Morgunblaðið - 19.12.1992, Page 2

Morgunblaðið - 19.12.1992, Page 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 RONJA RÆNINGJADÓTTIR Einhveijum gæti nú vafist tunga um tönn þegar þannig er tekið til orða um eina af sögum Lindgren, að hún sé ein sú vinsælasta. Eru þær ekki allar jafnvinsæl- ar? Lína Langsokkur, Börnin í Ólátagötu, Emil í Kattholti, Bræðurnir Ljónshjarta, Elsku Míó minn, svo einhveijar séu nefndar, og síðast en ekki síst Ronja ræningjadóttir. Eitt af þessum sjaldgæfu nútímaævin- týrum sem sameinar flest það besta sem ímyndunarafl kyn- slóðanna hefur getið af sér. Þama er hin hugprúða Ronja og vinir hennar en auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé og þar birtast rassálfar og ræn- ingjar, grádvergar og nomir, að ógleymdum helstu persón- unum auk Ronju; Birki, Matthí- asi, Lovísu, Skalla-Pétri, Borka, Valdísi, Litla-Skratta, Styrkári, Krák, Bersa og Breka. Ronja ræningjadóttir sver sig svolítið í ætt við „Bróður minn Ljónshjarta hvað varðar óbeislað ímyndunaraflið og ævintýralegt yfirbragðið. I báðum sögunum er fallegur boðskapur á ferðinni, að vera heiðarlegur og ærlegur í þeirra orða bestu merkingu, en það sem gefur sögunni um Ronju gildi — og hinum sögunum líka — er að boðskapurinn er fólg- inn í persónunum sjálfum, sum- ar em ærlegar og aðrar ekki, og sumar em beinlínis vondar. En þannig er það líka í raun- veraleikanum. Lindgren treyst- ir ungu lesendum/áhorfend- um/hlustendum sínum til að draga ályktun sjálfir, í hvort liðið er betra að skipa sér. Reyndar er niðurstaðan ávallt byggð á þeirri ágætu hlut- drægni höfundarins að hið góða sigri ávallt að lokum, þó útlitið sé slæmt á köflum. Það gerir söguna bara meira spenn- andi. Lindgren segir sjálf að í sög- um sínum sé enginn boðskap- ur. „Ég skrifa til að skemmta baminu í sjálfri mér, og ég get leyft mér að vona að í leiðinni takist mér að skemmta öðrum bömum. Mitt einasta haldreipi við skriftimar er „heiðarleiki" í listrænni merkingu þess orðs. En hvað þá með Míó, Bræðuma Ljónshjarta og Ronju? Hvernig veit ég allt þetta um Nangiyala eða Matthíasarskóginn? Svarið er já, ég veit heilmikið um þetta. En hvernig ég veit það er leyndarmálið mitt.“ Astrid Lindgren varð 85 ára 14. nóvember sl. en er enn í fullu fjöri og önnum kafin. Hún hefur þó gefíð sér tíma til að fylgjast nokkuð með uppsetn- ingunni á Ronju í Borgarieik- húsinu og Ásdís Skúladóttir leikstjóri segist hafa sent henni bréfkom við og við með frá- sögn af því hvemig miði áfram. „Það er mjög gott að vita af þessum áhuga og hlýju í okkar garð,“ segir Ásdís. „Eins og og öll góð ævintýri þá er þetta saga sem á mikið erindi við okkur öll í dag. Auð- vitað er þetta ævintýri sem er skrifað fyrst og fremst fyrir böm. En það á ekki síður er- indi við eldra fólkið þar sem þetta er saga um lífið og dauð- ann, kærleikann og ástina, stríð og frið, og þannig fínnst mér það eiga beina tilvísun í veröldina okkar,“ segir Ásdís og bætir því við að hún hafi lagt sérstaka áherslu á þessa þætti verksins við uppsetning- una. „En það vísar okkur leið og bendir á vonina um hvernig við getum lifað saman á þess- ari jörð í sátt og samlyndi hvert við annað og náttúrana í kring- um okkur.