Morgunblaðið - 20.01.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993
33
endurguldu ástríki hennar ríkulega.
Fyrir uppeldisstörf sín í þágu
þroskaheftra sæmdi forseti íslands
Helgu riddarakrossi hinnar ís-
lensku fálkaorðu á nýársdag 1991.
Maður skyldi ætla að kona sem
náði slíkum árangri við krefjandi
umönnun og vandasamt uppeldi
hefði hlotið viðhlítandi menntun.
En því var ekki að heilsa. Stopul
vera í barnaskóla á Suðreyri í tvo
vetur var öll hennar skólaganga.
Árangur hennar við úrlausn erfiðra
verkefna í uppeldismálum verður
fyrst og fremst þakkaður eðlislæg-
um áhuga hennar og góðvild í garð
þeirra sem eiga í erfiðleikum á
andlega sviðinu, svo og hæfni henn-
ar til að finna og hlúa að einhvetj-
um neista, einhverjum hæfileika
hjá sérhveijum manni. - Ekki verð-
ur varist að hugsa til þess, hversu
langt Helga hefði náð á sínu áhuga-
sviði ef hún hefði hlotið menntun
í læknisfræði eða sálgæslu. í þesssu
sambandi verður mér hugsað til
föður hennar, Veturliða Guðnason-
ar, sem var kunnur lækningamaður
í Súgandafirði á fyrstu áratugum
aldarinnar. Hann hafði enga lækn-
ismenntun hlotið, en hafði til að
bera óútskýrðan lækningamátt,
sem margir nutu góðs af.
Helga hafði einstaklega traustar
taugar til æskustöðvanna í Súg-
andafirði og var bundin Dalnum
sínum sterkum tilfinningaböndum.
Þær eru eftirminnilegar myndirnar
sem hún með orðum hefur dregið
upp af umhverfinu í Vatnadal og
þá ekki síst af lága torfbænum,
Hraunprýði, þar sem föðuramma
hennar og móðurafi bjuggu í æsku
hennar.
Helga hafði ágæta frásagnar-
hæfileika og var unun að hlusta á
hana segja frá atburðum og ræða
málefni sem hún hafði áhuga á og
voru henni hugleikin. Hún var einn-
ig ágætlega ritfær.
Þegar fundum barnanna sem
ólust upp í Vatnadal á þriðja og
fjórða áratugi aldarinnar hefur
borið saman nú á ofanverðri öld-
inni, hefur æ oftar verið minnst á
að gaman væri ef fest væri á blað
sitthvað af minningum frá æskuár-
unum í Dalnum. Þegar slíkt bar á
góma var Helga Veturliðadóttir
ávallt nefnd sem líklegur sögumað-
ur. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót-
andi á sl. ári að heimsækja Helgu
og eiga með henni fundi vegna
verkefnis sem hún vann að, en það
var að færa í letur bemsku- og
æskuminningar sínar frá uppvaxt-
arárunum í Vatnadal. Það var ein-
stök reynsla að skynja einlægan
áhuga hennar á verkefninu og
skemmtilegt að sjá hvernig hún
upptendraðist þegar hún rifjaði upp
og ræddi skemmtilega atburði og
einstök atvik frá liðnum æskudög-
um. Augljóst var að Helga hafði
öruggt og gott minni.
Eitt hið eftirminnilegasta í fari
Helgu var hin létta og glaða lund
og óbilandi bjartsýni sem ekkert
fékk bugað. Jafnvel þegar hún lá
erfiðar sjúkdómslegur og tvísýnt
var um batahorfur, var það hún
sem hélt uppi glaðværð við sjúkra-
beð.
Helga var mjög trúuð og átti
auðvelt með að tala við Guð sinn
jafnt í önn daganna sem og í ein-
rúmi og kyrrð. Hún hefur sagt mér
að bænimar sem hún lærði af vör-
um foreldra sinna og föðurömmu,
Guðrúnar Sigurðardóttur, hafi
fylgt sér alla ævi. Fósturbörnum
sínum kenndi hún að biðja og bæn-
in varð sjálfsögð dagleg iðja á fjöl-
skylduheimilinu. Helga komst svo
að orði, að líklega hafí bænirnar
sem hún lærði við hné ömmu sinnar
í Hraunprýði og sá hugblær sem
þeim fylgdi, verið það veganesti
sem reynst hafi sér drýgst og best
á vegferð sinni um lífíð.
