Morgunblaðið - 19.12.1992, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.12.1992, Qupperneq 16
16 B Opf) 1992 Orðræða um heimspekileg efni Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímanns- son Þorsteinn Gylfason: Tilraun um heiminn, Heimskringla Há- skólaforlag Máls og menningar, 1992, 161 bls. Það hljóta að teljast tíðindi að Þorsteinn Gylfason sendi frá sér bók um heimspeki. Þorsteinn hefur siðustu 20 árin kennt heimspeki við Háskóla íslands við mikinn orðstír og mótað heila kynslóð yngri manna og kvenna, sem hafa gengið í gegnum nám í heimspeki við HÍ, ásamt ýmsum öðrum raun- ar. Hann hefur verið athafnasam- ur ritgerðahöfundur um heim- spekileg efni og ritstjóri, auk þess sem hann skrifar reglulega um margvísleg hugðarefni sín í þetta blað. En Þorsteinn hefur ekki sent frá sér heila bók síðan Tilraun um manninn kom út fyrir ríflega 20 árum, árið 1970. Sú bók sætti verulegum tíðindum þá, var óvenjulega vel rituð, djörf og skarpleg. Hún var líka umdeild vegna skoðananna, sem voru rök- studdar í bókinni, en þar var sá marxismi, sem tröllreið andlegu lífi Vesturlanda þau árin, gagn- rýndur. Þær ritgerðir, sem Þorsteinn hefur sent frá sér síðan þá, hafa margar hveijar sætt verulegum tíðindum. Hann gagnrýndi sál- fræði sem fræðigrein með eftir- minnilegum hætti, hann ritaði nokkuð viðamikið mál um rétt- læti, sem var á köflum verulega skemmtilegt. Svo hefur hann hald- ið fram guðleysi og gagnrýnt fijálshyggju, sem hann raunar kallar sérhyggju í þessari bók og notar orðið fijálshyggja um þá máttugu hugsunarhefð sem á sér rætur í John Locke og hugmynd- um manna um náttúrulegan rétt. Nú hefur Þorsteinn látið fara frá sér nýja bók, Tilraun um heim- inn. í henni eru 5 kaflar. Tildrög bókarinnar eru þau, að á sl. vetri hélt Þorsteinn þijá fyrirlestra við Háskólann á Akureyri og einn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Þessir fyrirlestrar eru uppi- staðan í bókinni, þótt þeim hafi verið breytt á ýmsa lund, aukið við þá efni og annað fellt út, eftir efnum og aðstæðum. í fýrsta kafla bókarinnar gerir Þorsteinn grein fyrir hugmyndum sínum um heimspeki og kenningu sinni, að greiningar hans séu ímyndir. í öðrum kaflanum segir hann af efnishyggjunni og ódauð- leikanum. Hugmyndin er sú, að nútíma kenningar um samsemd hreki hversdagslegar hugmyndir manna um ódauðleikann, en hins vegar ekki hina kristnu kenningu um upprisuna og eilíft líf. Þriðji kafli fjallar um geðveiki og skýr- ingar á henni. Hann telur svo- nefndar hughyggjuskýringar á geðveiki ótækar, en geðveiki ein- kennist af skynsemisbrestum og, þegar til alls sé tekið, þá hljóti efnishyggjuskýringar að vera þær einu, sem hægt sé að fallast á. Í fjórða kafla er ijallað um meirihlutaregluna sem uppistöðu lýðræðis og henni hafnað sem al- gildri reglu. í leiðinni er vikið að ýmsum öðrum hlutum eins og umburðarlyndi og jafnrétti. í síð- asta kafla bókarinnar er farið nokkrum orðum um hlutverk rétt- lætis í mannlegu félagi fremur en um eðli réttlætis. Eins og sjá má, er vikið að ýmsum mikilsverðum málum á þessum síðum. Iðulega er viðtekn- um skoðunum ögrað og dregnar afdráttarlausar ályktanir. Það er mikill kostur á þessari bók, eins og ýmsum öðrum ritum Þorsteins, að í henni eru fjölbreytileg og skemmtileg dæmi, sem notuð eru til að bregða ljósi á röksemdir, ýmist til að andmæla eða stuðn- ings. „Byijum á að hugsa okkur að einhveija nóttina taki framliðn- ir, sem margir þekktu í þessu lífí, að birtast í sjónvarpinu eftir að útsendingu lýkur, og haldi því svo áfram hveija nótt upp frá því.