“ Leikarar í sýningunni era um tuttugu talsins og með hlut- verk Ronju fer Sigrún Edda Bjömsdóttir. í öðrum helstu hlutverkum era Gunnar Helga- son, Theodór Júlíusson, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, Guð- mundur Ólafsson, Pétur Ein- arsson, Jón Hjartarson, Árni Pétur Guðjónsson, Karl Guð- mundsson o.fl. Leikstjóri er sem áður sagði Ásdís Skúladóttir, þýðendur era Þorleifur Hauksson og Böðvar Guðmundsson, leik- mynd og búninga gerir Hlín Gunnarsdóttir, Margrét Pálma- dóttir er söngstjóri og Helga Arnalds sér um brúðugerð. Tónlistin er eftir hinn danska Sebastian, sem hefur um tæplega 20 ára skeið verið einn fremsti dægurlagasmiður í Danmörku og vinsældir hans eru gífurlegar þar í landi. Hann hefur lítið verið kynntur hér heima en þó má nefna að tón- listin í dönsku sjónvarpsþátta- röðinni um Svein skyttu var einmitt eftir Sebastian. Fram- sýning á Ronju ræningjadóttur verður á annan í jólum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. VIÐ ERUM BÖRN í SKILNINGI DR. SIGURBJÖRN Einarsson biskup sendi frá sér tvær bækur fyrir skemmstu. Önnur nefnist Haustdreifar og inni- heldur safn erinda, ritgerða og ræðna sem velflestar urðu til eftir að hann lét af embætti sínu, elsta frá 1980. Vel mælt nefnist hin bókin er geymir samantekt á tilvitnunum í skáldskap og orðræðu úr ýmsum heimshornum, ætlað til íhugunar og dægradvalar. Kristindómur í þeirri mynd sem landsmenn hafa ræktað og hlúð að um aldir, almenn trúa- bragðarfræði, trúarbragðasagan og trúarlífssálfræðin eru Sigurbirni hugstæðir þættir sem hann hefur bæði mótast af og átt ríkulegan þátt í að móta allt frá því og líkast til áður en hann var vígður til prests á haustdögum ársins 1938, þá „áhyggjufullur ungur maður“. Koma þessir þætt- ir skýrt fram þegar bókunum er flett, þótt seint geti þær talist líkar. En líkindin birtast samt sem áður í víðsýni, fróðleik og trúarlegum hugleiðingum Sigurbjörns um flest það er viðkemur tilveru okkar, eða eins og haft er eftir Viktor Rydberg í Vel mælt: „Hönd hins mikla listamanns lýtur ekki stjórn hans, heldur æðri máttar og það sem sýnist vera dyntir ímyndunaraflsins er lögmál hinnar guð- legu náttúru.“ Eitt er augljóst um trúna: Hún er alvara. Hvað sem trú kann að vera að öðru leyti, þá er hún að eðli til og í grunni sínum alvara. Sú tilfinning, skynjun eða vitund, sem getur heitið trú, felur það í sér, að um sé að ræða alvör- una sjálfa, eina gagngera alvörumál- ið. Þetta tekur til alls lifandi átrúnað- ar, svo misleit og marglynd sem trú- arbrögð eru. Þegar þetta er sagt um trúna er freistandi að segja um listina: Hún er leikur. Ég ætla að falla fyrir þeirri freist- ingu. Hvað sem list kann að vera að öðru leyti, þá finnst mér ég sjá mannsbarnið að leik í öllum hennar margvíslegu tjáningum." Ofanskráð er brot af hugleiðing- um Sigurbjöms um List og trú, er- indi sem hann flutti á listahátíð í Reykjavík 4. júní 1990. Tengsl listar og trúar eru honum hugleikin í mörgum þeim ræðum og ritsmíðum sem prentuð eru í bókinni, og síðar í sama erindi og vitnað var í hér áðan, segir hann: „Leikurinn í sinni tiginbomu mannlegu mynd, listin, Efnið ertíntupp úr þeim dreifum sem liggja eftir mig á teignum, og vonandi eru strá þarna sem geta orðið einhverjum hey I harðindum. og alvaran, trúin, héldust í hendur frá öndverðu. Og það mun mega fullyrða, að æðri list hafí fæðst af alvörunni, af trúnni, og dafnað fyrst í reifum hennar, eins og raunar allt æðra andlegt líf.“ í spjalli við blaða- mann varar Sigurbjörn þó við rang- túlkun þessara orða og segir: „Á bakvið hvort tveggja er tilfinning sem á jafn skylt við alvöru og leik. Er í raun handan hvors tveggja. í trú og list getur maður lifað áhrif sem eru þess eðlis að maður veit ekki hvort á að brosa eða tárast, hvort á að dansa og syngja eða hljóðna djúpt. Viðbrögð manneskj- unnar, þau sem stafa af gjörtækustu áhrifunum, eiga rætur í innra djúpi eða þeim æðsta veruleika fyrir ofan okkur, sem orð og hugtök ná ekki yfír.