNUN (SLANDS
uppfylli lágmarkskröfur þýðir alls
ekki að vararn sé léleg eða að ekki
sé um gæðavöru að ræða, heldur
segir það til um að húsgagnið henti
vel til notkunar á fyrirfram ákveðn-
um stöðum, t.d. að þau séu heppileg
til notkunar á „venjulegum" heimil-
um. Uppfylli húsgögnin hámarks-
kröfur er það t.d. merki um að
húsgögnin séu heppileg til notkunar
á opinberum stöðum þar sem mikið
mæðir á þeim. Hér verður hver og
einn að gera það upp við sig hvaða
kröfur hans húsgögn skuli uppfylla,
allt eftir því til hvers og hvar hann
ætlar að nota húsgagnið.
Kröfur um vöruvottun í
útboðslýsingum
Við gerð útboðslýsinga við stærri
innkaup er nauðsynlegt að farið sé
fram á að þau húsgögn sem verið
er að bjóða út uppfylli ákveðnar
lágmarkskröfur, þar sem miðað er
við samræmdar prófanir á húsgögn-
unum. Þannig að hægt sé að bera
saman húsgögnin á sama grund-
velli og út frá því taka ákvörðun
um kaup á hentugustu húsgögnun-
um.
Á Iðntæknistofnun eru í dag
framkvæmdar prófanir á eftirfar-
andi húsgögnum samkvæmt
ákveðnum forskriftum, samskonar
og þeim sem Möbelfakta nota:
For-
skrift Húsgagn
11:10 Stólar
A1:20 Rúm (ekki dýnur)
Al:30 Borð
Al:40 Hirslur
Al:45 Innréttingaeiningar
A2:13 Háir barnastólar
A2:22 Barnarúm (ekki dýnur)
14:12 Skrifborðsst. (ekki hjóí)
14.30 Skrifborð
B4:40 Hirslur fyrir skrifstofur
43:1 Stólar fyrir skrifstofur
43:2 Borð fyrir sjúkrastofnanir
14:35 Skólaborð
i
Jafnframt eru garðhúsgögn prófuð.
Við gerð útboðslýsinga er sjálf-
sagt að tekið sé fram að húsgögnin
skuli uppfylla ákveðnar kröfur og
„Tilgangur þessarar
greinar er að vekja at-
hygli á nauðsyn þess að
gerðar séu ákveðnar
kröfur til þeirra hús-
gagna sem viðskipta-
vinurinn fyrirhugar að
festa kaup á, ásamt því
að gera honum kleift
að bera saman þau hús-
gögn sem valið stendur
á milli.“
að vitnað sé til samræmdra prófana
á ákveðinn hátt. Sé t.d. um að
ræða útboð á skólahúsgögnum fyrir
barna- og/eða framhaldsskóla, ætti
tilvitnunin í útboðslýsingunni að líta
svo út:
Öll borð og stólar skulu uppfylla
hámarkskröfur (lágmarkskröfur,
meðalkröfur eða hámarkskröfur,
allt eftir kröfum útboðsgeranda)
miðað við húsgagnaprófanir Iðn-
tæknistofnunar Islands. Húsgögnin
skulu prófuð samkvæmt eftirfar-
andi forskriftum:
Skólaborð — Forskrift 14:35
Skólastóll — Forskrift 11:10
Með tilboði fylgi staðfest prófun-
arskýrsla fyrir hvert húsgagn. Þetta
gerir útboðsgeranda mögulegt að
bera tilboðin saman á raunhæfan
hátt, áður en endanleg ákvörðun
verður tekin. Þetta kemur m.a. í
veg fyrir það að verð húsgagnanna
sé allsráðandi við ákvarðanatöku.
Líttu eftir vöruvott-
unarmerkinu
Hinn almenni viðskiptavinur ætti
að spyijast fyrir um það, hvaða
kröfur viðkomandi húsgagn upp-
fylli áður en ákveðið er að ráðast
í viðskiptin. Þetta er nauðsynlegt
til þess að hann geti betur borið
saman gæði húsgagnanna og út frá
því og verði viðkomandi húsgagns,
tekið ákvörðun um besta kostinn.
Húsgögn sem hlotið hafa viður-
kenningu Iðntæknistofnunar á að
merkja með vöruvottunarmerkinu
Vöruvottun.