“ (Bls. 25.) Síðan er spurningin, hveiju við eigum að trúa um ný- bylgju af þessu tæi. Vangaveltur um það leiða til ítarlegra rökræðna um eðli samsemdar, hvað það þýði, að hlutur sé einn og samur. Þorsteinn skoðar þijár þver- stæður um lýðræði í skilningnum meirihlutaræði. Ég ætla að nefna eina. Sú setning er kennd við heimspekinginn Elisabeth Anscombe. Setningin gengur út á það, að viðhafi maður skilyrðis- lausa meirihlutareglu í ákvörðun- Þorsteinn Gylfason um hópa sem eru stærri en 5 per- sónur, þá gerist það, að meirihlut- inn lendi í minnihluta í meirihluta mála, sem ákvarðanir eru teknar um. Þetta má sýna fram á með einfaldri töflu, þar sem koma fram niðurstöður í nokkrum málum. Þetta er merkileg staðreynd og allrar athygli verð. Það er hins vegar ekki alveg ljóst, hvaða álykt- anir ber að draga af henni. En Þorsteinn vill draga nokkrar. Hann vill til dæmis segja, að meirihlutinn kúgi meirihlutann (bls. 111) og hann vill líka kalla þessa staðreynd þverstæðu og bætir við: „í þeirri nafngift felst að það sé eins konar mótsögn í hugsjóninni um meiri- hlutaræði, eða lýðræðishugsjón- inni eins og við getum líka sagt, því að oft hugsum við okkur lýð- ræði sem meirihlutaræði og jafn- vel sem ekkert annað en meiri- hlutaræði.“ (Bls. 103..) Mér virðist óvarlegt að segja, að meirihlutinn kúgi meirihlutann. Það eina, sem við getum sagt í rauninni, er, að einungis minni- hluti nær fram vilja sínum að við- hafðri skilyrðislausri meirihluta- reglu. Ef við teljum æskilegt, að sem flestir nái fram vilja sínum, á meirihlutinn ekki að ráða í öllum málum. Það er ekki sjálfgefið að það að ná ekki fram vilja sínum sé það sama og kúgun. Ég held líka, að það sé villandi að segja, að mótsögn sé nauðsyn- legur hluti þverstæðu, jafnvel þótt talað sé um eins konar mótsögn. Að rata í mótsögn er að játa og neita sama hlutnum. Þverstæða er að fara frá ásættanlegum for- sendum með góðum röklegum að- ferðum til óviðunandi niðurstöðu. Dæmi um þverstæðu er þverstæða Zenóns um Akkilles og skjaldbök- una. Akkilles fer í kapphlaup við skjaldbökuna, gefur henni forskot. Til að ná henni þarf hann að vinna upp forskotið, en á meðan hann gerir það hefur skjaldbakan náð nýju forskoti, sem Akkilles þarf að vinna upp. Forskot skjaldbö- kunnar minnkar óendanlega mik- ið, en Akkilles nær skjaldbökunni aldrei. Þetta er klassísk þver- stæða. En hún hefur verið leyst. Ef í þverstæðu fælist nauðsynlega mótsögn væri hún óleysanleg. Þetta eru rök fyrir því að líta svo á, að þverstæður feli ekki nauð- synlega í sér mótsagnir. Meiri- hlutaræði kann á köflum að vera þverstæðukennt en það er ekki mótsagnakennt. Það mætti hafa margt fleira að segja um þessa bók. Hún er vel úr garði gerð, kápan sérlega fal- leg, lesmál er vel upp sett og ég fann aðeins eina prentvillu. Bókin t er áfar vel skrifuð, enda er Þor- • steinn í hópi ritfærustu manna, og hún er fjörleg og skemmtileg aflestrar. Það nota vonandi ýmsir nokkrar stundir nú um jólin til að lesa hana. Að vera ferðamaður Bókmenntir Kristján Kristjánsson Flakkað um 5 lönd. Kjartan Ólafsson. 