Morgunblaðið - 15.01.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993
ford Mondeo skutbíll kemur á markaðinn síðar á þessu ári.
Bíllinn þykir mjög
að innan.
Ford Mondeo sem er orf-
taki hins vinsæla Sierra
ford Mondeo er væntanlegur á Evr-
ópumarkað í mars.
þennan búnað eru sjálfvirkar
beltisfestingar og hækkuð fram-
hlið á sætunum sem koma á í veg
fyrir að fólk renni undan bílbeltun-
um við árekstur. Til hlífðar eru
styrktarstoðir í hurðum bílsins, og
reyndar er öll yfirbygging hans
sérstaklega styrkt til að auka á
öryggi ökumanns og farþega. Þá
er sérstök sía í loftræstingu bílsins
sem hreinsar ryk, bakteríur og
aðrar agnir úr loftinu áður en það
kemst inn í bílinn, en þessi búnað-
ur er fyrst og fremst hugsaður
fyrir þá sem þjást af ofnæmi eða
heymæði.
Um fimm ár eru liðin síðan
hönnun Mondeo hófst, og er kostn-
aðurinn við gerð bílsins orðinn um
6 milljarðar Bandaríkjadala eða
um 385 milljarðar íslenskra króna.
Ford ætlar sér stóra hluti með
markaðssetningu Mondeo, en
þrátt fyrir 10,5% aukna markaðs-
hlutdeild á síðasta ári eru erfiðir
tímar hjá fyrirtækinu um þessar
mundir, og verður starfsmönnum
þess í Evrópu fækkað um 10
þúsund á þessu ári til
þess að reyna að
stöðva tap-
rekstur sem
verið hefur.
Takmarkið
hjá Ford er
að öðlast
11% mark-
aðshlutdeild á
þessu ári, og í þeim
útreikningum er gert
ráð fyrir að hinn nýi
Mondeo verði með 5,5% markaðar-
i.
Hannes Strange hjá Glóbusi
hf., sem er umboðsaðili Ford hér
á landi, sagði að sennilega yrði
Mondeo ekki kominn á markaðinn
hér fyrr en næsta haust. Hann
sagðist áætla að verð bílsins yrði
einhversstaðar á bilinu 1500 til
1800 þúsund krónur eftir gerð og
búnaði.
„Okkur líst vel á þennan bíl og
hann lofar góðu hvað varðar útlit
og rými að innan. Þá er hann fram-
drifínn, en eftir því hefur verið
beðið. Þá fínnst okkur það mikill
kostur að það skuli vera eitt nafn
á bílnum hvar sem hann verður
seldur í heiminum,“ sagði Hannes.
d m
~ _________c 11
Salcm jókst
í Bretlandi
órið 1992
BÍLASALAN í Bretlandi jókst
örlítið á árinu 1992 miðað við
árið áður, og lauk þar með
þriggja ára samdrætti í bílasölu
þar í landi.
Alls seldust 1.594 þúsund
nýir bílar, í Bretlandi i fyrra, og
er það 0,08% aukning frá 1991
sem var botnár í bílasölunni þar
í landi. Vantar því mikið upp á
að metárinu verði náð, en það
var 1989 þegar 2,3 milljónir
nýrra bíla seldust. Flestir bíla-
framleiðendur í Bretlandi telja
að einungis verði um smávægi-
lega söluaukningu að ræða á
yfirstandandi ári, og raunveru-
legur bati verði ekki í bílasöl-
unni fyrr en á næsta ári. ■
Nýr Peugeot
á þessu ári
ÞAÐ eru ekki aðeins Ford og
Citroen sem verða með nýja bíla
á þessu ári, heldur er Peugeot
einnig á ferðinni með bíl sem
koma á í kjölfar 309 gerðarinnar.
