Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 Landið kalt og kvikan heit Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Linda Vilhjálmsdóttir: Klaka- börnin (31 bls.) Mál og menning 1992. Þessi ljóðabók Lindu geymir ýmiss konar landslag, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Það er í sjálfu sér ekkert nýstárlegt að yrkja um náttúruna en hvemig það er gert hér vekur óneitanlega athygli. Vissulega getur hún verið fjandsam- leg í sjálfu sér, ógnandi. Válegt er t.d. kringum hrossin í Veður - eitt: og þessi saga um tuttugu hross innlyksa í hólma í hvítá í flóði hættu á ferðum og stíflu í norðurá væri fallegri í forminu ísfrétt: hrossin í hólmanum ísilögð áin og norðurljós. Náttúran og staðföst fyrirbæri alheimsins verða að óræðum táknum í þessari ljóðabók. Ekki er fyrst og fremst um að ræða manneskjuna í heiminum heldur heiminn í mann- eskjunni, þetta óblíða landslag sem leynist innra með okkur öllum. Slíkt má heimfæra upp á upphafsljóð bók- arinnar, Himnabréf: Líkt og óþekkum engli hefur einnig mér verið steypt af himnum ofan og nú hangi ég eins og álfur eða andi í loftinu milii himins og jarðar teljandi kindur. Ég! Með vellandi hraunkviku í æðunum og einn snöggan blett bláan á bijóstinu hál&nánalega. Hér er ógnin bundin því að vera manneskja, burthrakin úr dýrðar- sælunni eins og Lúsífer forðum. Hraunkvikan táknmynd óbærileik- ans. Það er grunnt á ógn og óham- ingju í mörgum ljóðanna, sjaldnast ljóst hvemig manneskjunum reiðir af (Móna Lísa önnur mósaíkmynd..., Skáldskapur handa Hrafni, Nóta). Ljóðmál Lindu er ekki torskilið, þ.e. setninga- og orðaskipan er látlaus og án yfirlætis. Merkingin er samt ekki einhlít. Tökum sem dæmi Kjól- föt Eitthvert haustið gifti ég mig á hvítum kjól í lítilli kirkju á landnámsjörð svo keyrum við hringveginn ég og maðurinn á amerískum bíl og ég verð í kjólnum á meðan. Við getum leikið okkur að því að rita þessi 30 orð sem hvem annan prósa. En með því misstu orðin ákveðið vægi. í ljóðinu staldrar les- andinn við einstök orð sem gera þennan stutta texta að sundurlausri en sérstakri mynd án þess að byggja upp rökrétt samhengi. Af hveiju landnámsjörð? Af hveiju haust en ekki vor? Og af hveiju á amerískum Linda Vilhjálmsdóttir bfl? Myndin bítur í halann á sér með þeirri staðhæfingu að hún verður í kjólnum allan hringveginn - kjóllinn er hennar föt, kjólföt. Sams konar tvíræðni er á ferðinni í Eldskím, Haustlagi og í hjartastað. Lítið er um hefðbundið myndmál í þessari bók, helst mætti nefna beina mynd. Viðlíkingar koma þó nokkrum sinnum fyrir en em full hversdagslegar til þess að ná umtals- verðum sprengikrafti og jafnvel spilla fýrir persónulegum tóni skáldsins („eins og álfur eða andi“, „svört eins og hreppur"). Undir lokin skal nefnt eitt allra besta ljóð bókarinnar sem því miður er of langt til að prentast hér. í sonnettunni Farvel í lokin kveður skáldið fastar að merkingu en víðast í bókinni. Þetta er fögur undirstrikun á því að þessi bók geymi ljóð sem koma við mann og koma manni við. Ræktaðu hugann og heilsuna Bækur Katrín Fjeldsted Höfundur: Dr. Joan Borysenko. Útgefandi: Iðunn 1992. Þýðandi: Alfheiður Kjartansdóttir. Prent- un: Prentbær hf. Á bókarkápu þessarar bókar kemur fram að hún sé metsölubók. Ég geri ráð fyrir því að það hljóti að vera í Bandaríkjunum, en engar nánari upplýsingar koma um þessa yfírlýsingu hvorki á bókarkápu né í bókinni sjálfri. Það er kannski