Morgunblaðið - 20.01.1993, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993
NORRÆNA ELDFJALLASTOÐIN
í Norrænu eldfjallastöðinni er jarðfræð-
ingur að skoða fingraför fornra kjarna-
breytinga, sem benda til þess að stórir
hlutar jarðskorpunnar hafi sokkið niður
á margra tuga km dýpi og að gosefnin
séu að hluta til endurbráðin skorpa. Og
annar að afla þekkingar á mengandi efn-
um eldgosa og læra hvernig náttúran los-
ar sig við þau sjálf til að auka þar með
skilning á langvinnum áhrifum mengunar
af mannavöldum. í framhaldi af kynningu
á því sem fram fer í Norrænu eldfjallamið-
stöðinni í fyrri greinum fara hér á eftir
viðtöl við tvo jarðfræðinga, sem þar starfa
og fást við þessi viðfangsefni.
upp í eldgosum er sú að þau ná
þá upp í gegn um veðrahvolfið,
upp í 10-16 km hæð og jafnvel í
stórgosum upp í 20-30 km hæð.
Þannig blandast þau ósonlaginu.“
Það má því segja að því minni sem
mengun af mannavöldum er, þeim
mun betur er náttúran sjálf búin
undir að eyða mengun frá eldfjöll-
um.
Ekkert stórgos enn á
sögulegum tíma
Það sem Níels fæst við er að
rekja samsetningu eldfjallagossins
í bergi, eins og efnin voru í kvik-
unni fyrir gos, til þess að grafast
fyrir um hversu mikið af loftteg-
undunum gætu hugsanlega komið
frá slíkri kviku: „Ef maður veit
upphafssamsetningu lofttegunda í
kvikunni og í hrauni sem rennur
frá eldstöðinni, þá er mismunurinn
það sem skilst frá í gosi og fer út
í andrúmsloftið,“ útskýrir hann,
og bætir við að á sögulegum tím-
um hafi aldrei orðið stórgos á jörð-
inni sem sé neitt á borð við þau
sem vitað er um. En óhjákvæmi-
legt sé að það muni gerast. Því
sé svo áhugavert að vita í hvaða
mæli þessi stórgos hafa á sínum
tíma mengað andrúmsloftið.
Nú er mikið rætt um áhrif eld-
gosa á veðurfar. „Þau áhrif eru
vissulega fremur smá og skamm-
vinn af gosum á sögulegum tíma,“
segir Níels. „Mannkynið er ekki
„Það sem í daglegu tali er nefnt
loftmengun frá eldfjöllum er
kannski auðveldast að rannsaka
við eldgos, því þar eru efnin sam-
ankomin áður en þau dreifast. Til
dæmis hefí ég verið að meta
hvemig loftmengun frá eldfjöllum
skiptist milli háloftamengunar,
sem nær yfir alla jörðina, og hins
vegar mengunar í nánd við eldfjall-
ið, móðunnar sem skríður með
jörðu,“ segir Níels þegar hann er
spurður um rannsóknir sínar. Og
heldur áfram: „Eldgos hegða sér
mismunandi. Venjulegt Heklugos
er t.d. sprengigos í nokkrar
klukkustundir áður en hraun tekur
að renna. Á meðan berast loftteg-
undirnar í mikla hæð og lenda
inni í veðrahvolfí jarðarinnar.
Veðrakerfi norðurhvelsins ber
mengunina til norðurheimskauts-
ins. Aðferð andrúmsloftsins til að
hreinsa mengunina er að sökkva
efnunum niður síðari hluta vetrar.
Þau lenda þá í úrkomunni á heim-
skautasvæðunum. Þar sem er sí-
freri geymast þessi efni lengi og
eldfjallamengun frá fornu fari
fínnst þar geymd í heimskautaísn-
um. Megnið af henni lendir þó í
hafinu og sameinast efnakerfi
þess. Sömu efnin finnast raunar
þar, svo sem klór og brennisteinn.