Með aðstoð húsgagnaprófana
fær væntanlegur kaupandi, hvort
sem um er að ræða einstaklinga,
fyrirtæki eða opinberar stofnanir,
óhlutdræga aðstoð við að setja fram
kröfur sínar. Framleiðandi hús-
gagnsins fær í hendur tæki sem
gerir honum kleift að uppfylla þess-
ar kröfur. Einungis er mögulegt
fyrir viðskiptavininn að meta gæði
krtfur krötur krðtur
Styrkleiki
Þol yfirborðs
Efni og frógangur
STENST KRÖFUR HÚSGAGNA- OG INNRÉTTINGAPRÓFANA
Björgvin Njáll Ingólfsson
vörunnar á grundvelli vandaðra
prófana.
Líttu eftir merkinu Vöruvottun
næst þegar þú ert að huga að því
að fjárfesta í húsgögnum og/eða
innréttingum.
Höfundur er starfsmaður
framleiðslutæknideildar
Iðntæknistofnunar íslands.
ÖRYGGIS OG
GÆSLUKERFI
FRÁ ELBEX
SPARIÐ TÍMA FÉ
OG FYRIRHÖFN
og skapið öruggari
vinnu og rekstur með
ELBEX sjónvarpskerfi.
Svart hvítt eða í lit,
úti og inni kerfi.
Engin lausn er of
flókin fyrir ELBEX.
Kynnið ykkur möguleikana.
Einar Farestveit & co hf.
Borgartúni 28, sími 91-622900
Deep Jimi & The Zep
Creams á Púlsinum
HLJÓMSVEITIN Deep Jimi & The Zep Creams heldur sína
fyrstu tónleika á íslandi eftir tónleikaferðalag um Bandarikin.
Tónleikarnir sem verða haldnir á Púlsinum í kvöld eru einnig
útgáfutónleikar hljómsveitarinnar í tilefni útkomu geisladisksins
Funky Dinosaur sem kemur út á vegum útgáfufyrirtækisins
Time-Warner.
og er Aðalstöðin fyrst útvarps-
stöðva að Bylgjunni undanskilinni
til að nýta sér þessa möguleika
sem ljósleiðarinn býður upp á.
Hljómsveitina Deep Jimi skipa:
Júlíus Guðmundsson, Sigurður
Jóhannesson, Þór Sigurðsson og
Bjöm Ámason.
Tónleikarnir verða sendir út í
beinni útsendingu Aðalstöðvar-
innar í boði tískufataverslunar-
innar Persónu í Keflavík. Púlsinn
hefur nýverið tekið inn ljósleiðara
sem jafnar aðstöðu útvarpsstöðva
sem ekki hafa yfír sérstökum
upptökubíl að ráða til útsendinga
Todmobile með tón-
* leika í ópenmni
HLJÓMSVEITIN Todmobile
heldur sína árlegu tónleika
fimmtudaginn 10. desember nk.
í íslensku óperunni.
Á þessum tónleikum verða leik-
in ný lög af plötunni 2603 sem
kom út á þessu ári svo og eldri
lög sem ekki hafa heyrst lengi á
tónleikum með Todmobile. Tón-
leikarnir hefjast kl. 21.
VAIL - VAIL - VAIL - VAIL ■ VAIL - VAIL - VAIL - VAIL ■ VAIL ■ VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL ■ VAIL - VAIL
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
Farið verður 12. febrúar og komið til baka 27. febrúar 1993.
Irmifalið íverði: Flug til Denver, ferðir til og frá flugvelli til gististaðar. Gisting á fyrsta
flokks hóteli, sem erígöngufæri frá aðalskíðalyftunni. Morgunmatur, íslensk fararstjórn.
Verð á mann miðað við tvo íherbergikr. 139.500,- miðað við gengi 7.12.’92.
SKÍÐAFERÐ TIL COLORADO
Ferðaskrifstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF., býður upp á stórkostlega skíðaferð
í Klettafjöllin, á eitt besta skíðasvæði Ameríku - VAIL, Colorado
s
Þ
l
i
I
2
2
2
I
I
É
2
5 Ferðaskrifstofa , 2
GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF.,
Borgartúni 34, sími 683222.
VAIL ■ VAIL ■ VAIL - VAIL - VAIL ■ VAIL ■ VAIL ■ VAIL ■ VAIL - VAIL - VAIL - VAIL ■ VAIL - VAIL ■ VAIL ■ VAIL