“ Hann kemur víðar við og þannig eru í Haustdreifum hugleiðingar um trú og trúarlíf, kraftaverk, hugtakið endurholdgun, bænina, sorgina, jól- in, dymbilvikuna, upprisu, Guð- brandsbiblíu og gildi íslenskrar tungu fyrir kristna trúarumræðu, Martein Lúther, Hallgrím sálma- skáld Pétursson, Matthías Jochums- son, skírnina og margt fleira. Þessar víðfeðmu hugleiðingar tók Sigur- björn saman að tilhlutan stjórnar útgáfufélags þjóðkirkjunnar, Skál- hoitsútgáfunnar, sem Sigurbjörn var frumkvöðull að yrði stofnuð, í tilefni af 80 ára afmæli hans sem var 30. júní á síðasta ári. „Haustið er nátt- úrulega komið í lífínu þegar maður er orðinn áttræður og ári betur,“ segir Sigurbjörn þegar titill bókar- innar berst í tal, en haustdreifar er sá afgangur sem verður eftir af heyinu þegar menn gefa sér ekki tíma til að fínraka og búið er að binda bagga og er hirt að endingu ef mönnum þóknast. „Efnið er tínt upp úr þeim dreifum sem liggja eft- ir mig á teignum, og vonandi eru strá þarna sem geta orðið einhveij- um hey í harðindum." - Eru þá hinar fjölbreytilegu hugleiðingar sem í birtast í Haust- dreifum, einkum og sér í lagi áhersl- an á hinu nánu tengsl trúar við allt spilverk tilverunnar, einhvers konar þversumma reynslu þinnar sem prestur, biskup og fræðimaður? „Ekki vil ég segja það,“ segir Sig- urbjörn, „í bókinni er engin allsheij- ar samantekt á lífsstarfí mínu. Á undanförnum árum hef ég vitaskuld samið æði margt, af ýmsum tilefnum og til nota í kirkjunni. En bókin geymir úrval þess sem safnast hefur í handraðann á síðustu árum. Efni sumra erindanna hef ég ekki skrifað að eigin frumkvæði, heldur hafa ytri tilefni kallað á þau; óskir og beiðnir. Þannig eru skrifin um Matt- RJÓMINN AF ÞVÍ BESTA - segir Sigrún Hjálmtýsdóttir um nýútkomna geislaplotu Nýlega kom út geislaplata með söng sópransöngkonunnar Sigr- únar Hjálmtýsdóttur. Platan ber einfaldlega yfirskriftina Diddú - Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og á henni syngur Sigrún 11 þekktar óperuaríur og 2 sönglög. Flytj- endur ásamt Sigrúnu eru Þjóðar- fílharmonían í Litháen og Sinf- óníuhljómsveit íslands. Stjórn- andi Sinfóníuhljómsveitar íslands er Robin Stapleton en Þjóðarfíl- harmóníunnar þeir J. Domarkas og Teije Mikkelsen. að kemur eflaust flatt upp á marga að þetta er fyrsta sólóplata Sigrúnar, þvi hún hefur sungið inn á fjölda hljómplatna í gegnum árin, en ávallt í félagi við aðra, þar til nú. „Þessi diskur er mitt stolt /því þetta er mín fyrsta sólóplata á lífsleiðinni. Ég gerði aldr- ei sólóplötu sem dægurlagasöng- kona þó ég hafi komið víða við sögu á þeim árum,“ segir Sigrún í sam- tali við Morgunblaðið. Á geislaplötunni eru aríur úr þekktum óperum eftir Puccini, Verdi, Offenbach, Mozart, Gounod, Johann Strauss og Donizetti. Einnig sönglög eftir ítalann Arditi og Rúss- ann Rachmaninoff. „Ég reyndi að hafa valið aðgengilegt en um leið að velja ijómann af því besta sem ég er að syngja um þessar mundir. Þetta spannar vítt svið, þar sem þarna eru aríur úr mjög ólíkum óper- um og einnig þessi tvö sönglög. Ég valdi t.a.m. aríur úr öllum óperum sem ég hef fengið tækifæri til að syngja hér heirna," segir Sigrún. En hvað varð til þess að Sigrún fór alla leið til Litháen að hljóðrita geislaplötu? „Þetta kom upphaflega þannig til að Þjóðarfílarmónían í Litháen leit-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.