Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 8

Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 Kvennahroki Aftökur og aldarfar Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Óðurinn um Evu Höfundur: Manuela Dunn Masc- etti Þýðandi: Guðrún J. Bachmann Utgefandi: Forlagið Eg veit satt að segja ekki hvað skal segja um þessa bók. Hún rekur að vissu leyti sögu kvenna, það er að segja út frá þjóðfélagsstöðu og hefðbundnu hlutverki, auk þess sem hún fjallar á sinn hátt um konur sem hafa gert uppreisn gegn stöðu sinni og hlutverki. Hlutverk kvenn- anna er síðan tengt goðsögulegum kvenpersónum; rakin tilurð þeirra og gerð grein fýrir hvað þær tákn- uðu. Ég var mjög spennt að lesa þessa bók, því það er alltaf gaman að skoða rætur að kvenímyndinni á sérhveijum tíma og það má með sanni segja að það sé gert í bókinni. Hinsvegar verð ég að segja að hún kom mér leiðinlega á óvart, því höfundurinn þjáist svo af skorti á hlutleysi, að það getur ært óstöð- ugan að lesa bókina. Hún er upp- full af kvennahroka og karlfyrirlitn- ingu: Á meðan „Konan sem er upp- spretta andagiftar er sú arfmynd sem hefur öðrum fremur að geyma hefðir og fommenningu Evrópu og Miðausturlanda — vöggu siðmenn- ingarinnar" og „Hún tengist ást- inni, skáldskap, lífi og dauða og skiptingu árstíðanna. Hún býr yfír dularmætti og brúar bilið milli hins óþekkta" hefur karlmaðurinn „opið og úthverft viðhorf til lífsins og þessi arfmynd táknar ótta hans við hið myrka og óþekkta." Hvað svo sem það þýðir að „brúa bilið milli hins óþekkta". Bilið milli hins óþekkta og hvers? Og hvað er „op- ið og úthverft viðhorf? Hrokinn birtist líka í því að „Arf- mynd hofgyðjunnar og vitru kon- unnar varpar ljósi á þá næmu visku sem konan býr yfír allt sitt líf,“ og ekki síður í því að að „í ástarsam- bandi getur konu til dæmis fundist að karlmaðurinn ætlist til þess að hún sé öðruvísi en hana sjálfa lang- ar til. Þetta er dæmi um að karlmað- urinn reyni ómeðvitað að yfírfæra sína anima yfír á konuna," en an- ima ku samt vera sá kvenlegi mátt- ur sem býr í náttúrunni og hefur áhrif á hugarástand karlmannsins og er honum innblástur til þess að tjá sig í ljóðum, myndlist eða tón- list. Að sjálfsögðu er það allt frá konunni komið. Á ferðalagi mínu gegnum lífíð fæ ég ekki betur séð en að karlmenn séu óendanlega þreyttir á því hvað konur eru alltaf að reyna að breyta þeim. Það er engin sérkvenleg reynsla að fínnast elskhuginn eða makinn vilja hafa mann öðruvísi en mann sjálfan langar til. En konan er ekki bara stjarn- fræðilega langt yfír karlmanninn hafín í andans burðum, heldur er hún líkamlega fullkomin: „í kynlífí er að finna allt litróf mannlegrar reynslu og tilfinninga; leik, hlátur, ást, lærdóm, bæn, hugleiðslu og anda. Ekkert annað í lífí okkar hefur svo margar víddir. Þetta skil- ur konan því ást hennar er sprottin úr innsta kjama hennar. Hún elskar af öllum líkama, huga og sál, heil og óskipt. Karlmaðurinn hefur hins- vegar í mörgum tilvikum dregist aftur úr á þessu sviði og ekki kom- ist lengra en að vera á stigi ungling- spilts." Svei mér þá, bullið ríður ekki við einteyming í þessari bók. Konan er svo upphafín að hún tap- ar mennsku sinni. Hinsvegar leyfí ég mér að efast um fullkomnun konunnar sem kynveru, því um vandamál kvenna í kynlífí hefur verið skrifað meira en svo á sein- ustu tveimur áratugum að þörf sé á mörgum orðum um það mál. Svona er öll bókin: Eitt allsheijar „hallelúja", um konur sem ég hef ekki betur séð en séu allavega og allavega, rétt eins og karlmenn. Vissulega hafa fyrr á öldum