Morgunblaðið - 15.01.1993, Síða 7

Morgunblaðið - 15.01.1993, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993 C 7 Shibam,4,v' Qutn *.-- Seijun Shabwa Hodeida' L-*taq Hawta Habban^pVx. . Mukalla Lawdar BirAli „Indðnesía er meira en bara eyjan Bali“ Hvað er klukkan þar? miðað við GMT Saddam-fljót vígt í frak ÞRIÐJA fljót íraks, Saddam-áin var vígð á dögunum, en það er 565 km langur áveituskurður milli Efrat- og Tígris-fljót- anna og hefur vatni úr mýr- og votlendi landsins verið veitt í skurðinn. Með opnun Saddam-fljóts aukast líkindi til að írök- um takist að endurreisa akuryrlgu og landbúnað og flýti fyrir að þjóðin verði fullfær um að framleiða næg matvæli handa sér. Frá þessu er sagt í arabískum blöðum nýlega og tekið fram að mikil hátíðahöld hafi verið þegar fljótið var opnað og vígt í bænum Yousfiya sem er um 40 km fyrir sunnan Bagdad. Ýmsir helstu ráða- menn voru viðstaddir - Saddam mætti þó ekki til hátíðahaldanna - og tekið er fram að menn hafi veif- að myndum af foringjanum og hyllt hann fyrir áræðni og dugnað. Gríð- arstór stytta af Saddam er við „upp- tök“ fljótsins þar sem hann bendir niður ána. Tímaritið The Middle East segir að svo virðist að í hvert skipti sem Bandaríkjamenn samþykki nýjar ályktanir til að takmarka aðgang að landi, lofti eða sjó í írak og í hvert skipti sem samþykkt sé að aflétta ekki viðskiptabanninu á landið, virðist það styrkja Saddam Hussein í sessi. Þetta eigi sér skilj- anlegar skýringar þar sem með því fái Saddam Hussein nýja og nýja ástæðu til að kynda undir hatri á Bandaríkjamönnum og fá íraka til að þjappa sér saman um leiðtogann. Colombo +5.30 Dakar GMT Damaskus +2.00 Dublin GMT Gaborone +2.00 Hanoi +7.00 Havana -5.00 Hong Kong +8.00 Innsbruck +1.00 Jerúsalem +2.00 Kaupmannahöfn +1.00 Kigali +2.00 La Paz -4.00 Manama -6.00 Osaka +9.00 Ottawa -5.00 Madras +5.30 Nassau +5.00 Perth +8.00 Quito -5.00 Reykjavík GMT Sófía +2.00 Strassborg +2.00 Tasmanía +11.00 Teheran +3.00 Togo GMT Vancouver -8.00 Séð yfir Sejjun. Morgunblaðið/JK Ferðamenn í Jemen eftir 5-10 ár geta búist við mun betri aðstöðu en nú. Marco sagðist átta sig á að mörgum væri dálítið ofboðið þó svo þeir vissu á hvetju væri von með samgöngur, hreinlætisskortinn og kléna gististaði. Hann fullyrti að væru menn vel undirbúnir færu þeir héðan upplyftir og meirihluti vildi vitja landsins aftur. „Menn hverfa inn í nýjan heim og óskiljan- legan en þeir heillast af honum samt. Evrópumenn botna ekki í hvernig Jemenar geta búið við Hitinn er 40 stig um hádaginn og rólegt á götum. þennan húsakost hneykslast á sorp- inu og óhreinindunum og aldeilis ekki að ósekju." Það er stærsta vandamálið. Engu líkara en Jemen sé að drukkna í sorpi. Umgengni þeirra og óþrif gagnvart umhverf- inu er illskiljanleg og sér í lagi af því þeir eru hreinlátir með sjálfa sig eins og aðrir Arabar. Það sem mest skilur eftir er landið, ferðir um þetta einstæða landslag, óskilj- anlegt, hijúft, varla nokkurs staðar blítt. Og viðmót Jemena, einkum í norðri á sér ekki hliðstæðu. Þeir eru stoltir og gestrisnir. Ég hef hvergi fundið meiri höfuðingslund en í Jemen. Þeir bjóða það sem þeir eiga og það er ekki alltaf mik- ið. En gera það glaðir. Þeim er þetta eðlislægt og fínnst skrítið að útlendingum þyki til um það. Hin arabíska bedúína-gestrisni er hvergi jafn ósnortin og ómenguð. Eftir að hafa fylgst með dansi og söngvum fékk ég mér te og