Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 10
Myrkir músíkdagar Rey kj avíkurkvartettinn ________Tóniist Ragnar Björnsson Kjarvalsstaðir hýstu tónleika Reykjavíkurkvartettsins sl. mið- vikudag. Tónleikamir fóru fram á gangi hússins, sem alls ekki hent- ar illa, hvað hljóman snertir, fyrir tónleika sem þessa. Konur komu ekki lítið við sögu tónleikanna. Reykjavíkurkvartettinn er nú skipaður konum eingöngu. Og kona var höfundur fyrsta verks- ins, á efnisskránni. Judith Weir, frá Skotlandi, átti fyrsta verkið, strengjakvartett í þremur þáttum, skrifaðan 1990. Fyrsti þátturinn byggði á einni hugsun sem óf sig áfram og eins og þyrlaðist upp milli hljóðfæranna í lokin. Annar þátturinn minnti á þjóðlag og, á sama hátt og fyrsti, fléttaðist áfram, án þess þó að verða lang- drenginn. Síðasti þátturinn var hraður, minnti á dansþátt. Ekki slæm tónsmíð þótt stundum sakn- aði maður einhverrar fjölbreytni. Færeyingar koma kannski ein- hveijum á óvart á Myrkum músík- dögum með góðum og framsækn- um tónskáldum, sem virðiast hafa handbragðið í hendi sér. Kristinn Blak átti næsta verk sem hann kallar „Undirlýsi". Kvartettinn er í einum þætti og á að lýsa eins konar ljósbrotum, eftirtektarvert og mjög vel skrifað verk, þar sem höfundur kunni að nýta mögu- leika hljóðfæranna. Þátturinn mátti þó ekki lengri vera til að verða ekki langdreginn, en þær stöllur fjórar skiluðu innihaldi verksins vel. Þá kom að þætti Leifs Þórarinssonar, „Strengja- kvartett nr. 3“ heitir hann, skrif- aður nú í haust og var hér um frumflutning að ræða. í huganum ásakar maður stundum Leif fyrir að skrifa ekki hraðar og meira, en vitanlega hefur maður ekkert leyfi til þess, því hver maður hef- ur sitt tempó. En Leifur er alltaf vandaður, spennandi, stundum svolítið villtur en alltaf forvitnileg- ur. Hér fóru hlutimir hægt af stað, eins konar leikur með tón- bil, temu reyndu að bijótast í gegn, leikurinn æstist, nær því villt, en féll aftur í upphaflegar vangaveltur. Hvert Leifur er að fara með kvartettinum, er ekki Leifur Þórarinsson mitt að svara, en örugglega er þetta eitt spor á langri göngu. Hér reyndi stundum mikið á hljóð- færaleikarana og kannske stóðust þeir álagið best þegar mest reyndi á. Síðasta verk tónleikanna var fjórir þættir fyrir strengjasveit eftir Hafliða Hallgrímsson. Fyrsti þátturinn einfaldur vefur á við- kvæmum tónbilum með fallega og vel gerða sólórödd fýrir sellóið, sem Inga Rós spilaði mjög fal- lega. Annar þátturinn, hægur, eins og sá fyrsti, og án mikilla umbrota. Þriðji þátturinn hraður og kannske best gerður þáttanna fjögurra, fjórði þátturinn hægur og leitandi. Hafliði þekkir vitan- lega vel eðli strokhljóðfæranna og bám allir þættimir merki þess. Reykjavíkurkvartettinn skipa nú Rut Ingólfsdóttir, Júlíana Elín Kjartansdóttir, Sara Buckley og Inga Rós Ingólfsdóttir. Tveir af fjórum spilurunum era sem sagt nýir. Það tekur tíma að vinna upp nákvæmt og spennandi kvartett- spil og vafalaust tekst þessum fjóram konum að yfirvinna allt hik, alla feimni við að sleppa skap- inu lausu, en tömdu. Kvartett er fjórir sólistar sem hver fyrir sig getur sprengt af sér öll bönd og á næsta augnabliki verið þjónn þess sem situr við hlið hans. Þau mannlegu mistök urðu í sambandi við gagnrýni um Auði Hafsteinsdóttur að út féll heil málsgrein. Mbl. birti leiðréttingu og málsgreinina í heild í „leiðrétt- ingum“ í miðvikudagsblaðinu 3. febrúar. Bókakynn- ingar í Nor- ræna húsinu Norræna húsið hefur staðið fyrir bókakynningum undanfarin ár og breytir ekki út af vananum nú. Sendikennarar frá Norðurlönd- um munu kynna bækur hei- malanda sinna, sem komu út á liðnu ári. Kynningarnar standa yfir allan febrúarmánuð og verða á laugardögum kl. 16.00. Fyrsta kynningin er á morgun, laugar- dag, og er hún helguð Svíþjóð. Sænski sendikennarinn Ylva Hell- erud mun fjalla um bækur útgefnar í Svíþjóð árið 1992, og sænski kvik- myndagerðarmaðurinn Daniel Berg- man verður gestur á kynningunni í tilefni af sýningu myndar hans, Sunnudagsbarn, í Háskólabíói á sænskri kvikmyndavika. Sunnu- dagsbarn er gerð eftir handriti Ingmars Bergman og byggir á kafla úr ævisögu hans, Töfralampanum. Daniel Bergman leikstýrði myndinni „Ágget“ árið 1987, auk barnamynd- anna „Kasja Kavat“ og „God natt, herr luffere.