Morgunblaðið - 09.01.1993, Page 2

Morgunblaðið - 09.01.1993, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANUAR 1993 Flottroll hefur ekki verið reynt við síldveiðar hér við land í þrjátíu ár 150 lestiraf fallegri sfld Vestmannaeyj um. HUGINN VE, sem nú er að gera tilraun með síldveiðar í flot- troll, landaði 150 tonnum af fallegri síld í Eyjum á fimmtu- dagskvöld. Aflann fékk Huginn í kantinum á Papagrunni og sagði Gylfi Viðar Guðmundsson stýrimaður, að veiðarnar hefðu gengið vel. an tíma og fengum um 50 tonn í holi. Það er nánast fullur belgur því hann er það þröngur að það fer ekki mikið meira niður í hann en það. Það er nóg fyrir okkur að renna með trollið í gegnum eina torfu og þá er það fullt. Við vorum í smá vandræðum með að dæla úr trollinu en það voru gerðar breytingar á því hjá okkur núna svo ég á von á að þetta verði betra í þessum túr. Við erum að prófa okkur áfram með þetta og erum bara ánægðir með árang- urinn," sagði Gylfi. Huginn fékk aflann í fjórum hölum en varð að sleppa niður úr síðasta halinu þar sem því magni sem mátti koma með að landi til vinnslu var náð. Morgunbiaðið ræddi við Gylfa Viðar Guðmunds- son stýrimann þegar Huginn var á leið á miðin á ný*í gær. Hann sagði að veiðamar hefðu gengið vonum framar. Þeir lönduðu 30 tonnum á Eskifirði í vikunni sem var fyrsti aflinn í trollið, en smá byijunarörð- ugleikar hafa verið sem þeir hafa þurft að lagfæra. „Við toguðum frá 15 mínútum og upp í einn og hálf- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Síldinní landað í Eyjum Huginn VE landaði í Eyjum síld sem veiddist í flottroll. Hann sagði að síldin hefði staðið frekar grunnt síðustu daga en þeir væru spenntastir að sjá hvemig gengi að eiga við hana ef hún stæði það djúpt að hún væri ekki veiðan- leg í nót. Það væri við slíkar að- stæður sem trollið ætti að koma að bestum notum og standa nótinni framar við veiðamar. „Fyrir áramót stóð síldin mjög djúpt í nokkrar vikur og illa gekk að veiða hana. Ég hef trú á að þá hefði verið hægt að ná henni í troll- ið,“ sagði Gylfí. Huginn mun halda sfldveiðunum í troll áfram næstu vikur og einnig er hugmyndin að reyna jafnvel loðnuveiðar með því. - Grímur Þorskblokk I lækkarum ] lOtil 15 | sent pundið Fjórðungs samdráttur hjá verktökum í fyrra og engin teikn um bata Sameining Hagvirkis-Kletts og SH-verktaka í athugun Forsljóri Byggðaverks segir sameiningn eina bjargráð verktakafyrirtækja VERÐ á þorskblokk I Banda- ríkjunum hefur verið að síga að undanförnu. Það er nú um tveir dollarar pundið, en var fyrir jólin frá 2,10 til 2,15 dollura. A haustmánuðum var blokkin í 2,25 dollurum, en í upphafi síðasta árs var verð svipað og nú. Gengi dollarsins hefur á hinn bóginn hækkað og dregur það úr tekjutapi íslenzkra framleiðenda. Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater, segir, að lítil hreyfing sé á blokkarsölu og því erfiðara að átta sig á stöðunni og geta sér til um framvinduna á næstu miss- erum. Vaxandi notkun sé á blokk úr fítuhreinsuðum Alaskaufsa og framboð á ufsanum mikið vegna lágs verðs á surimiblokk. Þá sé mikil óvissa vegna aukinnar fram- leiðslu tvífrystrar blokkar úr físki frá Rússum. Gæði slíkrar blokkar séu minni en hinnar ög áhrif mik- illar framleiðslu eigi eftir að koma í ljós. Birgðir af blokk úr Alaskaufsa í kæligeymslum vestan hafs voru í byijun desember rúm 6.000 tonn, sem er með mesta móti síðastliðið ár. Birgðir af þorskblokk eru svip- aðar. Vertíð á Alaskaufsa hefst fljótlega og þá skýrist hugsanlega frekar hver framvindan verður. VIÐRÆÐUR eru í gangi milli forsvarsmanna tveggja stórra verk- takafyrirtækja, Hagvirkis-Kletts hf. og SH-verktaka, um samein- ingu fyrirtækjanna. Hagvirki-Klettur bauð í allt hlutafé SH-verk- taka fyrir skemmstu en nú hafa fyrirtækin hafið sameiningarvið- ræður og verður þeim haldið áfram yfir helgina en engar ákvarð- anir hafa þó verið teknar. „Ég reikna með að menn reyni að vinna þetta hratt,“ segir Jón Ingi Gíslason, framkvæmdastjóri SH-verk- taka. „Fyrirtæki á þessum markaði verða að sameinast ef þau eiga ekki að lognast út af,“ segir Jóhann Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis-Kletts og í sama streng tekur Sigurður Sigurjónsson, forstjóri Byggðaverks hf., sem segir það eitt verða til bjargar að fyrirtæki sameinist. Búið sé að byggja yfir þjóðina og allt of margir aðilar séu að bítast um ekki neitt. Segist Sigurður einnig hafa átt viðræður við Jóhann Bergþórsson, sem hafi lýst áhuga á sameiningu en engu hafi þó verið slegið