aukaatriði, aðalatriðið er hvemig íslenskum lesendum muni líka við hana, en í undirfyrirsögn er sagt að þetta sé einstök bók sem breytt geti lífí þínu. Og hver er svo þessi Joan Borys- enko? Það kemur heldur ekki fram á bókarkápu, engar upplýsingar um hennar feril, en við lestur bókarinn- ar kynnist maður smám saman þess- ari konu. Ég verð að segja að það eru fremur jákvæð kynni að mínu mati. Svo virðist sem hún hafí lokið læknisprófí, og síðan unnið að dokt- orsritgerð við Læknaskólann í Harv- ard við frumurannsóknir. Hún kynntist síðan hugleiðslu, og stofn- aði upp úr því „Göngudeild hugar og heilsu" þar sem hún hefur með- höndlað rúmlega 2.000 sjúklinga á einhveiju árabili. Sjálf hafði hún lent í stressi og álagi. Hún stundaði rannsóknir og var gallharður vís- indamaður að eigin sögn á góðri leið með að ganga af sjálfri sér dauðri til að standast kröfur lækna- vísindanna. Hún fékk ýmsa geðvef- ræna kvilla, háan blóðþrýsting og lenti upp úr þessu öllu í hjónaskiln- aði. Kynni hennar af hugleiðslu urðu til þess að gjörbreyta líðan hennar, líkamlegri og andlegri. Kunningi hennar hafði lýst hugleiðslunni fyrir henni sem einskonar smá orlofí þar sem hann gæti skrúfað fyrir allar áhyggjur og kvíða og komið til baka endumærður og reiðubúinn til að takast á við hvað sem er. Joan Bor- ysenko ákvað að gera tilraun með þetta sjálf og lýsir upphafínu á eftir- farandi hátt: „Ég fann kunnuglegan sláttinn bak við hægra augað, við- kvæmni og ógleði sem var undan- fari migrenikasts. Nú var tímabært að gera tilraun. Ég fór inn á skrif- stofu mína, dró gluggatjöldin fyrir og lokaði dyrunum. Ég hagræddi mér í stól, slakaði á öllum vöðvum frá hvirfli til ilja, breytti spenntri bringuöndun í slaka þindaröndun og hóf hugleiðslu. Smám saman dró úr sársaukanum. Að hugleiðslunni lokinni fannst mér eins og ég væri hreinþvegin, líkt og jörðin eftir rign- ingardembu. Ég hljóp um rann- sóknastofuna og lýsti því yfír að ég hefði gert tímamótatilraun." í bókinni er mikið fjallað um hug- arró, sjálfshjálp og sjálfsstjóm og farið ofan í það hvað hugleiðsla er. Takmarkið er að sjálfsögðu slökun, og betri líðan. í kafla 3, sem heitir „Vítahringur kvíðans rofinn", er undirkafli sem heitir „Lært að anda“. Þar era nefnd tvö skref sem ég ætla að segja aðeins frá hér. í skrefi 1 er því lýst hvemig maður andar. Þar segir: „Við geram okkur yfírleitt ekki grein fyrir hvemig við öndum og kunnum því ekki að nota öndunina okkur í hag. í þessari æfingu lærir þú að gera greinarmun á kviðaröndun og bringuöndun svo að þú getir lært að anda á réttan hátt. Sestu í stól með beinu baki og þokaðu þér síðan örlítið framar svo þú hallist aðeins aftur á bak. Þú getur sett púða við mjóbakið ef þú vilt. Leggðu annan lófann yfír naflann og hina höndina ofaná. Reyndu ekki að breyta öndun þinni á neinn hátt, athugaðu bara hvort kviðurinn þenst út eða verður flatur þegar þú andar að þér. Best er að hafa augun lokuð á meðan til að geta betur einbeitt sér. Taktu þér smá hvíld og athugaðu þetta, gefðu gaum að hvernig þú andar í næstu fímm skipti. Ef kviðurinn þenst út þegar þú andar að þér, andar þú a.m.k. sumpart með þindinni. Ef maginn haggast ekki eða verður flatur þegar þú dregur andann að þér, andar þú með bringunni." Skref 2-. Skipt yfír í kviðaröndun. „Dragðu djúpt að þér andann og andaðu síð- an frá þér gegnum munninn, líkt og þú væri að stynja hátt af fegin- leik. Á meðan skalt þú taka