Morgunblaðið - 19.12.1992, Side 6

Morgunblaðið - 19.12.1992, Side 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 HANNER GEFINN FYRIR DRAMA ÞESSIDAMA Morgunblaðið/Ámi Sæberg Tvíræð hnyttni Megasar bendir oftar en ekki á sóðalegt hugarfar áheyranda fremur en hægt sé að draga textasmiðinn til ábyrgðar. ÞRÁTT FYRIR að vera sprottinn úr borgaralegri mold, virðist Megas hafa einsett sér frá upp- hafi að vaxa hinum megin girð- ingar. Annað slagið hafa verk hans ekki þrætt fyrir ræturnar, én meginstofninn liggur fjær en margur heldur. Meðal annars birtist utangarðsvera hans á sín- um tima í sprittfjölrituðum kvæðaheftum sem hann seldi eða gaf eftir atvikum, kvikindislegri söguskýringu sem hæddi margt óskabarn íslands, tvíræðri hnyttni sem benti ofar en ekki á sóðalegt hugarfar áheyranda fremur en hægt væri að draga textasmiðinn til ábyrgðar, útgáfu á barnagælum er kom siðprúð- rum mæðrum í uppnám vegna þess einfaldlega að söngvarinn Var Megas, eða þátttakan í Lista- skáldunum vondu sem stundum var brösug þvi Magnús Þór var margt í mörgu og fór ekki fram- hjá neinum. Þögnin sem huldi manninn eftir Drög að sjálfs- morði gaf tilefni til sögusagna og getgáta og meira segja eftir að hann var upprisinn í eldri og hæglátari mynd þótti og þykir Megas ögra viðteknum gildum samfélagsins, enda kannski svart- asti senuþjófurinn i eigin lífi. En þótt landamærin virðist stundum loðin og óljóst hvor- um megin mæra Megas standi, hefur hann tryggt sér sess sem einn helsti textasmiður íslenskr- ar dægurlagasögu. Það ítrekar hann á nýútkominni geislaplötu sinni er kallast Þrír blóðdropar. Óvinsamleg- ar raddir - bakraddir - halda því stundum fram að hann standi nær bókmenntalegum kreðsum „pýram- íðans" fyrir vikið, og vegna þeirrar öndvegissetu hvíli hann skör lægra í tónlistinni. „Ég hef heyrt þessu fleygt," viður- kennir Megas, „en held að það sé tilkomið vegna þess að þeir sem eru að gagnrýna popp skynja ekki að allt hljómar verulega kunnuglega í tiónlist almennt. Vilji menn fínna gagnrýnisverðan punkt, akkilesar- hæl, stökkva þeir á hvað sem er og nda á það máli sínu til sönnunar. Ég tek ekki mark á svona kritík og held að hún sé að öðrum hvötum en til að finna í rauninni eitthvað gagn- rýnisvert. Einn segir kannski rétti- lega að músíkin sé í dúr og moll og því sprottin úr eldgömlu kerfi sem hafi gengið sér til húðar, þegar popp- ið býður í raun upp á þrotlausa mögu- leika. Allt er þetta þó af sömu rót runnið, og eftir öld hljómar öll súpan nákvæmlega eins og skiptir þvi ekki miklu hvemig hún er framreidd. Þeir gætu bent á galla í textunum, enda ekkert orgínal í heiminum nema samsetningin stöku sinnum, og text- amir em bara orð sem finnast í orða- bókum. En þeir hafa ekki næmni til að finna veilur í lýríkinni, og taka þá eitthvað annað fyrir til að agnú- ast út í. Framsetning textanna er þúsund ára gömul og tónlistarinnar fimmhundruð ára, en ég vil ekki ekki viðurkenna að ég setji músíkina Ég hef ekki séð mér fært að sneiða hjá skelfilega heilögum tabúum og þá um leið þeim sem vilja standa vörð um þessa bannhelgu hluti - en í þvífelst engin tilhneiging til storkunar eða stríðni. þess sem hluti myndarinnar var gerður í Rússlandi. „Þau tæki sem ég þurfti að nota eru ekki öll til hér á landi og því gat ég