Á árinu 1987 kynntist Helga
Sigurgeiri Péturssyni frá Gautlönd-
um, miklum sæmdar- og heiðurs-
manni, og sama ár bjuggu þau sér
fagurt heimili að Kársnesbraut 53
í Kópavogi. Þangað var gott að
koma og viðtökur ávallt hinar höfð-
inglegustu, enda vinir í ranni.
Á sl. sumri, á afmælisdegi Helgu
er hún varð 75 ára, stóðu þau
Sigurgeir og Helga fyrir altarinu í
kirkjunni að Borg á Mýmm, þar
sem þau voru gefín saman í heilagt
hjónaband. Hjónavígsla þeirra sem
var mjög að áeggjan Sigurgeirs
finnst mér lýsa fágætri reisn þessa
trausta og mæta manns.
Þegar við ættfólk og vinir kveðj-
um Helgu Veturliðadóttur að
leiðarlokum, finnum við fyrir sárum
söknuði yfír því að fá ekki að hafa
hana lengur hjá okkur, en jafn-
framt gleði yfír að hafa kynnst svo
ágætri konu og auðgast af kynnum
við hana.
Systkini Helgu sakna sárt elsku-
legrar systur, en munu ylja sér við
minningarnar um ljúfar samveru-
stundir allt frá bernskudögum.
Fósturbörnin drúpa höfði og þakka
ástríkið og umhyggjuna öll þessi ár.
Mestur harmur er þó kveðinn
að eiginmanninum, Sigurgeiri Pét-
urssyni, eftir allt of skammar sam-
vistir við ástkæra eignkonu. -
Megi minningin um hamingjuríkar
samverustundir þeirra, sem aldrei
bar skugga á, lýsa upp skamm-
degisdrungann sem nú grúfír yfír.
Að lokum vottum við hjónin ást-
vinum hinnar látnu dýpstu samúð
okkar.
Guð geymi okkur öll.
Guðni E. Guðnason.
Við sem komin erum yfír miðjan
aldur verðum sífellt oftar fyrir því,
að höggvin eru skörð í hóp vina
og venslamanna. Þótt engum þurfi
að koma á óvart, að fólk á efri
árum hnigi til foldar eru höggin
sár svo undan svíður. Samt er dauð-
inn hið eina sem við eigum víst í
þessari jarðvist.
Helga Veturliðadóttir fæddist á
Suðureyri í Súgandafirði 13. ágúst
1917 en fluttist með foreldrum sín-
um fjögurra ára gömul að Vatna-
dal í Staðardal. í snjóþungum daln-
um mót víðáttum úthafsins átti
Helga æsku sína og uppvaxtarár.
Foreldrar hennar voru Andrea Guð-
mundsdóttir og Veturliði Guðnason
„hjálpsamur og natinn við lækning-
ar ... vinsæll maður, geðgóður og
glaður,“ eins og segir í Súgfírð-
ingabók.
Harðviðri vestfírskra byggða
voru ekki ofarlega í minningu
Helgu, nei, leikir á ísum og kyrrð
hljóðra vetrarkvölda, vornætur með
síkliði fugla, sólskin og blítt sumar
talaði hún um næstum með helgu
brosi. Gott var að deila með henni
frásögn hinna áhyggjulausu æsku-
ára í faðmi fjölskyldu, systkina og
leiksystkina, en systkini Helgu
voru: Guðmundur, hann kvæntist
Þóreyju Dalrós Guðmundsdóttur í
Bæ. Þau bjuggu í Bæ en létust
bæði ung; Guðrún, gift Guðna Ingi-
bjartssyni, er var vitavörður í
Keflavík, síðar búsett á ísafírði;
Ólafur, múrari í Hafnarfirði,
kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur
úr Hafnarfírði.
Helga Veturliðadóttir var af kyn-
slóð þeirra er barðist við berklana
og lá því leið hennar á Vífilsstaði.
Þar kynntist hún stóru ástinni sinni
Þórði Andréssyni frá Hjöllum í
Þorskafírði, og gengu þau í hjóna-
band 17. desember 1955. Þau hófu
búskap á Þórisstöðum í Gufudals-
hreppi 1956 og bjuggu þar góðu
búi þrátt fyrir skerta heilsu til 1965
að þau fluttu til Reykjavíkur. Þar
hófst merkur þáttur í lífí þeirra
hjóna er þau tóku að sér umönnun
barna, sem áttu við erfiðleika að
etja og ólu upp að sumu eða öllu
leyti. Telst mér til að 9 böm hafí
notið uppeldis þeirra og má nærri
geta hvílíkt starf þau inntu af hendi
og þá ekki einasta hvað líkamlegri
velferð viðkom heldur ekki síður
að sjá um andlegar þarfír. Það var
sannarlega undur að sjá þá miklu
ást og virðingu, sem þau sýndu
Helgu og þótt þau gerðu miklar
kröfur til hennar, var það eðlilegt
slíkt traust sem þau báru til henn-
ar. Fyrir þetta kærleiksríka starf
veitti þjóðfélagið henni sína virð-
ingu er hún var sæmd orðu fálka-
kross.
