Morgunblaðið - 20.01.1993, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993
9
Nú er rétti tíminn til að
hefja reglulegan sparnab með
áskrift að spariskírteinum
ríkissjóðs.
Notaðu símann núna,
hringdu í
62 60 40,
69 96 00
eða 99 66 99
sem er grænt númer.
Kalkofnsvegi 1,
sími 91- 699600
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, sími 91- 626040
Kringlunni, sími 91- 689797
Ognvaldur eða
stríðnispúki
í forystugrein Ec-
onomist segir: „Það hef-
ur sýnt sig í áranna rás
aö Saddam Hussein hef-
ur á sér margar hliðar.
Hann getur verið allt frá
alþjóðiegum ógnvaldi tii
alþjóðlegs striðnispúka.
Þessa stundina er hann
aðallega í striðnispúka-
gervinu þó vissulega sé
hann harðstjóri eftir sem
áður. Umheimurinn virð-
ist ekki hafa tekið eftir
þessu. Með því að bregð-
ast við ögrunum hans
með hemaðaraðgerðum
hefur hann líklega fengið
það sem hann sóttist eft-
ir . . . Það eru aðallega
þrjú atriði sem _ skipta
Vesturlönd máli. í fyrsta
lagi að tryggt sé að Irak-
ar séu ekki nógu öflugir
til að ráðast á nágranna
sina og sölsa undir sig
stærri hlut af olíubirgð-
um heimsins. Að Persa-
flóastríðinu loknu og
þeirri eyðileggingu á
stórum hluta vopnabúrs
þeirra sem fylgcQ í kjöl-
farið hafa þeir ekki haft
til þess styrk. I öðru lagi
verður að koma í veg
fyrir að írakar komist
yfir eða þrói gjöreyðing-
arvopn, ekki síst kjam-
orkuvopn, þar sem slík
vopn _ myndu ekki bara
gera írak að rnjög hættu-
legu ríki á svæðinu held-
ur einnig stefna í tvísýnu
öllum tilraunum á al-
þjóðavettvangi til að
spe-ua gegn útbreiðslu
Iqarnorkuvopna. Þessu
hefur líka verið liugað
að. í þriðja lagi verður
að halda lifi í friðarvið-
ræðunum milli araba og
ísraela. Þær eru í hættu
vegna nýlegrar ákvörð-
unar ísraela um að senda
rúmlega Qögur hundruð
Palestínumenn frá Vest-
urbakkanum og Gaza-
svæðinu í útlegð.
Tvennt þessu til við-
bótar ætti einnig að valda
mönnum á Vesturlöndum
áhyggjum. Annars vegar
slæm meðferð á ýmsum
þjóðarbrotum innan ír-
aks, sérstaklega Kúrdum
í norðurhluta landsins og
Shítum í suðurhlutanum.
Að beiðni Saddams
Breska tímaritið Economist telur loft-
árásirnar á írak ekki þjóna tilgangi sínum
og í raun verið það sem Saddam Huss-
ein íraksforseti hafi viljað. Þær styrki
stöðu Saddams fremur en að veikja. í
staðinn beri að halda áfram á þeirri braut
sem þegar hafi verið mörkuð. Efnahags-
legar refsiaðgerðir geri gagn þó að áhrif
þeirra séu óþægilega hæg.
Eftir að hafa hvatt þetta
fólk til vonlausrar upp-
reisnar er fjölþjóðaher-
inn, sem vann Persaflóa-
stríðið, skuldbundinn til
að vemda það gegn
hefndaraðgerðum Sadd-
ams. Þá stendur eftir
Saddam sjálfur. Mikið
óskaplega væri gott að
vera laus við hann.“
Onauðsynleg-
ar árásir
Áfram segin „Þvi mið-
ur eru loftárásir vikunn-
ar, jafnvel þó að þeim
hafi verið lýst sem mjög
árangursríkum, ekkert
liklegri til að leiða til
afsagnar Saddams held-
ur en loftárásimar i
striðinu sjálfu. Þvert á
móti gætu þær leitt til
hins gagnstæða, nefni-
lega orðið til að lengja
setu hans á valdastóli.
Það gæti verið þess virði
ef loftárásiraar hefðu
verið nauðsynlegar í fjósi
einhverra þeirra mark-
miða sem nefnd vom hér
að framan. Þær vom það
ekki. Eyðileggingin sem
árásimar ollu verður
notuð til að tryggja per-
sónulega stöðu Saddams
sem var að veikjast (þess
vegna hóf hann ögran-
irnar) en hafa engin áhrif
á önnur markmið.