eftir' því hvemig kviðurinn verður flatur og enn flatari þegar hann þrýstir út síðasta loftinu. Nú skaltu bara láta loftið flæða sjálfkrafa inn um nefíð. Finnur þú hvort kviðurinn þenst út? Ef svo er ekki skaltu reyna á ný. Galdurinn við að skipta úr bringuöndun yfír í kviðaröndun er að anda algerlega frá sér einu sinni. Þess vegna öndum við frá. okkur gegnum munninn - til að tæma Iungun algerlega. Þessi algera út- öndun þrýstir öllu staðnaða loftinu neðan úr lungunum og tóminu sem þá myndast fylgir sjálfkrafa djúp kviðarinnöndun. Þú þarft ekki að anda djúpt frá þér nema einu sinni eða tvisvar. Líttu á það sem fegin- leikastunu. Bæði stunur og geispar hafa djúp loftskipti í för með sér og era aðferðir líkamans til að losa sig við streitu og spennu. Haltu áfram að anda gegnum nefið og gerðu þér í hugarlund að innöndun- in sé að fylla blöðra í maganum á þér. Þegar maginn er fullur skaltu slaka á og þú fínnur hvemig blaðr- an tæmist þegar þú andar frá þér. Tvær eða þijár mínútur af kviðar- öndun slaka veralega á spennu. Jafnvel tvö eða þijú andartök gera sitt gagn.“ Þetta era dæmi um leiðbeiningar sem fram koma í bókinni. Höfundur mælir með því að sá sem ætlar að leggja stund á æfíngar sem þessar taki textann upp á segulband/kas- ettu, og geti þannig hlustað á rólega rödd sjálfs sín fara með leiðbeining- amar, því afar erfitt er að reyna að hafa annað augað á bókinni, og reyna um leið að einbeita sér að því að slaka á. Það einfaldlega gengur ekki upp. Undir lok bókarinnar er afar fal- lega skrifaður kafli sem heitir „Sag- an af Sam“ og segir frá sjúklingi hennar, öðram lækni, en hann var haldinn alnæmi og leitaði eftir hjálp hjá Joan Borysenko í hugleiðslu. Ef spennan er að ná tökum á þér, líkamlegir sjúkdómar eða sjúk- dómseinkenni hijá þig sem þú held- ur að geti tengst spennu/streitu, þá er ráðlegt að ráðfæra sig fyrst við lækni. Hafí sjúkdómseinkennin ver- ið greind og meðhöndluð eins og unnt er, má telja líklegt að meðferð af því tagi sem bókin „Ræktaðu hugann“ greinir frá geti hjálpað til að takast á við spennuna. Rúsínur í pylsunum Bækur Pétur Pétursson Ásgeir Hannes Eiríksson Sögur úr Reykjavík Almenna bókafélagið 1992, 207 bls. íslendingar hafa alltaf átt góða sögumenn, fólk sem er næmt á það sérkennilega og spaugilega í fari manna og tekur eftir broslegum atburðum daglegs lífs og hefur hæfíleika til að koma því til skila á þann hátt að aðrir hafí gaman af - já kannski meira gaman en ef áheyr- endur hefðu sjálfir verið viðstaddir. Góður sögumaður gefur persónum og atburðum nýtt líf í hugskotum áheyrenda. - Hann setur lýsingamar í ákveðið samhengi og í því er stíg- andi - og svo kemur rúsínan í pylsu- endanum og það Ieysir um höft og bælingar, áheyrendum er dillað og einhver léttir færist yfír menn og málefni. Slíkir menn era bráðnauð- synlegir og hæfíleiki þeirra er guðsgjöf. Það er því ef til vill ekki tilviljun að sögumaðurinn gerði út pylsuvagn í Austurstræti um árabil. Ásgeir er góður sögumaður og sögur hans njóta sín einnig á bók. Hann hefur greinilega yndi af því að kynnast fólki og umgangast það og er haf- sjór af fróðleik um ættir og fjöl- skyldubönd og tengir þetta stuttum frásögnum af atvikum úr lífi fólks- ins. Hann er mikill sjálfstæðismað- ur, var Gunnarsmaður á sínum tíma, og kann frá mörgu að segja úr þeim herbúðum og átökum innan flokks- ins, en þar er mest glens og gaman sem hér kemur fram, engin pólitík