186 blaðsíður. Skjald- borg 1992. Hér birtast á einni bók fimm ferðaþættir, aðgreindir eftir löndum eins og Kjartans er siður, þó að þeir tengist einni og sömu ferðinni í raun og veru. Þrír þættir geyma frásagnir af ferðum hans og dvöl í íran, Afganistan og Pakistan og í tveim þáttum segir af stuttum heimsóknum til Nepals og Ceylon. í nóvemberbyijun 1955 heldur Kjartan Ólafsson frá Bagdad áleiðis til Teheran í íran og er það upphaf- ið á tæplega tveggja ára dvöl hans í Asíulöndum. Um miðjan desember heldur hann áfram yfir til Afganist- ans og á jóladag er hann kominn til Lahore í Pakistan þar sem hann dvelur til vors og lærir úrdú í Ori- ental Collega. Um vorið bregður hann sér yfir til Indlands og er þar um sumarið en frá þeim tíma segir Kjartan í bók sinni „Undraheimar Indíalanda" sem kom út 1983. í apríl 1956 er hann viðstaddur krýn- ingu í Nepal og í ágúst sama ár skýst hann til Ceylon, eða Sri Lanka eins og það heitir í dag. Um haust- ið snýr hann aftur til Lahore og stundar nám í Oriental College eins og veturinn áður og síðan rekur hann slóð sína til baka um Afganist- an og íran. í íran dvelur hann til hausts, leggur stund á persnesku og ferðast um landið, m.a. til þess hluta Kúrdistan sem liggur innan landamæra írans. Frá Teheran flýgur hann svo heim til íslands. Með hliðstjón af því sem átt hef- ur sér stað í íran og Afganistan síðasta áratug hljóta ferðir Kjartans að vekja forvitni en einhver kann að spyija hvaða erindi frásagnir af ferð sem var farin fyrir rúmum 35 árum eigi vð lesendur í dag, sér- staklega þar sem raunverulegt gildi þeirra liggur ekki í augum uppi. Hér er ekki sagt frá neinum stórvið- burðum, hetjudáðum eða skelfileg- um hrakningum þótt ferðalagið hafi verið strembið á köflum. Eins kann einhver að efast um gildi slíkra frásagna á tímum margs konar fræðsluþátta í sjónvarpi sem ættu að svala allri okkar forvitni um fjarlægar slóðir og framandi þjóðir, (svo ekki sé minnst á stríð í beinni útsendingu!). Hljóðar ekki ein klisjan eitthvað á þá leið að ein mynd segi meira en þúsund orð? Hver skyldi þá ávinningur lesand- ans vera af slíkri bók? Svo ég snúi aðeins út úr annarri klisju: Að lesa góða ferðasögu er trúlega það sem kemst næst því að sitja á sama stað — og vera samt ferðamaður. Og þá ber þess að geta að að vera ferðamaður er ekki það sama og að vera túristi. Ferðamaðurinn temur sér ákveðna lífshætti og lífssýn sem á ekkert skylt við túristann sem hleypur um heiminn með myndavélina sína. í góðri ferðasögu skiptir ferðamaður- inn sjálfur kannski ekki minna máli en þær slóðir sem ferðast er um. Og svo er um Kjartan Ólafs- son. Þessir þættir eru góð viðbót í ferðasögusafn hans, ritaðir í þeim