“ ----♦ ♦ ♦-- Leikfélag Reykjavíkur Aukasýningar Búendur í Villingaholtshreppi Bókmenntir Sigurjón Björnsson Brynjólfur Ámundason: Ábú- endatal Villingaholtshrepps í Árnessýslu 1801-1981. Fyrra bindi. Gefið út á kostnað höfund- ar. 1983, 448 bls. Síðara bindi. Útgefandi: Ormstunga. 1992, 283 bls. Með þessum tveimur bókum, samtals um 730 bls., hefur Brynjólf- ur Ámundason lokið greinargerð sinni um bújarðir og jarðarhluta í Villingaholtshreppi og ábúendur þeirra og skyldulið frá árinu 1801. Þetta er geysimikið verk sem nær yfir 63 býli. Kirkjur vora tvær í hreppnum, í Villingaholti og Hró- arsholti, og er saga þeirra rakin nokkuð. Abúendatali er þannig háttað að fyrst er jörðinni lýst, stærð áður fyrr og áhöfn, mati og húsakosti á ofanverðri 19. öld. Síð- an er skrá yfir ábúendur á hverri jörð í tímaröð. Þá kemur þáttur um hvem ábúanda og konu hans (eða eiginmann þegar kona er ábúandi) og foreldra þeirra. Búnaðarsaga er rakin og böm upptalin svo og kvon- fang þeirra þegar um það ræðir. Oftast er í þáttarlok nokkur frásögn um ábúendur, stundum löng. Fæð- Harry Allen Harry Allen og Frank Lacy leika á Sólon BANDARÍSKI tenórsaxafónleik- arinn Harry AHen leikur á Sólon íslandus í kvöld. Þá er von á bandaríska básúnuleikaranum og söngvaranum Frank Lacy á næst- unni. Allen er 25 ára gamall, en leikur þá tegund djasstónlistar sem mest var leikin á fjórða og fimmta ára- tugnum þegar Ben Webster, Cole- man Hawkins og Lester Young gerðu garðinn frægan. Saxafónleik- ur Allen þykir um margt minna á stíl Websters. Hann kom fyrst fram opinberlega á Newport-djasshátíð- inni 1982 og sautján ára gamall hélt hann í fyrsta sinn tónleika í New York. Með honum á Sólon leika Carl Meller á píanó, Þórður Högna- son á bassa og Steingrímur Guð- mundsson á trommur. Frank Lacy, básúnu- og flygil- hornleikarinn og söngvarinn banda- ríski, sem lék inn á djassdisk Tóm- asar R. Einarssonar, Islandsför, í hitteðfyrra, leikur á tónleikum á Sólon íslandus 11. og 13. febrúar nk. og á Höfn í Hornafírði 12. febr- úar. Hann heldur auk þess fyrirlest- ur með tóndæmum þriðjudaginn 9. febrúar í Tónlistarskóla FÍH, Rauða- gerði 27, kl. 17 og býður Menningar- stofnun Bandaríkjanna málmblásur- um, djassleikurum og öðrum að sækja hann sér að kostnaðarlausu. Lacy, sem kemur hingað í boði Menningarstofnunar Bandaríkj- anna, hefur undanfarið leikið með Mingus Dynasty-sveitinn. Hann lék nýverið inn á plötu með saxafónleik- aranum Bobby Watson, stórsveit McCoy Tyners og Brass Fantasy- sveit Lester Bowies. ingarár (og dagur oftast) ábúenda og bama þeirra er tilgreint. Mikill fjöldi mannamynda er í ritinu, myndir af jörðum bæði gamlar og nýjar og líkön hafa verið gerð af gömlum kirkjum sem hér era ágæt- ar myndir af. í lok síðara bindis er nafnaskrá fyrir ritið allt. í blaðaviðtali við höfundinn um það leyti sem fyrra bindið kom út segist hann hafa unnið að þessu verki í átta ár. Þar við bætast svo ni'u ár þar til síðara bindið kemur út. Hér er því um að ræða hátt í tveggja áratuga tómstundavinnu. Fljótséð er líka við lestur þessa rit- verks að geysitímafrek nákvæmnis- vinna hlýtur að liggja að baki. Höf- undurinn er að vísu hógværðin sjálf er hann segir: „Ég vona að villum- ar í þessu riti verði ekki yfirþyrm- andi ...“ (Formáli fyrra bindis.) Þrátt fyrir þetta mikla verk hyggst höfundur ekki leggja árar í bát: “... áhugi [er] fyrir að rita þriðja bindið, sem fjalla mun um ábúendur fyrir 1801, eftir því sem hægt verður, eigendur jarða og fleira sem til kann að falla. Mun því þá fylgja tæmandi nafnaskrá við fyrri bindin.