Ástkæran eiginmann sinn, Þórð
Andrésson, missti Helga 28. sept-
ember 1977. Ekki síst þá sýndi hún
hvílíkum styrk hún bjó yfir. Kyn-
fylgja ætternis sagði til sín. Skyld-
an við þá sem lifa varð sorginni
yfírsterkari. í guðs trausti hélt hún
áfram rekstri heimilisins og lét
ekki að fullu af störfum fyrr en
sumarið 1989.
Fyrir nokkrum árum kynntist
Helga göfugum manni, Sigurgeiri
Péturssyni fyrmm bónda á Gaut-
löndum í Skútustaðahreppi. Þau
gengu í hjónaband og áttu fagurt
heimili á Kársnesbraut 53. Sigur-
geir er glaðlyndur alvörumaður,
traustur og fórnfús. Hygg ég að
Helga hafi þar hitt jafnoka sinn.
Við sem nærri henni stóðum, áttum
þá ósk heitasta, að endurvakin
hamingja hennar mætti vara sem
allra lengst. Því er ekki að neita
að efasemdir tóku að leita á síð-
ustu tvö árin-. Heilsu Helgu hafði
mjög hnignað og sjúkrahúslegur
urðu tíðari þar sem tvísýnt var um
líf. Þrátt fyrir ómannleg veikindi
hélt Helga ávallt rænu og geri sér
fulla greinfyrir því sem orðið gæti.
Sigurgeir vakti yfir henni sólar-
hringum saman til að veita henni
huggun í þjáningu sinni og upp-
fylla hverja þá ósk sem hún kynni
að láta í ljós. Nokkrum sinnum
náði Helga fótavist á ný og þá ljóm-
aði bros um vanga þeirra beggja.
Nú er komið að leiðarlokum.
Mikilhæf kona er gengin en minn-
ingin lifir.
Við Hjálmfríður vottum eigin-
manni, systkinum og aðstandend-
um öllum einlæga samúð.
Halldór Stefánsson.
Kveðja frá systurbörnum
Okkur systkinin langar að skrifa
nokkrar línur til að minnast móður-
systur okkar, Helgu Veturliðadótt-
ur, með þökkum fyrir allt sem hún
var okkur.
Við eldri systkinin minnumst
hennar fýrst vestur á ísafirði þeg-
ar við fluttumst þangað frá Galtar-
vita. Þar hafði fjölskyldan búið í
þijú ár í afskekktri vík milli fjall-
anna og fyrir okkur bömin var
umheimurinn ekkert annað en
náttúran; fjöllin, hafíð og fuglarn-
ir. Á ísafirði komum við inn í flók-
inn heim og það tók okkur dágóða
stund að átta okkur á öllu þessu
fólki.
Okkur varð þó fljótlega ljóst að
við áttum góða að. Við bjuggum
uppi í hlíðinni og þar voru ættingj-
ar allt í kringum okkur og svo
áttum við frænda og frænku niðri
í sjálfum bænum sem okkur þótti
vera dularfull stórborg.
Þar bjó Helga frænka í Pólgöt-
unni, sem okkur þótti merkileg
gata: þar var líka sýslumaðurinn,
ljósmyndarinn, presturinn, læknir-
inn, lögreglan og slökkviliðið. Okk-
ur sveitabörnunun stóð hálfgerð
ógn af þessum ókunnu fýrirbærum
en Helga frænka útskýrði allt sam-
an fýrir okkur af mikilli þolin-
mæði. Við vorum heldur ekkert
hrædd því við fundum að við áttum
öraggt athvarf hjá Helgu.
Heima hjá Helgu frænku var
allt með örlítið öðrum brag en við
áttum að venjast á bammörgu
heimili. Helga frænka var glæsileg
kona og fylgdist alla tíð vel með
tískunni. Hún unni öllu fögru og
var mikil hannyrðakona. í stofunni
hennar, innan um útsaumaða púða,
myndir, veggteppi og annað skraut
kom ekki til mála að vera með
nein ólæti. Þar var ró og næði en
tíminn leið hratt því Helga frænka
var skemmtileg kona og var ávallt
að segja okkur sögur.
