Morgunblaðið - 09.01.1993, Síða 18

Morgunblaðið - 09.01.1993, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1993 Hið fræga hús Antonio Gaudís „Casa Mila“ séð að neðan og ofan. eftir Braga Ásgeirsson ÞAÐ ER erfitt að skera úr um hvaða borg geti helst talist borg ársins 1992, en ætli ekki að Sevilla og Bareelona komi fljótlega upp í huga flestra. Heimssýningin mikla var í þeirri undurfögru borg Sevilla, og einhverjir glæsilegustu Ólympíuleikar allra tíma í Barcelona, höfuðborg Katalóníu, og fljótlega á eftir þeim Ólymp- íuleikar fatlaða, sem vel var staðið að. Augu allrar heimsbyggðar- innar beindust að þessum viðburðum, en einnig var til þess tekið hve Barcelona lagði mikla áherslu á Iistrænu hliðina, ekki þó í formi samkeppni heldur hvers konar framkvæmda, og minna má á hina stórglæsilegu opnunarhátið, þar sem fram komu helstu söngkraftar heimsins sem eiga spánska tungu að móðurmáli. Greinarhöfundur var staddur í borginni á meðan hluti leika fatl- aðra stóð yfir, en fylgdist lítið með þeim, því að áhugamál hans liggja á öðru sviði. En eitt sinn er hann átti leið upp á Montjuich hæðir, streymdi mikill mannfjöldi upp nýgerðar tröppur er gengu fyrir rafmagni líkt og gerist í stórverzlunum, brautarstöðvum og flughöfnum. Er þetta langmesta mannvirki sem ég hef séð af þessu tagi utan dyra. Fólkið var á leið á Ólympíuleikvanginn og er ég svo nokkru seinna gekk framhjá honum, tók ég eftir því að drjúgur mannfjöldi stóð fyrir utan þar sem sjá mátti til risa- stórs sjónvarpsskerms hinum megin inni á svæðinu. Forvitni mín var vakin og gekk ég þangað og sá að úrslitin í 400 metra hlaupi fóru þá fram, og að einn íslendingur var þátttakandi. Landinn, sem mig minnir að hafi heitið Geir Sverrisson varð svo fjórði, sem var ágætt afrek og gerði fagran dag enn fegurri. Aþessum sérstöku Ólympíuleikum skeði dálítið, sem segir okkur að eðli manna og samkeppnis- andi er harla ámóta hjá fötluðum sem ófötluðum. Ég las nefnilega nokkrum vik- um seinna grein í Der Spiegel, er fjallaði um skó sigurvegaranna í hástökki og/eða langstökki, en í ljós kom að þeir voru sérhönnuð smíð með hugvitsamlegum fjöður- búnaði sem skaut viðkomandi að- eins lengra en hinum. Skiljanlega voru ekki allir jafn himinlifandi með þessa uppgötvun, og var því jafnvel haldið fram að notaði t.d. Carl Lewis slíka skó kæmist hann auðveldlega vel undir 9 sekúndur í 100 metra hlaupi! Það virðist þannig þurfa að líta til fleiri átta en hormónulyíja og væntanlega verða slík hjálpargögn á svörtum lista næst. íþróttamenn hætta víst aldrei að reyna að bæta árangurinn með öllum tiltækum ráðum, og sem fyrr er enginn annars bróðir í leik. Það bar mikið á fötluðum í borg- inni þessa daga, einkum þeim sem verða að ferðast um í hjólastólum, mun bæði hafa verið um að ræða keppendur og áhorfendur, og vafa- lítið hafa leikamir verið þeim mik- ið ævintýri og má það vera aðalat- riðið. Áhuginn mun hafa verið ótæpilegur meðal fatlaðra og jafn- vel sá ég nokkra blinda á leið á leikvanginn. Ólympíuleikvangurinn er ekki langt frá stofnun Joan Miró, þang- að sem ég átti erindi og fyrir neð- an hæðimar er merk bygging eft- ir Mies van der Rohe, sem ég fann ekki frekar en ýmsir aðrir, fyrr en eftir nokkrar tilraunír og á meðan ég var að leita fylgdist ég með miklum Qölda fatlaðra á hjólastólum og geislaði lífsfjörið og ákafínn frá þeim mörgum. Það er fleira en tröppumar, sem flikkað hefur verið upp á á þessum slóðum og þannig hefur farið fram gagnger endurnýjun á hinu mikla safni Museo de Arte Cataluna, sem gnæfír eins og ævintýrahöll beint fyrir ofan þær. Höllin var byggð í tilefni heimssýningarinnar 1929. Mikið hefur verið lagt í endursmíð- ina, en þó var einungis hægri ál- man opin, svo að ráð má gera fyrir því að töluvert sé enn ófull- gert. Hér er talið saman komið mesta samsafn