“ (Eftirmáli síðara bindis.) Af þessu ábúendatali má sjá að í Villingaholtshreppi hafa löngum verið góðir bændur, búhyggjumenn miklir, sómakærir og umhyggju- samir heimilisfeður. Að vísu hafa þeir stöku sinnum hlaupið útundan sér í kveimamálum. En ekki finnst manni það stórfenglegt hafandi nýlesið Skagfirskar æviskrár yfir 19. öldina. Fátt er hér og um ill- menni og drykkjusvola. Þá verður hlutur húsfreyjunnar góður í þessu ritverki, sýnu betri en í mörgum hliðstæðum ritum. Virðist höfundur hafa gert sér far um að gleyma ekki konunum. Er það vel. Ein- kenni á þessum skrifum er hversu höfundur er umtalsgóður. Hann á bersýnilega auðveldara með að greina frá kostum manna en göll- um. Granar mann að stundum sleppi hann umsögn þegar fátt gott er að segja. Ekki er þó fyrir að synja að stundum koma dálítið meinlegar athugasemdir, en aldrei án þess að þær eigi fullan rétt á sér. T.a.m. þessi: „Hún er sögð hafa verið hið mesta gæðablóð og eitthvað fleira hefur verið við hana því að eftirtald- ir bændur áttu með henni eitt barn hver . . . [þrír bændur nafngreind- ir]. Hún var fyrir þessar barneignir sínar uppnefnd og kölluð „Barna- Tobba“, en bændumir gyrtu upp um sig og fengu af þessu engin uppnefni." (Fyrra bindi, 281. bls.) vegna mikill- ar aðsóknar Brynjólfur Ámundason Margt skemmtilegt flýtur með í þessum þáttum, svo sem tvö bréf sr. Tómasar Guðmundssonar til háyfirvalda um hrasanir sóknar- bama. Nokkuð kátleg era þau/ Draugasögur eru fáeinar, atvikalýs- ingar og tilsvör. Þetta er því ekki leiðinlegur lestur, þó að mest sé að sjálfsögðu um upptalningar. Vel hefur verið að útgáfu staðið. Ritvillur og prentvillur era fáar (á einum stað hafa þó víxlast nöfn undir myndum) og bækurnar era prentaðar á góðan pappír sem fara vel með myndir. LEIKFÉLAG Reykjavíkur verð- ur með aukasýningar á Tsjek- hov-veislunni um helgina og í næstu viku eru það allra siðustu sýningar á þessum verkum. Sýn- ingar á Platanov verða föstu- dagskvöldið 5. febrúar, miðviku- dagskvöldið 10. og laugardags- kvöldið 13. febrúar kl. 20. Vanja frændi verður sýndur laugardagskvöldið 6. febrúar, föstudagskvöldið 12. ogsunnudags- kvöldið 14. febrúar. Leikfélagi Reykjavíkur hefur verið boðið að koma með báðar sýningar á leiklist- arhátið í Rúmeníu í apríl nk. Hingað til lands kom um daginn rúmenski leikstjórinn og leikhús- stjórinn, Alexa Visarion, en hann er leikhússtjóri Dramatíska leik- hússins í Brazov í Rúmeníu og leik- hússtjóri Róman-Ameríska E. O’Neill leikhússins í Búkarest auk þess að vera stjórnandi árlegrar leiklistarhátíðar í Brazov. Hátíð þessi er einn stærsti leiklistarvið- burður í gömlu A-Evrópu og þang- að er boðið sýningum frá öllum heimshlutum. Sjálfur hefur Alexa Visarion unnið sem leikstjóri í fjöl- mörgum löndum í Evrópu, Asíu og Ameríku og m.a. sett upp öll leik- rit Antons Tsjekhovs. Er það Leik- félagi Reykjavíkur mikill heiður að vera boðið til þessarar hátíðar. (Fréttatilkynning) Fimmtugasta sýning á Ríta gengur menntaveginn Þjóðleikhúsið sýnir í kvöld, föstudag, 50. sýning á gaman- leikritinu Ríta gengur mennta- veginn eftir breska leikskáldið WiIIy Russell á Litla sviðinu. Leikritið var frumsýnt í haust eftir leikför um suðurland og hefur verið uppselt á nær allar sýningar. Ríta gengur menntaveginn seg- ir frá hárgreiðslukonunni Rítu sem er ósátt við hlutskipti sitt við í lífinu. Hún tekur að sækja bók- menntatíma hjá drykkfelldum og miðaldra háskólakennara, sem er sárlega misboðið að þurfa að eyða tíma í menningarsnauða snyrtidömu, segir í fréttatilkynn- ingu frá Þjóðleikhúsinu. Ríta reynist hins vegar ekki öll þar sem hún er séð og þegar á líður er spuming hver hafi kennt hveijum. Með hlutverk kennarans fer Amar Jónsson, Tinna Gunnlaugs- Tinna Gunnlaugsdóttir í hlut- verki menningarsnauðu snyrtidömunnar Rítu. dóttir leikur Rítu, og María Krist- jánsdóttir leikstýrir verkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.