Þannig er þessi hringrás mengun-
arefna frá eldgosum.“
Þá hlýtur að vakna sú spurning
hversu mikil þessi eldfjallamengun
sé, miðað við iðnaðarmengun og
brennslu kola og olíu, sem mann-
kynið hefur nú miklar áhyggjur
af. Níels segir hana tiltölulega
litla. Kolsýrumengun frá eldfjöll-
um sé líklega ekki nema tíundi
hluti þess magns sem verður af
manna völdum. Mesta mengunin
stafi af kola- og olíubrennslu. Hins
vegar sé brennisteinsmengun frá
eldfjöllum mjög veruleg. Uppundir
helmingur af brennisteinsmengun-
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Starfið á Norrænu eldfjallamiðstöðinni
Jarðfræðingamir Níels Óskarsson og Karl Grönvold fyrir framan örgreininn sem þeir nota til
að skoða örsmá öskukorn og kristalla, allt niður í míkrometra í þvermál.
Náttúran eyðir sjálf
mengnn frá eldgosum
Viðtal við Níels Óskarsson
LOFTTEGUNDIRNAR úr eldgosum eru viðfangsefni Níels-
ar Óskarssonar jarðfræðings á Norrænu eldfjallastöðinni.
Raunar er andrúmsloftið ekkert annað. Þannig hefur það
myndast í upphafi og er alltaf að myndast, eins og Níels
orðaði það í upphafi viðtals við Mbl. En þekking sem afl-
ast við rannsókn á mengandi efnum eldgosa og hvernig
þau eyðast með náttúrulegum hætti, eykur skilning á lang-
vinnum áhrifum loftmengunar af mannavöldum, sem kann
að valda veðurfarsbreytingum. Forsögulegar náttúruham-
farir ollu veðurfarsbreytingum og hafa jafnvel eytt stórum
hluta lífs á jörðinni um það leyti sem risaeðlurnar dóu út.
í viðtali við Níels kemur m.a. fram að samfélög manna,
sem sögur fara af, hafa ekki upplifað stórgos. Það hlýtur
þó að gerast einhvern tíma og öll þekking á lofttegundum
frá eldgosum skiptir því máli, engu síður til langs tíma
litið en tU náinnar framtíðar í eldfjallalandi.
inni, sem finnst í andrúmsloftinu
eftir stór eldgos, er skammvinn
eldfjallamengun. „En snefilefni í
eldfjallagosi, svo sem saltsýra og
flúorsýra, eru einnig athygliverð,
því þau eyða engu síður ósonlaginu
en efnin sem maðurinn sendir út
í loftið. Ástæðan fyrir því að þessi
efni eru skaðleg þegar þau koma
ísland hækkar ekkí
- sígur er á bætist
Viðtal við Karl Grönvold
JÖRÐIN er orkuver, knúið af kjarnorku. í eyrum leik-
manna kann slík fullyrðing að hljóma dálítið ógnvelgandi
og maður sperrir eyrun. En í öllu bergi eru geislavirk
efni, eins og úran, sem gefa hita, og það eru slík efni djúpt
í jörðu sem dr. Karl Grönvold jarðfræðingur á Norrænu
eldfjallastöðinni er að skoða í þeim tilgangi að rekja sögu
jarðskorpunnar. Nýlegar rannsóknir benda til þess að gos-
efnin komi ekki úr tiltæku eldhólfi í möttli jarðar, eins og
haldið hefur verið, heldur séu þau að hluta til endurbráðin
skorpa. Fingraför fornra kjarnabreytinga benda til þess
að stórir hlutar jarðskorpunnar hafi oftar en einu sinni
sokkið niður á margra tuga kílómetra dýpi, bráðnað og
blandast nýmyndaðri kviku úr möttli jarðar. Þannig séu
gosefnin jafnt og þétt á hringferð upp og niður.
„Ég er að skoða gosefnin sem
upp koma, en þau koma af mis-
munandi dýpi, og að spá í sam-
hengið milli þeirra,“ segir Karl
þegar við spyrjum hann út í þetta.
Og hann útskýrir það nánar:
„Hraunkvikan, sem upp kemur í
gosum, er ekki til staðar í langlíf-
um hólfum áður en hún kemur
upp, eins og haldið hefur verið.