ekki unnið hana algerlega hér. Hins vegar vann ég að öllum undirbún- ingi myndarinnar á íslandi," segir Inga Lísa. Hún segist hafa notað tækni, sem ekki hefur verið mikið notuð áður. í stað þess að málað sé á glærur, eins og margar hreyfi- myndir eru gerðar, var myndin sett saman úr um fjögur þúsund ljósmyndum, sem klipptar voru út skör lægra en textana. Þessvegna vel ég bestu tónlistarmenn til sam- vinnu og læt ekkert sleppa í gegn sem hefur ekki verið viðurkennt af sérfræðingum ofanjarða og neðan- jarðar. En textana vinn ég einn, og er það gálaus gagnvart lýríkinni, að það er hending ef ég læt aðra sjá þá áður en þeir eru teknir fram til brúks. Þegar hugmynd að texta er komin í ákveðið form, er það form neglt niður með tónlist sem verður til með tilsjón af efni textans. Ég vinn ekki þannig að textinn sé full- gerður og lagið fylgi síðan, en tel lagið jafn mikilvægt og orðin og þessir þættir hljóta að vinna saman. Ekki síst þegar sami maður semur lag og texta.“ Og síðan hefur hann ekki séð hana meir en hann langar að finna ilminn af líkamanum hennar þerra á ofni sokkabuxur sem blotnuðu fyrir slysni hlusta á pípugaldur og horfa á kertin brenna (Sehnsucht nach der Sehnsucht) í fylgikveri Þriggja blóðdropa skiptast á bleikar og bláar síður und- ir dökkum kili, fjórtán iög og textar eftir Megas, auk tveggja útsetninga hans á íslenskum þjóðlögum við kvæði Stefáns Ólafssonar. Finna má sterk líkindi milli stöðu Megasar á íslandi, og stöðu Bob Dylans fyrir enskumælandi hluta heimsins annars vegar og stöðu Serge heitins Ga- insbourg fyrir frönskumælandi hluta heimsins hins vegar, þótt þessir tón- listarmenn séu ekki hugmyndafræði- legir bræður nema að ákveðnu marki. Og ennfremur virðist Tom Waits hafa sótt á Magnús Þór hin seinustu misseri. En einnig má greina náin tengsl við eldri plötur Megasar og hugðarefni, svo tala má um endur- tekin stef, og ekki óeðlilegt að spyija hvort hugur hans sé stöðugt bundinn Morgunblaðið/Börkur Arnarson Inga Lísa Middleton. við sömu nýlendur í tónlist? „Ég dreg enga dul á að þessi plata er í fullkomlega rökréttu framhaldi af síðasta verki, Glæpakvendinu Stellu og hættulegu hljómsveitinni, og það má benda á lög þar sem vísa rakleiðis til efnisins á Þremur blóð- dropum. Þróunin stefnir fyrst og fremst í átt að tæknilegri fullkomnun einhvers forms - sem næst vonandi aldrei. Ég tek engum stökkbreyting- um og allar mínar plötur eru höggn- ar úr sama marmara í sama hug- myndabankanum. En þegar þær koma úr hugmyndabanka sem er í víxlverkun við tilveruna hlaðast upp vextir. Lífið eins og það kemur fyrir hefur óneitanlega áhrif og því þrosk- ast bankinn og vex. Maður ber sig eftir hugmyndunum sem þar eru og vinnur eftir þeim, því þetta er ekki bara rænulaust vitundarflæði. Ég hef þó notað það sem tæki að kafa í dekksta djúpið gegnum rænuleysið. En tilraunir til að grafa eitthvað upp sem menn ná ekki að öðrum kosti, hljóta alltaf að verða kompóneraðar síðar að einhveiju leyti og lúta ákveðnu empírísku ferli.