jem- ensk brauð á litlum stað og lallaði síðan til eina gististaðarins í bæn- um, As Salam, sem var sagt fyrsta flokks hótel í handbók Ferðamála- stjórnarinnar. As Salam var aðsetur sovéskra fyrirmanna, ráðgjafa og verkstjóra en það hefur lítið verið gert til að halda því við. Herbergið mitt var bærilega hreint, þar var fomfálegur fataskápur, skrifborð og hreint handklæði við vaskinn. Þó peran í loftinu væri biluð gerði það minnst því viftan var í lagi þó hávaðasöm væri. í fallegum en van- hirtum hótelgarði var vatnslaus og niðurnídd sundlaug, hriktandi stólar og nokkur borð. Eg skolaði af mér rykið sem var töluvert vandaverk þar sem aðeins dropaði úr kranan- um. „Barinn" var í skúr við laugina því í þessum hluta landsins er áfengi að fá, norðanmönnum til armæðu. Þangað skundaði ég og festi kaup á nokkrum bjórum. Hitinn var kom- inn niður í 28 stig. Við sundlaugina var Marco að tyggja gatt með vini sínum, Kalla arkitekt frá Grikk- landi. Ég þá ekki þeirra góða boð um að fá tuggu, lét bjór duga og við sátum fram eftir yndislegu kvöldinu undir tijám og töluðum og töluðum um Jemen. ■ Jóhanna Kristjónsdóttir Þetta sagði Mutoharul Djanan, menningarfulltrúi við sendiráð Indónesíu á íslandi með aðsetri í Ósló, er hann var staddur hér á landi fyrir skömmu. Hann sagði að í bígerð væri að fá indónesíska listamenn, einkum dansara, til að koma til Noregs og kynna dansa sem eru óhemju ólíkir frá einum stað til annars. En allir eiga það sameiginlegt að vera eftirminni- legir þeim sem hafa séð. Hann sagðist ekki fara í grafgötur um áhuga á því að hópurinn eða að minnsta kosti hluti hans kæmi með J3sK\ sýningu Morgunblaöið/Kristinn Mutoharul Djanan. til íslands í þessari ferð, en allt er J>að á umræðustigi. I Indónesíu hefur verið gróska í efnahagslífi undanfarin ár eins og raunar í fleiri löndum þessa heimshluta. En umfram allt er landið failegt og fólk er mjög gestrisið og vænt í viðmóti við útlendinga. Indónesía er 4. fjölmennasta ríki heims með um 180 millj- ónir íbúa. Tilheyrandi Indó- nesíu eru á fjórtánda þús und eyjar en þekktastar eru að sjálfsögðu Java, þar sem höfuðborgin Jakarta er, Sulawesi, Súmatra og Bomeó. Að ógleymdri þeirri eyju sem sjálfsagt er frægust og hlutfalls- lega mest sótt af ferðamönnum, það er að segja Bali. „En Indónesía er meira en Bali og ferð- ir um eyjarnar eru magnað ævintýri og ég vildi óska að fleiri íslendingar kynntust landinu mínu af eigin raun,“ sagði Djanan menningarfulltrúi. ■ j.k. í bígerð er oð fó indónes- ískn listn- menn, til nð kynnn dnnsn sem eru óhemju ólíkir fró einum stnð til onnurs. Varningur fluttur eftir Saddam- fljóti. Margir utan landsins hafa orðið til að gagnrýna að votlendinu var breytt og þar með aldagamalli menningararfleifð sem þar hefur dafnað meðal íbúanna í votlendis- svæðunum sunnan höfuðborgarinn- ar. Virðist sem uppreisn í suðurhlut- anum gegn Saddam Hussein sé ólíklegri nú en áður að sögn The Middle East. ■ „INDÓNESÍA hefur ekki verið í alfaraleið íslenskra ferða- manna, en með breyttum áherslum í ferðalögum og rík- ari löngun íslendinga að skoða fjarlæga og áður ókunna staði gæti það breyst óðfluga enda er Indónesía áhugavert land. Ég býst við að hún muni láta meira að sér kveða á alþjóða- vettvangi á næstu árum og áratugum." OMAN Gheida Sayhut ^ Shihr \ Mocha EÞÍÓPÍA'A ei / Shugra ^Zingibar Aden

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.