Kvikan myndast við þrýstibreyt-
ingar niðri í möttlinum, á 100-150
km dýpi. Það er komið í ljós að
möttullinn, sem er yfir helmingur
af jörðinni, er úr föstu efni. í hon-
um eru hægfara hreyfingar. Hann
þrýstist upp og við það bráðnar.
Vökvinn sem myndast er léttari,
flæðir upp og endar með eldgosi."
Geislavirk efni í öllu bergi
„I öllu bergi eru geislavirk efni,
þau sömu sem notuð eru í kjarn-
orku, og er úraníum þeirra þekkt-
ast. Þessi efni eru sífellt að brotna
niður og gefa hita. Þetta gerist
hægt og rólega, ekki allt í einu
eins og við kjarnorkusprengingu.
Þannig er mikil hitaframleiðsla í
jörðinni. Hún veldur hreyfingum.
Þetta virkar eins og þegar sýður
í potti. Byijar að malla við botninn
og færist svo upp. Það sem ég er
að gera er að rannsaka bergteg-
undir sem koma upp og finna hvar
og hvernig þær hafa myndast. Þær
þróast á leið sinni og eru orðnar
breytilegar þegar upp kemur“.
Þetta þekkja menn í gosum á
íslandi, sem eru mismunandi að
gerð. Má þar nefna stóru flæðigos-
in sem mynda dyngjurnar og stór
sprungugos eins og Skaftárelda
og nú síðast Kröfluelda. Hins veg-
ar eru stóru öskugosin eins og
Heklugosin og Öræfajökulsgosið
1362 og svo hrafntinnu- og líparít-
hraun, sem myndast við mikla
sprengivirkni.
Karl kveðst vera að reyna út
frá þessum geislavirku efnum að
sjá hve langur tími líður frá því
kvikan myndaðist. Mikið af þeim
rannsóknum krefst mjög dýrra
tækja til greiningar, einkum á
geislavirku efnunum. Og því vinn-
ur hann þetta mikið í samvinnu
við Breta, Svía og Bandaríkja-
menn. „Þessi vísindi eru mjög al-
þjóðleg. Þá leggjum við til sýnin
og mikið til spumingarnar sem
unnið er út frá,“ segir hann til
skýringar. En ísland hefur í þess-
um efnum sérstöðu, þar sem
hryggjakerfi úthafanna liggur
þvert yfir landið. Annars staðar
þarf að fara niður á 2000 til 3000
metra dýpi til að komast að því.“
„Lengi vel töldu menn að súra
bergið, sem er um 5% af öllu bergi
hér, hafi þróast af djúpt að-
kominni kviku,“ heldur Karl
áfram. „Nú hefur komið í ljós að
svo er ekki. ísland er sennilega
alltaf í sömu hæð. Það sígur í
hvert skipti sem jarðlag bætist
ofan á. Þótt lag eftir lag bætist á
yfirborðið, þá er það alltaf jafn
hátt. Við boranir á Reykjanes-
skaga sjáum við hraunlög niður á
2000 metra dýpi, eða svo langt
sem borholur ná. En þegar þessi
hraunlög síga dýpra þá bráðna
þau. Bráðin sem þá myndast er
súra bergið. Til þess að negla þetta
niður viljum við finna eitthvað í
berginu sem sannar að það hafi
verið einhvern tíma á yfirborðinu."
„í andrúmloftinu myndast fyrir
áhrif geimgeisla skammlíf geisla-
virk efni. Kolefni 14 þekkja menn
sennilega best. Þar sem það hefur
stuttan helmingunartíma er hægt
að nota það til aldursákvarðana,
t.d. í fornleifafræði. En þau eru
fleiri efnin sem myndast á sama
hátt. Eitt er beryllium 10, sem
verður til vegna áhrifa geimgeisl-
unar á yfirborðinu og fer í bergið
sem er að síga niður. Kemur svo
upp aftur í súru gosunum."
fslgarni nær niður fyrir
jarðlögin
Þá er komið að stórri spum-
ingu: Hversu mikil áhrif hafa stór
eldgos á veðurfarið? Karl segir
þetta allt vera í samhengi. Til að
fá samhengið bendir hann á ný-