Morgunblaðið - 19.12.1992, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 19.12.1992, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 B 7 Skugga-Sveinn 1917. Jón Steingrímsson í titilhlut- Skugga-Sveinn. Jóhann Þ. Kröyer og Eva Pálsdótt- verkinu. ir sem Haraldur og Ásta. AFMÆLISRIT LA UM LEIKLIST A AKUREYRI 1860-1992 SAGA LEIKLISTAR ÁAKUREYRI LEIKFÉLAG Akureyrar fagnar 75 ára afmæli á þessu ári. Miðað er við stofnun Leikfélags Akureyrar árið 1917 en áður hafði leikfé- lag verið starfandi í bænum um nokkurra ára skeið 1907-1911. Heimildir um leiklistariðkun á Akureyri eru til mun eldri og hefur Haraldur Sigurðsson tekið saman mikið rit þar sem leiklist á Akur- eyri í 132 ár, 1860-1992 eru gerð góð skil með ljósmyndum, hlut- verkaskrám og úrdráttum úr umfjöllun blaða og tímarita frá hverj- um tíma. Útgefandi ritsins er Leikfélag Akureyrar. Iritinu er að finna um 600 ljós- myndir, þær elstu frá því um aldamót, frásagnir af sýning- um og atburðum tengdum þeim, fyrrverandi leikhússtjórar rifja upp starfstímann með Leikfélagi Akur- eyrar og í heild má segja að þetta rit sé gagnmerk heimild um sögu og þróun leiklistar á Akureyri allt frá því að danskættaðir kaupmenn hófu leikstarfsemi á seinni hluta 19. aldarinnar og allt til þessa dags, þegar Akureyringar geta státað af því að í bænum hefur verið starf- rækt atvinnuleikhús um nærfellt tveggja áratuga skeið. I viðtali sem Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri á Akureyri, tók við Harald Sigurðsson og birtist í leik- skrá að hátíðarsýningu félagsins á íslandsklukkunni sl. vetur, segir Haraldur frá vinnunni við saman- tekt ritsins og kynnum sínum af því fólki sem helst hefur komið við sögu leikfélagsins í gegnum tíðina. Har- aldur er sjálfur einn af helstu forvíg- ismönnum leikfélagsins um árabil, vinsæll leikari sem leikið hefur fjöldamörg hlutverk í sýningum fé- lagsins. „Það eru margir áratugir síðan ég fékk fyrst áhuga á sögu leiklist- ar á Akureyri," segir Haraldur í upphafi viðtals. „Tveir góðir vinir mínir, báðir látnir, Halldór Helgason í Landsbankanum og Vignir Guðna- son blaðamaður, áttu þátt í því. Eitt sinn fórum við Vignir í gegnum allt skjalasafn félagsins og röðuðum eldri myndum. Seinna tók ég mig til og skráði allar sýningar leikfé- lagsins. Bjöm Þórðarson hafði gert það 1942 og ég hélt verkinu áfram og gerði nákvæmari skrá þar sem fleira var tínt til. Smám saman fór ég að fylgjast með þessu og bæta við. Þetta varð að ástríðu eins og aðrir safna frímerkjum. Síðan var farið að leita til mín þegar um við- burði var að ræða, þar sem rekja þurfti söguna, setja upp afmælis- sýningar, taka viðtöl og gera yfir- Úr hreyfimyndinni Ævintýri á okkar tímum eftir Ingu Lísu. litsskrár. Leikfélagsmenn vissu því að ég hafði meira undir höndum en aðrir um sögu leiklistarinnar í bæn- um og datt þeim í hug hvort ég vildi ekki halda áfram að halda utan um þetta og gera vísi að sögu eða bók. Það varð úr.“ Bókinni er skipt í 11 meginkafla sem bera yfírskriftimar Upphaf sjónleikja á Akureyri 1860, Gleði- leikjafélagið árin 1871-1899, Árin 1899-1907, Eldra Leikfélag Akur- eyrar 1907-1911, Frumheijar falla frá — óvissutími, Árin 1911-1916, Yngra Leikfélag Akureyrar stofnað 1917, Árin 1917-1931, Bjartari tímar árin 1931-1967, Leikfélag Akureyrar 50 ára, árin 1967-1973, Atvinnuleikhús 1973, árin 1973- 1977, Leikfélag Akureyrar 60 ára, árin 1977-1992. Þá fylgja greinar um starf leikfélagsins fyrr og nú, eftir ýmsa af helstu leikhússtjórum, leikstjórum og leikurum sem starfað hafa með félaginu og loks ítarlegar yfirlitsskrár um leiksýningar félags- ins, leiksýningar Menntaskólans á Akureyri, helstu leiksýningar Ung- mennafélags Akureyrar, Starfs- mannafélags SÍS á Akureyri og fleiri leikfélaga og leikhópa sem starfað hafa á Akureyri um lengri eða skemmri tíma. Ritnefnd bókarinnar skipuðu þau Jón Kristinsson, Signý Pálsdóttir og Svavar Ottesen. Lilja ívarsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Kjartan Bjargmunds- son, Ragnheiður Kjartansdóttir og Gunnar Þorri Pétursson fara með hlutverk í myndinni. „Mér fannst mikilvægt að hafa íslenska leikara í myndinni og einnig er gaman að því að myndin verður sýnd með íslenskri kvikmynd.“ Inga Lísa segir að boðskapur myndanna, sem hún vinni að, sé mikilvægur. „Mér er það mikið í mun að koma frá mér mínum hug- myndum og skoðunum t.d. um umhverfísmál. í svona hreyfímynd er maður í rauninni að ýkja raun- veruleikann og setur neikvæða og erfíða hluti fram á þannig hátt að fólk skilji efnið og hafi gaman að því,“ segir hún. Inga Lísa segir að hreyfímyndir séu sífellt að verða vinsælli í Evr- ópu og að hún vonist til að þær nái einnig vinsældum hér á landi. Gyrðir Elíasson hefur nýlega sent frá sér Ijóða- bókina Mold íSkugga- dal, og eru birt hér þrjú Ijóð úr henni með góð- fúslegu leyfi höfundar. Blinda í morgunsáríð ætla ég að vakna, vakna til hnífanna, hnífanna sem eiga að færa mér aftur sjónina, hnífanna sem ég legg í grasið, skínandi grasið sem grær og ég sé ekki, utan við dyrnar hjá mér. Og ég læt sól skína á eggjarnar áður en ég legg þær að augunum mínum og sker og sé himininn breiðast út einsog bláan vatnslit á svörtu blaði Ljósmynd Ég á Ijósmynd af fallegum selum með gljáandi feld sem Iiggja á skerí og vita meira um undir- djúpin en aðrír og brosa vingjarnlega til myndavélarínnar, örugglega báðir með físk í maganum og brosa þessvegna, en augun þeirra eru úr drukknuðum börnum Hugarganga Þegar ég kem ofan í dalinn fölur af nótt og dauða, fer ég úr skónum því mér er sölnandi grasið skylt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.