úttekt. En spaugileg atvik geta stundum sagt meira um það sem á bak við býr en löng skilgreining. Hann segir skemmtilegar sögur frá námsárum sínum í Verslunarskólan- um. Þótt ungur sé á hann sér litrík- Ásgeir Hannes Eiriksson an starfsferil að baki. Hann vann t.d. um tíma með Lása kokki og var svo framsýnn að taka nokkrar frá- sagnir hans upp á segulband. Hann á góða vini sem lengi hafa drakkið kaffí á Hótel Borg. Þar mætti Albert Guðmundsson reglu- lega og var náttúralega hrókur alls fagnaðar. Það kemur fram að Hótel Borg og Borgaraflokkurinn sálugi era nátengd. Þegar Borgaraflokkur- inn var stofnaður eins og frægt var fleytti hann Ásgeiri inn á alþingi og kann hann margar sögur af fé- lögum sínum og samþingsmönnum þar. Aftast í bókinni er nafnaskrá og þar kemur í ljós að Albert Guð- mundsson og Lási kokkur og Har- aldur Blöndal era oft nefndir til sögunnar. Sögumaður er hress og meinfyndinn en ekki illkvittinn og bókin léttlesin og bráðskemmtileg. Goggi og Grjóni Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Gunnar Helgason. Myndskreyting: Hallgrímur Helgason. Hönnun kápu: Næst. Setning og umbrot: GH, Mál og menning. Filmuvinna, prentun og bókband: G.Ben prentstofa hf. Útgefandi: Mál og menning. Þetta er ein þeirra bóka er koma mér gjörsamlega á óvart. Er ég sá, að höfundur er að senda frá sér sína fyrstu bók, þá hugsaði ég: Æ, æ, enn einn sem heldur að auð- velt sé að skrifa fyrir börn. En ég hafði ekki lengi lesið er mér leið dæmalaust vel. Ærslafullur stíll, sem lofar þeim takti, að ég varð allur að augum. Hér er sannarlega á ferð höfundur sem gaman verður að fylgjast með. Með snáðunum sínum, Gogga og Gijóna, sýnir hann okkur, hve lífíð er í raun sprenghlægilegt, tilburðir okkar við að sýnast menn skemmti- legir. Hvert svið sem hann leiðir þá inn á, hvort sem það er kjallari blokkar; afmælisveizla; skóli; bar- átta við strætisvagnstjóra; heim- sókn til langafa; í leikhús eða að ljóðagerð, svo eitthvað sé nefnt, þá förlast höfundi aldrei flugið, les- andinn hlær og hlær, þykir vænna um lífið eftir. Já, Goggi og Gijóni era ekki aðeins persónur í bók, heldur strákar sem þú þekkir, þinn eigin spegill, og þeir verða vinir þínir. Er ekki dásamlegt að vera ung- ur? Það er spum höfundar, og hann beinir skeytum, bitrum, að okkur hinum eldri, er við reynum að hnoða bömin í okkar form. Laufey er slíkt skot, Lúðvík söngkennari, nú eða vörðurinn í leikfímihúsinu. Samt er þetta engin siðapredikun, heldur útrétt hönd til lesandans: Leyf mér að sýna þér, hvemig sólskinið baðar braut okkar. Því er þetta bók sem Gunnar Helgason á sannarlega erindi við böm, en ekki aðeins þau sem era 7 til 10 ára, eins og stendur í kynningu, heldur hvar sem þau era stödd á lífsins vegi. Stfllinn ber merki þess að höfund- ur er þjálfaður leikari, því knappur og minnir á hið talaða orð. Þetta er kostur, gefur frásögninni angan. Hitt leiðist mér að sjá: „fattað"; „Þú samtar mig“, og annað bamamál og pissutal í bókinni. Höfundur er alltof snjall penni til slíkrar hálms- tráasöfnunar. Myndir era bráð- snjallar, ekki endilega fallegar, en snjallar og falla vel að efni. Lýsing á aðalsögupersónum og höfundi aftan á bókinni er skemmti- leg, fyndin. Prentverk allt vel unnið, en villu- laus er bókin ekki. Útgáfunni er þetta verk til mik- ils sóma. Hér er bók sem vonandi kemst í margra hendur, fólk á það skilið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.