dálítið sérviskulega stíl sem menn hafa ekki verið á eitt sáttir um en fellur þessum lesanda ágætlega í geð. í för með honum finnst mér ég vera ferðamaður. Kjartan Ólafsson Forvitnin og fróðleiksþorstinn teymir Kjartan ekki alltaf á sögu- fræga staði þótt hann sæti lagi og skoði það sem markverðast telst í hveiju landi. Einnig gerist hann stundum pílagrímur eins og þegar hann leitar uppi grafhýsi skáldsins Ómars Khayyams og færir dreypi- fóm, tæmir bikar af víni og hvolfir honum á stall styttu sem stendur á gröf skáldsins og fer með eitt ljóða hans á persnesku. Vissulega miðlar Kjartan upplýs- ingum og fróðleik og tekst þá oft vel upp þegar hann tengir saman Iand, sögu og þjóð. Hugleiðingar hans eru oft skemmtilegar og húm- orinn af ætt fornsagna líkt og stíllinn sjálfur. Dálítið er um endur- tekningar en þó sjaldan til vansa. Frásögnin er þó ekki njörfuð niður, ekkert er honum óviðkomandi, hversu lítilfjörlegt og þarflaust það kanna að virðast, lýst er smáatvik- um margskonar sem raðast saman í fjölskrúðuga mynd og skapa til- fínningu fyrir raunverulegt ferða- lagi. Frágangur bókarinnar er góður að öðru leyti en því að prentvillur finnast í henni fullmargar. Diddú Hljómdiskar Oddur Björnsson Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur óperuaríur. Þjóðarfílharmón- íuhljómsveitin í Litháen. Sljórnendur: J. Domarkas og Teije Mikkelsen. Sinfóníu- h(jómsveit íslands. Stjórnandi: Robin Stapleton. Skífan hf. Sigrúnu Hjálmtýsdóttur virð- ast flestir vegir færir — og jafn- vel greiðfærir — í sönglistinni, gildir einu hvort um er að ræða óperur og óperettur eða alþýð- legri lög, sem geta líka verið gullfalleg og góð, eins og allir vita. Lifandi (á maður að segja útgeislandi?) persónuleiki hennar spillir ekki fyrir — eða öllu held- ur á sinn þátt í gæðum söngs- ins, og þess vegna vill maður helst hlusta á hana í lifandi flutn- ingi á sviði eða í eigin persónu heima í stofu (sem þarf að vísu að vera stór!). Söngur á þessum „standard" býður heim hugleiðingum um samanburð við það besta — eða það sem manni þykir best hæfa tónverkinu, sem leiðir svo hug- ann að stíl, gerð raddarinnar og persónuleika eða það sem maður kallar karakter. Einnig hefur maður þörf fyrir að heyra hlutina í stærra samhengi. Söngur Næt- urdrottningarinnar verður ekki eins beittur og dramatískur rif- inn úr samhengi, söngur Sú- sönnu ekki jafn blíður og angur- vær. Samsafn af ólíkum glæsiar- íum (og söngvum) verður alltaf dálítið líkt blönduðu konfekti og Sigrún Hjálmtýsdóttir sumir molarnir ljúfengari en aðr- ir. Varla hefur Sigrún „kóler- atúr“-rödd, þó hún fari létt með að syngja slíkar aríur. Hún virð- ist ráða við allt — að vísu með dálítið misjöfnum árangri (tón- arnir ekki alltaf jafn fallegir, en stundum glæsilegir). Best er hún í þremur síðustu „númerunum" á þessari aríusiglingu sem reynir ekki lítið á kunnáttu og getu söngkonunnar. Ekki fæ ég heyrt að Sinfóníu- hljómsveit íslands gefi litháísku fílharmóníunni neitt eftir, og ef eitthvað er virðist íslenska hljóð- ritunin betur unnin tæknilega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.