verið til gyðjur í trú og bókmenntum sem hafa staðið fyrir ýmsa eðlisþætti. En engin þeirra rúmaði þá alla og það gerir hin mennska kona ekki heldur. Samkvæmt þessari bók er konan svo guðleg vera að maður skilur ekki hvað yfírvaldið er að þvæla henni til jarðar í samskipti við þessar karlmannslufsur sem eigra hér um og skilja ekki neitt. Ef við værum svona guðlegar, hefð- um við ekkert til jarðarinnar að gera í stöðugri leit að sjálfum okk- ur, sannleikanum og hinstu rökum — rétt eins og hver og einn karlmað- ur. Ekki er þýðingin til að bæta verk- ið. Hún er hroðvirknislega unnin og málfar með afbrigðum slæmt. Ég ætla að láta staðar numið við fáeinar tilvitnanir — og þær eru bara úr kaflanum um móðurina: „Arfmynd móðurinnar er sú arf- mynd goðsagnanna sem er hvað auðugust og margflóknust. í henni er falin upplifun meðgöngunnar og annað sem ekki er síður mikilvægt, sjálf fæðingin, reynsla sem allar mannverur eiga sameiginlega." Þetta upphaf hefði verið öllu að- Manuela Dunn Mascetti gengilegra ef staðið hefði: „Ein auðugasta og margflóknasta arf- mynd goðsagnanna er móðirin. Hún felur í sér (eða; hún hefur að geyma)...“ „Það er stutt síðan við komumst að því að fóstrið í móðurkviði er ekki meðvitundarlaust, heldur er það fyllilega meðvitað um bæði umhverfí sitt og eigin tilfinningar." Ekki veit ég hvort verið er að reyna að segja hér að fóstrið „skynji“ umhverfi sitt og tilfínningar. Alla- vega er það svo að fyrstu vikurnar, eða mánuðina eftir fæðingu, skynj- um við sjálf okkur og nánasta um- hverfi, en það má svosem vel vera að búið sé að sanna að við séum þroskaðri fyrir fæðingu en eftir. í kaflanum um móðurina erum við alltaf að „upplifa" og „endur- upplifa", hlutina og vera „meðvituð um“. Ekki veit ég hvaða íslenska þetta er og svona orðanotkun sting- ur í augun. Svo er fæðingin „mest notaða" myndlíking goðsagnanna, í stað þess að vera sú „algengasta". Þetta eru örfá dæmi um það klúð- ur sem þýðingin er. Ég slæ svo botninn í þetta með hluta af niður- lagi móðurkaflans: „Móðurarf- myndin laðar fram móðurkenndina í okkur, tilfínningar sem tengjast styrk konunnar og dularmætti, hinni yfírskilvitlegu visku sem eng- in skynsemi nær yfir og allt það er eflir, varðveitir og ýtir undir fijó- semina." Ef mér leiðist einhvern tímann óstjómlega, ætla ég að reyna að fínna út um hvað „yfírskil- vitleg viska sem engin skynsemi nær yfir“ snýst og fá botn í þessa setningu. Allur textinn í bókinn er mikil synd, því bókin er sérlega falleg, myndimar í henni skemmtilegar og prentun og frágangur til sóma. Bókmenntir Gylfi Knudsen Svipmyndir úr réttarsögu. Höfundur: Páll Sigurðsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Skjald- borg hf. Reykjavík 1992. 399 blaðsíður. Óhætt er að fullyrða, að dr. Páll Sigurðsson, lagaprófessor, sé mikilvirkastur íslenskra lögfræð- inga á ritvellinum. Býsnin öll liggja nú þegar eftir hann af bókum, ritl- ingum og ritgerðum og er maður- inn þó rétt á miðjum aldri. Hver bókin eftir aðra hefur komið út um efni kennslugreina hans við lagadeildina. En hann hefur ekki haldið sig við þann vettvang held- ur tekið skára á öðmm teigum. Meðal annars hefur hann hneigst að sögulegum og réttarsögulegum viðfangsefnum. Skömmu eftir að Páll lauk lagaprófi kom út rit- gerðasafn hans um réttarsöguleg efni, sem hann nefndi Brot úr rétt- arsögu (útg. 1971). Þótti það ekki lítið framtak og áræði af svo ung- um manni. Enn lætur Páll til sín taka á sviði réttarsögunnr og nú er kom- ið út ritgerðasafn, sem hann kallar Svipmyndir úr réttarsögu. í bók- inni eru níu