Það má færa rök fyrir
því að ögrunum verði að
svara. Ef stríðnin sé látin
óáreitt muni hún eflast
til muna. Með öðrum orð-
um: Ef enginn hefði skipt
sér af nýjustu ógnunum
Saddams hefði hann gert
eitthvað verra næst og
svo eitthvað enn svaka-
legra. Vel getur verið að
rök af þessu tagi hafi
haft áhrif á George Bush
Bandaríkjaforseta sem
virðist hafa eitthvað per-
sónulega á móti Saddam.
Það hefði þó getað verið
honum hollt að hafa
hugfast hið gamla ráð
sem foreldrar veita oft
böraum sínum: Besta
vömin gegn stríðnispúka
er að virða hami ekki
viðlits. I þetta skipti virð-
ist það ráð hafa átt ein-
staklega vel við, (a)
vegna þess sem áður hef-
ur gerst þegar Saddam
hefur ögrað Vesturlönd-
um; (b) vegna þess hvers
vegna hann gripur aftur
til þessa gamla ráðs; (c)
vegna þess hversu laga-
lega vafasöm aðgerðin
er; og (d) vegna þess
hvaða áhrif þetta hefur
á arabaheiminn.
Lagaleg óvissa
Síðan segir: „Stríðni
Saddams hefur til þessa
einkennst af því að hann
hefur farið alveg út á
ystu nöf en hörfað svo
til baka og örugglega er
hluti skýringarinnar að
hann hefur óttast að
gripið yrði til aðgerða
hörfaði hann ekki . . .
Líklega hefur hann þrá-
ast við í þetta skipti til
að stuðla að árás. Efna-
hagur Iraks er i molum
ekki sist vegna efnahags-
legra refsiaðgerða og
enginn bati er í augsýn
á meðan Saddam Hussein
er við völd. Fólk var far-
ið að reiðast. Reiði þess
beinist ekki lengur að
Saddam heldur Vestur-
löndum.
Hin lagalega óvissa
sem umlykur þær reglur
og tilskipanir sem Sadd-
am hefur brotið hefur
lika verið honum í hag.
Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna hefur aidrei
fyrirskipað flugbannið í
norður- og suðurhluta
Iraks í ályktunum sínum
að loknu Persaflóastríði.
Irakar áttu lagalegan
rétt á að flytja eignir sín-
ar frá hinu umdeilda
svæði við kúveisku landa-
mærin, þó svo að þeir
hefðu fyrst átt að sækja
um leyfi. Vissulega hefur
Saddam brotið ýmsar
reglur. En verðskuldar
hegðun hans virkilega
svona harðskeyttar hem-
aðaraðgerðir?
Þeirri spumingu mun
ekki síst verða varpað
fram af Palestínumönn-
unum sem hafast við,
skjálfandi af kulda, á
einskismannssvæðinu
milli ísraels og Líbanons.
Þeir vita sem er að
ákvörðun ísraela um að
senda þá í útlegð án rétt-
arhalda stangast á við
samþykktir Sameinuðu
þjóðanna og Genfarsátt-
málann. Þrátt fyrir það
mun öryggisráðið ekki
samþykkja neina refsi-
ályktun, þökk sé neitun-
arvaldi Bandaríkja-
manna."
FJÁRMÁLANÁMSKEIÐ VÍB
Sif'f/nidm (iiii)niiuul\tlnllii, jy<ti)slufulllrúi
hjú Váliyapnfín/rlagi Islmuls. n rin ftrimt
uniiffu srm lu’fnr snll iuimskcii) iiin fjmnnU
rinslfikliiif'u hjti Ylll.
„Eg held að sá tími og þeir peningar sem
maður ver í svona námskeið
skili sér ótrúlega fljótt í heimilisrekstri.“
..Hvort sem fólk fer að skipuleggja fjármálin sín vegna þess að
það fer á svona námskeið eða eitthvað annað sem verður þess
valdandi. þá held ég að það sé af hinu góða. Það er mjög margt sem
situr eftir af námskeiðinu og það er ýmislegt sem ég hef þegar gert til
að koma reglu á mín fjármál síðan ég var á námskeiðinu. Það sem mér
finnst sýna hvað þetta hefur verið gott námskeið er að sífellt eru að
koma upp í kollinn á mér einhver atriði úr námskeiðinu."
Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar um Fjármálanámskeið
VIB og einnig er hægt að fá sendar upplýsingar í pósti.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Simi 68 15 30. Myndsendir 68 15 26. Simsvari 68 16 25.