föstu þar um. Um fjórðungs samdráttur varð hjá verktakafyrirtækjum í landinu í fyrra og engin teikn eru á lofti um batahorfur á þessu ári, að sögn Pálma Kristinssonar, fram- kvæmdastjóra Verktakasambands íslands. Að sögn Jóns Inga hefur rekst- ur SH-verktaka verið erfiður og um verulegt tap að ræða á síðasta ári sem stafí af þeim þrengingum sem séu í verktakastarfseminni. „Við viljum því grípa strax inní og gera það sem best er í stöð- unni,“ segir hann. ' Jóhann sagði að ef samningar tækjust yrði nýja fyrirtækið samt Fimm kind- ur finnast í Þverárfjalli Borg í Miklaholtshreppi. FIMM kindur fundust nýlega í Þverárfjalli í Eyjahreppi, tvær ær og þijú lömb. Kindurnar voru í 'þokkalegu ástandi þó undan- famir dagar hafi verið rysjóttir og mikil fönn kornin til fjalla. Kindurnar eru frá Dalsmynni og Þverá. Það var Svanur Guðmundsson oddviti í Dalsmynni sem fann kind- umar. Snjór í fjallinu er orðinn harð- ur og gat hann notað Qórhjól við að ná þeim. » Páll einungis brot af því fyrirtæki sem hann hefði rekið undanfarin ár, svo mikill væri samdrátturinn á verktakamarkaðnum. Hann sagði að eins og staðan væri nú væru fyrirtækin hvort um sig of stór miðað við þá verkefnastöðu sem lægi fyrir. Verkefni framundan SH-verktakar hafa samninga um nokkur stór verkefni, m.a. byggingu íþróttahúss í Vogum, nýja brú yfir Elliðaár, stúdenta- garða og fleira. Hagvirki-Klettur er með nokkur verkefni í gangi og bæjarstjórn Hafnarfjarðar hef- ur samþykkt að fyrirtækið sjái um hönnun og framkvæmdir við út- rásir skolplagna í bænum. Þó er eftir að samþykkja áætlun Hag- virkis-Kletts um kostnaðinn við þetta verk, sem fyrirtækið áætlar að yerði um 250 milljónir kr. Ármann Örn Armannsson, framkvæmdastjóri Ármannsfells hf., segir að fyrirtækið eigi ekki í neinum sameiningarviðræðum og staða þess sé betri en á sama tíma á síðasta ári og sagði hann að bjartara væri yfir starfseminni nú. „Ytri aðstæður eru reyndar verri ef eitthvað er en starfsmennimir eru ákveðnir í að standa sig,“ sagði hann. Morgunblaðið/Rúnar Þór 50-60 verkalýðsfulltrúar á fundi Á milli 50 og 60 fulltrúar stjórna allra verkalýðsfélaga innan Alþýðu- sambands íslands á Norðurlandi eystra sóttu fund sem forysta ASÍ boðaði til á Akureyri í gærkvöldi. Markar fundurinn upphafið að fundaherferð með stjómum aðildarfélaga Alþýðusambandsins víðs vegar um landið á næstu dögum um samræmdar áherslur í kom- andi kjarasamningum. Að sögn Benedikts Davíðssonar, forseta ASÍ, var fundurinn mjög vel sóttur og ríkti mikil eindrægni meðal fundar- manna um að meginverkefnin á næstunni séu að að reyna að koma í veg fyrir vaxandi atvinnuleysi og vaxandi kjaraskerðingu. „Menn voru á einu máli um að það þurfi að stifla saman strengi allrar hreyf- ingarinnar um þetta verkefni," sagði Benedikt. Á myndinni sést hann í ræðustól. m í dag Flautað viö Alþingi Atvinnubílstjórar þeyttu horn bíla sinna við Alþingishúsið í gær til að wótmæla auknum álögum 20 Heimsmeistaroeinvígi ú útsölu Leitað er að mótshaldara fyrir heimsmeistaraeinvígið í skák og kröfur um verðlaunafé lækka 22 Óheimilt að selja tollskýrslur Umboðsmaður Alþings telur að óheimilt sé að innheimta gjald fyr- ir tollskýrslur 25 Leiðari__________________________ Framtíð NATO og ísland 24 JM«rganbUt>U> ORÐ, ORÐMYND, MYNDORÐ, MYND Lesbók ► Ljósmyndaopna og forsíða eftir ljósmyndarann Sebastian Salgado - Hjólamannafélag Reylyavíkur - Skoffín og skuggabaldur Menning/Listir ► Orð, orðmynd, myndorð, mynd - Fjórar sónötur - Um myrkrið í hjarlanu - Menn- ing/listir i næstu viku - Banda- rísk utangarðslist Jón Asbjömsson kaup- ir skemmu Ríkisskips JÓN Ásbjörnsson hefur keypt hús Ríkisskips við Reykjavíkur- höfn undir fyrirtæki sín, Fisk- kaup hf., og Heildverslun Jóns Ásbjörnssonar. Hyggst Jón færa út kvíamar í saltfiskverkun í kjölfar þess að einkaleyfi Sam- bands íslenskra fiskframleið- enda á útflutningi var afnumið um áramótin. Húsið er um 2.500 fermetrar að stærð og fær Jón Ásbjömsson það afhent í febrúar. Hann sagði við Morgunblaðið að það hefði ver- ið forsenda þessarar fjárfestingar að einkaleyfí SÍF var afnumið um áramótin. Jón vildi ekki gefa upp kaupverðið á húsinu. Jón Ásbjömsson hefur undan- farin ár haft leyfi til að flytja út saltfisk utan við SÍF, aðallega til Spánar. Jón sagði, að hann íhug- aði að kaupa ofna til að þurrka í saltfisk og setja þá upp í húsinu en af því yrði þó ekki á þessu ári. Markaður fyrir þurrkaðan saltfisk er einkum í Suður-Ameríku. 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.