ritgerðir og eru þijár þeirra frumbirtar þar. Hinar hafa flestar birst í Úlfljóti, tímariti laga- nema. Langsta ritgerðin og sú veigamesta birtist fjölrituð í þátta- röð Félags áhugamanna um réttarsögu 1984. Segir höfundur í formála, að hann hafi verulega breytt og aukið við ritgerð þessa. Ritgerðin nefnist Aftökur og ör- nefni og fjallar um framkvæmd líflátshegninga og um aftökustaði og ömefni tengd aftökum á ís- landi utan alþingisstaðarins foma við Öxará. Ritgerð þessi er nánast framhald ritgerðar höfundar um líkamlegar refsingar á Alþingi, sem birtist upphaflega í Úlfljóti 1968. Nú dregur höfundur saman mikinn fróðleik um refsifram- kvæmd og aftökustaði um land allt og tínir jafnframt til sagnir og örnefni, er geta bent til, að aftökur hafi farið þar fram. Held- ur er þetta hrollvekjandi skrá. Höfundur telur að vegna minja- leysis sé vart hægt að tala um réttarminjafræði heldur fremur réttarstaðfræði. Hér er sannarlega á ferðinni „tópogafía“ dauðans. Hvað það er nú skýrist kannski með þessari alkunnu vísu: „Guð- mundur í gálga hékk, / gaurinn fíngralangi, / þrumdi drótt í Þjóf- astekk / og þeygi fríður hangi.“ Páll hefur víða leitað fanga um heimildir og aflað sér upplýsinga fróðra og staðkunnugra manna. Hér er um stórmerka ritgerð að ræða, byggða á viðamikilli heim- ildaöflun. Má telja ritgerðir Páls tvær um þetta efni aftökufræði íslands. Til að fullkomna þessi skuggalegu fræði vantar nú aðeins böðlaævir og sakamannatöl. Af öðrum áður birtum ritgerð- um er að geta samantektar um hina fornu lögbók íslendinga, Jónsbók. Greinin birtist upphaf- lega í Úlfljóti fyrir tíu árum í til- efni af því, að sjö aldir voru liðnar frá lögtöku bókarinnar. Meginefni ritgerðarinnar er almennur sagn- fræðilegur fróðleikur. Meiri fengur hefði verið í umfjöllun um gildandi Jónsbókarákvæði á síðari tímum og dóma, þar sem reynt hefur á þau. Höfundur víkur stuttlega að þessu og fram kemur að hann hefur skrifað um þetta. Finnst mér einkennilegt, að hann skuli ekki hafa tekið þá rannsókn með í bókina. í grein um höfuðglæpinn mein- særi er fjallað um sögulega þróun viðurlaga við slíkum brotum, rétt- arheimildir svo og þjóðsögur og sagnir um meinsæri íslenskar og erlendar. Stutt ritgerð fjallar um fornan rétt um manntjón af völd- um dýra. í tengslum við það víkur höfundur að dýrarefsingum og dýrastefnum til forna. Þau tengsl liggja ekki í augum uppi. Ritgerð sem þessa er ekki ástæða til að endurprenta, enda hefur verið bet- ur fjallað um bótaábyrgð vegna dýra en þarna er gert. Alllöng rit- gerð er í bókinni um kirknaítök, uppruna þeirra, heimildir, tegundir ítaka, afdrif þeirra og brottfall o.fl. Ér þetta hin gagnlegasta rit- smíð. Höfundur hefur skrifað grein um ítök og ítakarétt, sem birtist í úlfljóti fyrir nokkrum Kviðlétt dulræna Békmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Einar Ingvi Magnússon: Dul- rænn veruleiki. Frásagnir af dulrænni reynslu Útg. Skjaldborg 1992 Áhugi íslendinga á dulrænum efn- um fer ekki á milli mála og bækur um dulræn efni, ævisögur dulræns fólks og fleiri þess háttar bækur voru vinsælastar allra fram á síð- ustu ár er harmreynslar reynslu- sögur „þekktra" persóna ruddu þeim út. Samt koma nú alltaf út nokkrar bækur um þessi efni ár hvert. Fæstir treysta sér til að afgreiða frásagnir af því sem kallast yflr- náttúrleg fyrirbrigði með því að þetta sé bara bull og vitleysa. lang- flestir hafa kynnst því einhvern tíma á lífsleiðinni að hafa skynjað eitthvað sem ekki verður skýrt með vísindalegum rökum. Og grunnt er á trú á álfa og huldu- fólk, tröll