katalónsk-róman- skrar listar í veröldinni og það sem ég sem ég sá af freskum frá 11. og 12. öld í upprunalegri tækni, og annarri eldri list var óviðjafn- La Sagrada Famiglia er byggð í byggingu alla öldina. nýgotneskum stíl og hefur verið í legt. Þar eru og úrvalsverk málara eins og Velasques, E1 Greco, Ri- bera og Zurbaran. Af öðru markverðu má nefna mikið samsafn af ljósmyndum frá heimssýningunni 1929 og vígslu hallarinnar. Fleira sem dijúg áhersla var lögð á, var að hreinsa og endurgera merkar opinberar byggingar og minnismerki- auk endurbóta á ýmsum umferðaræð- um. Með því að skoða þetta safn ásamt nútímasafninu í Borgar- garðinum „Parc de la Ciutadella" fær maður mikilvægar upplýs- ingar um samhengið og þróun katalónskrar og jafnframt Spán- skrar listar. Barcelona er svo sem margur veit einnig nefnd borg Gaudís, vegna hinna mörgu furðulegu húsa, sem þessi snillingur byggði á fyrstu árum aldarinnar. I einu þeirra er nefnist Casa Milá, var haldin viðamikil sýning á katalónskri list á þessari öld, ásamt þeim einstaklingum er á einhvem hátt tengdust Katalóníu á ferli sínum. Var sýningin að sjálfsögðu haldin í tilefni Ólympíu- leikanna og var í fullum gangi er mig bar að garði. Þetta reyndist ein best upp setta sýning sem ég hafði lengi séð og val listaverka eftir einstaka myndlistarmenn mjög vandað. Þannig hef ég aldrei séð jafn áhrifamikið sýnishom list- ar Salvador Dalís, en myndverkin voru frá þroskaárum hans og sum- ar gerðar undir nokkrum áhrifum frá Picasso. Það er til þess tekið hve opinn Dali var fyrir áhrifum jafn per- sónulegan stíl og hann þróaði, en kannski var það einmitt vegna þess. Hann var í öllu falli ekki að bisa við afmarkað svið, heldur var með þreifingar í allar áttir. Á litl- um sérhönnuðum flötum sjón- varpsskermi á borði var sýnd súr- realistísk kvikmynd; er auga er skorið úr konu og var það mjög áhrifaríkt. Gefín hafði verið út fimamikil sýningarskrá upp á nokkur kíló, sem var mjög eigulegur gripur, en því miður var lesmálið einvörð- ungu á spönsku, sem sjálfsagt gerði það að verkum að mun færri keyptu hana, og sá ég eiginlega engan gera það á meðan ég var við söludiskinn, en ég dvaldi þar dijúga stund við að fletta í henni. Verra var, að ekkert minna rit var til með ágripskenndum upplýsing- um um sýninguna og engin póst- kort. Þetta telst mikill og meinleg- ur galli á mjög merkri og þýðing- armikilli framkvæmd. Það var nokkuð annað að skoða þessa menningarlegu sýningu, en sprellið á Dokumenta í Kassel nokkmm dögum áður, því að hér var einungis hugsað um að verkin nytu sín út í æsar og væru sem aðgengilegust fyrir skoðendur og gekk dæmið upp eins og best má verða, en að sjálfsögðu að undan- skildum fyrrnefndum meinbugum. Það var ekki nóg að sýnt væri upphaf módemismans í húsgögn- um, heldur.var maður staddur inni í honum þar sem var sjálft hús Gaudís. Bygging hússins Casa Milá, sem stendur á gatnamótum Paeso de Gracia og Calle Mallorca hófst árið 1905 og var lokið fimm árum síðar. Húsið gengur einnig undir nafninu „Pedrera", sem útleggst gijótnáma og stafar það af útliti framhliðarinnar. Hún gengur öll í bylgjum og húsið í heild er kannski fullkomnasta dæmið um náttúru- éftirlíkingar Gaudís, og eins og segir, er hér um að ræða nokkurs konar bjarg, sem formað hefur verið af menskum höndum, með hellismunnum sem opnast út frá framhliðinni sem ein sér hefur mjög öfluga lífræna útgeislan. Sagt er að hér takist Gaudí, þessum lokaða og einmana strang- kaþólska manni, að virkja innstu lífæðar æskustílsins (Jugendstil, Art Nouveau), og umbreyta í hrein og bein lífssanmndi. Ekki þó sem hagrænt rými, utreiknaðs og af- markaðs flatarmáls, heldur rými, sem verður til, þróast um leið og það breiðir úr sér. Framhliðin ýfist í röð af bylgjum er fylgja allri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.