Morgunblaðið - 05.02.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993
15
Skólanesti? Af hverju?
eftir Ingu
Sigurðardóttur
„Hvenær kemur nestistíminn
eiginlega? Ég er orðinn svo svang-
ur.“ Án efa er þetta athugasemd
sem flestir ef ekki allir kennarar
heyra oft í kennslustundum.
Nestistíminn í skólanum virðist
mikilvægur í augum flestra skóla-
bama. I árdegisbekkjum er þessi
stund oft á tíðum fyrsta máltíð
dagsins og því er ljóst að eftir
morgunhressinguna í skólanum
eru nemendur oft orðnir betur
upplagðir til náms og starfa.
Mörg böm jafnt sem fullorðnir
virðast lystarlítil rétt eftir að þau
vakna. Það er því oft ekki fyrr en
eftir að þau eru komin í skólann
að sulturinn fer að segja til sín.
Það er því mikilvægt að í nest-
isboxinu sé eitthvað hollt, gott og
næringarríkt og síðast en ekki síst
aðlaðandi í augum barnsins. Það
fer þó auðvitað eftir því hvort
barn hefur borðað góðan morgun-
verð heima hve mikið nestið þarf
að vera.
Aðlaðandi nesti, hvað er það?
Hve oft skyldu kennarar hafa
horft á nemendur sína opna nest-
isboxin og loka þeim aftur með
óánægjusvip án þess að snerta
innihaldið. Eða jafnvel horft á
nemanda lauma ósnertri brauð-
sneiðinni í ruslafötuna af því að
hann vildi ekki svona álegg, ekki
ost á brauðið, ekki svona brauð
einmitt núna og það áttu mamma
og pabbi auðvitað að vita. Það
gæti því oft á tíðum verið ráðlegt
fyrir foreldra að hafa börn sín
með í ráðum þegar gengið er frá
nestinu. Ég mæli þó alls ekki með
því að börn séu látin taka sjálf til
sitt eigið nesti eftirlitslaust.
Það er einnig mikilvægt að
skapa notalegt andrúmsloft í
\ SKEMMIR /
TENNUR
kringum þessa litlu máltíð. Lestur
kennara upphátt fyrir nemendur í
þessum tímum er algengur og
virðast mér þau börn fá sem ekki
njóta þess að hlusta á skemmtilega
sögu á meðan þau matast.
Á því leikur enginn vafi að hollt
mataræði er mikilvægur þáttur í
tannvernd barna og unglinga. Sí-
vaxandi sykurneysla þar sem dag-
leg gosdrykkja- og/eða sælgætis-
neysla er orðin algeng eykur mjög
líkur á tannskemmdum. Það er því
ekki að nauðsynjalausu sem kenn-
arar hvetja nemendur sína til að
koma með hollt nesti í skólann.
Víða í bekkjum hafa kennarar í
samráði við nemendur sína tekið
afstöðu til þess hvaða fæðu-
tegudnir séu æskilegri en aðrar í
nestisboxið. Hollusta ýmissa
drykkjarvara hefur einnig verið
tekin til umræðu. Afleiðingar
þessa hafa oft verið þær að það
er nemendum keppikefli að í þeirra
|
Inga Sigurðardóttir
„Á því leikur enginn
vafi að hollt mataræði
er mikilvægur þáttur í
tannvernd barna og
unglinga. Sívaxandi
sykurneysla þar sem
dagleg gosdrykkja-
og/eða sælgætisneysla
er orðin algeng eykur
mjög líkur á tann-
skemmdum.“
boxum finnist eitthvað hollt og
gott. Þetta á þó fyrst og fremst
við yngstu nemendurna.
Því verður ekki neitað að auðvit-
að búa skólaböm landsins við mis-
jafnar aðstæður og eru því nestis-
mál sumra þeirra heldur bágborin
af þeim sökum. í flestum skólum
a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu, þar
sem ég þekki til, er yfirleitt hægt
að kaupa drykki nánast á kostnað-
arverði og mætti því e.t.v. hugsa
sér að þar mætti á sama hátt
kaupa ávexti eða jafnvel brauð-
sneið í framtíðinni, en til þess
þyrfti þó ýmislegt að breytast í
aðstöðu skólanna.
í mínum huga eykur næringar-
ríkt og gott skólanesti vellíðan
skólabarna og stuðlar að aukinni
tannvemd á Islandi.
Höfundur er kennari í
Grandaskóla.
nteð frönskum og sósu
=995.-
TAKWMEÐ ; t ffíi TAKWMEÐ
- tilboð! VVW - tilboð!
Jarttnn
Þessi nýi og glæsilegi bíll
hefur dregist aftur úr - í ver&i!
Volkswagen Vento GL er talsvert ódýrari en sambærilegir bílar af
öSrum tegundum - samt stendur Vento þeim flestum framar hva& snertir
stærð, búnað og aksturseiginleika.
1.365.000 kr.
En þegar við segjum að Volkswagen Vento sé ódýr erum við vissulega
að tala um afstæða hluti - því öllu móli skiptir hvað þú færð fyrir
peningana þína. Og hvað færðu svo fyrir þó?
VENTO
HEKIA
Laugavegi 170 -174 • Slmi 69 55 00
Þetta færðu fyrir 1.365.000 krónur:
• Vandaðan þýskan kostagrip sem er framleiddur af einum þekktasta
bílaframleiðanda heims - Volkswagen.
• Kraftmikinn bíl með 90 hestafla, 1800cc vél, sem gefur viðbragð og snerpu
eins og best gerist.
• Sérstaklega rúmgóðan og þægilegan bíl með afar vandaðri innréttingu, 550
lítra farangursfymi, samlæsingu ó hurðum, höfuðpúðum ó aftursætum og
lituðu gleri, svo nokkuð sé nefnt.
• Bil sem hentar vel við íslenskar aðstæður, framhjóladrifinn með aflstýri og
fróbæra aksturseiginleika.
• Bíl með herta stálstyrktarbita í hurðum sem í einu og öllu er framleiddur
samkvæmt hinum ströngu öryggiskröfum Volkswagen.
• Þjónustu bílaumboðs sem þú getur treyst.
Komdu og sjábu meb eigin augum og reynsluaktu.