“ Súðarvíkurlúða ég sé þig fyrir mér með litla sæta hnúða svo kem ég þér á óvart loks og kæfí þig með heimspekilegum steinsteypupúða — Reynirðu markvisst að skora siðferðiskennd þjóðarsálarinnar á hólm, og hlærð svo einvígið á enda - eins og manni býður í grun? „Ég er ekki í markvissu storkunar- stríði við nokkurn mann eða hlut, né nokkru stríði öðru en því sem felst í að ganga á götunum. Ég hef ekki séð mér fært að sneiða hjá skelfilega heilögum tabúum og þá um leið þeim sem vilja standa vörð um þessa bannhelgu hluti - en í því felst engin tilhneiging til storkunar eða stríðni. Ég er poppari og sem dægurlagagerðarmaður fer ég í saumana á flestu því sem menn hafa gert texta um alla tíð. Textar eru brúkshlutir sem eiga að ríma við eitt- hvað sem fólk hugsar og því hef ég ekki sinnt einhverri prívat lýrík eða framandi fjörustemmningum á þann hátt að ég nálgist sifjar við þá sem yrkja Ijóð í dag. Textasmiður bregð- ur sér í allra kvikinda líki og það má ekki rugla saman höfundi og persónum hans. Ég móralísera ekki, heldur viðra einhveija sögu eða stemmningu sem þegar er til. Og ef úr því verður eitthvað frambærilegt sem gengur upp í sjálfstæðri heild, er ekki unnt að afgreiða það sem sóðaskap og klám. Og ég er alls ekki að vekja hroða, þótt maður spari fólki umvandanimar. Vissulega er afskaplega mikil kirtlastarfsemi í því sem ég er að gera, líffærin leika sína rullu, en það er eitthvað jarðbundið sem ég fæst við meðan aðrir gleyma sér í spili með hugtök og sýnir sem tilheyra varla einu sinni öðrum sól- kerfum. En menn aðhafast hver sitt og ekkert bogið við það.“ en í hásætunum tróna þær holdteknar og bústnar þessar himnesku villur þessi ljúgfróðu ský en það er mér síst til ama já það er mér síst til ama og það er mér síst til frama þó hann sé gefinn fyrir drama þessi dama öllum heiminum er sama SFr og límdar á glærumar. Inga Lísa segir að mikil vinna hafi farið í gerð myndarinnar, en hún var í vinnslu í um 7 mánuði. Myndin fjallar um baráttu fólks við náttúrufjandsamleg öfl, sem eru persónugerð í ógurlegum risa, sem barist er við. „Hugmyndin að handritinu varð til í kringum rúss- nesk 20. aldar ljóð. Það er mikil spenna og einnig mikil fegurð í þessum ljóðum og ég nota einstök orð úr ljóðunum sem undirstöðu myndmálsins," segir Inga Lísa Hilmar Örn Hilmarsson sá um tónlist og hljóðhönnun myndarinn- ar, en ekkert tal er í myndinni. „Ég er mjög ánægð með tónlistina þar sem Hilmari Erni tókst á snildar- legan hátt að skapa jafnvægi á milli hljóðs og myndar og undir- strikar tónlistin mjög vel söguþráð- inn.“ Leikararnir Baltasar Kormákur, HREYFIMYNDINGU LÍSU FRUMSÝND HREYFIMYNDIN Ævintýri á okkar timum, eftir Ingu Lísu Middle- ton, verður frumsýnd í Háskólabíói í dag, laugardag, kl. 13.30. Mynd- in var áður sýnd á Norrænu menningarhátíðinni í Barbican miðstöð- inni fyrr í þessum mánuði og fékk þar góðar viðtökur. Hún verður nú sýnd með nýju kvikmyndinni Karlakórinn Hekla á öllum sýningum kl. 19 i Háskólabíói, en myndin er um 10 minútur að lengd. Inga Lísa vann myndina m.a. með styrkjum frá Norræna kvikmyndasjóðn- um og Umhverfisráðuneytinu og var hún unnin í samvinnu við finnska kvikmyndafyrirtækið Oy cameval films. Þá vann handrit Ingu Lísu til verðlauna í norrænu samkeppninni „Film for livet“, sem haldin yar á vegum Nordisk Filmkontakt. nga Lísa útskrifaðist með meistaragráðu úr Royal Col- lege of Art í London á síðasta ári og hyggur nú á meira nám í Bretlandi. Hún vann myndina bæði hér á landi sem og í London auk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.