Við höfum dvalið við þessar
minningar frá æskuárunum vegna
þess að okkur þykir sem þá hafi
mótast sú mynd af Helgu frænku
í hugum okkar sem síðan hélst
óbreytt alla ævi. Seinna varð okkur
ljóst að hún átti alltaf við mikla
vanheilsu að stríða og lá langlegur
á sjúkrahúsum en við urðum eigin-
lega aldrei vör við það því hún var
alltaf hress og glöð í anda.
Helga frænka skildi við föður-
bróður okkar, Ágúst Ingibjartsson,
og fluttist frá ísafírði. Síðar giftist
hún Þórði Andréssyni og bjó í
nokkur ár á Þórisstöðum í Þorska-
firði. Við systkinin komum í þessa
fallegu sveit til sumardvalar og
þótt húsfreyjan hefði mikið að gera
hafði hún enn sem fyrr nægan tíma
til að sinna okkur. Þess nutu fleiri
en við því þangað komu einnig
mörg börn ættingja og vina úr
Reykjavík og öllum var tekið með
ást og umhyggju.
Þama hófst merkur þáttur í
ævistarfi Helgu frænku. Þau hjón-
in tóku börn, sem bjuggu við erfíð-
ar heimilisaðstæður, til sumardval-
ar og sum ílentust í sveitinni. Þessi
börn féllu strax inn í hópinn sem
fyrir var og allir vora ein stór fjöl-
skylda.
Þegar Helga og Þórður fluttust
til Reykjavíkur áttu börnin, sem
þau höfðu tekið að sér, eftir sem
áður samastað hjá þeim og smám
saman bættust fleiri í hópinn, eink-
um unglingar sem ekki fylgdu jafn-
öldrum sínum á þroskaferlinum.
Þetta var mikið og erfitt starf
og þótt heimilið leysti úr brýnni
þörf var ekki gert ráð fyrir þessu
fyrirkomulagi í velferðarkerfinu.
Loks kom að því að formlega var
stofnað fjölskylduheimili sem
Helga veitti forstöðu í mörg ár.
Þórður maður hennar var henni
stoð og stytta en eftir að hann dó
sá hún ein um þetta stóra heimili.
Fjölskylduheimilið í Akurgerði
var að ýmsu leyti einstakt. Þótt
Helga frænka væri titluð forstöðu-
kona gekk hún öllum bömunum í
móður stað og setti hag þeirra og
velferð ofar öllu. Þar var ekkert
sem minnti á stofnun en hins veg-
ar má segja að Helga frænka sjálf
yrði með tímanum eins konar
stofnun, í þeim skilningi að allir
treystu á hana og vissu að hjá
henni áttu allir öraggt athvarf ef
á þyrfti að halda.
Heimilisbragurinn var svipaður
og í sveitinni fyrir vestan og böm-
unum þótt alltaf gaman að vera
hjá Helgu, rétt eins og við systkin-
in nutum þess í æsku. Nú skildum
við betur í hveiju gleðin fólst: að
eiga samvistir við skemmtilega
konu sem gat miðlað af lífsreynslu
sinni og veitt öðrum lífsgleði og
trú á lífið.
Helga frænka hafði líka tíma til
að lifa sínu eigin lífí og hafði gam-
an af að hitta fólk og skemmta
sér. Hún var enn aðlaðandi og fal-
leg kona og á á þessu síðasta skeiði
ævi sinnar kynntist hún eftirlifandi
manni sínum Sigurgeiri Péturssyni
sem tók virkan þátt í starfí hennar
á íjölskylduheimilinu.
Þótt Helga frænka væri alltaf
ung í anda kom að því að hún hlaut
að hætta störfum fyrir aldurs sak-
ir. Þá fluttist hún með manni sínum
í Kópavoginn og þau bjuggu sér
þar fallegt heimili. Unglingarnir á
fjölskylduheimilinu vora nú orðnir
fullorðið fólk en þeir héldu áfram
tryggð og tengslum við Helgu og
Sigurgeir.
Þegar við systkinin komum í
heimsókn í Kópavoginn þótti okkur
stundum sem við væram orðin
böm á ný heima á ísafírði. Enn
var stofan hjá Helgu frænku ein-
hvern veginn fínni en hjá öðrum,
skreytt útsaumuðum púðum og
veggteppum.