Arftaki Peugeot 309, sem
upphaflega var byggður sem
Talbot, kemur væntanlega til
með að kallast 306. Bíllinn verð-
ur frumsýndur í þriggja dyra
útgáfu á bílasýningunni í Genf
í mars, en fímm dyra útgáfa
kemur síðan á markaðinn í sum-
ar. ■
arnar komi síðar en hjá öðrum en
þær séu betri. Segir blaðið þessa
langtímastefnu fyrirtækisins oft-
lega hafa borgað sig en nú sé henni
ógnað af ferskleika BMW. Hvað
varðar verðlagningu hefur Benz
getað leyft sér að vera nokkru ofar
en aðrir og kaupendur verið tilbún-
ir að greiða uppsett verð enda fái
þeir það tilbaka í gæðum. Er þetta
nefnt sem enn eitt dæmið um
árangur BMW, nú horfi kaupendur
á verð beggja framleiðenda og beri
saman.
En hvað gerist svo á þessu ári?
Blaðið endar á að varpa því fram
að þótt BMW með sína 70 þúsund
starfsmenn sé á ýmsan hátt liprara
í aðlögun sinni að markaðnum og
framsæknara sé ekki auðvelt að
keppa við Daimler-Benz samsteyp-
una sem telur 192 þúsund starfs-
menn. Framundan sé erfiður tími,
fyrirsjáanlegur samdráttur uppá
um 20% og þá fyrst reyni á hver
sé sterkari og klókari að mæta slík-
um vanda. ■
Banaslys 1970-1992
Fjöldi slysa og látinna
Dreifbýli
:
Látnir
Slys
Þéttbýli utan Reykjavíkur
12
10
8
6
4
2
Reykjavík
12
10
8 i\
6 • ■ \
ford Taurus var söluhæsti bíllinn í Bandaríkjunum 1992.
Ford Taurus ýtti
Honda Accord af toppn-
um í Bandaríkjunum
FORD Taurus varð söluhæsti bíllinn í Bandaríkjunum í fyrra og bar
þar með sigurorð af Honda Accord sem verið hefur söluhæsti bíllinn
þar í landi nokkur undanfarin ár. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1988
sem bandarískur bíll er söluhæstur á heimamarkaði. Ford seldi
409.751 bíla af gerðinni Ford Taurus í Bandarikjunum í fyrra, en
salan á Honda Accord nam 393.477 bílum, eða aðeins 16.274 bílum
færra.
Heildarsala fólksbíla og jeppa í
Bandaríkjunum á síðasta ári nam
samtals 12,8 milljónum bíla. Er
þetta einungis 4,1% aukning í söl-
unni frá árinu 1990, og er árið í
fyrra því meðal þeirra lökustu frá
1983. Þriðji söluhæsti fólksbíllinn á
árinu var Toyota Camry og seldust
289.602 bílar af þeirri gerð. í fjórða
sæti varð Ford Escort, en af þeirri
gerð seldust 236.622 bílar, og í
fimmta sæti varð Chevrolet Lum-
ina, sem seldist í 218.114 eintökum.
í jeppaflokknum varð Ford F pall-
bíll og seldust 488.539 slíkir, í öðru
sæti varð Chevrolet C-K pallbíll, en
af þeirri gerð seldust 431.543 bílar,
og í þriðja sæti varð Ford Explor-
er, og seldust 306.681 bílar af þeirri
gerð.
Ford sem er annar stærsti bíla-
framleiðandinn í Bandaríkjunum
þurfti að fóma nokkru til að ná
fyrsta sætinu af Honda, en fyrir-
tækið greiddi um 2.600 dollara með
hveijum Taurus sem það seldi í
formi afsláttar og kaupleigusamn-
inga sem kaupendum bílsins stóðu
til boða. Talsmenn fyrirtækisins
telja að þetta sölubragð til að velta
Honda Accord úr sessi hafí verið
vel þess virði, og jafnvel aukið sölu
annarra gerða Ford bíla á siðasta
ári. ■