og alls kyns vættir. Ekki má gleyma draumunum. Margir eru þeir sem dreyma fyrir daglátum eða eru berdreymnir og ýmislegt þar að lútandi verður varla véfengt. Þó er að vísu stund- um seilst býsna langt í „ráðningu" drauma. Einhvers staðar las ég að ef harðnar á dalnum í efnahagslegu tilliti ykist þörf fólks fyrir að lesa um dulræn/yfímáttúrleg efni. Hvort á að kalla það flótta eða ekki skal ósagt látið. En ef það er rétt ætti þessi tegund bóka að eiga framtíð fyrir sér hjá okkur nú um stundir. í bók Einars Ingva Magnússon- ar eru margir þættir þar sem seg- ir frá dulrænum fyrirbrigðum. Bæði sem höfundur hefur reynt sjálfur svo og frásagnir annarra sem hann hefur viðað að sér úr ýmsum áttum. Þættimir em stuttir en þó það sé oft kostur vantar stundum ítar- legri skýringar og útlistanir svo einhver akkur sé í þessum frásögn- um. Einlægni höfundar er augljós og það er vitanlega ágætt. Þessir þættir Einars Ingva Magnússonar munu varla svala þorsta áhugamanna um dulræn fyrirbrigði. Til þess eru þeir of Einar Ingvi Magnússon kviðléttir og ekki nóg til þeirra vandað. Hreinlega ekki nógu vel skrifaðir. Það hefði átt að lesa handritið rækilega yfir og vinsa úr. Þó ýmislegt sé fróðlegt er svo ótrúlega margt sem er flatneskju- legt og segir ekki nokkurn skapað- an hlut að höfundi er ekki greiði gerður með að gefa bókina út með þessari fljótaskrift sem á henni er. Um ástir og fegurð Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Sveinn Óskar Sigurðsson: Tjaldborg tímans. Ljóð. 55. bls. Myndskreyting: Ríkharður III. Einbúi. 1992. Ung skáld kveðja sér hljóðs. Það er aldrei létt verk að leggja ljóð sín undir annarra dóm. Stundum kvarta menn undan því að ung skáld séu bráðlát. Þau ættu frekar að bíða þar til þau hefðu meiri þroska og láta nægja að birta ljóð og ljóð í tímaritum. Ég er ósammála þessu. Vitaskuld skortir sum ung skáld þroska en bókmenntir okkar væru fátæklegar ef þau sýndu ekki þá djörfung að birta hugverk sín. Mér er líka nær að halda að samband skálds, lesenda og gagnrýnenda eigi verulegan þátt í mótun skáld- skapar. Hvatning og gagnrýni á að hafa áhrif. Auðvitað geta umsagnir gagnrýnenda verið særandi en oft vísar gagnrýni líka veginn. Sveinn Óskar Sigurðsson nefnist ungt skáld sem kveður sér hljóðs með bók sem hann nefnir Tjaldborg tímans. Þessi fyrsta bók hans er metnaðarfull þótt segja verði eins og er að höfundur á margt ólært. Bókin er skreytt myndum eftir ann- an unga mann sem segist vera súrr- ealisti og nefnir sig Ríkharð III. Meginyrkisefni Sveins eru ástir og fegurð. Fjallað er um ástir hrif- næms, ungs manns sem ræður sér varla fyrir ást og fegurðardýrkun og minnir um margt á nýrómantík- era aldamótaáranna. Þar gætir rómantískrar tvíhyggju og upp- hafningar andans. I kvæðinu Til- finning segir svo: „Hjá viðkvæmri sál/ ég sæluna fann/ fegurð og unað/ ánægjustundir." Það er ekki einungis svo að róm- antískra hugmynda gæti í kveðskap Sveins. Orðaforði hans minnir einn- ig á 19. öldina. Ekki er ég þó viss um að það sé gert með vilja og fínnst mér reyndar málfar ljóðanna einn helsti galli þeirra. Oft er text- inn háfleygur, jafnvel uppskrúfað- ur: „Krans er á sál ef þitt sólríka hjarta sættir sig ei við mína voluðu ást, andardrátt minn.“ (16) Þar að auki notar Sveinn miklu oftar lýs- ingarorð til að lýsa en ljóðmyndir. Hann talar um litríka sál, þjakaða líf, tárvotar sálir, mikil hjörtu, dýrð- lega ást og göfuga ást en allt þetta gerir ljóðin þunglamaleg og gamal- dags. Hvað eftir annað kemur fyrir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.