Helga frænka hélt líka áfram
að segja okkur sögur, ekki síst frá
æskuáram sínum heima í Vatna-
dal, og reyndar var hún líka byijuð
færa þær í letur. Þar lýsti hún líf-
inu á þeim tímum þegar búskapar-
hættir vora allir með aldamóta-
sniði en hugur manna stefndi til
framfara. í þeim tíma átti Helga
frænka rætur sínar og hún bjó
alla ævi að hugsjónaglóð aldamóta-
konunnar sem ætíð horfir fram á
veginn.
Sólveig Bára Guðnadóttir,
Veturliði Guðnason.
í dag er kvödd Helga G. Vetur-
liðadóttir, sem varði miklum hluta
starfsævi sinnar í þágu bama og
unglinga, sem bjuggu við einhveija
skerðingu eða félagslega erfiðar
aðstæður.
Samskipti Helgu og félagsmála-
yfírvalda í Reykjavík byggðust á
gömlum grunni, því hún og maður
hennar Þórður Andrésson skutu
skjólshúsi yfir böm og unglinga á
vegum barnavemdamefndar, þeg-
ar þau bjuggu að Þórisstöðum á
Gufudalssveit.
Samstarfið hélt svo áfram eftir
að þau fluttu til Reykjavíkur. Fljót-
lega beindist áhugi Helgu þó að
störfum í þágu barna og unglinga,
sem bjuggu við einhveija þroska-
skerðingu. Upphaflega tók hún
börn í eigið húsnæði en flutti svo
í húseign í eigu Reykjavíkurborgar
í Selási og að lokum tók hún við
rekstri nýs fjölskylduheimilis, sem
rekið var í Akurgerði 20 á vegum
Félagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar frá því árið 1974.
Heitið fjölskylduheimili gefur
góða hugmynd um þann rekstur,
sem þar fór fram. Hér var ekki
um að ræða stofnun, heldur heim-
ili, þar sem bjó ein fjölskylda, fyrst
Helga og Þórður ásamt börnunum.
Eftir lát Þórðar bjó Helga ein með
börnunum og naut til þess aðstoð-
ar góðra starfsmanna.
Þessum heimilisbrag tókst
Helgu að viðhalda allt til starfs-
loka, þó hún af heilsufarsástæðum
þyrfti að hætta viðvera allan sólar-
hringinn í Akurgerði.
Starfsmenn Félagsmálastofnun-
ar Reykjavíkurborgar minnast
margra góðra stunda með Helgu
í Akurgerði, þegar hún bauð okk-
ur, sem mest samskipti áttu við
heimilið, til sín til að ræða starf-
semi heimilisins og málefni bam-
anna.
Það sem hæst ber, þegar rifjað-
ar era upp þessar samverastundir,
er ótakmörkuð hlýja og velvild
Helgu í garð bamanna, sem hún
hafði tekið að sér að ala upp. í
því sambandi minnist ég þess hve
stolt og ánægð hún var, þegar vel
gekk í námi, starfí eða leik en tók
sér aftur á móti nærri, ef miður
gekk.
Þegar kom að starfslokum í lok '~
árs 1989, lagði Helga mikla
áherslu á, að öllum þeim börnum,
sem ekki voru farin að heiman,
yrði séð fyrir varanlegri búsetu.
Helga var fágætur starfsmaður,
sem var gædd einstakri hlýju og
eðlislægum kostum til að annast
og umgangast börn og unglinga.
Tókst henni jafnan að laða það
besta fram hjá hveijum og einum.
Hún gerði jafnan litlar kröfur fyrir
sjálfa sig en gætti hagsmuna bama
sinna til hins ýtrasta.
Fjölskylduheimilið í Akurgerði
20 og undanfari þess er fyrsta til-
raun til þess að reka lítið fjöl-
skylduheimili fyrir þroskahefta og
markar því heilladijúg spor hvað
snertir þjónustu við fatlaða.
Starfsmenn Félagsmálastofnun-
ar Reykjavíkurborgar minnast
Helgu og samstarfsins við hana
með virðingu og þakklæti. Við
sendum jafnframt eiginmanni
hennar, Sigurgeiri Péturssyni,
bömunum, sem hún ól upp og
annaðist sem sín eigin, svo og öðr-
um ættingjum, samúðarkveðjur.
Sveinn H. Ragnarsson.
ÖRFISDRYKKJUR
SKUTAN
/A:
( I \ ‘V'eisCueCdhús
‘VeisCusaCur
Hólshrauni 3. s:651810
Scrii'æðingar
í blóinasUrcyliiigiiiii
við öll Gckificri
Q|blómaverkstæði
eSinnaJ
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090